Fréttablaðið - 23.11.2002, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 23.11.2002, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 23. nóvember 2002 „Ég er bjartsýnn á að spítalinn geti þjónað sínu hlutverki vel á næsta ári.“ Í vikunni var skrifað undir samning við Félag eldri borgara um hækkun á bótum og fjármuni til að byggja upp hjúkrunarheim- il. Samningurinn er að fjárhæð fimm milljarðar á þremur árum. Jón segir að inni í þeirri áætlun sé uppbygging Vífilsstaða en það verði hafist handa á næstu vikum við að breyta spítalanum í þágu aldraðra. „Við ætlum einnig að leggja aukna áherslu á stoðþjón- ustu og heimahjúkrun sem ég tel mjög mikilvæga. Það hlýtur að vera betra fyrir fólk að vera sem lengst heima ef það treystir sér til þess.“ Jón segir enn fremur að í málefn- um geðsjúkra sé að vænta tillagna frá þverfaglegum hópi sem skipaður var í sumar. „Við höfum einnig verið í við- ræðum við Geð- hjálp um hvernig best er að aðstoða fólk sem lokið hef- ur meðferð. Í því sambandi hefur verið rætt um hvernig hægt sé að fylgja þessu fólki eftir þannig að ekki sé hætta á að það falli í sama farið á ný. Það þarf að búa svo um hnúta að áfram verði unnið að uppbyggingu og menn aðstoðaðir við að ná að fóta sig í lífinu að nýju.“ Slakar á fyrir austan Jón segist ekki vera þreyttur á stjórnmálum, segir þau vera jöfn- um höndum áhugamál og starf. Hann er heilsuhraustur og tilbú- inn að bjóða sig fram í nýju Norð- austurkjördæmi og etja kappi um fyrsta sætið við Valgerði Sverris- dóttir viðskiptaráðherra. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra býður ekki lengur fram fyrir austan og Jón segist ekki hafa á móti því að leiða listann því kjör- dæmi. Við framsóknarmenn ætl- um að hafa þann háttinn á að á kjördæmisþingi í janúar munum við kjósa um uppröðun á lista. „Ég vil ekki spá í það hvort á milli okkar verði harður slagur. Við Valgerður höfum alltaf átt í góðu sambandi og á milli okkar hefur verið fullur trúnaður. Ég á ekki von á öðru en við stöndum bæði ósár eftir kosningu um hver eigi að leiða listann í kjördæminu.“ Tíminn í ráðuneytinu hefur verið mjög skemmtilegur og Jón segist alls ekki munu skorast und- an að taka að sér ráðherraemb- ætti á ný ef þær aðstæður skapast eftir kosningar. „Mér hefur þótt ákaflega skemmtilegt að kynnast öllu því fólki sem ég hef átt sam- skipti við. Ég hef aldrei séð eftir því hafa tekið þetta embætti að mér og hef reynt að sinna því af eins mikilli samvikusemi og mér hefur verið unnt.“ Til að slaka á eftir erfiða daga í ráðuneytinu segist hann helst vilja vera heima á kvöldin. „Mér þykir gott að sitja í rólegheitum með góða bók eða að hlusta á tón- list. Ég er ekki mikið fyrir flandur og er rólegur í tíðinni. Stundum gerum við okkur ferð austur á Hérað og dveljum á heimili okkar þar. Ég sakna þess að geta ekki verið meira þar. En það fer vel um okkur hjónin í Reykjavík og kon- an mín starfar hér syðra. Við eig- um hér einnig börn og barnabörn og fjölskyldan skiptir mig miklu máli þegar slakað er á fjarri önn- um og dægurþrasi. Hann tekur undir að hann sé friðarins maður og hans leið sé jafnan mjúka leiðin. „En ég er þrjóskur ef því er að skipta. Hitt er svo annað að helst vil ég ekki þurfa að beita þeirri þrjósku.“ bergljot@frettabladid.is Á milli okkar Valgerður hefur alltaf ríkt fullur trúnaður. Ég á ekki von á öðru en við stöndum bæði ósár eftir kosningu um hver eigi að leiða listann. ,, Karlmennska sn‡st ekki um heppni... ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 1 94 49 11 /2 00 2 debenhams S M Á R A L I N D ...Hún sn‡st frekar um a› vera réttur ma›ur á réttum sta› og réttum tíma Þess vegna viljum við bjóða þér að koma á herradaga í Debenhams um helgina. ...nokkuð sem gæti ávaxtast ríkulega með réttri ráðstöfun – og smá heppni! Dagskrá Vínsmökkun frá Allied Domecq í dag frá kl. 13-17 Kaffikynning Te & kaffi kynna Sælkerakaffi í dag Ferskur ilmur Kynning á nýjum og ferskum herrailmum og rakspírum Tilboð 1.000 kr. gjafabréf í Debenhams fyrir hverjar 5.000 kr. sem þú verslar í herradeild, alla helgina... FR ÉT TA B LA Ð I/ RÓ B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.