Morgunblaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ S laufugatnamót með um- ferðarljósum á tveimur stöðum verða við Hlíðar- enda að loknum flutningi Hringbrautar, en umferð verður stýrt með umferðarljósum á gatnamótum við Njarðargötu. Á milli þessara tvennra gatnamóta verða sex akbrautir, en að auki verður hægt að aka frá vestri til austurs um gömlu Hringbrautina, sem verður eftir færslu brautarinnar aðalumferðar- æðin að Landspítala – háskólasjúkra- húsi. Höfuðborgarsamtökin hafa gagn- rýnt framtíðarlegu Hringbrautar og skipulagið sem nú er unnið eftir. Sam- tökin segja að gatnamótin taki of mik- ið pláss og verið sé að vinna lausn á umferðarvanda sem ekki sé til staðar, þar sem umferð um Hringbraut sé nokkuð greið í núverandi mynd. Framkvæmdir hófust í vor og er gert ráð fyrir að þeim ljúki næsta haust. Reykjavíkurborg og Vegagerðin standa að framkvæmdinni í samein- ingu, þar sem Hringbrautin er þjóð- vegur. Ríkið greiðir stærsta hluta kostnaðarins, en Reykjavíkurborg hefur gönguleiðir og frágang við gömlu Hringbrautina á sinni könnu. Kostnaður við framkvæmdina er um 1.240 milljónir króna. Skoðuðu margar leiðir Ólafur Bjarnason, forstöðumaður verkfræðistofu umhverfis- og tækni- sviðs Reykjavíkur, segir að margar leiðir hafi verið skoðaðar áður en ákveðið var að fara þá leið sem sést á meðfylgjandi myndum. „Þessi lausn varð ofan á af mörgum ástæðum. Bæði umferðartæknilega og þetta gekk afskaplega vel varðandi göngu- leiðir, sem skiptir miklu máli í þessu sambandi.“ Ólafur segir að einnig hafi verið lögð áhersla á að aðgengi að Land- spítalalóðinni yrði gott, spítalinn hafi sóst eftir því í mörg ár að aðkoman verði bætt þar sem aðkoman í dag, frá Barónsstíg og Eiríksgötu, sé hrein hörmung. Eftir flutninginn verði mögulegt að koma sunnanmegin að spítalanum, en það hefði ekki verið mögulegt hefði lega Hringbrautar verið óbreytt, þar sem umferðarþungi þar sé of mikill. Telur ekki að miklu landi sé fórnað Inntur eftir því hvort borgin sjái ekki eftir öllu því miðborgarlandi sem fari undir umferðarmannvirki vegna framkvæmdarinnar segist Ólafur ekki telja að miklu landi sé fórnað. Hornið á mótum Snorrabrautar, Hringbrautar og Bústaðavegar sé hvort eð er eyða í dag. „Á þessum stað þurfa að vera töluverð umferðar- mannvirki.“ Ólafur segir að þær hringtorgs- lausnir sem hann hafi séð hafi ekki verið fullnægjandi. Slaufugatnamótin henti vel af umferðartæknisjónarmið- um og tekið sé tillit til allra vegfar- enda, gangandi, hjólandi og akandi. Við athugun á framtíðaruppbygg- ingarmöguleikum Landspítalans var uppbygging spítalans í Fossvogi einn- ig skoðuð og mælti annað fyrirtækj- anna sem skoðuðu möguleikana með Fossvoginum, hitt tók ekki afstöðu. Ólafur segir að spítalinn hefði verið verr settur með aðgengi í Fossvog- inum en á Hringbraut. „Þetta er í þjóðbraut hér,“ segir hann. Yrði lausn á borð við þessa leyfð í miðborg Parísar eða London? Þetta er dýrmætt svæði og stutt frá Vatns- mýrinni sem á eftir að byggjast upp? „Það er mikilvægt að svona land fái góðar tengingar. Þá er hægt að byggja þeim mun meira á því landi sem er til hliðar við svona vegamann- virki. Hvort þetta yrði byggt nálægt miðborg annarra borga, það er allur gangur á því,“ segir Ólafur. Einnig hafi verið skoðað að leggja Hringbrautina í stokk sunnan LSH. „En það vantaði allt rými til að tengj- ast við það gatnakerfi sem fyrir er. Það er ekki hægt að leggja götuna al- farið í stokk þarna fram hjá. Það eru svo margar tengingar.