Fréttablaðið - 23.11.2002, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 23.11.2002, Blaðsíða 20
Leikarinn Rupert Grint, sem leik-ur Ron í Harry Potter-myndun- um, segist hafa verið látinn sitja eft- ir í skólanum daginn eftir frumsýn- ingu nýju myndarinnar. Hann segist hafa gleymt að koma með leikfimis- dótið sitt þrisvar í röð og því hafi hann verið látinn þrífa leikfimis- skápana í skólanum. Rupert er fjórt- án ára og segist ekki þola að þurfa að fara aftur í skólann á milli þess sem myndirnar eru gerðar. Múltímilljónerinn og söngkonanMadonna þurfti að slá lán á veitingastað í London nýlega þegar hún komst að því að hún átti ekki fyrir kökusneiðinni sem hún hafði keypt handa syni sínum, Rocco. Systur sem voru staddar á veit- ingastaðnum, Mimi og Titi Negussie, sögðu söngkonuna hafa komið til sín og sagt: „Þið virð- ist vera gott fólk. Getið þið lánað mér peninga vegna þess að ég gleymdi seðlaveskinu mínu.“ Titi, sem þekkti ekki söngkonuna, rétti henni tvö pund svo hún gæti borgað reikning upp á 5,25 pund, en söng- konuna vantaði 1,25 pund upp á. Madonna var efst á lista Sunday Times yfir tekjuhæstu tónlistar- menn heims, með tæpa 5 milljarða íslenskra króna í árstekjur. Talsmað- ur Madonnu sagði að systurnar fengju sendan disk og ávísun fyrir greiðann við söngkonuna. Ewan McGregor hefur fengiðhlutverk í nýrri rómantískri kvikmynd, Flora Plum, sem leikstýrt er af Judy Foster. Russell Crowe hafði ætlað að leika í myndinni en þurfti að hætta við vegna þess að hann er slasaður á öxl. Meryl Streep og Claire Danes hafa einnig verið orðað- ar við myndina. Upptökur hefjast seint á næsta ári eða í byrjun ársins 2004. 20 23. nóvember 2002 LAUGARDAGUR MR. DEEDS kl. 2 STÚART LITLI 2 kl. 2 LITLA LIRFAN kl. 2 og 3 ONE HOUR PHOTO 5.50, 8 og 10.10 ROAD TO PERD... kl. 2.30, 7.30 og 10 ROAD TO PERD... kl. 8 og 10.30 Sýnd kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 2, 6, 8 og 10 kl. 10.20Í SKÓM DREKANS kl. 4FÁLKAR kl. 1.45LILO OG STITCH/ísl tal kl. 1.50BEND IT LIKE BECKHAM BLOOD WORK kl. 8 og 10.15 Sýnd kl. 12, 2, 4, 6, 8, 10 og 11.15 Sýnd kl. 6 THE TUXEDO kl. 6, 8 og 10 VIT474 UNDERCOVER BROTHERkl. 2 og 4 VIT 448 LILO OG STITCH/ísl.tal kl. 2 og 4 VIT429 Sýnd kl. 6, 8 og 10 VIT 479Sýnd kl. 12, 2, 4, 6, 8 og 10 VIT 468 Sýnd kl. 12, 4 og 8 VIT 469kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.10HAFIÐ kl. 8DAS EXPERIMEN FRÉTTIR AF FÓLKI KVIKMYNDIR Það er ekki auðvelt að horfa ákvikmyndina „Changing Lanes“, sem er nýjasta leikstjórn- arverkefni Roger Michell (Notting Hill). Ástæðan er ekki sú að hún sé leiðinleg, því það er hún svo sann- arlega ekki, heldur er hún óþægi- lega raunveruleg. Ég trúi því að að- stæðurnar sem aðalpersónur myndarinnar, lögfræðingurinn Gavin Banek og tryggingasölumað- urinn Doyle Gipson, finna sig í, gætu skapast. Þess vegna fór ég að ókyrrast í sæti mínu, með fótbolta í maganum, á meðan samvisku- spurningum var látið rigna yfir áhorfendur. Það versta er nefni- lega að þrátt fyrir að báðar persón- ur breyti rangt á köflum skilur maður ástæður þeirra og veit innra með sér að maður hefði hugsanlega brugðist eins við. Báðir aðalleikararnir eru sem þríkorna deig í höndunum á leik- stjóranum. Michell nær að baka betra brauð úr báðum leikurum en ég hef bragðað áður. Affleck sýnir að hann getur valdið tilfinninga- ríku hlutverki og Samuel Jackson er í fyrsta skiptið í langan tíma ekkert líkur persónu sinni úr „Pulp Fiction“. Miðað við það sem er í bíó þessa dagana hlýtur „Changing Lanes“ að teljast með betri kostum. Stórfín mynd. Birgir Örn Steinarsson Samviskuregn CHANGING LANES: TÓNLIST „Þetta er svona svipað kon- sept og ég hef verið með. Ég er að syngja alls kyns lög, möguleg og ómöguleg,“ segir Páll Rósinkrans um lög á nýjum diski, Nobody Knows, sem kom út í vikunni. „Þetta eru svona perlur eins og All Along the Watchtower og Sara eftir Bob Dylan, The Dock of the Bay eftir Otis Redding, Nights in White Satin, Jealous Guy eftir John Lennon og You Are so Beautiful sem Joe Cocker gerði ódauðlegt, svo eitt- hvað sé nefnt.