Morgunblaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ MARGIR urðu agndofa við fréttir útvarps- og sjónvarps- stöðvanna á fimmtudag. Ekki endilega að formenn stjórnar- flokkanna kæmu á óvart. Miklu fremur þingmenn stjórnarmeiri- hlutans, sem sumir hverjir hafa verið með sverar yfirlýsingar í fjölmiðlum undanfarna daga. Þannig hafði Jónína Bjartmarz frá Framsóknarflokki lýst því yfir að hún væri á þeirri skoðun að það eitt stæðist stjórnarskrá að láta fara fram þjóðaratkvæða- greiðslu undanbragðalaust. Þing- ið gæti ekki tekið málið út úr því ferli. Við þessar yfirlýsingar vöknuðum við upp einn morgun- inn þegar útvarpað var bút úr ræðu hennar á fundi með fram- sóknarmönnum í Reykjavík. Nú segir Jónína Bjartmarz okkur í fréttum að í allsherjarnefnd sé enginn ágreiningur í liði stjórn- armeirihlutans! Ber að skilja þetta svo að sjálfstæðismenn séu komnir á þessa skoðun líka? Það er ekkert við það að athuga að fólk skipti um skoðun en ekki hafa fulltrúar stjórnarandstöðunnar, sem sæti eiga í nefndinni orðið varir við slík sinnaskipti. Alla vega bólar ekkert á tillögum frá þeim að boðað skuli til þjóðarat- kvæðagreiðslu þegar í stað. Nær- tækari skýring væri að Jónína Bjartmarz hefði umpólast. Guð- laugur Þór, Sjálfstæðisflokki, sagði síðan í Kastljósi Sjónvarps þetta kvöld að ekkert lægi á að klára þetta mál! Sú yfirlýsing kemur óneitanlega spánskt fyrir sjónir. Í stjórnarskrá lýðveldisins segir að fram skuli fara þjóðarat- kvæðagreiðsla „svo fljótt sem kostur er“. Skiptir þetta ákvæði stjórnarskrárinnar engu máli? Skiptir stjórnarskráin í heild sinni ef til vill engu máli? Odd- vitar stjórnarflokkanna, núver- andi og tilvonandi stólhafi, sátu lengi dags á fundi og kváðust myndu leysa málin. Hvaða mál þarf að leysa? Okkur var jú sagt að enginn ágreiningur væri fyrir hendi. Hver yfirlýsingin toppar aðra. Halldór Ásgrímsson átti þó metið í fréttatímum kvöldsins. Hann sagði að málið væri ekki nógu stórt til að valda stjórnar- slitum. Hvað meinar maðurinn? Standa deilurnar ekki um stjórn- arskrá Íslands? Er ekki meiri- hluti lögfræðinga á því máli að stjórnarfrumvarpið brjóti í bága við stjórnarskrána? Er það ekki nógu stórt mál fyrir Halldór Ás- grímsson til að setja ríkisstjórn- arsamstarf í uppnám? Hvaða mál skyldi í hans huga vera stærra en stóll forsætisráðherra? Ögmundur Jónasson Stóll mikilvægari stjórnarskrá? Höfundur er formaður þingflokks VG. PRÓFESSORARNIR Eiríkur Tómasson og Sigurður Líndal hafa látið í ljós það álit sitt að það brjóti gegn stjórnarskrá Íslands að Alþingi felli „fjölmiðlalögin“ úr gildi og sam- þykki nýtt frumvarp til laga sem varða eignarhald fjölmiðla. Þeir virð- ast báðir telja að Alþingi sé einungis heimilt að fella fjölmiðlalögin úr gildi en verði svo að bíða svolítið áður en nýtt frumvarp verður sam- þykkt um málefnið, sem þó megi gera síðar. Þessa afstöðu tel ég lögfræðilega ranga. Ég tel hana reyndar svo augljóslega ranga að mig furðar að þessir valinkunnu herrar skuli láta hana frá sér yfir- leitt. Niðurstöður þeirra Eiríks og Sig- urðar eru í hópi hinna voðalegu lögfræðilegu álita sem nú skekja samfélagið. Það sem mér finnst verst við þessi álit bæði er að þau byggja ekki að mínum dómi á grundvelli sem hægt er að kalla lögfræðilegan. Það er að segja, mér sýnist vera um að ræða pólitíska afstöðu sem er færð í lögfræðilegan búning, sem því miður tíðkast nú mjög að gera. Þegar hugsað er um þessi