Morgunblaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Nýbýlavegi 2 • 200 Kópavogi • S 570 5300 • www.yamaha.is TIL AFGREI‹SLU STRAX Vi› lánum allt a› 70% Arctic Trucks bjóða lán til kaupa á nýjum mótorhjólum. Lánin geta numið allt að 70% af kaupverði og gilt til 60 mánaða. Kynnið ykkur möguleikana og látið draum- inn verða að veruleika. Hjólaðu í sumar. Grizzly 660FWA 1.267.000 Kodiak 450FWAN 1.087.000 Bruin 350WAN 897.000 Blaster 200 657.000 YFZ 450 1.097.000 Y A M A H A F J Ó R H J Ó L Y A M A H A F J Ó R H J Ó L ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 25 28 7 0 7/ 20 04 VINNUHJÓL verð SPORTHJÓL verð Opið mánudaga til föstudaga kl. 8.00 - 18.00 BLASTER 200 GRIZZLY 660FWA SAMSTARFSVERKEFNI Fjöl- menntar og Geðhjálpar, tilrauna- verkefni um menntun og starfsend- urhæfingu fólks með geðraskanir og seinni tíma heilaskaða, fór af stað á vorönn árið 2003. Verkefnið snýst um að bjóða upp á nám fyrir geðfatl- aða og fólk með seinni tíma heila- skaða sem ekki á kost á námstilboði við hæfi hjá öðrum skólastofnunum. Að sögn Sveins Magnússonar, fram- kvæmdastjóra Geðhjálpar, eru blik- ur á lofti varðandi mögulegt fram- hald en fjármagn til verkefnisins er nú uppurið og öllum kennurum og starfsfólki verkefnisins hefur verið sagt upp. Vaxandi fjöldi einstaklinga hefur sóst eftir viðkomandi námi og end- urhæfingu en á fyrstu önn útskrif- uðust 60 manns, á annarri um 80 og nú síðast rúmlega 110 manns. Haustið 2002 var könnuð þörfin fyrir kennslu af þessu tagi. Niðurstaðan og viðræður við fagfólk gaf til kynna að um 175 einstaklingar á höfuð- borgarsvæðinu mundu hafa áhuga á að nýta sér slíkt tilboð. „Að okkar viti er um miklu fleiri einstaklinga að ræða en þeir einstaklingar eru ekki í neinum tengslum við geðheilbrigð- iskerfið,“ segir Sveinn. Skiptir sköpum varðandi bata Sveinn telur að endurhæfingar- þáttur verkefnisins sé óumdeildur og því til staðfestingar bendir hann á persónubundnar staðfestingar frá fagfólki innan heilbrigðisgeirans. „Það er alveg sama hvað viðkomandi heitir, hver hann er og í hvaða ástandi hann er. Þetta verkefni skiptir sköpum varðandi bata, við- hald á geðheilbrigði og að virkni ein- staklinganna komist á,“ segir Sveinn. „Þær þrjár annir sem verk- efnið hefur staðið yfir hafa meðal annars leitt það af sér að einstak- lingar hafa komist í þá virkni að halda áfram námi og í kjölfarið kom- ist út í almenna menntageirann. Það er vísbending um hvaða jákvæðu áhrif þetta hefur sem og að hér erum við að fá inn einstaklinga sem hafa verið alger- lega óvirkir vegna veikinda sinna sem tengjast náminu sem slíku, hafa ekki getað lesið og ekki getað skrifað. Aðrir hafa dottið út úr fram- halds- eða háskólum og hefur verið gert kleift að brúa það bil sem á skortir varðandi framhald. Þetta hefur það í för með sér að þessir einstaklingar hafa komist skör ofar í þessari þörf sem allir hafa og sam- félagið kallar eftir til þess að lifa bærilegu lífi og framlegð í sameig- inlega sjóði,“ segir Sveinn. Óvíst með fjárveitingar til verkefnisins Að sögn Sveins hafa stjórnvöld frá upphafi litið verkefnið jákvæðum augum. „Tómas Ingi Olrich, þáver- andi menntamálaráðherra, setti skólann þegar hann hóf göngu sína og yfirvöldum hefur verið kynnt það frá fyrsta degi í hvað væri verið að leggja og í hvað fjármunirnir færu. Það hefur aldeilis ekki skort á upp- lýsingaflæði til stjórnvalda og menn eru ekki að finna hér upp á leið til þess að afla einhverra tekna. Þetta er með ódýrara námi sem í boði er hér á landi,“ segir Sveinn og bætir því við að engin svör hafi fengist við fyrirspurnum varðandi