Fréttablaðið - 23.11.2002, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 23.11.2002, Blaðsíða 8
8 23. nóvember 2002 LAUGARDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS BERLINGSKE TIDENDE Í leiðara danska dagblaðsins Berlingske Tidende er samþykkt Nató um að bjóða Eystrasaltslönd- unum þremur ásamt fjórum öðr- um fyrrverandi Austantjaldsríkj- um aðild sögð vera ótvíræður sig- ur fyrir bandalagið. Með þessu er „endanlega hreinsað til eftir Kalda stríðið.“ Ekki er langt síðan menn fullyrtu að Nató væri orðið óþarft vegna þess að óvinurinn væri horfinn. „Vonandi fylgjast þeir, sem létu sér slíkt léttúðar- hjal um munn fara, vel með núna, þegar sögulegir viðburðir ger- ast,“ segir leiðarahöfundurinn. INT. HERALD TRIBUNE Ógnin sem stafar af hryðju- verkum hefur verið í brennidepli leiðtogafundarins í Prag. Enginn hefur samt „ennþá gefið góða skýringu á því hvað Nató getur gert til þess að koma í veg fyrir árásir herskárra múslima sem eru staðráðnir í að refsa Vestur- landabúum fyrir það sem sagan hefur gert heimi múslima,“ segir dálkahöfundur í dagblaðinu International Herald Tribune, sem gefið er út í París. Þótt hægt sé með hervaldi að fella talibana- stjórnina í Afganistan og hugsan- lega einnig stjórn Saddams Hussein í Írak, þá „geta hersveit- ir ekki leyst hryðjuverkavand- ann.“ Þvert á móti geti stríð gegn Írak orðið til þess að hættan á hryðjuverkum verði meiri. FRANKFURTER RUNDSCHAU Leiðarahöfundur þýska dag- blaðsins Frankfurter Rundschau segir engan vafa leika á því, að bregðast verði við nýjum hættum frá hryðjuverkamönnum og glæparíkjum með hernaðar- mætti. „Spurningin er bara hvort Nató er rétta tækið til þess.“ Sér- staklega spyr hann þó hvort Nató geti breytt algerlega um stefnu „án þess að spyrja íbúa aðildar- ríkjanna?“ Hinar nýju viðbragðs- sveitir Nató segir leiðara- höfundur vera annað og meira en nauðsynlegt framhald á því sem Nató hefur verið að gera hingað til, fyrsta skrefið í áttina að því að finna nýtt hlutverk handa NATO. Til þess verði bandalagið að hafa ótvírætt umboð þjóðanna sem að því standa. ■ Á Nató að taka að sér nýtt hlutverk? Leiðtogafundur Nató í Prag er sagður vera mikill sigur. Jafnframt vakna spurningar um það hvort hernaðarbandalag geti útrýmt hættunni á hryðjuverkum og hvort ekki þurfi að fá umboð þjóðanna þegar Nató tekur sér nýtt hlutverk. Úr leiðurum DÓMSMÁL Mál sjúkraflutninga- mannsins sem dæmdur hefur ver- ið í 9 mánaða fangelsi fyrir þuklað á kynfærum og sleikja brjóst sjúklings í sjúkrabíl, er mannleg- ur harmleikur að sögn Jóns Við- ars Matthíassonar, aðstoð- arslökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. „Það eru allir harmi slegnir,“ segir Jón Viðar, en fundað var með starfsmönnum eftir að dóm- urinn var kveðinn upp. „Þetta er mannlegur harmleikur fyrir alla aðila, bæði geranda og þolanda.“ Forsvarsmenn slökkviliðsins hafa ekki rætt við konuna eftir at- burðinn. Jón Viðar segir að þeir hafi ekki mátt gera það meðan málið hafi verið í rannsókn, en úti- lokaði ekki að það yrði gert. Reyndar hafi konan lýst því yfir að hún sé ekki reið út í starfsem- ina sjálfa heldur bara þetta ein- staka atvik. Aðspurður sagði Jón Viðar að farið væri út í ýmis siðfræðileg vandamál í námi sjúkraflutninga- manna og engin breyting yrði á náminu í kjölfar þessa dóms. Það væri byggt á bandarísku kennslu- efni og svona mál væru þekkt þar í landi. Jón Viðar segir að nú fari í hönd erfiður tími hjá sjúkraflutn- ingamönnum. Þeir þurfi að losna undan þeim skugga sem þetta mál hafi varpað á starf þeirra. Hann segir að slökkviliðið hafi sinnt þessari þjónustu síðan árið 1920 og þetta sé í fyrsta skiptið sem mál af þessu tagi komi upp. Slökkviliðið hafi verið lánsamt með sína starfsmenn og þeir séu vanari því að fá þakklæti fyrir störf sín en gagnrýni eða óþakk- læti. „Okkar ósk er að fólk hjálpi okkur að glíma við þetta og kom- ast í gegnum þetta erfiða tímabil.