lög- fræðiálit öll, og þær vangaveltur um brot á stjórnarskrá og fleira sem uppi hafa verið, er fyrst ástæða til að muna að lögfræði er ekki sá stórkost- lega merkilegi og flókni hlutur sem margir virðast vilja vera láta. Lög- fræði snýst mest um að greina aðal- atriðin frá aukaatriðum og leiða fram reglu um álitamál sem styðst við við- urkennda réttarheimild. Af viður- kenndum réttarheimildum eru sett lög um þau mikilvægustu. Langoft- ast er rétta niðurstaðan sú sem er í samræmi við eðli málsins, eða al- menna skynsemi. Til þess að nið- urstaðan geti kallast lögfræðileg er hins vegar alveg ófrávíkjanlegt að blanda ekki saman skynsamlegri greiningu á lagatexta við það sem mann langar til, pólitískt, siðferði- lega, hagsmunalega eða af öðrum ástæðum, að sé niðurstaðan. Hvernig horfir þetta við fjölmiðla- lögunum svokölluðu og þeirri stöðu sem uppi er í því máli? Alþingi hefur samþykkt lögin en forseti synjað þeim staðfestingar. Stjórnarskráin gerir ráð fyrir því, í 26. gr. hennar, að við þessar aðstæður verði að bera lögin undir þjóðaratkvæði til að fá úr því skorið hvort lögin skuli standa eða falla. Með þessu hefur ekki skap- ast sérstakur lagalegur réttur hvers kosn- ingabærs manns að fá að kjósa um lögin, þótt mikið kosningastuð virðist vera hlaupið í suma menn. Þjóð- aratkvæðagreiðslan gegnir bara því hlut- verki að skera úr um hvort lögin haldi gildi eða ekki. Lög um eign- arhald á fjölmiðlum eru ekki í sjálfu sér neitt öðruvísi eða merkilegri en mörg önnur lög sem eru og hafa verið póli- tískt umdeild. Í stað þess að bera lögin undir þjóðaratkvæði sýnist unnt að bregð- ast við þeirri stöðu sem fyrir hendi er á tvennan hátt. Annars vegar gæti forseta snúist hugur og staðfest lög- in. Þar með þyrfti ekki að koma til þjóðaratkvæðagreiðslu. Ekkert í stjórnarskránni bannar þetta, forseti er sagður hafa heimild til að stað- festa lög eða synja þeim staðfest- ingar og missir ekki þann rétt frá sér undir neinum kringumstæðum. Al- þingi getur líka fellt lögin úr gildi. Ekkert í stjórnarskránni bannar þetta heldur. Alþingi getur sett lög og fellt lög úr gildi. Þeir sem telja forseta og Alþingi fara til jafns með löggjafarvaldið hljóta að geta sam- þykkt þetta hvort tveggja. Þeim hin- um sömu hlýtur raunar að vera það umhugsunarefni hvort þetta feli ekki í sér að forseti geti líka afturkallað staðfestingu sína á lögum, með sama hætti og Alþingi fellir lög úr gildi! Þá sem segja að Alþingi geti fellt lögin úr gildi og samþykkt nýtt frum- varp um þetta málefni einhvern tíma fljótlega en ekki alveg strax vil ég spyrja: Ef lögin gengju til þjóð- aratkvæðagreiðslu og yrðu þar sam- þykkt, hefði Alþingi þá heimild til að fella lögin úr gildi? Ég er ekki í nokkrum vafa um að Alþingi hefði heimild til að gera það, þess vegna daginn eftir að úrslit væru kunn. Ef það er rétt, hvernig getur heimild Al- þingis til að fella lögin úr gildi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og leggja fram nýtt frumvarp samdægurs ver- ið takmörkuð? Hugsum okkur í þessu sambandi að stjórnarskráin mælti fyrir um að ef forseti synjaði lögum staðfestingar þá skyldi varpa hlutkesti um gildi laganna til frambúðar. Lögfræðilega mætti viðhafa það fyrirkomulag. Dettur einhverjum í hug að Alþingi mætti ekki afnema lögin fyrr en eftir að hlutkestið hefði farið fram? Það er svo bara allt annað mál hvort það er pólitískt góð eða slæm ákvörðun hjá meirihluta Alþingis og ríkisstjórn