Morgunblaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 44
MENNING 44 LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Sumarkvöld við orgelið í Hallgrímskirkju 17. júlí kl. 12.00: Douglas A. Brotchie orgel 18. júlí kl. 20.00: Douglas A. Brotchie leikur verk m.a. eftir Bach, Messiaen, Hafliða Hallgrímsson og Leighton. Lau . 17 .07 20 :00 ÖRFÁ SÆTI Sun . 18 .07 20 .00 UPPSELT F im . 22 .07 20 .00 Fös . 23 .07 20 .00 Fös . 06 .08 20 .00 ATHUGIÐ ! SÝNINGIN ER EKKI FYRIR V IÐKVÆMA ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA MIÐASALAN er opin á fame.is, á þjónustuborði Smáralindar og í síma 528 8008 JÓNSI SVEPPI Yfir 10.000 miðar seldir ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA Þúsundir áhorfenda um allt land eru á sama máli: „FAME er frábær skemmtun“ fim. 22. júli kl. 19.30 fá sæti fös. 23. júli kl. 19.30 fá sæti fös. 6. ágúst kl. 19.30 laus sæti lau. 7. ágúst kl. 19.30 laus sæti á Kringlukránni í kvöld Hljómsveitin Upplyfting Loksins í Reykjavík - Sveitaball í borginni Safnritið Mímisbrunnur (Mimiro saltinis, útg. Háskól-inn í Vilnius, norræna deild- in) er nýkomið út í þýðingu Rösu Ruseckiene og valið af henni. Bókin hefur þegar verið kjörin til að taka þátt í samkeppni um bestu alþýðlegu fræðibókina á þessu ári í Litháen. Safnritið sem er í raun sýnisbók hefur fengið góða dóma og virðist vera vinsælt þótt bókin sé fyrst og fremst ætluð stúdentum sem læra Norðurlanda- mál. Mím- isbrunnur er ein fyrsta bókin í Litháen sem kynnir íslenskar fornbókmenntir. Fram að þessu var bara til Egils saga í þýðingu Svetlönu Step- onaviciene. Í samtali við Rösu Ruseckiene kom fram eftirfarandi: „Í inngangsgreininni fjalla ég í stuttu máli um sögu Íslands (land- nám, stofnun Alþingis, og íslenskt samfélag á þjóðveldistímanum) og svo um uppruna og þróun íslenskra fornbókmennta, frá elstu munnlegu bókmenntagreinum til hinna síð- ustu á þessu tímabili. Ég ræði ein- kenni fremstu bókmenntagreina, eins og Eddukvæða, dróttkvæða, gamalla fræðirita og ýmissa sagna- flokka (konungasagna, Íslend- ingasagna, fornaldarsagna) og kynni fremstu verkin af þessu tagi.“ Textar með stuttum inngangs- greinum fjalla um textafræðilega sögu, stíl og önnur sérkenni. Ýmsir textar sýna margbreytni bók- menntagreina í íslenskum fornbók- menntum.    Svo koma sögur, m. a. 32 kaflarúr Ólafs sögu helga í Heims- kringlu þar sem fjallað er um flótta Ólafs Haraldssonar til Garðaríkis, afturkomu til Noregs og Stikla- staðabardaga. Í vísum er reynt að varðveita fornleg einkenni drótt- kvæða. Íslendingasögur eru kynnt- ar með Auðunarþætti vestfirska, Grænlendinga sögu, Hrafnkels sögu og kafla úr Íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar, um Örlygs- staðabardaga og víg Snorra Sturlu- sonar. Fornaldarsögur Norð- urlanda eru kynntar, Skáld- skaparmál og Snorra Edda. Völuspá þýðir Rasa Ruseckiene sjálf en aðrir þýðendur láta líka að sér kveða. Síðast í bókinni eru dæmi drótt- kvæða og má nefna Sonatorrek Eg- ils Skallagrímssonar. Í inngangs- köflum sem kynna skáldskap er fjallað um bragarhætti, stíl og Eddu- og dróttkvæði skýrð.    