Morgunblaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 39
MESSUR Á MORGUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2004 39 Unnur Guðmunds- dóttir, Stað, mikilhæf mannkostakona varð níræð 7. júlí síðastlið- inn. Nokkrar hugleiðing- ar langar mig til að festa á blað um leið og ég árna minni kæru vinkonu heilla og bless- unar á þessum tíma- mótum. Reyndar hefir hún fyrr átt merkisaf- mæli, en hún hefir verið dugleg að fela þau og láta lítið á sér bera, á þeim dögum. Ekki verður þessi grein þó nein úttekt á hennar lífshlaupi, heldur aðeins nokkur minningarbrot. Unnur er ættuð af Barðaströndinni en fjöl- skylda mín aftur á móti búsett í aust- ursýslunni. Fyrsta minning mín um Unni er frá þeim tíma er hún réði sig eitt sumar í kaupavinnu í Króksfjarðar- nesi. Mamma hafði heyrt að þessi unga stúlka hefði tekið á móti Jesús sem frelsara sínum eins og hún sjálf hafði gert. Það reyndist rétt vera. Unnur hefur aldrei farið dult með sína trúarsannfæringu, eða sett það ljós undir mæliker. Móðir mín og Unnur urðu eftir þennan fund, vin- konur alla tíð. Unnur sagði mömmu frá því hvernig hún frelsaðist er hún fór að leita Drottins gegnum þreng- ingar á æskuárum. Ef ég man rétt kynntist hún eig- inmanni sínum þetta sumar í Króks- fjarðarnesi. Hann var sonur hins mæta prests og kennimanns sr. Jóns Þorvaldssonar og konu hans Frú Ólínu Snæbjörnsdóttur, en hún var dóttir Snæbjarnar í Hergilsey, sem margir kannast við. Eftir giftingu þeirra, hefir Staður á Reykjanesi, í Reykhólasveit verið hennar heimili og starfsvettvangur. Nokkrum árum síðar átti ég þess kost að dvelja á Stað um tíma. Sr. Árelíus Níelsson hafði að láni hluta hússins á Stað og rak þar einskonar unglingaskóla. Hann hlýtur að hafa haft mikinn áhuga á því að verða okkur unga fólk- inu að liði, því þröngt var þar og þau hjónin með tvö börn, og svo héldu þau heimili fyrir hópinn. Ég man að faðir minn gat með naumindum fengið sr. Árelíus til að taka við 50 krónum fyrir kennslu og fæði í a.m.k. 2 mánuði. Þarna hitti ég Unni aftur. Þau Snæbjörn voru þá með tvo eldri drengina Sigurvin og Jón, sem kallaður var Manni, en Árni, Friðgeir UNNUR GUÐMUNDSDÓTTIR og Eiríkur, sem nú býr á Stað ásamt eiginkonu sinni, voru ekki fæddir. Þar kynntist ég líka móður Snæbjarnar, frú Ólínu. Hún var mér mjög góð. Ég hélt alltaf sambandi við hana, eftir að hún var komin á Grund. Hún gaf mér ljóðmæli sr. Jóns eitt sinn er ég heimsótti hana. Þótti mér vænt um gjöfina. Ég hafði mikið heyrt um hans trú og starf. Unnur var mér mjög góð á þessum tíma, sem og ætíð síð- an. Þegar ég fór heim fyrir jólin gaf hún mér lítinn kettling, sem ég gaf yngri systur minni í jólagjöf. Aldrei, held ég, að mér hafi tekist að gefa henni gjöf sem gladdi hana eins og litli kisi, sem varð stór og stæðilegur og lifði vel og lengi. Oft mun hafa ver- ið mannmargt á Stað. Börn í sum- ardvöl og gestkvæmt mjög. Þórey dóttir mín átti þess kost, eitt sumar, að dvelja á Stað. Hún minnist Unnar með þakklæti og sendir henni hlýjar kveðjur frá Svíþjóð. Við systurnar frá Valshamri höfum alltaf haft samband við Unni. Við höfum heimsótt hana og notið gestrisni hennar og manns hennar, meðan hans naut við sem og ætíð síðan. Alltaf var tekið á móti okkur með sömu ljúfmennskunni og kærleikanum, enda var