Fréttablaðið - 23.11.2002, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 23.11.2002, Blaðsíða 1
Byggðu á þínum tíma Grafarvogi Vestur í bæ Kópavogi Ármúla TÓNLIST Gamlar perlur og uppáhaldslög bls. 20 Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Laugardagurinn 23. nóvember 2002 Tónlist 20 Leikhús 20 Myndlist 20 Bíó 20 Íþróttir 10 Sjónvarp 22 KVÖLDIÐ Í KVÖLD OPNANIR Í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi opnar sýningin Þetta vilja börnin sjá klukkan 13. Þorkell Þorkelsson opnar ljósmyndasýning- una Í skugga styrjaldar með mynd- um frá Palestínu og Ísrael í Lista- safni ASÍ klukkan þrjú. Sýningin Milli goðsagnar og veruleika verð- ur opnuð í listasafni Reykjavíkur klukkan fjögur með listaverkum í eigu Ríkislistasafns Jórdaníu. Á sama tíma verður opnuð sýning á Íslenskri grafík í Hafnarhúsinu. Börn, stríð og grafík TÓNLEIKAR Guðný Guðmundsdóttir, konsertmeistari Sinfóníunnar, og Peter Máté píanóleikari halda tón- leika í Salnum í tilefni 70 ára af- mælis Félags íslenskra hljómlist- armanna. Tónleikarnir byrja klukkan 16. Sjötugir hljómlistarmenn KYNNING Samstarfsáætlanir Evrópu- sambandsins sem Íslendingar hafa rétt á að taka þátt í verða kynntar í Perlunni um helgina. Milli fimm og sjö geta fyrirtæki, stofnanir og ein- staklingar kynnt sér hvaða tækifæri þeim bjóðast hyggist þeir vinna að rannsóknum, menningarsamstarfi eða leita sér menntunar í Evrópu. Evrópa í Perlunni HANDBOLTI Þrír leikir fara fram í handbolta kvenna í dag. Fylkir/ÍR tekur á móti KA/Þór í Fylkishöll- inni, Grótta/KR fær Valsara í heim- sókn á Seltjarnarnesi og Fram- stúlkur sækja Víkingsstúlkur heim í Víkina. Allir leikirnir hefjast klukkan 16.30. Þrír leikir í kvennaboltanum VÆNDISKONA Hefur forðað mér frá fátækt LAUGARDAGUR 235. tölublað – 2. árgangur bls. 14 RÁÐHERRA Þrjóskur ef því er að skipta bls. 12 BARIST VIÐ ELDINN Töluverðar skemmdir urðu á trésmíðaverkstæði Húsasmiðjunnar eftir að eldur kviknaði þar laust fyrir klukkan fimm í gærdag. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en óljóst er um upptök hans. REYKJAVÍK Norðaustan 3-8 m/s. og skýjað með köflum. Hiti 1 til 7 stig. VEÐRIÐ Í DAG VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 3-8 Skýjað 4 Akureyri 5-10 Skýjað 7 Egilsstaðir 5-10 Rigning 7 Vestmannaeyjar 5-10 Rigning 5 ➜ ➜ ➜ ➜ + + + + MIÐBORGIN Héraðsdómur Reykja- víkur ógilti í gær breytingar á lög- reglusamþykkt sem gerð var í sumar og bannaði einkadans á súlu- stöðum svo og um- ferð dansmeyja á meðal gesta stað- anna. Telur héraðs- dómur að lagastoð skorti fyrir breyt- ingunni á lögreglu- samþyktinni og því skuli hún felld úr gildi. Það voru for- ráðamenn nektarstaðarins Óðals sem höfðuðu málið fyrir sig og í raun alla aðra súlustaði í miðborg Reykjavíkur: „Þetta er fordæmismál og snertir okkur alla. Nú krefst ég skaðabóta vegna þess tjóns sem ég hef orðið fyrir eftir að þessir háu herrar breyttu lögreglusam- þyktinni í trássi við öll lög og jafn- vel gegn betri vitund,“ sagði Ás- geir Davíðsson, oft kenndur við súlustaðinn Maxím í Hafnar- stræti, þar sem hann var staddur á flugvellinum í Tallinn í Eistlandi á leið heim eftir að hafa fylgst með landsleik í knattspyrnu á dög- unum. „Ég seldi Maxím fyrir lítið fé því það var ekki eftir neinu að slægjast fyrir nýja kaupendur. Ég get fyrir bragðið ekki byrjað aftur í Hafnarstrætinu og fer því í skaðabótamál við ríki og borg. Ég á eftir að krefjast hundruða millj- óna í bætur,“ sagði hann. Ásgeir telur að málið sýni furðulegt stjórnkerfi sem þegn- arnir þurfi að búa við: „Það er slæmt þegar ekki er lengur hægt að treysta stjórnvöldum án þess að vera með annan fótinn í dóms- sölum.