Fréttablaðið - 23.11.2002, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.11.2002, Blaðsíða 2
2 23. nóvember 2002 LAUGARDAGUR Það eru engin takmörk ... Hér segir meðal annars af dópsölum með borvél, nakinni konu við blokk í Breiðholti, þremur Hollywood- leikkonum í feluleik og leigubílstjóra sem sparkaði reglulega í gamlan mann. „Hinn besti skemmtilestur.“ – Fréttablaðið SÍLDVEIÐI Síldveiði hefur verið fremur dræm að undanförnu og eru sjómenn og útgerðarmenn uggandi um að stór hluti úthlutaðs kvóta brenni hreinlega inni. Ing- unn AK kom til Akraness fyrir helgi með 150 tonn. „Mikið var haft fyrir þessum tonnum og mikið leitað en lítið að sjá. Það litla sem sást var ljón- styggt og erfitt viðureignar. Byrjað var að leita í Víkurál en ekkert var að sjá þar, þannig að leitað var í suður og endað út af Jökuldýpinu í styggri síld sem erfitt var að góma. Það vekur óneitanlega ugg hvað lít- ið er að sjá af síld á svæðinu en hún hlýtur að skila sér, það segja að minnsta kosti fræðingarnir og ekki ljúga þeir,“ segja skipverjar á Ing- unni AK á heimasíðu sinni. Í gær var búið að landa 44 þús- und tonnum en þar af hefur helm- ingurinn farið í bræðslu, sam- kvæmt upplýsingum Samtaka fisk- vinnslustöðva. Mestu hefur verið landað hjá Skinney-Þinganesi á Hornafirði, rúmlega 9.000 tonnum. Þá hefur Síldarvinnslan í Neskaup- stað tekið á móti 6.500 tonnum og 6.300 tonnum hefur verið landað hjá Búlandstindi á Djúpavogi. Enn á eftir að veiða 85.400 tonn af síldarkvótanum, sem er tæp 130 þúsund tonn að viðbættum kvóta sem fluttist frá fyrra ári. ■ INGUNN AK 150 Unnið að löndun á 150 tonnum úr Ingunni. Skipverjar segja síldina ljónstygga og mikið fyrir henni haft. HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Gegn neitun ákærða þótti dóminum ekki komin sönnun þess að ákærði hafi þröngvað stúlkunni til samræðis. Dæmdur fyrir samfarir við 12 ára stúlku: Kynntist stúlkunni á Netinu DÓMSMÁL Rúmlega tvítugur maður var í gær dæmdur í hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavík- ur fyrir að hafa haft samfarir við 12 ára stúlku. Maðurinn komst í samband við stúlkuna á spjallrás á Netinu. Stúlkan, sem nú er 16 ára, fór með manninum heim til hans árið 1999, þar sem hann gaf henni bjór og hafði við hana samfarir. Skömmu seinna fór hann með hana í bíltúr og hafði við hana samfarir í bílnum. Gegn neitun ákærða þótti dóm- inum ekki komin sönnun þess að ákærði hafi þröngvað stúlkunni tvívegis til samræðis með ólög- mætri nauðung svo sem honum er gefið að sök. Hann var því dæmd- ur fyrir að hafa mök við stúlku undir lögaldri. Stúlkan fór fram á 1 milljón króna í miskabætur, en dómurinn dæmdi henni 250 þúsund krónur. Í samantekt greiningar- og með- ferðarskýrslu segir að stúlkan eigi sér sögu um tilfinningalega vanlíðan og að hún hafi misnotað áfengi frá 12 ára aldri. Í dómnum segir að miðað við það sem á daga stúlkunnar hafi drifið bæði fyrir atvikið og eftir verði vanlíðan hennar ekki að öllu leyti rakin til háttsemi ákærða. ■ Síldin treg: Ljónstygg og mikið fyrir henni haft Á STOLNUM BÍL MEÐ ÞÝFI Fimm menn voru handteknir í fyrrinótt í Keflavík á stolinni bifreið. Við leit fannst varningur sem talinn er vera úr innbroti í íbúðarhús- næði. Er verið að kanna hvort hluti varningsins geti tengst inn- broti sem framið var á heimili í Garðabæ en þaðan var miklum verðmætum stolið. LÖGREGLUFRÉTTIR Allt útlit er fyrir að Gísli S. Einarsson skipi þriðja sæti á lista Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi. Vestfirðingar töldu það sæti frátekið fyrir sig. Ég er Vestfirð- ingur, fæddur í Súðavík og alinn þar upp, reyndar ekki nema til fimm ára aldurs. Síðan var ég í sveit á Eyri í Seyðisfirði, stærsta fjárbúi síns tíma á Vest- fjörðum. Ég á ríf- lega helminginn af mínum ætt- mennum í þorpunum við Djúp þar sem ég hef verið árlegur gestur meira og minna allt mitt líf. Ef ég er ekki Vestfirðingur um leið og ég er Skagamaður þá getur enginn ætt- fært sig neinum sérstökum stað á landinu. SPURNING DAGSINS Ert þú vestfirskur? SJÁLFSTÆÐISMENN KJÓSA Eldri borgarar voru duglegir að mæta á kjörstað í gær. Prófkjör í Valhöll: Engar samsæris- kenningar KOSNINGAR Prófkjör sjálfstæðis- manna í Reykavík fór vel af stað að sögn Ágústs Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri prófkjörs Sjálfstæð- isflokksins. Klukkan 17 voru um 1.000 manns búnir að kjósa. „Þetta er mjög svipað og verið hefur áður,“ sagði Ágúst. „Veðrið er óskaplega fallegt og engar samsær- iskenningar í gangi.