heimilið orð- lagt fyrir myndarskap og gestrisni. Eitt sinn komum við þangað ásamt Einari heitnum Gíslasyni sem kennd- ur var við Betel í Vestmannaeyjum og höfðum við samkomu í litlu kirkj- unni á Stað. Þegar samkoman er að byrja, heyrum við að keyrt er í hlað. Unnur bregður sér út, þar var á ferð- inni fólk úr Hafnarfirði í skemmti- ferð. Hafði það líklegast ætlað sér að skoða kirkjuna, sem nú er varðveitt sem forngripur. Unnur bauð því að sjálfsögðu inn, og kirkjan fylltist af Hafnfirðingum. Við hjónin bjuggum þá í Hafnarfirði og þótti gaman að hitta þar góða vini. Einar hélt þar kröftuga ræðu yfir mannskapnum og á ég ekki von á því að neinum hafi leiðst, enda var Einar heitinn orð- lagður ræðuskörungur. Elsku Unnur, ég og systur mínar Guðbjörg og Sigríður, þökkum þér af alhug áratugalanga vináttu og sam- félag í trú, og biðjum þér og öllu þínu fólki blessunar í nútíð og framtíð. Lifðu heil, kæra vinkona. Jóhanna F. Karlsdóttir. Silfurstigamót 24. júlí Laugardaginn 24. júlí verður hald- ið opið silfurstigamót á vegum Sum- arbrids í húsnæði BSÍ, Síðumúla 35. Spilamennskan hefst kl. 13 og verð- ur keppnisformið Monrad Baró- meter. Hér má sjá efstu pör undanfar- inna spilakvölda: Föstudagskvöldið 9. júlí – Howell Árni Hannesson – Oddur Hannesson 48 Viðar Jónsson – Unnar A. Guðmundsson 31 Páll Valdimarsson – Eiríkur Jónsson 18 Mánudagskvöldið 12. júlí – Howell Ísak Örn Sigurðsson – Hrólfur Hjaltason 39 Hermann Friðrikss. – Ómar F. Ómarsson 35 Jón Stefánsson – Guðlaugur Sveinsson 30 13. júlí – Snúnings-Mitchell Jón Stefánsson – Hjálmar Pálsson 44 Óli Björn Gunnarsson – Eggert Bergsson 27 Harpa F. Ingólfsd. – Brynja Dýrborgard. 21 14. júlí – Howell Jörundur Þórðars. – Hrafnhildur Skúlad. 19 Guðm. Páll Arnarson – Ásmundur Pálss. 15 Jón Stefánsson – Gísli Þórarinsson 12 Sumarbrids býður nú aftur til vikuleiks sem verður næstu fimm vikur, frá nk. mánudegi. Reglurnar eru einfaldar: Brons- stigahæsta konan í viku hverri (mán.–fös.) fær hádegisboð á Þrjá Frakka hjá Úlfari. Sama gildir um þann karlspilara sem fær flest bronsstig í hverri viku. Spilað er fimm kvöld í viku, mánudaga til föstudaga, í allt sumar. Spilastaður er húsnæði BSÍ, Síðu- múla 37. Á dagskrá er ávallt eins kvölds keppni og hefst spilamennskan klukkan 19. Miðnætursveitakeppni er í boði á föstudagskvöldum, að tví- menningi loknum. Félag eldri borgara í Kópavogi Það mættu aðeins 12 pör til keppni föstudaginn 9. júlí. Lokastaða efstu para í N/S: Auðunn Guðmundss. – Bragi Björnss. 155 Halla Ólafsd. – Jón Lárusson 123 A/V Einar Einarsson – Oddur Jónsson 141 Júlíus Guðmss. – Óskar Karlss. 132 Spilað er alla föstudaga. Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði Glæsibæ mánudaginn 12. júlí 2004. Spilað var á 10 borðum. Meðalskor 216 stig. Sumarspilamennska 2. um- ferð. Árangur N–S. Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 255 Helgi Hallgrímss. – Jón Hallgrímsson 248 Júlíus Guðmss – Rafn Kristjánss. 247 Árangur A–V. Ólafur Ingvarss. Björn Árnason 257 Magnús Oddsson – Ragnar Björnss. 255 Elín Jónsdóttir – Soffía Theódórsdóttir 236 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson ÁSKIRKJA: Opin kirkja kl. 11. Fyrirbænir. Prestur sr. Þórhildur Ólafs. Kirkjuvörður Margrét Svavarsdóttir. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar. Organisti er Marteinn Friðriksson. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Altaris- ganga. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Org- anisti Árni Arinbjarnarson. Samskot til kirkjustarfsins. Ólafur Jóhannsson. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðs- þjónusta kl. 10:30. Einsöngur Ari B. Gúst- afsson. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Ólafur Jens Sigurðsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11 í umsjá sr. Sigurðar Pálssonar. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Félagar úr Mótettukór leiða safnaðarsöng. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Helga Soffía Kon- ráðsdóttir. LANDSPÍTALI HÁSKÓLASJÚKRAHÚS: Landakot: Guðsþjónusta kl. 11:30. Sr. Birgir Ásgeirsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Lokað frá 1. júlí - 9. ágúst vegna sumarl. Sr. Pálmi Matthíasson í Bústaða- kirkju þjónar Langholtsprestakalli á meðan. LAUGARNESKIRKJA: Sumarl. til 15. ágúst. NESKIRKJA: Messa kl. 11. Kór Neskirkju syngur. Organisti Reynir Jónasson. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Bænastund kl. 11. Sr. Sigurður Grétar Helgason. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Frá 4. júlí til fyrri hluta ágústmánaðar verða ekki almennar guðsþjónustur á sunnudögum vegna sum- arleyfa starfsfólks. Kirkjan er opin fyrir allar aðrar athafnir í allt sumar. Upplýsingar í símum 552-7270 og 899-4131 og á net- fanginu: hjorturm@frikirkjan.is ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl.11. Kirkjukórinn syngur. Kaffi, meðlæti og spjall eftir guðsþjónustuna. DIGRANESKIRKJA: Sameiginleg kvöld- messa Digranes- og Lindasókna kl. 20 í kapellu á neðri hæð. Prestur sr. Guð- mundur Karl Brynjarsson. „Ömmurnar“ leiða söng. Sjá: www.digraneskirkja.is GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Lena Rós Matthíasdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur. Molasopi eftir messu. HJALLAKIRKJA: Kvöldmessa kl. 20. Helgi- stund með altarisgöngu. Sr. Íris Kristjáns- dóttir þjónar. Jón Ólafur Sigurðsson, org- anisti, leikur undir og leiðir sálmasönginn ásamt félögum úr kór kirkjunnar. Við minn- um á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18. Sjá: www.hjallakirkja.is KÓPAVOGSKIRKJA: Vegna sumarleyfa verður ekki guðsþjónusta um þessa helgi. Á meðan sumarleyfi starfsfólks stendur yfir er kirkjan opin á hefðbundnum opnunar- tímum og prestur kirkjunnar, séra Ingþór Indriðason Ísfeld, er til viðtals á viðtals- tímum sóknarprests og veitir fólki þjón- ustu. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 20. Ágúst talar. Kór Seljakirkju leiðir söng. Organisti Jón Bjarnason. Altarisganga. BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmári 9, Kóp: Samkomur alla laugardaga kl. 11. Bæna- stund alla þriðjudaga kl. 20. Biblíufræðsla allan sólarhringinn á Útvarp Boðun FM 105,5. Allir alltaf velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Hjálpræðissam- koma kl. 20. Umsjón Anne Gurine og Dan- íel Óskarsson. FRÍKIRKJAN KEFAS, Vatnsendabletti 601: Samkoma sunnudag kl. 20. Helga R. Ár- mannsdóttir talar. Lofgjörð og fyrirbænir. Boðið upp á gæslu fyrir 1-7 ára börn á sam- komutíma. Kaffi og samfélag eftir sam- komu. Sjá: www.kefas.is KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma í kvöld kl. 20. Ræðumaður Ástríður Haralds- dóttir. Kaffiveitingar eftir samkomuna. FÍLADELFÍA: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðu- maður Jón Þór Eyjólfsson. Almenn sam- koma kl. 20. Ræðumaður Vörður Leví Traustason. Gospelkór Filadelfíu sér um lofgjörð. Á samkomunni verður barnabless- un og skírn. Fyrirbæn í lok samkomu. Nú er sumartíminn hafinn og hefst barnakirkjan aftur í september. Miðvikudaginn 21. júlí kl. 20 er bænastund. Bænastundir alla virka morgna kl. 06:00. www.gospel.is KROSSINN: Almenn samkoma að Hlíða- smára 5 kl. 16.30. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík – Kristskirkja í Landakoti, dóm- kirkja og basilíka: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18. Alla virka daga: Messa kl. 18. Sunnudaginn 18. júlí: Kl. 10.30: Hátíðarmessa í tilefni af 60 ára prestvígsluafmæli sr. Húberts. Kl. 18: Há- tíðarmessa í tilefni af 60 ára prestvígsluaf- mæli sr. Húberts (á ensku). Reykjavík – Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11. Laugardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30. Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16. Miðvikudaga kl. 20. Hafnarfjörður – Jósefs- kirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 08.30. Virka daga: Messa kl. 8. Keflavík – Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnu- daga: Messa kl. 14. Fimmtudaga: Skriftir kl. 19.30. Bænastund kl. 20. Stykk- ishólmur, Austurgötu 7: Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl. 10. Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturs- kirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18. Sunnudaga: Messa kl. 11. KIRKJA SJÖUNDA DAGS AÐVENTISTA: Aðventkirkjan Ingólfsstræti 19, Reykjavík. Biblíufræðsla kl. 10. Guðþjónusta kl. 11. Ræðumaður: Biblíuþjónarnir frá Bandaríkj- unum. Loftsalurinn Hólshrauni 3, Hafnar- firði: Guðþjónusta/Biblíufræðsla kl. 11. Ræðumaður: Biblíuþjónarnir frá Bandaríkj- unum. Safnaðarheimili aðventista Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðþjónusta kl. 11. Safnaðarheimili að- ventista Blikabraut 2, Keflavík: Biblíu- fræðsla kl. 10.15. Guðþjónusta kl. 11. Að- ventkirkjan Brekastíg 17, Vestmanna- eyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Gavin Anthony. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Guðs- þjónusta kl. 11. Almennur safnaðarsöngur. Organisti Gíslína S. Jónatansdóttir. Prestur sr. Fjölnir Ásbjörnsson. MOSFELLSKIRKJA: Bæna og kyrrðarstund á sunnudag kl. 20.30. Organisti Lágafells- sóknar Jónas Þórir. Prestur sr. Ragnheiður Jónsdóttir. Ath. breyttan tíma. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Morgunstund með KK kl. 11. Prestur Þórhallur Heimis- son. Ræðuefni: Jerúsalem, þú sem myrðir spámennina. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Helgi- stund sunnudagskvöld kl. 20. Kór Víði- staðakirkju flytur létt lög undir stjórn Úlriks Ólasonar. www.vidistadakirkja.is GARÐASÓKN: Messa með altarisgöngu í Garðakirkju sunnudag kl. 20:30. Félagar úr kór Vídalínskirkju leiða almennan söng. Organisti: Jóhann Baldvinsson. Við athöfn- ina þjónar sr. Hans Markús Hafsteinsson, ásamt leikm. Rúta fer frá Vídalínskirkju fyrir athöfn kl.20 og frá Hleinum/Hrafnistu kl. 20:10 og til baka að lokinni