“ Eftir að borgaryfirvöld bönn- uðu kjöltudans og umgengni dans- meyja við gesti súlustaðanna flutti Ásgeir í Maxím starfsemi sína alfarið í Kópavog. Þar fékk hann að starfa óáreittur. Hann tel- ur ólíklegt að hann reyni aftur fyrir sér með nektardans í mið- borg Reykjavíkur: „Borgarstjór- inn heldur að hann sé kóngur og geti farið sínu fram hvað sem öll- um lögum og réttindum þegnanna líður. Við slíkar aðstæður er ekki hægt að starfa,“ sagði Ásgeir Dav- íðsson. eir@frettabladid.is Súlukóngar vilja hundruð milljóna Héraðsdómur Reykjavíkur fellir úr gildi bann við nektardansi. Lagastoð skorti fyrir breytingu á lögreglusamþykkt. Kjöltudans getur hafist á ný. SLÖKKVILIÐ Eldur kom upp í tré- smíðaverkstæði Húsasmiðjunnar í Skútuvogi laust fyrir klukkan fimm í gærdag. Að sögn slökkvi- liðs var um töluverðan eld að ræða en slökkviliðsmönnum tókst að ráða niðurlögum hans áður en hann náði að dreifa sér. Mikill eldsmatur var í húsinu. Tilkynningin um eldinn barst slökkviliðinu klukkan 16.47 og var það komið á staðinn fáeinum mínútum síðar. Að sögn slökkvi- liðs var ástandið tvísýnt um tíma, en sökum þess hversu slökkvilið- ið kom snemma á vettvang náðist að slökkva eldinn áður en húsið varð alelda. Eins og áður sagði kom eldur- inn upp í trésmíðaverkstæði, þar sem þónokkur timburlager var, en ekki verslunarhúsinu sjálfu. Töluverðar skemmdir urðu á hús- inu, en óljóst var um upptök elds- ins þegar blaðið fór í prentun. Tæknideild lögreglunnar fer með rannsókn málsins. ■ Talsverðar skemmdir á trésmíðaverkstæði Húsasmiðjunnar: Tvísýnt ástand þegar eldur kom upp á smíðaverkstæði debenhams S M Á R A L I N D Karlmennska sn‡st ekki um heppni FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T „Það er slæmt þegar ekki er lengur hægt að treysta stjórnvöldum án þess að vera með annan fótinn í dómssölum.“ PRAG, AP Leoníd Kútsma, forseti Úkraínu, fékk heldur kaldar móttökur á leiðtogafundi Nató í Prag. Hinir leiðtogarnir yrtu ekki á hann, enda var honum ekki boðið á fundinn. Kútsma lét utanríkisráðherra sínum eftir að segja ekkert hæft í ásökunum um að Úkraína hafi selt ratsjárkerfi til Íraks þvert ofan í bann Sameinuðu þjóð- anna. Ef notast hefði verið við ensku ríkjaheitin við uppröðun gesta á þinginu hefði Úkraínu- forseti lent við hliðina á Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, og George W. Bush Bandaríkjaforseti hefði verið næstur í röðinni. Gripið var til þess ráðs að nota frönsku ríkja- heitin, sem gerði það að verkum að Úkraína lenti síðast í stafróf- inu, við hliðina á Tyrklandi. Alexander Lúkasjenkó, for- seti Hvíta-Rússlands, ætlaði einnig að mæta á fundinn þrátt fyrir að vera ekki boðið. Stjórn- völdum í Tékklandi tókst þó að koma í veg fyrir það með því að veita honum ekki vegabréfs- áritun. ■ Boðflenna á leiðtoga- fundi Nató í Prag: Hunsaður með stafrófs- brellu SAT ÚTI Á ENDA Leonid Kútsma, forseti Úkraínu, fékk ekki hlýjar móttökur á Natófundinum í Prag. AP /M YN D NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,6% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í OKTÓBER 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur vikunnar meðal 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá október 2002 29% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu? 62% 72%

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.