“ Í kjölfar dómsins var dæmda manninum vikið úr starfi hjá Slökkviliðinu. Í mars, þegar málið kom upp, var hann leystur tíma- bundið undan starfsskyldum sín- um. trausti@frettabladid.is Sjúkraflutninga- menn vilja hjálp Dómsmál sjúkraflutningamannsins er mannlegur harmleikur, segir að- stoðarslökkviliðsstjóri. Siðfræðikennslu sjúkraflutningamanna verður ekki breytt. Hugsanlega verður rætt við fórnarlambið. ERFIÐIR TÍMAR FRAM UNDAN Jón Viðar Matthíasson aðstoðarslökkviliðsstjóri segir að nú fari í hönd erfiður tími hjá sjúkraflutningamönnum. Þeir þurfi að losna undan þeim skugga sem dómsmál sjúkraflutningamannsins, sem sakfelldur var fyrir að sleikja brjóst sjúklings, hafi varpað á starf þeirra. Í HRÓKASAMRÆÐUM Davíð Oddsson forsætisráðherra spjallaði svolítið við ítalskan starfsbróður sinn, Silvio Berlusconi, meðan leiðtogar Natóríkjanna voru að stilla sér upp fyrir myndatöku í Prag í gærmorgun. Leiðtogafundur Nató í Prag: Horft lengra til austurs PRAG, AP Leiðtogar Nató áttu í gær fund með leiðtogum samstarfs- ríkja bandalagsins, meðal annars leiðtogum Mið-Asíuríkja sem hafa veitt aðstoð sína í stríðinu við hryðjuverkamenn í þeim heims- hluta. Robertson lávarður, fram- kvæmdastjóri Nató, sagði að rætt hefði verið um nýja „umgjörð“ að betri samvinnu bandalagsríkj- anna og 27 samstarfsríkja þeirra í Evrópu-Atlantshafssamvinnuráð- inu. „Við þurfum að sýna hug- rekki,“ sagði Robertson. Ekki megi lengur einblína á hefðbund- in hlutverk ríkjanna, heldur taka mið af nýjum aðstæðum. „Við stöndum öll frammi fyrir nýjum hættum.“ Vladimír Pútín, forseti Rúss- lands, var ekki á þessum fundi þrátt fyrir að Rússland taki þátt í samstarfinu með Nató. Þess í stað fór George W. Bush Bandaríkja- forseti í gær í heimsókn til Pútíns að loknum fundinum í Prag. Daginn áður höfðu leiðtogar Nató samþykkt að fjölga aðildar- ríkjum bandalagsins um sjö. Auk þess samþykktu þeir að koma á fót sérstökum viðbragðssveitum, tuttugu þúsund manna herliði sem á að geta brugðist snöggt við óvæntum ógnum á borð við hryðjuverk. ■ Starfandi fólki fækkar: Atvinnu- leysi 3,2% VINNUMARKAÐUR Enginn breyting hefur orðið á fjölda atvinnulausra samkvæmt vinnumarkaðsrann- sókn Hagstofunnar í nóvember. Nú eru 3,2% vinnuafls án atvinnu. Það jafngildir því að 5.200 ein- staklingar séu án vinnu. Færri eru við störf nú í landinu en á sama tíma í fyrra. Fækkun starfandi fólks er 3.200 manns. Atvinnu- þátttaka hefur lækkað úr 83,6% í 82,8% á einu ári. Þeir sem hafa vinnu vinna ör- lítið meira nú að meðaltali en í fyrra. Meðalfjöldi vinnustunda á viku var 43 tímar, en 42,8 tímar fyrir ári. ■ AP /M YN DÉg hef búið í Reykjavík allamína hunds og kattar tíð. Er ég þess minnugur þegar ég gekk innan um iðandi mannlíf Lauga- vegarins þar sem verzlun og við- skipti blómstruðu. Fyrir nokkrum árum gerðist það svo að verzlun dróst saman í harðnandi samkeppni við verzlunarmið- stöðvar o.fl. Ég er þess einnig minnugur að nafn og andlit kaup- manns á Laugaveginum, Ásgeirs Bolla Kristinssonar, oft kenndur við verzlunina 17, varð sífellt meira áberandi. Hann fór fyrir einhverjum samtökum, sem mig minnir að hafi verið nefnd Laugavegssamtökin, og ætluðu að snúa við blaðinu. Alls kyns til- lögur, teikningar, ræður, blaða- greinar o.s.frv. o.s.frv. komu frá þessum kaupmanni. Mér er í dag spurn: Hvaða ár- angri hefur hann náð við að end- urreisa verzlun á Laugavegin- um? ■ Hvar eru Laugavegs- samtökin? Einar Einarsson skrifar: Lesendur geta skrifað bréf íblaðið. Æskilegt er að hvert bréf sé ekki lengra en sem nemur hálfri A4-blaðsíðu. Hægt er að senda bréfin í tölvupósti, rit- stjorn@frettabladid.is, hringja í síma 515 7500, faxa í síma 515 7506 eða senda bréf á Fréttablaðið, Þverholti 9, 105 Reykjavík. LESENDABRÉF FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.