Fréttablaðið - 23.11.2002, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 23.11.2002, Blaðsíða 30
30 23. nóvember 2002 LAUGARDAGUR NAFNIÐ MATUR MATUR Ég er auðvitað vannærður og mjór,“ segir Kristján Krist- jánsson, betur þekktur sem KK, þegar hann er spurður um matar- venjur sínar. „En mjór er mikil vísir,“ segir hann og hlær. Krist- ján segist aldrei verða svangur og þurfa að minna sjálfan sig á að borða. „Það sem gerist er að allt í einu verð ég pirraður og önugur og þá veit ég að ég þarf að borða. Þeir eru til sem öfunda mig af þessu.“ Kristján segist þó njóta þess að borða góðan mat og vera giftur meistarakokki. Hún heitir Þórunn R. Þórarinsdóttir og Krist- ján segir hana líta á matargerð sem listgrein. Þórunn segir að fjölskyldan borði mikið af grænmeti og fiski og nánast ekkert kjöt nema lambakjöt. „Það er einmitt í lambakjötinu sem ég er meistar- inn,“ segir Kristján. „Ég tek gott lambalæri og smyr það með pipar og dijon-sinnepi. Svo bý ég til lög sem ég set í álbakka undir lærið á grillinu. Í leginum er allt sem ég á við höndina, hverskonar krydd, heimagerð rifsberjasulta, sítrónu- safi, sinnep og vatn, og þessu hræri ég öllu saman. Ólívustappa og tómatastappa er líka fínt út í þetta. Svo nota ég kjötmæli. set gasið á fullt og hef lærið á fullum straum í fimm mínútur. Lækka svo nánast alveg niður í lægsta og læt það malla í tvo klukkutíma. Lambið verður meyrt og beinlínis æðislegt með þessu móti,“ segir Kristján og umlar af vellíðan við tilhugsunina eina. KK og Þórunn eru með einn sex ára gutta heima, hin börnin tvö eru flogin úr hreiðrinu. „Þau eru þó tíðir gestir í mat, ekki síst vegna þess að mamma þeirra er svo góður kokkur,“ segir Kristján. Þegar Fréttablaðið bar að garði hafði meistarakokkurinn Þórunn séð um matseldina og eldað fisk. Uppskriftin að þeim rétti fylgir hér á síðunni. ■ KK verður önugur þegar hann gleymir að borða Hjónin Kristján og Þórunn borða helst fisk og grænmeti, nema þegar Kristján eldar sérréttinn sinn, meyrt og safaríkt lambalæri. SETIÐ AÐ SNÆÐINGI Dýrindis fiskréttur Þórunnar rann ljúflega niður hjá heimilisfólki jafnt og gestum. KK, Kristján Steinn, Sóley, Þórunn og Þórgunna ýsu- eða þorskflök salt og pipar hveiti olía 1 tsk. karrý 1 tsk. papríka 2 msk. vatn tvö harðsoðin egg 2-3 tómatar Fiskurinn er skorinn í ræmur, salt- aður og pipraður og velt upp úr hveitinu. Slatti af olíu settur á pönnuna ásamt karrýi og papriku og hverjum fiskbita velt upp úr leginum. Fiskinum raðað á pönn- una, vatninu hellt yfir og soðið í 3- 5 mínútur. Harðsoðin egg og tómatar brytjað smátt, dreift yfir fiskinn og látið standa í nokkrar mínútur. Fiskréttur Þórunnar með tómötum og eggjum Gerður gerðu Ég átti að heita Þórgunnur,“segir Gerður Kristný, rithöf- undur og ritstjóri Mannlífs. „Móð- ur minni fannst það fallegt nafn en pabbi hafði neitunarvald. Gerður er út í bláinn og Kristný er í höfuðið á frænda mínum sem lést ungur og hét Kristján.“ Gerð- ur Kristný segist alltaf kunna bet- ur og betur við nafnið sitt og aldrei hafa fyllst eftirsjá yfir því að Þórgunnarnafnið var flautað af. Aðspurð segist hún aldrei hafa verið uppnefnd. „Fólki sem spilar við mig þykir samt alltaf jafn fyndið að segja Gerður gerðu. Þetta er sígildur brandari og allir alltaf að uppgötva hann í fyrsta sinn.