Morgunblaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. F jölmörg frjáls félagasam- tök halda úti öflugu íþrótta- og æskulýðs- starfsemi í öllum hverf- um Reykjavíkur. Mikil og vaxandi spurn er eftir þjónustu slíkra félaga, ekki síst íþróttafélag- anna, enda löngu orðið viðurkennt að íþróttaiðkun frá unga aldri stuðlar að almennu heilbrigði allt lífið. Þegar fregnir berast af vaxandi sykurneyslu, aukinni offitu og margvíslegum vandamálum og sjúkdómum þessu samfara, er eðlilegt að foreldrar bregðist við með því að hvetja börn sín til að auka hreyfingu og íþróttaiðkun. Flestum hverfisíþróttafélögunum í Reykjavík hefur á undanförnum ár- um tekist ótrúlega vel að laga þjón- ustu sína að vaxandi eftirspurn og kröfum barna, unglinga og foreldra. Með auknum umsvifum hefur dag- legur rekstur þó orðið mörgum fé- lögunum þungur í skauti og sum eiga í svo miklum fjárhagsvandræðum að þau geta vart haldið úti eðlilegri starfsemi að óbreyttu. Tillaga sjálfstæðismanna um íþróttafulltrúa Um árabil hafa flest hverf- isíþróttafélögin í Reykjavík óskað eftir auknum stuðningi borgarinnar, m.a. vegna ráðningar sérstakra starfsmanna til að halda utan um barna- og unglingastarf. Vaxandi eft- irspurn og auknar kröfur kalla á meiri skipulagningu og margvíslegt utanumhald á þessu sviði. Árið 1999 lögðu fulltrúar sjálf- stæðismanna fram tillögu í Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur (ÍTR) um að Reykjavíkurborg stæði straum af kostnaði við ráðningu sér- stakra starfsmanna til að sinna slíkri starfsemi. Hugmyndin var sú að þessir starfsmenn, svonefndir íþróttafulltrúar, myndu vinna að fé- lagsmálum fyrir börn og unglinga og skólahaldi í tengslum við íþrótta- skóla. Talið var hæfilegt að einn slík- ur íþróttafulltrúi yrði ráðinn fyrir hvert stóru íþróttafélaganna og þeim þannig skipt niður eftir hverfum borgarinnar. Kanna átti hvort þessir starfsmenn gætu einnig nýst öðrum félögum sem vinna að íþrótta- og æskulýðsstarfi. Borgarvæðing eða félagavæðing? Þessi tillaga sjálfstæðismanna vakti athygli á sínum tíma og þau sjónarmið hafa m.a. heyrst að ekki sé við hæfi að borgin greiði laun starfs- manna frjálsra félagasamtaka sem sinna æskulýðsstarfi, heldur eigi hún sjálf að hafa allt slíkt starfs- mannahald á sínum snærum helst í svokölluðum þjónust miðstöðvum. Á móti má ben Reykjavíkurborg hefur nú þ fjölda launaðra starfsmann sinna margvíslegu íþrótta- lýðsstarfi. Sú starfsemi er v uð enda hefur hvað eftir ann fram í þjónustukönnunum a usta ÍTR er sú borgarstarfs borgarbúar eru ánægðastir Hins vegar er það skoðun m borgin þurfi ekki sjálf að ha slíkt starfsmannahald á sinn og það sé vel tilraunarinnar virkja betur frjáls félög, t.d félögin, og greiða þeim laun manns sem sinni barna- og Eflum íþrótta- og æ semi frjálsra félaga Kjartan Magnússon fjallar um íþróttir og hollustu Fótboltinn er sívinsæll meðal unga fólksins. T öluverðar breytingar hafa á undanförnum ár- um orðið á viðhorfi og nálgun í tvíhliða þróun- arsamvinnu, sem er starfsvettvangur Þróunarsam- vinnustofnunar Íslands (ÞSSÍ). Ein- beita nú margar þróunarsam- vinnustofnanir sér að heildar- stuðningi og stefnumótun í fáum geirum í samstarfslöndunum (geiranálgun) í stað einstakra verk- efna í mörgum geirum (verkefna- nálgun). Þessi breyting hefur leitt til ríkari áherslu á nánari samvinnu við stjórnvöld þeirra landa sem taka við aðstoðinni, til aukinnar samræm- ingar þróunaraðstoðar og til aukins samstarfs tvíhliða- og marghliða þróunarstofnana. Í kjölfar þúsald- armarkmiðanna hafa mörg iðnríkj- anna lagt fram ákveðin markmið um að auka á ný framlög til þróun- arsamvinnu á næstu árum. ÞSSÍ fylgir stefnu íslenskra stjórnvalda í alþjóðlegu þróun- arsamstarfi og starfar á grundvelli laga um tvíhliða samstarf Íslands við þróunarlöndin. Nýlega samþykkti stjórn stofnunarinnar nýja stefnu- mörkun sem ætlað er að vera e.k. hugmyndafræði hennar til framtíðar og grunnur þeirrar þróunarsam- vinnu sem við Íslendingar stöndum að. Ákveðið hefur verið að framlag