Þetta eru aðeins fáein dæmi umþann auð sem Mímisbrunnur býður upp á en bókin er sérstaklega vel út gefin og falleg. Rasa Ruseckiene sem kennir ís- lensku og norræn mál við Háskól- ann í Vilnius hefur ásamt öðrum unnið að Mímisbrunni í mörg ár. Vafasamt er að aðrar þjóðir hafi gefið út jafn aðgengilega bók um ís- lensk og norræn fræði. Þess má geta að Rasa Ruseckiene hefur þýtt margar íslenskar skáld- sögur á litháísku, allar úr samtím- anum, og einnig íslensk ljóð. Hún minnir á að Norræna ráð- herranefndin studdi að hluta útgáfu bókarinnar og er mjög þakklát Stofnun Árna Magnússonar á Ís- landi, einkum Vésteini Ólasyni fyrir ljósmyndir handrita sem prentaðar eru í bókinni. Eftir dvöl í Litháen fyrir nokkr- um árum komst ég að því hve mikill áhugi er þar á bókmenntum, ekki síst íslenskum. Það er Rösu Ruseckiene og fleiri þýðendum og fræðimönnum að þakka að í Lithá- en hittir ferðamaður fólk sem kann skil á íslenskum höfundum og er forvitið um þá. Fornbókmenntirnar munu efla þann áhuga enda eru þær hluti þeirra bókmennta sem nú eru að verða til og óhugsanlegar án hvatn- ingar þeirra og innblásturs. Mímisbrunn- ur í Litháen ’Eftir dvöl í Litháenfyrir nokkrum árum komst ég að því hve mikill áhugi er þar á bókmenntum, ekki síst íslenskum.‘ AF LISTUM Jóhann Hjálmarsson johj@mbl.is STOFNUN Klink og Bank hefði ekki orðið að veruleika nema fyrir rausnarskap Landsbankans og áhuga Björgólfs Guðmundssonar, formanns bankaráðs, á skapandi listum sem léði aðstandendum Kling & Bang gallerís gamla Hampiðju- húsið til afnota, þar sem nú um 100 listamenn úr ýmsum listgreinum eru saman komnir til að efla eigin list- sköpun og samsköpun. Ég býst við að flestir geti verið sammála um að Klink og Bank hafi reynst mikil lyftistöng fyrir íslenskt myndlist- arlíf, gefið því heilmikið adrenalín. En það eru líka efasemdaraddir um ágæti „Klinksins“ sem óttast að hús- næðið sé að verða eins og verndaður vinnustaður fyrir myndlistarmenn. Sjálfur upplifði ég slíkar efasemdir þegar ég sá sýninguna „Vanefni“ fyrir skömmu í græna sal Klink og Bank. Sú sýning fékk mig til að hugsa hvort það væri ákjósanlegt fyrir þá sem hafa verið að nema í vernduðu umhverfi myndlistarskóla að fara í annað verndað umhverfi og starfa þar. Klink og Bank getur nefnilega orðið vettvangur fyrir sefj- un og sjálfsupphafningu þar sem listamenn sameinast í þeirri trú að allt sem þeir gera sé frábært. En Klink og Bank getur líka orðið vett- vangur fyrir gagnrýna umræðu þar sem einhver sjálfskoðun á sér stað og skoðanir njóta fordómaleysis. Það er viðhorfið sem myndlistin þarf hvað mest á að halda. Myndlist- armaður samtímans skilgreinir sig nefnilega ekki lengur undir vernd- arvæng liststefnu eins og honum gafst kostur á áður. Hann er einn á báti og allar dyr standa honum opn- ar. Hann þarf því að skilgreina sín sérkenni og slíkt gerist ekki nema með gagnrýnni sjálfskoðun. Yfirstandandi sýning, Sýnd og hljóð, í græna salnum (sem hefur nú verið málaður hvítur) í Klink og Bank er ágætis vísbending á þá miklu breidd sem er í gangi hjá sam- tímalistamönnum. Þar sýna yfir tuttugu listamenn og listhópar tengdir Klink og Bank, sumir hverj- ir á meðal „spútnikk“-listamanna í íslenskum samtímalistum. Allir eru þeir ólíkir en samt er einhver hóp- stemmning í gangi þar sem ekkert raunverulegt val virðist hafa átt sér stað. Hver kemur með sitt, öllu ægir saman og ríkir allsherjar sátt með það, að mér virðist. Reyndar skapast þarna viss anarkismi sem er listinni hollur og getur ýtt undir til- raunasemi. En listaverkin njóta sín engan vegin í kraðakinu og fyrir mitt leyti er þetta „gaman saman“ viðhorf ekki að skila sér út á við, virkar frekar sjálfhverft. MYNDLIST Klink og Bank – Græni salur Opið fimmtudag til sunnudags kl. 