“ Gerður Kristný segist vita til þess að margar konur beri nafnið Kristný, en hún hitti í fyrsta sinn stúlku með þessu nafni í Vestmannaeyjum í sumar. „Þetta var bráðfallegur ung- lingur. Svo man ég líka eftir einni gamalli Kristnýju úr minningar- grein í Mogganum sem var alltaf kölluð Nýja amma en ég hef sem sagt bara hitt þessa einu.“ ■ Ekki fyrir löngu síðan, á sumar-degi, ók ég eftir aðalþjóðvegi úti á landi og ákvað að kíkja á sjávarþorp sem var ekki langt frá og ég hafði ekki heimsótt lengi. Ég lagði af stað eftir afleggjara frá aðalveginum en það var um það bil 20 kílómetra leið til þorps- ins. Það merkilega var að þó að þetta væri virkur sumardagur þá var engin umferð. Hvergi lífs- mark og þau fáu hús sem ég keyrði fram hjá á leiðinni voru hrunin sveitabýli. Svo kom ég í þorpið sem ég hélt vera svona 300 til 400 manna þorp. Þar var hvergi lífsmark. Það voru ein- hverjir bátar í höfninni en hvergi var maður á ferli, ekki bíl að sjá og það heyrðust næstum engin hljóð, og mörg húsanna voru greinilega yfirgefin. Ég ók niður steypta og sprungna aðalgötuna sem mátti greinilega muna sinn fífil fegri. Þar virtist allt vera lokað og nokkur hús sem stóðu auð. Húsin voru til dæmis merkt lúnum skilt- um frá Samvinnubankanum og kaupfélagi sem hafði farið á haus- inn fyrir mörgum árum. Sem ég er þarna aleinn, að því er mér finnst, í öllu þorpinu og er að keyra á svona 5 km hraða niður aðalgötuna sé ég hvar miðaldra kona kemur eins og í fáti út úr einu húsanna. Hún bindur slæðu undir kverk eins og konur gerðu í gamla daga og á greinilega eitt- hvað erindi við mig. Ég var með allar rúður skrúfaðar niður, því veðrið var gott, og var á göngu- hraða á bílnum. Ég renndi upp að konunni og leit spyrjandi á hana. Þá bendir hún, aðeins skelkuð, á máð, gamalt, umferðarskilti og segir „það er einstefna hérna“. Ég náttúrulega bara þakkaði konunni fyrir og sneri við og ók út úr þorp- inu án þess að valda frekara um- ferðaröngþveiti og raunar án þess að sjá nokkurt annað lífsmark, hvorki á tveimur fótum né fjórum hjólum. ■ Einar Kárason rithöfundur segir sögu af undarlegri ökuferð og skorar á Tómas R. Einarsson, músíkant og þýðanda, að segja næstu sögu. Sagan Einstefna MEÐ SÚRMJÓLKINNI Nemandi hafði setið við lestur ábókasafninu allan daginn. Á heimleið gekk hann framhjá pró- fessor sem stóð við pappírstætara og hélt á blöðum í hendinni. „Góða kvöldið,“ sagði prófessorinn. „Af einhverjum ástæðum hefur ritar- anum láðst að ganga frá þessum pappírum fyrir mig, getur þú ef til vill hjálpað mér með þessa vél?“ „Alveg sjálfsagt,“ sagði nemandinn, ræsti vélina og henti pappírum í hana. „Frábært, stór- kostlegt,“ sagði prófessorinn. „Ég þarf víst fimm eintök af þessu.“ EINAR KÁRASON „Ég náttúrulega bara þakkaði konunni fyrir og sneri við og ók út úr þorpinu án þess að valda frekara umferðaröngþveiti og raunar án þess að sjá nokkurt annað lífs- mark.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.