Íslands til tvíhliða þróunaraðstoðar aukist verulega á næstu árum og kallar það á skýrari stefnu og mark- vissara starf. ÞSSÍ mun laga sig að þeim breyttu aðstæðum sem nú gilda í þróunarmálum á alþjóðlegum vettvangi og leitast við að fylgjast með og taka þátt í samvinnu þróun- arsamvinnustofnana og alþjóðlegra stofnana. Með hliðsjón af þúsald- armarkmiðunum verður ríkari áhersla lögð á að samræma verkefni stofnunarinnar þeim þróunaráætl- unum sem samstarfslöndin hafa markað sér og því starfi sem aðrar sambærilegar stofnanir eru að vinna í þessum löndum. Stofnunin mun áfram starfa á grundvelli verkefn- análgunar og samræma þá nálgun nýjum viðhorfum og verklagi í al- þjóðlegri þróunarsamvinnu. Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna Þúsaldarmarkmiðin sem sam- þykkt voru á 55. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í september 2000 eru nú almenn viðmið í al- þjóðlegri þróunarsamvinnu, bæði í tvíhliða og marghliða samvinnu. Meginmarkmið þúsaldarmarkmið- anna er að hlutfall þess fólks í heim- inum sem býr við örbirgð og hungur verði helmingi lægra árið 2015 en það var 1990, en auk þess leggja markmiðin áherslu á menntamál, heilbrigðismál, jafnréttismál, um- hverfismál og réttlátara alþjóðlegt samstarf. Í markmiðunum felst við- urkenning á jöfnu mikilvægi hag- vaxtar og samfélagslegrar þróunar í baráttunni við fátækt í heiminum. Auk efnahagsstefnu um opin hag- kerfi og heilsteypta efnahags- stjórnun sem hefur verið ráðandi í þróunarsamvinnu frá því á níunda áratug síðustu aldar, er nú aukin áhersla lögð á þróun lýðræðis, jafnari tekjuskiptingu og réttlátari alþjóðlega viðskiptahætti. Meginviðmið í tvíhliða þr arsamvinnu Íslendinga er a gegn fátækt og er áhersla lö samvinnu við lönd þar sem eru lökust, að mati alþjóðleg urkenndra stofnana. Þetta v í samræmi við þúsaldarmar Sameinuðu þjóðanna sem Í ingar eru aðilar að, en aukin markvissari alþjóðleg samv baráttunni gegn fátækt er u irstaða markmiðanna. ÞSSÍ leggur áherslu á að fólk og stofnanir í samstarf unum til sjálfshjálpar, m.a. að miðla þekkingu og verkk á þeim sviðum þar sem Ísle búa yfir sérþekkingu. Þá he stofnunin í auknum mæli la áherslu á að bæta kjör þeirr verst eru settir með því að a framlög til grunnmenntuna brigðismála. Í öllu starfi sín stofnunin að því að styrkja isþróun, mannréttindi og ja jafnframt að taka fullt tillit og menningarlegrar sérstöð starfslandsins. Öll verkefni ÞSSÍ tekur að sér eru unnin sendum samstarfslandanna stefnu stjórnvalda þar og m sjón af starfi annarra þróun vinnustofnana í landinu. Forsendur fyrir umb Ein af forsendum þess að megi úr fátækt er að hagvöx samhliða félagslegum umbó ÞSSÍ mun leitast við að stu hagvexti í samstarfslöndun því að aðstoða við uppbyggi ugs og réttláts efnahagsum Þetta mun meðal annars ge Björn Ingi Hrafnsson fjall- ar um þróunarsamvinnu Ný stefnumörkun í ÞAÐ SEM MESTU SKIPTIR Það sem mestu skiptir í þeimstjórnmálaátökum, sem nústanda yfir í landinu og hafa staðið um skeið, er að koma í veg fyrir að sú stjórnskipulega kreppa, sem komin er til sögunn- ar, breiðist ekki út og verði víð- tækari en hún nú þegar er orðin. Í hverju er þessi stjórnskipu- lega kreppa fólgin? Annars vegar í þeirri ákvörðun forseta Íslands frá 2. júní sl. að beita 26. gr. stjórnarskrárinnar og synja stað- festingu á lögum frá Alþingi og hins vegar sú tiltölulega nýtil- komna tilhneiging ýmissa sér- fræðinga að lesa stjórnarskrána með öðrum hætti en gert hefur verið í sextíu ára sögu lýðveld- isins. Veigamesta verkefni ríkis- stjórnar og Alþingis um þessar mundir er að koma í veg fyrir að þessi þróun haldi áfram og það verður einungis gert með því að beina umræðum um stjórnskipun landsins í nýjan farveg. Með því er átt við, að þegar í stað hefjist skipulegt samráð allra flokka á Alþingi um endurskoðun stjórn- arskrárinnar. Það hefur áður ver- ið reynt að ljúka því verki en ekki tekizt. En vegna fyrri tilrauna hefur mikil vinna farið í undirbún- ing, sem á að koma til góða nú. Að þessu