fjárveitingar til verkefnisins. „Þetta var fyrst lagt formlega fyrir ráðherra ríkisstjórn- arinnar og fjárlaganefnd Alþingis, fagnefndirnar fengu öll gögn, grein- argerðir og rekstraráætlanir á síð- astliðnu hausti og enn höfum við ekki fengið nein svör, hvorki já né nei. Það hefur sett okkur í afskap- lega erfiða stöðu og við höfum þurft að segja upp kennurum og þær upp- sagnir taka gildi nú um mánaðamót- in. Eins og í venjulegum skólum var áformað að þetta nám hæfist hér í byrjun september en það getum við ekki stólað á þegar við fáum engin svör. Þetta skiptir alveg gríðarlega miklu máli og er hluti af heilsufars- legri endurhæfingu fyrir einstak- lingana og ég tala nú ekki um marg- földunaráhrifin sem þetta hefur út á við, fyrir aðstandendur sem hafa þurft að ala önn fyrir þessum ein- staklingum. Þá er endalaust kallað eftir sparnaði af hinu opinbera og ef þetta er ekki sparnaður þá veit ég ekki hvað sparnaður er,“ segir Sveinn og tek- ur það fram að aðstand- endur verkefnisins bæti um betur og fái viðkom- andi einstaklinga til þess að vera þátttak- endur í samfélaginu og skila einhverju til þess. „Ef ekkert er að gert enda málin oft þannig að farið er í mjög dýrar viðgerðarútfærslur fyr- ir þá einstaklinga sem eru geðsjúkir. Ef menn ætla sér að viðhalda því þá verða þeir að vera tilbúnir til þess að standa sína pligt,“ segir Sveinn og er ekki sáttur við framgöngu stjórnvalda í þessu máli og tekur það fram að þrátt fyrir að allar upplýs- ingar liggi fyrir hjá stjórnvöldum hafi lítið verið aðhafst til úrlausnar. „Að gefnu tilefni er ástæða til þess að ítreka það að hér erum við aldeilis ekki að tala um eitthvað sem flokk- ast undir afþreyingu, jafnvel þó að það hafi borist okkur til eyrna frá æðstu mönnum menntamálaráðu- neytisins að hver sem er geti fundið upp á einhverri afþreyingu og kallað eftir peningum í því sambandi. Þetta er víðs fjarri og ég vil skýra svona yfirlýsingar sem algera vanþekk- ingu sem er óásættanleg miðað við öll þau gögn og allan þann tíma sem menn hafa haft til þess að kynna sér málið. Ef málið verður hunsað áfram þá munu þeir tæplega 120 nemendur sem sótt hafa um á komandi haust- önn ekki njóta þessarar þjónustu,“ segir Sveinn. Skortir á skilgreind markmið og skýra heildarsýn Að sögn Sveins eru stjórnvöld að brjóta gegn viðkomandi einstakling- um ef verkefnið verður aflagt. „Það er verið að fara á skjön við rétt sem kveðið er á um í alþjóðlegum sátt- málum sem Ísland er aðili að og lög- bundið í íslenskum lögum með því að veita þessum einstaklingum ekki að- stoð,“ segir Sveinn. „Það er verið að brjóta á þessum einstaklingum og koma í veg fyrir það sem ég tel að þetta samstarfsverkefni snúist um en við erum að sinna hér samfélags- legri skyldu okkar,“ segir Sveinn og bætir því við að það vanti heildarsýn og samþættingu inn í geðheilbrigð- iskerfið. Samstarfsverkefni Fjölmenntar og Geðhjálpar í óvissu Sveinn Magnússon „Verið að brjóta á einstaklingunum“ Óvissa er um framhald verkefnis um menntun og starfsendurhæfingu fólks með geðraskanir og seinni tíma heila- skaða, en fjármagn til verkefnisins er uppurið. STJÓRNVÖLD fólu Ásgeiri Sigurgestssyni, sálfræðingi, að gera úttekt á samstarfs- verkefni Fjölmenntar og Geð- hjálpar. Tillögum Ásgeirs var skilað til stjórnvalda í lok maí. Menntamálaráðherra, Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir, segir að málefni samstarfs- verkefnisins séu í vinnslu inn- an ráðuneyta heilbrigðis-, fé- lags- og menntamála. Mál í vinnslu hjá ráðuneyt- unum ÞÓRKATLA Snæbjörnsdóttir á son sem hefur tekið þátt í sam- starfsverkefni Fjölmenntar og