“ Eldri borgarar voru duglegir að mæta á kjörstað í gær. Að sögn Ágústs er búist við meginþungan- um í dag, þegar kosið verður á sex stöðum í sjö kjörhverfum frá klukkan 10 til 18. Búist er við að úr- slit liggi fyrir um klukkan 23 í kvöld. ■ FRÉTTAB LAÐ IÐ /RÓ B ERT UPPGJÖR Hagnaður af rekstri Pharmaco var tæpir 2,2 milljarð- ar króna fyrstu níu mánuði árs- ins. Það er aukning um einn milljarð frá fyrra ári. Um leið og uppgjörið var kynnt tilkynnti fé- lagið um kaup á 69% hlut í serbneskri lyfjaverksmiðju. Pharmaco hefur átt í viðræðum við einkavæðingarnefnd Serbíu um kaupin. Fyrirtækið hefur skuldbundið sig til að kaupa 15% í viðbót á næstu þremur árum. Serbneska fyrirtækið er þriðja stærsta lyfjaverksmiðja lands- ins með sterka stöðu á markaði. Sala á mörkuðum í Búlgaríu og Rússlandi var 3% undir áætl- unum félagsins. Þessir tveir markaðir eru stærstu markaðir fyrirtækisins. Sala í Eystrasalts- ríkjunum var samkvæmt áætl- unum. Delta sameinaðist Pharmaco á árinu. Afkoma Delta er í samræmi við áætlanir. Þó var sala á þriðja ársfjórðungi undir áætlun. Þrátt fyrir þetta gerir Pharmaco ráð fyrir að áætlanir standist og þriggja milljarða hagnaður verði af rekstri félagsins á árinu. ■ Sala Pharmaco undir áætlunum: Hagnaðurinn 2,2 milljarðar NÝ VERKSMIÐJA Sindri Sindrason, sem stýrir fjárfestingum Pharmaco, hefur gengið frá samningum í Serbíu um kaup á verksmiðju. NATO Ríkisstjórnin hefur sam- þykkt að verja allt að 300 milljón- um króna til herflutninga á veg- um Atlantshafsbandalagsins, komi til aðgerða á vegum banda- lagsins. Stjórnvöld hafa þegar gert rammasamning um flutningana við Flugleiðir og Atl- anta. Þetta var samþykkt vegna beiðni Nató um framlög sem geti orðið til þess að styrkja hernaðar- getu bandalagsins. Jafnframt verður tvöföldun íslenska friðar- gæsluliðsins, úr 25 manns í 50, flýtt um tvö ár og verður það orð- ið tvisvar sinnum fjölmennara árið 2006 en ekki árið 2008 eins og áætlað var. „Við höfum verið að byggja upp íslensku friðargæsluna smátt og smátt og höfum af því góða reynslu,“ sagði Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra og nefndi sem dæmi flugumferðarstjórn í Pristina og flutning hjálpargagna til Afganistan. „Íslendingar eiga mjög stóran flugflota og það er skortur á flug- vélum til að flytja gögn á milli heimsálfa. Það er góð reynsla af okkar starfi sem sýnir að við get- um lagt okkar af mörkum í sam- bandi við þessi mál. Við höfum þess vegna ákveðið að halda því áfram. Við höfum verið að byggja samstarfið upp smátt og smátt og erum einfaldlega að taka mið af gjörbreyttu umhverfi. Nató er allt annað samband en það var fyrir nokkrum árum. Þátttaka okkar í starfi Nató mun þó alltaf taka mið af þeirri staðreynd að við erum ekki með her,“ sagði Halldór Ás- grímsson. Á leiðtogafundi Nató sem lauk í gær var samþykkt að Nató muni standa að aðgerðum í Írak ef grípa þurfi til þeirra í framhaldi af starfi vopnaeftirlitsstarfs- manna Sameinuðu þjóðanna. Því má gera ráð fyrir að íslenskar flugvélar taki þátt í herflutning- um, verði af slíkum aðgerðum. „Við erum ekki að fara inn í bein átök með þessum hætti. Við einfaldlega skuldbindum okkur til að taka þátt í hugsanlegum að- gerðum ef til kemur. Það liggur fyrir að það er samstaða innan Nató um að Írakar verði afvopn- aðir og menn vonast til þess að það gerist með friðsamlegum hætti. Það kemur hins vegar skýrt fram að ef það verður ekki þá muni Bandaríkin og bandalags- þjóðir þeirra grípa til aðgerða. Ég tel að þessi ályktun sé mjög ákveðin og það er óþarfi að hún sé ákveðnari,“ sagði Halldór Ás- grímsson. the@frettabladid.is Erum ekki að fara í bein átök Ríkisstjórnin hefur samþykkt að verja allt 300 milljónum króna til loft- flutninga í hverri hernaðaraðgerð á vegum Nató. Tvöföldun íslensku friðargæslunnar verður flýtt. „Þátttaka okk- ar í starfi Nató mun þó alltaf taka mið af þeirri stað- reynd að við erum ekki með her.“ HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Aukin þátttaka í starfi Nató ekki ávísun á stríðsátök íslendinga.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.