sinni er hins vegar brýnt að þessu verki verði lokið á kjörtímabilinu og að kosið verði um breytingar á stjórnarskrá í næstu þingkosningum. Grundvallaratriði í þeim breyt- ingum er að hlutverk forseta Ís- lands í stjórnskipaninni verði al- veg skýrt og að óhugsandi sé að lesa út úr orðalagi og ákvæðum stjórnarskrár eitthvað annað en þar á að vera samkvæmt ákvörð- un Alþingis og þjóðarinnar allrar. Þetta töldu landsfeðurnir áreið- anlega að þeir hefðu gert 1944 en nú er komið í ljós, að ágreiningur er gerður um þá hugsun, sem aug- ljóslega lá að baki lýðveldisstjórn- arskránni. Þess vegna eru skýrar breytingar svo mikilvægar. Þær ákvarðanir, sem forystu- menn stjórnarflokkanna þurfa að taka á næstunni snúa því ekki ein- göngu að fjölmiðlalögunum og því nýja frumvarpi, sem nú liggur fyrir Alþingi til afgreiðslu heldur snerta þær einnig og ekki síður grundvallarþætti í stjórnskipun Íslands. Þótt stjórnmálaflokkarnir deili hart um fjölmiðlalögin og þá málsmeðferð alla verður að ætlast til þess af þeim, að þeir hefji sig upp yfir dægurþras, þegar kemur að stjórnskipun landsins. Þess vegna verður að vænta þess, að forystumenn stjórnarandstöðunn- ar taki fullan og málefnalegan þátt í þeirri vinnu,sem framundan er við endurskoðun stjórnarskrár- innar. VÆGI NOKIA Á tímum Ráðstjórnarríkjanna varhaft í flimtingum að þegar Sov- étríkin hóstuðu fengi Búlgaría kvef og þótt það hafi verið í öðru sam- hengi koma þessi orð í hugann þegar fréttir berast af umræðunni um vægi fjarskiptafyrirtækisins Nokia í finnsku efnahagslífi. Á forsíðu Morgunblaðsins í dag er greint frá því að finnskir hagfræðingar séu þeirrar hyggju að vægi fyrirtækis- ins sé orðið hættulega mikið og gengi þess ráði orðið miklu um það hvort í landinu er hagvöxtur eða samdráttur. Eins og kemur fram í fréttinni hefur Nokia staðið undir 10% af út- flutningstekjum Finna og rúmlega 5% af vergri þjóðarframleiðslu í Finnlandi og mátti rekja 0,4 pró- sentustig af hagvexti áranna 2001 og 2002 til þess. Árið 2003 fór hins vegar að halla undan fæti hjá fyrir- tækinu. Keppinautarnir hafa verið í örum vexti, en Nokia hefur setið eft- ir og er það einkum rakið til þess að fyrirtækið hafi ekki fylgst með straumum og stefnum í hönnun far- síma. Spáð hafði verið 3-7% sölu- aukningu hjá Nokia á fyrsta fjórð- ungi þessa árs, en þegar tölurnar voru birtar í apríl kom í ljós að sala hafði dregist saman um 2% miðað við sama tíma árið áður. Hagvaxtar- spám var samstundis breytt í sam- ræmi við það úr 2,7% fyrir árið 2004 í 2,5%. Á öðrum fjórðungi þessa árs dróst salan enn saman, nú um 5% miðað við sama tímabil í fyrra og er útlitið ekki talið bjart. Hagvöxtur ársins 2003 í Finnlandi var minni en ella vegna samdráttarins hjá Nokia, eða 2% í stað 2,2%, og allt útlit er fyrir að það sama muni gerast aftur á þessu ári. Nokia hefur brugðist við sam- drættinum með því að flytja hluta framleiðslunnar til landa á borð við Eistland þar sem laun eru lægri, en finnskir hagfræðingar segja að það auki aðeins hin neikvæðu áhrif á finnskt efnahagslíf. Staða Nokia hefur vakið umræður um það að nú þurfi Finnar að huga að því að tryggja fjölbreytni í efna- hagslífinu til þess að tryggja sig gegn bakslagi af þessum toga. Umræða af þessu tagi er vel þekkt hér á landi og hefur verið varað við því að geyma öll eggin í sömu körf- unni. Íslenskt efnahagslíf hefur ávallt verið háð sveiflum í sjávarút- vegi. Þau áhrif voru gríðarleg mest- an hluta liðinnar aldar og þótt dreg- ið hafi úr þeim vegna vaxtar á öðrum sviðum efnahagslífsins gætir þeirra vitaskuld enn. Hafi Finnar, sem eru rúmlega fimm milljónir, ástæðu til að hafa áhyggjur af því að skortur sé á fjölbreytni í efnahagslífinu er full ástæða til að vera vakandi fyrir því hér að efnahagslífið verði ekki of háð einni grein.Vitaskuld verður aldrei hægt að bólusetja hagkerfi fyrir skakkaföllum, en staðan má heldur ekki vera þannig að fái eitt fyrirtæki kvef byrji allt hagkerfið að hósta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.