að fella lögin úr gildi og setja strax fram nýtt og breytt frum- varp. Mörgum virðist finnast að kjósa ætti um þessi lög sérstaklega í þjóðaratkvæðagreiðslu, t.d. vegna þeirrar forsögu sem orðin er í mál- inu. Aðrir benda á að þjóðaratkvæða- greiðsla um þetta mál myndi aldrei snúast nema að hluta til um lögin sjálf, að miklu leyti myndu atkvæði falla á öðrum forsendum, svo sem með eða á móti ríkisstjórninni, for- setanum, stjórnarskránni og svo framvegis. Þetta eru góð og gild póli- tísk sjónarmið sem nauðsynlegt og eðlilegt er að ræða. En þau eru ekki lögfræðileg og koma stjórnarskránni ekki við. Prófessorar í pólitík Heimir Örn Herbertsson fjallar um lagaprófessorana ’Þessa afstöðu tel églögfræðilega ranga. Ég tel hana reyndar svo augljóslega ranga að mig furðar að þessir valinkunnu herrar skuli láta hana frá sér yfirleitt.‘ Heimir Örn Herbertsson Höfundur er héraðsdómslögmaður. JÓN Steinar sér sér ekki fært að svara spurningu minni um sér- stöðu hins síðara „skal“ í 26. grein stjórnarskrárinnar vegna annrík- is, en bendir á að Sigurður Líndal prófessor hafi þá þekkingu, sem svar við þessari spurningu krefst. Er þar ráðið heilt og kann ég Jóni Steinari þakkir fyrir. Þó rek- ur mig aftur í vörðurnar, þegar kemur að því að skilja þá lög- fræðilegu leikfimi, sem hið nýja fjölmiðlafrumvarp felur í sér, þ.e.a.s. að fjölmiðlafrumvarpið, hið síðara, felli úr gildi synjuð fjöl- miðlalög en endurveki þau jafn- skjótt aftur með breytingum til umdeildra bóta. Nú veit ég að nafni minn hefur ekki stutt þetta verklag, og leita ég því aftur í smiðju Jóns Steinars með spurningu, sem ég vona að sé ekki of tímafrekt að svara: Er nið- urfelling hinna synjuðu fjölmiðla- laga spyrt saman við fjölmiðla- frumvarpið, hið síðara, frekar en að fella hin synjuðu fjölmiðlalög úr gildi fyrst, til að komast hjá því að þurfa að kýta um túlkun á 43. grein laga um þingsköp Alþingis, þar sem segir „Lagafrumvarp, er hefur verið fellt, má eigi bera upp aftur á sama þingi“? Sigurður Ingi Jónsson Lagatúlkunar- leikfimi Höfundur er sjálfstætt starfandi ráðgjafi. HUGTAKIÐ „sannleikur“ er mjög vandmeðfarið. Því hefur oft verið beitt undanfarnar vikur í um- ræðunni um fjölmiðlalögin og stjórn- arskrána. Einnig hefur oft verið ýjað að því að stjórnmála- skoðanir hafi litað álit virtra fræðimanna á sviði lögfræði svo mjög að þeim sé fyrirmunað að sjá sannleikann. Jón Steinar Gunnlaugsson talar um skoðanir þessara manna sem „vildarskoðanir“ er flæki „lögfræðilega úr- lausnarefni [sem] eru oftast frekar einföld“. Ég ætla að leggja út frá þessum einfald- leika. Án þess hafa rannsakað málið sér- staklega virðast ummæli Jóns Stein- ars endurspegla áratuga langa deilu milli hug- og félagsvísindamanna annars vegar og heimspekinga og raunvísindamanna hins vegar um eðli og tilvist sannrar þekkingar. Hug- og félagsvísindamenn vita full- vel að fræðileg sjónarmið þeirra geta litast af stjórnmálaskoðunum þeirra og almennri hugmyndafræði, nokkuð sem endurteknar rann- sóknir hafa staðfest. Á hinn bóginn töldu margir heimspekingar og flestir raunvísindamenn aðferðir raunvísindanna útiloka myndun „vildarskoðana“. Hér tókust á raun- og afstæðishyggja, smættar- og heildarhyggja og svo framvegis. All- an tíunda áratuginn var þessi bar- átta mjög hatrömm og var kölluð vísindastríðin. Afrakstur þessa stríðsrekstrar var sá að hörðustu talsmenn vísindahyggjunnar urðu að viðurkenna að stjórnmál og