“ Páll hóf sem kunnugt er feril sinn í rokksveitinni Jet Black Joe, en sú hljómsveit sendi frá sér þrjár stórar plötur á árunum 1992 til 1994. Bandið lagði svo upp laupana, tíma- bundið þó, árið 1996. Það sama ár sendi Páll frá sér sína fyrstu sóló- plötu, I Believe in You, og eftir nokkurra ára hlé komu út tvær plöt- ur sem seldust í tæpum 15.000 ein- tökum hvor. Páll segist vera á svip- uðum slóðum á þessari nýju plötu og á síðustu tveimur. „Mörg þessara laga eru uppáháldslög, eins og til dæmis eftir Bob Dylan sem ég hef lengi haldið upp á.“ Aðspurður segir hann síðan að ekkert sé frumsamið. Páll, sem er fjöskyldumaður, á konu og fjögur börn, segist ein- göngu lifa af tónlistinni. „Ég bara syng,“ segir hann og verður væntan- lega að syngja mikið til að standa undir því að eiga í fólkið sitt og á. Aðspurður hvort hann hyggi á sigra úti í hinum stóra heimi segir hann það alltaf inni í myndinni. „En ef eitthvað svoleiðis væri í gangi myndi ég ekki tala um það,“ segir hann. Páll frelsaðist fyrir nokkrum árum og segist vera frelsaður enn. „Ég er þó ekki í neinu samfélagi, en trúaður. Jú, það hjálpar örugglega í þessum bransa eins og öðrum að vera trúaður, það sem er gott er gott,“ segir Páll, sem er líka viss um að þessi nýja plata höfði til breiðs hóps fólks eins og síðustu tvær. „Þetta er tónlist fyrir ung- linga og allt upp í farlama gamal- menni,“ segir hann og hlær hressi- lega. edda@frettabladid.is Gamlar perlur og uppáhaldslög Nýlega kom út nýr geisladiskur, Nobody Knows, með Páli Rósinkrans. Sígildur diskur fyrir alla aldurshópa, segir Páll. PÁLL RÓSINKRANS Var að gefa út nýja disk, en vill ekkert ræða um hugsanlega sigra í útlöndum. TÓNLIST Tónlistarmaðurinn Beck segir að vaxandi vinsældir hljómsveita á borð við The Strokes og The White Stripes hafi orðið til þess að hann hætti við öll áform sín um að gera rokktónlist. Í stað þess ætlar hann að gefa út aðra breiðskífu í órafmögnuð- um anda „Sea Change“ innan 12 mán- aða. Beck viðurkenndi það í spjalli við Rolling Stone tónlistarblaðið að hann hefði verið byrjaður að vinna að rokkplötu og að hann hefði hætt við útgáfuna þegar The Strokes braust fram á sjónvarsviðið. „Mér finnst þetta góðar sveitir,“ útskýrði hann í viðtalinu. „Þeir eru að semja ný lög. Ég byrjaði á rokkplöt- unni minni fyrir einu og hálfu ári síð- an af því að það var enginn að gera rokk. Venjulega geri ég plötur með tónlist sem mig langar til að heyra.“ Beck segist eiga fullt af fullunn- um afgangslögum af „Sea Change“- plötunni sem hann ætli að gefa út sem fyrst. Eftir það segist hann vilja snúa sér að því að gera tónlist sem fær fæturna á hreyfingu. Beck: Snýr baki við rokk- tónlist BECK Segist eiga lög á lager í svipuðum dúr og lögin á „Sea Change“. Nóvember – Desember Jólahlaðborð frá 29. nóvember Skötuveisla 23. desember Velkominn í jólahlaðborðið okkar Einar Geirsson Yfirmatreiðslumaður Opnunartími Hádegi mán. – föst. 12.00 – 14.00 Kvöld alla daga frá 18.00 tveir fiskar ( við Reykjavíkurhöfn ) Geirsgata 9 • 101 reykjavik sími 511 - 3474 netfang restaurant@restaurant.is heimasíða www.restaurant.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.