14–18. Sýningu lýkur 18. júlí. SAMSÝNING MYNDLISTARMANNA TENGDRA KLINK OG BANK Jón B.K. Ransu Morgunblaðið/Jim Smart Frá sýningunni Sýnd og hljóð í Klink og Bank. SKÚLI Halldórsson tónskáld, sem fagnaði níræðisafmæli sínu í vor sem leið, sest við flygilinn þegar blaða- maður kemur til fundar við hann. Leikur Smaladrenginn – „Út um græna grundu“ – sem hann samdi við ljóð Steingríms Thorsteinssonar og allir kannast við. Það er gaman að hlýða á hann leika þetta ljúfa lag á gamlan flygilinn, sem kom til Íslands á dögum fyrri heimsstyrjaldar að sögn Skúla. Hann er afkastamikið tónskáld, hefur samið vel á annað hundrað verka, sönglög sem stærri verk og allt þar á milli. Nú hefur bandarískur flautuleikari, Carolyn Eklin að nafni sem er búsett í Plymouth í Minne- sota, tekið ástfóstri við tónsmíðar Skúla og hann hefur sent henni yfir áttatíu verk úr sinni smiðju. „Minn impressario eða umboðsmaður, Snorri Helgason sem er sonur Helga Pálssonar tónskálds, kynnti mín verk fyrir Carolyn Eklin flautuleikara sem er vinkona hans. Hann sendi henni margs konar verk eftir mig, bæði sönglög og einleiksverk fyrir flautu. Henni þykja verk mín henta sér svo vel að hún hefur leikið mikið af þeim að undanförnu,“ segir Skúli þegar við setjumst niður með kalt kók. Virtúósastykki Kynni Carolyn af verkum Skúla urðu líka tilefni til nýsköpunar – hann hefur nýlokið við að semja sóló- stykki fyrir flautu og tileinkað það Carolyn. „Hún varð sérstaklega hrif- in af verkinu Ótta, og bað mig að semja fyrir sig verk. Þá samdi ég verkið Vor í lofti, sem er sólóverk fyrir flautu, og tileinkaði það henni og hún er að æfa það um þessar mundir. Þetta er erfitt verk, virtúósastykki, en hún ræður við það,“ segir Skúli. Samstarfsmaður Carolyn, selló- leikarinn Midge McCloy, hefur enn- fremur útsett Óttu á nýjan leik. Verkið var upphaflega fyrir einleiks- flautu, en McCloy hefur sett und- irrödd fyrir selló við það. „Útsetn- ingin er mjög vel gerð hjá honum. Það er auðséð að þessi maður hefur lært músík, það er kontrapunktur hjá honum sem ekki allir kunna. Hann hefur líka kunnað svo vel við mín verk, að ég hef sent honum verk fyrir selló sem ég hef skrifað, Þögul bæn og Prelúdíu í H-dúr. Þau Carolyn ætla að halda tónleika í Plymouth í haust með mínum verkum.“ Í bréfi frá Carolyn til Snorra segir hún: „Tónlist Skúla er yndisleg. Ég er svo þakklát að hann skyldi tileinka mér verkið Vor í lofti og hlakka til að spreyta mig á því. Það er ferskt og dillandi, og ég vona að ég geti gert það eins vel. … Mínar bestu kveðjur til herra Halldórssonar og okkar bestu óskir um mörg fleiri ár í tón- list.“ Tónlist | Verk Skúla Halldórssonar vekja athygli í Minnesota Er enn að semja Morgunblaðið/Árni Torfason „Tónlist Skúla er yndisleg. Ég er svo þakklát að hann skyldi tileinka mér verkið Vor í lofti og hlakka til að spreyta mig á því. Það er ferskt og dillandi, og ég vona að ég geti gert það eins vel,“ segir flautuleik- arinn Carolyn Eklin sem leikur tón- list Skúla Halldórssonar í Banda- ríkjunum um þessar mundir. ingamaria@mbl.is ÁRLEG ísskúlptúrhátíð var haldin í Tókýó á dögunum. Þátttakendur voru eitt hundrað að tölu og komu þeir víðsvegar að frá Japan. Ís- klumparnir sem unnið var í voru 135 kg að þyngd, einn metri á hæð, 50 cm á breidd og 25 cm djúpir. Myndhöggvararnir höfðu fjörutíu mínútur til að ljúka við verkið. Reuters Höggvið í ís

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.