hug- myndafræði hafa að einhverju leyti áhrif á túlkun raunvísindamanna á niðurstöðum sínum, enda bentu rannsóknir ítrekað í þá átt. Þessi áhrif eru líklega mun minni en innan hug- og félagsvísinda, enda ein- kennast greinar eins og líffræði og eðlisfræði af einu viðmiði meðan sál- fræði og félagsfræði hafa mörg viðmið. Hvað með lögfræðina? Í nýlegu útvarps- viðtali hélt Eiríkur Tómasson því fram að lögfræðin væri í raun félagsvísindagrein, sem hefði þó mun traustari grunn enn aðrar greinar félags. Þetta liggur svo sem ljóst fyrir því hlutverk lög- fræðinnar er að fást við lögin, sem eru að stórum hluta mannanna smíð, og beitingu þeirra úti í samfélaginu. En er til eitt svar við hverju vanda- máli? Þessu hefur Jón Steinar haldið fram og lesa má þessa skoðun úr ofangreinum ummælum. Innan heimspekinnar kallast þetta viðhorf „naive realism“. Þessi skoðun, sem á rætur sínar í heimspeki og raunvís- indum upplýsingarinnar, felur í sér að skynjun einstaklingsins á um- hverfinu endurspegli alltaf einhvern ytri raunveruleika (one-to-one cor- respondence). Hér myndast engar „vildarskoðanir“ því stjórnmál og hugmyndafræði trufla ekki. Getur nokkur fallist á að þetta gildi um lög- fræði, þegar jafnvel vísindahyggju- menn hafa áttað sig á því að þeir lifa ekki í slíkum sýndarheimi? Umræður undanfarinna vikna virðast gefa til kynna að ýmsir lög- lærðir menn hér á landi séu áratug- um á eftir því sem er að gerast í rannsóknum á eðli sannleikans. Tel ég rétt að þessir menn opni augun fyrir því sem er að gerast í fé- lagsvísindum og vísindafræðum og umfjöllun þessara greina um sann- leika, þ.e. hvernig hann mótast oft meðvitað eða ómeðvitað af ytri þátt- um. Raunvísindamenn áttuðu sig á þessu fyrir nokkrum árum, enda hefur ægivald pósitívismans rénað. Ennfremur er rétt að benda á að verufræðilegur Sannleikur er við- fangsefni frumspeki og guðfræði meðan vísindin fást við þekking- arfræðilega sannleika, sem e.t.v renna einhvern tíma í einn sann- leika. Hvorum megin á lögfræðin að vera? Lögfræði, stjórnmál og sannleikur Steindór J. Erlingsson fjallar um sannleikann og lögfræðinga ’Umræður undanfar-inna vikna virðast gefa til kynna að ýmsir lög- lærðir menn hér á landi séu áratugum á eftir því sem er að gerast í rannsóknum á eðli sannleikans.‘ Steindór J. Erlingsson Höfundur er vísindasagnfræðingur. VIÐ Íslendingar veltum vöng- um yfir uppruna, ætterni, forfeðr- um – Hver er ég? Hver gat mig? Hvaðan kem ég? Hvað get ég? Í grafískri vísindaskáldsögu Digitus Sapiens veltir aðalper- sóna sögunnar, Þríkló, vöngum yf- ir því hver þessi „ég“ er og hvísl- ar: „Hver er þá þessi þú? Ef ég gæti slökkt á taugaboðum heilans í þér þá væri heilinn þinn lifandi, en þú værir ekki til; þú ert þess vegna það sem heilinn gerir. Og ef þú ert það sem heilinn gerir, þá ert þú og það sem heilinn gerir eitt og hið sama.“ Núverandi og verðandi for- sætisráðherra hafa í mörgu verið farsælir í meðlæti og mótlæti. Bæði Davíð og Halldór eiga nú í miklum vanda. Eilitlar vangavelt- ur í gamni og alvöru: Ef skipt væri um heila forsætis- ráðherra og verðandi forsætisráð- herra – en þeir væru eins að öðru leyti – væri þá Davíð Halldór og Halldór Davíð? Væri Davíð Hall- dór að hluta og Halldór að hluta til Davíð? Eða hver væri þá hvað? Hvernig færi þá með fjölmiðla- frumvarpið? Þórir S. Guðbergsson Vangaveltur um forsætisráðherrana Höfundur er rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.