athöfn. KIRKJUVOGSKIRKJA, Höfnum: Messa kl. 14. Fermd verður Dagbjört Eva Vanveen, búsett í Philadelphiu í Bandaríkjunum. Alt- arisganga. Prestur sr. Svavar Stefánsson. HÓLADÓMKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir þjónar fyrir alt- ari. Organisti er Rögnvaldur Valbergsson. Kór Sauðárkrókskirkju syngur. MÖÐRUVALLAKLAUSTURSPRESTAKALL: Útiguðsþjónusta verður fyrir allt prestakall- ið á kirkjustæðinu á Gásum sunnudag kl. 14. Organisti Helga Bryndís Magnúsdóttir og kirkjukór Möðruvallaklausturspresta- kalls syngur. AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Jónas Lísa Þorsteinsdóttir. Nicole Vala Cariglia leikur á selló. Félagar úr kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti Eyþór Ingi Jónsson. Sumartónleikar kl. 17. Nicole Vala Cariglia, celló og Eyþór Ingi Jónsson, orgel. Aðgangur ókeypis. LAUFÁSPRESTAKALL: Svalbarðskirkja: Guðsþjónusta sunnudagskvöld kl. 20.30. Notaleg stund þar sem Petra Björk Páls- dóttir spilar á orgelið og stjórnar söngnum en sr. Pétur í Laufási prédikar og þjónar fyrir altari. HÚSAVÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta sunnu- dag kl. 14. Barn borið til skírnar og fermd verða: Ólafía Helga Jónasdóttir, Brúnagerði 12, Bergur Jónmundsson, Stórhóli 8, Krist- inn Lúðvíksson, Heiðargerði 19, Anna Berg Einarsdóttir, Álfhóli 2, Jóna Berg Ein- arsdóttir, Álfhóli 2 og Íris Ösp Hlynsdóttir, Fossvöllum 17. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Hátíðarmessa kl. 14. Sigurður Sigurðarson prédikar. Skál- holtskórinn syngur. SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 11. Prófast- urinn sr. Úlfar Guðmundsson prédikar og þjónar fyrir altari í sumarleyfi sóknarprests. Kirkjukór Selfoss yngur undir stjórn org- anistans, Glúms Gylfasonar. Léttur hádeg- isverður í safnaðarheimilinu á eftir. Morg- untíð sungin þriðjudag til föstudags kl. 10. Kaffisopi á eftir. ÞINGVALLAKIRKJA: Vegna Skálholts- hátíðar verður messan á sunnudag kl. 11 en ekki kl. 14 eins og venja er. Prestur sr. Kristján Valur Ingólfsson, organisti Guð- mundur Vilhjálmsson. Guðspjall dagsins: Réttlæti faríseanna. (Matt. 5.) AFMÆLI RAÐAUGLÝSINGAR SUMARHÚS/LÓÐIR Til sölu sumarbústaður Mikið endurnýjaður. Opið hús í Fitjahlíð 85, Skorradal, laugardag og sunnudag. Skógi vaxið land, veiði- leyfi og leyfi fyrir bát fylgir. Fæst ódýr ef samið er strax. Nánari upplýsingar í síma 892 9266. TILKYNNINGAR Gvendur dúllari Stórútsala Síðasti dagur - 50% afsláttur Komið og gerið góð kaup Opið frá kl. 10-18 Gvendur dúllari - alltaf góður, Klapparstíg 35, sími 511 1925. Heilun - sjálfsuppbygging Samhæfing líkama og sálar. Hugleiðslunámskeið. Halla Sigurgeirsdóttir, andlegur læknir. Uppl. í s. 553 8260, f. hádegi. 18. júlí Bragabót - Skefilfjall - Hrossadalsbrún V. 2.400/2.900 kr. Brottför kl. 09:00 frá BSÍ 21. júlí Jórutindur. Mæting við Toppstöðina í Elliðaárdal kl. 18:30. Ekkert þátttökugjald. 23.-26. júlí Strútsstígur. Brottför kl. 08:30 frá BSÍ. 24.-27. júlí Sveinstindur -Skælingar. Brottför kl. 08:30 frá BSÍ. 29. júlí - 1. ágúst Sveinstind- ur - Skælingar. Brottför kl. 08:30 frá BSÍ. 30. júlí - 3. ágúst Gæsavatna- leið - Herðubreið. Brottför kl. 21:00 frá Hrauneyjum. V. 8.500/10.200 kr. www.utivist.is mbl.is ATVINNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.