“ Blaðamaður nefnir að framkvæmd- in sé dýr og því verði hún að geta stað- ið um ókomin ár. „Ég held að hún geti alveg staðið í mörg, mörg ár og það sé ekkert á móti því að hún standi. Það er ekkert að því að nýta það land sem til hliðar er betur,“ segir Ólafur. Hann nefnir að búið sé að samþykkja deili- skipulag fyrir Hlíðarendasvæðið. Þar sé gert ráð fyrir skrifstofubyggingum með fram íbúðabyggð. Þannig verði atvinnuhúsnæði næst götunni, þar sem hávaði verði mestur. „Gamla Hringbraut“ áfram opin Áfram verður hægt að aka eftir nú- verandi Hringbraut. „Það er náttúr- lega mikilvægt að þarna verði góð að- koma að spítalanum og mesti hluti þeirrar umferðar verður vegna spít- alans.“ Ólafur segir að áfram muni einhverjir sjálfsagt fara um gömlu Hringbrautina. Gamla Hringbrautin verði eingöngu tvær akreinar, ein í hvora átt, og ætlunin sé að umferð- arhraði verði þar ekki mikill. Dregið verði úr hraðanum með þrengingum, hraðahindrunum og því- líku. Ólafur telur að flestir sem komi frá Snorrabraut og eigi leið niður í bæ muni, í stað þess að fara um gömlu Hringbrautina, velja að beygja á ljós- um í slaufu, fara undir brúna og þaðan yfir á nýju Hringbrautina, þar sem það muni taka styttri tíma. „Auðvitað er einhver önnur umferð sem fer þarna um, hjá því verður aldrei kom- ist, en það verður aldrei stór straum- ur.“ Telur að færslan eigi rétt á sér Tilgangurinn með flutningi Hring- brautar er m.a. að sameina lóð spít- alans. Næst það takmark þegar landið sunnan spítalans er nánast eins og umferðareyja, með umferð bæði norð- an og sunnan við? „Læknagarður verður ekkert einsamall. Aðalupp- bygging spítalans verður á þessu svæði. [...] Ég kalla þetta ekki umferð- areyju,“ segir Ólafur. Aðspurður seg- ir hann að vel geti hugsast að göng verði lögð undir gömlu Hringbrautina til að sameina svæðið. Deiliskipulag fyrir Landspítalalóð liggur ekki fyrir, og heldur ekki fyrir Flugvallarsvæðið. Hefði ekki verið hentugra að skipuleggja þetta svæði í heild? „Ég held að þessi færsla eigi fullan rétt á sér, sama hvað skipulag verður þarna í framtíðinni. Við höfum staðið í þeirri trú að Landspítalinn væri að fara í uppbyggingu [...] og hann bíður ekki þar til 2016 til að byggja sig upp. [Reykjavíkurflugvöll- ur er á aðalskipulagi til ársins 2016] Svo er uppbygging á háskólasvæðinu. Það er nýbúið að samþykkja skipulag fyrir atvinnubyggingar þar upp á 50.000 m². Íslensk erfðagreining er þar og það hefur verið uppbygging á þeim hluta Vatnsmýrarinnar. Allt þarf þetta aðgengi og kallar á teng- ingar. Ég held að þessi færða Hring- braut sé mjög góð forsenda fyrir frek- ara skipulagi og sé grunnþáttur í því,“ segir Ólafur. Eitt af því sem gagnrýnendur framkvæmdarinnar hafa nefnt er að Flugvallarsvæðið verði einangrað, en sex akbrautir verða á kaflanum fyrir aftan Læknagarð. „Við höfum þarna tvær göngubrýr á milli og síðan er svo sem möguleiki í framtíðarskipulagi að gera þarna einhverja frekari teng- ingu. Sá möguleiki er alveg fyrir hendi, en það hefur ekkert upp á sig fyrr en flugvöllurinn er farinn. Þá er hægt að hugsa til þess og skipuleggja heildstætt. Við vitum ekki hvort flug- völlurinn fer allur eða hluti af hon- um,“ segir hann. Vilja að fólk fari um Sæbraut Ólafur segir að uppbygging Há- skólans kalli einnig á betri gatnamót við Njarðargötu, þar séu langar bið- raðir um eftirmiðdaginn. Þar verða ljósstýrð gatnamót með beygjuljós- um sem verða, að sögn, mun afkasta- meiri en þau gatnamót sem eru þarna í dag. Þeir sem koma úr austurátt eftir Hringbraut og eiga leið í miðbæinn munu beygja inn á Njarðargötu, eins og í dag. Inntur eftir því hvort umferð í miðbæinn verði greið eftir þessari einu braut segir Ólafur að þetta ætti að duga. „Auk þess er Suðurgatan tenging inn í bæinn, vestar. Við höf- um ekki reiknað með því að það þurfi neitt meira og það er ekkert rými til þess. Við getum ekki breikkað þessar götur og það er engin ástæða til að gera það.“ Hann segir að reiknað sé með vax- andi umferð á Sæbraut, t.d. vegna nýs tónlistar- og ráðstefnuhúss við Höfn- ina. „Við viljum helst að fólk fari fyrr niður á Sæbraut og komi þar inn í bæ- inn.