Geðhjálpar frá því í febrúar síð- astliðnum. Hún segir að það yrði mikið áfall ef verkefnið yrði af- lagt og þessi möguleiki yrði ekki lengur fyrir hendi. Sonur Þórkötlu, Jóhann Ingi Kristinsson, er 19 ára gamall og er að klára 10. bekk grunnskóla og mun á komandi hausti hefja framhaldsskólanám. „Jóhann varð fyrir mjög miklu einelti í skóla og gafst upp í 10. bekk og flosnaði í kjölfarið upp úr náminu. Hann þjáðist af kvíðaröskunum, miklu þunglyndi og þráhyggjuár- áttu sem var á svo háu stigi að hann gat ekki meira. Hann var búinn að vera inn og út af geð- deildum í þrjú ár þegar þessi skóli birtist okkur. Hann er ennþá veikur en þarna er tekið mið af veikindum viðkomandi ein- staklings og hvar viðkomandi er staddur í námi. Þarna getur hann því klárað grunnskólann og hafið framhaldsskólanám í fjarnámi við Fjölbrautaskólann í Ármúla,“ seg- ir Þórkatla og bætir því við að í skólanum ríki góður andi og þar sé gott starfsfólk. Þórkatla segist vera í mikilli óvissu varðandi nám sonar síns og að sumarið hafi farið í það að hafa áhyggjur af framvindu mála. „Þetta er sá hópur sem má síst vera í óvissu með lífið,“ segir Þór- katla. „Jóhann var kominn á gott skrið og þetta gaf honum tilgang. Hann gat farið í skóla líkt og jafnaldrar hans og sett sér mark- mið í lífinu. Þá gat hann litið á sig sem fullgildan einstakling og átt sína framtíðardrauma þrátt fyrir það að hann ætti við geðræn vandamál að stríða,“ segir Þór- katla og bætir því við að hún viti ekki hvað hún og sonur hennar muni taka til bragðs verði það úr að starfsemin verði aflögð. „Þetta er grátlegt því ég veit að hann hefur alla burði til þess að komast út í lífið á sínum forsendum með því að mennta sig. Það er talað um jafnrétti til náms og maður spyr sig hvar það sé,“ segir Þór- katla að lokum. „Þetta er grátlegt“ Þórkatla Snæbjörnsdóttir á son sem hefur tekið þátt í samstarfsverkefni Fjölmenntar og Geðhjálpar Þórkatla Snæbjörnsdóttir Morgunblaðið/Árni Torfason HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTINU bárust fyrir nokkru formleg mótmæli frá bandarískum lyfjaframleiðanda við áformum stjórnvalda um að taka upp viðmiðunarverð lyfja frá og með 1. ágúst nk. Viðmiðunarverðskráin miðast við þrjá kostnaðarsömustu lyfjaflokkana og er kostnaðarhlut- deild TR bundin við ódýrasta lyfið í hverjum flokki. Þá mun Trygginga- stofnun hætta greiðsluþátttöku vegna svokallaðra Coxib bólgueyð- andi lyfja en umrædd mótmæli koma frá bandarískum framleiðanda Coxib- lyfs, Merck Sharp og Dohme. Segir framleiðandinn að frumlyfjaframleið- endum sé mismunað í samkeppni við samheitalyfjaframleiðendur með ákvörðun stjórnvalda. Coxib (Cox-2 hemjarar) eru nýtt gigtarlyf sem hefur minni aukverk- anir en eldri gigtarlyf og gagnast sér í lagi þeim sem fengið hafa magasár og geta ekki tekið önnur gigtarlyf vegna aukaverkana þeirra. Að sögn Eggerts Sigfússonar á skrifstofu lyfjamála hjá heilbrigðis- ráðuneytinu eru Coxib lyf töluvert dýrari en önnur gigtarlyf og síðari rannsóknir hafi bent til þess að þau séu ekki áhrifameiri en þau eldri. „Meiningin var að fjarlægja sjálf- virka greiðsluþátttöku TR í þessum lyfjaflokki og það gengur væntanlega í gildi 1. ágúst. Hins vegar geta læknar sótt um undanþágu þannig að Tryggingastofnun taki þátt í kostn- aðinum eins og áður var á grundvelli ákveðinna skilyrða.“ Sé þá miðað við hvort sjúklingur hafi átt við magasár að stríða o.s.frv. en gigtarlæknar í samvinnu við stjórnvöld og landlækni vinna að því að móta reglur um greiðsluþátttöku. Mótmæli við áformum um við- miðunarverð lyfja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.