“ Það sé t.d. hægt eftir Kringlu- mýrarbraut eða Snorrabraut. Svipað gatnamótunum við Réttarholtsveg Á slaufugatnamótunum verða um- ferðarljós á tveimur stöðum, við Hlíð- arfót og þar sem umferðarljósin eru í dag. Ólafur segir að umferð milli vest- urs og austurs verði mun greiðari en í dag þar sem engin umferðarljós verði á þeirri leið. Þeir sem aka niður eftir Skógarhlíð á leið í miðbæinn gætu lent á ljósi aft- an við Sýslumannshúsið, til að hleypa umferð að vestan yfir á Snorrabraut. Þeir fara síðan í boga undir brúna á einbreiðum vegi. Í mati á umhverfisáhrifum fram- kvæmdarinnar segir að beygjan sé kröpp, en reikningar hafi sýnt að fléttun þar sé möguleg. Ólafur segir að útreikningar sýni að þessi ein- breiði vegur muni anna umferð. „Þetta er ekki á neinum ljósum og fær frítt flæði á Hringbrautina. Það af- kastar miklu meira,“ segir hann. Slaufugatnamótin eru ekki ólík gatnamótunum við Réttarholtsveg. Blaðamaður viðurkennir fyrir Ólafi að enn í dag, nokkrum árum eftir að gatnamótin við Réttarholtsveg voru tekin í notkun, villist hann enn, og spyr hvort gatnamót verði ekki að vera þannig að fólk geti séð hvaða leið það eigi að fara, þó það hafi aldrei far- ið þar um áður. Ólafur segir að fólk þurfi að læra að fara um gatnamótin. „Við getum sjálf- sagt lært að merkja þetta betur, en við villumst líka í útlöndum. [...] Menn kvarta yfir öllum gatnamótum fyrsta kastið og lenda í því að villast, en svo læra menn þetta þegar á líður.“ Sumar borgir í Bandaríkjunum eru stundum kallaðar bílaborgir, þar sem svo mikið er þar af umferðarmann- virkjum. „Reykjavík er búin að vera bílaborg í 40–50 ár, eða jafnvel leng- ur,“ segir Ólafur. „Við viljum hafa sem allra best aðgengi hér í borginni, bæði fyrir strætó og bíla. Ég held að það sé eitt af gæðum borgarinnar að hér er góð umferð og að hún efli sam- keppnishæfni starfsemi í borginni. Við getum farið í vinnu á 10–15 mín- útum en aðrar þjóðir þurfa að eyða 1–2 tímum á leið til vinnu. Ég tel að þetta sé ekki gagnrýnivert í sjálfu sér.“ Aukið öryggi Ólafur nefnir að framkvæmdin muni auka umferðaröryggi. „Ég held að það gleymist í þessari umræðu núna hvað borgin hefur náð mikilli fækkun umferðarslysa. Partur af þessu eru þessi nýju umferðarmann- virki sem eru miklu hættuminni en þau sem fyrir voru.“ Ólafur segir að í dag sé aðallega rætt um umferðarslys á þjóðvegunum. Slys séu nokkuð al- geng á gatnamótum Hringbrautar/ Snorrabrautar og Bústaðarvegar, en gatnamótin verði öruggari eftir breytinguna. Tvær göngubrýr verða byggðar yf- ir Hringbraut, bak við Tanngarð og við Njarðargötu. Þá verða tvenn und- irgöng lögð undir umferðaræðar, á horni gömlu Hringbrautar og Snorra- brautar og undir slaufuna við Hlíð- arfót. Ólafur segir að þannig verði komið í veg fyrir að fótgangandi og hjólandi fólk þurfi að fara yfir um- ferðargötur. Reykjavík er bílaborg Landslag borgarinnar mun breytast tals- vert á næstu mánuðum vegna færslu Hring- brautar. Aðalástæða fyrir framkvæmdinni er krafa LSH um bætt aðgengi og tengingu við lóð sunnan við spítalann. Nína Björk Jónsdóttir kynnti sér þessa framkvæmd, sem hefur verið gagnrýnd, en á móti er bent á að Reykjavík sé nú þegar orðin bílaborg. Göngubrú verður byggð yfir Hringbraut og Njarðargötu við Hljómskálagarðinn og verður umferð þar stýrt með ljósum, m.a. beygjuljósum. Ólafur segir að gatnamótin muni anna umferð mun betur en nú sé mögulegt. Slaufugatnamót þar sem Hringbraut, Snorrabraut og Bústaðarvegur mætast. Umferðarljós verða á tveimur stöð- um, norðan og sunnan megin við brúna. Á myndinni sést hvernig þeir sem eru staddir á suðurenda Snorrabrautar og ætla í miðbæinn standa frammi fyrir því vali að fara um gömlu Hringbrautina eða beygja til vinstri á ljósum, fara í sveig undir brúna og þaðan yfir á nýju Hringbrautina. nina@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.