Fréttablaðið - 23.11.2002, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 23.11.2002, Blaðsíða 10
10 23. nóvember 2002 LAUGARDAGURKÖRFUBOLTI SIGURGANGA Lið Dallas Mavericks hefur verið óstöðv- andi í NBA-deildinni í körfubolta og hefur enn ekki tapað leik á tímabilinu. Liðið vann 12. leik sinn í röð á fimmtudagskvöld gegn Houston Rockets með 103 stigum gegn 90. Þjóðverjinn Dirk Nowitzki og Avery Johnson, leikmenn Mavericks, fögn- uðu öruggum sigrinum undir lok leiksins. ÍÞRÓTTIR UM HELGINA LAUGARDAGUR 12.00 Sýn Man. Utd. - Newcastle 14.45 Stöð 2 Southampton - Arsenal 16.20 Sjónvarpið Kjörísbikarkeppni karla HANDBOLTI KVENNA 16.30 Seltjarnarnes Grótta/KR-Valur 16.30 Víkin Víkingur-Fram 16.30 Fylkishús Fylkir/ÍR-KA/Þór 19.50 Sýn Barcelona - Real Madrid SUNNUDAGUR 13.45 Sýn Tottenham - Leeds 14.00 Sjónvarpið Leikur Stjörnunnar og Hauka í Essodeild kvenna. 16.00 Sýn Charlton - Blackburn HANDBOLTI KARLA 17.00 KA-heimilið KA-ÍR 17.00 Valsheimilið Valur-Fram 17.00 Ásgarður Stjarnan-HK 17.00 Selfoss Selfoss-ÍBV 17.00 Seltjarnarnes Grótta/KR-Þór 17.00 Ásvellir Haukar-Afturelding 17.00 Víkin Víkingur-FH Íslenskir kylfingar: 76 fóru holu í höggi GOLF Alls unnu 76 íslenskir kylfingar það afrek að fara holu í höggi á golfárinu 2002. Er það svipaður fjöldi og undanfarin ár. Það er draumur allra kylfinga að fara holu í höggi en til að fá af- rekið viðurkennt þarf það að hafa gerst á alvöru golfvelli og vitni þurfa að vera að högginu. Þeir sem ná „draumahögginu“ þurfa að tilkynna um afrekið til Golfsambands Íslands til að fá afrekið samþykkt. ■ www.gunnimagg . i s Trúlofunar- og giftingarhringir 20% afsláttur í takmarkaðan tíma FÓTBOLTI Paul Merson, leik- maður enska 1. deildarliðsins Portsmouth, segir að standa þurfi við bakið á Mark Bosn- ich, markverði Chelsea, sem þjáist af þunglyndi. Jafn- framt er talið að hann hafi fallið á lyfjaprófi, en það hef- ur ekki fengist staðfest. Merson átti sjálfur í vand- ræðum vegna misnotkunar áfengis og eiturlyfja og óhóf- legs fjárhættuspils. Hann hefur hvatt enska knatt- spyrnusambandið til að veita Bosnich, sem er fyrrverandi félagi hans hjá Aston Villa, stuðning. „Verður honum gefið tæki- færi eða mun enska knatt- spyrnusambandið gera glappaskot og dæma hann í eins árs leikbann? Til hvers?“ sagði Merson. „Ef hann myndi spyrja mig ráða myndi ég glaður miðla minni reynslu og segja honum hvernig mér tókst að vinna mig út úr vandamálum mínum.“ ■ Paul Merson: Styður við bakið á Bosnich BOSNICH Mark Bosnich hefur lítið fengið að spila hjá Chelsea síðan hann kom til liðsins frá Manchester United. FÓTBOLTI Riddararnir tveir í enska fótboltanum, Sir Bobby Robson, knattspyrnustjóri Newcastle, og Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, mæta með lærisveina sína á Old Trafford í dag. Auk þess að vera elstu knatt- spyrnustjórarnir í enska boltan- um eru þeir þeir einu sem hafa verið slegnir til riddara af Elísa- betu Englandsdrottningu. Alls hafa átta leikmenn og stjórar úr ensku knattspyrnunni verið slegnir til riddara í gegnum árin. Aldrei áður hafa tveir þeirra mæst á vellinum sem knatt- spyrnustjórar. Ferguson, sem er 61 árs, fékk riddaratignina árið 1999 en Robson, 69 ára, hlaut heið- urinn síðastliðinn fimmtudag eft- ir að hafa verið tilnefndur af Eng- landsdrottningu í sumar. Manchester er í 5. sæti deildar- innar, níu stigum á eftir efsta lið- inu Arsenal, og þarf nauðsynlega á sigri að halda. Newcastle er einu stigi á eftir og á leik til góða. Bæði liðin hafa staðið sig vel í Meistara- deildinni og eru komin áfram í 16 liða úrslit. Ætti það að efla þau til dáða. Manchester leikur án þeirra Rio Ferdinand, David Beckham, Roy Keane, Nicky Butt og Phil Neville í leiknum. Hugo Viana og Laurent Robert verða ekki með Newcastle. Óvíst er með þátttöku Craig Bellamy. „Þetta verður erfiður leikur. Við erum að spila gegn besta liði landsins, þeir mæta tilbúnir til leiks og hafa fjölda áhorfenda á bak við sig,“ sagði Bobby Rob- son. Southampton tekur á móti meisturum Arsenal. Southampton hefur enn ekki tapað deildarleik á heimavelli á tímabilinu. Liverpool, sem er í öðru sæti deildarinnar, sækir Fulham heim. Stephane Henchoz, miðvörður Liverpool, hefur náð sér af meiðslum en verður að öllum lík- indum ekki með í dag. Óvíst er hvort Guðni Bergsson geti leikið með Bolton á heima- velli gegn Chelsea, þriðja efsta liði deildarinnar. Chelsea er til alls líklegt. Liðið hefur sigrað í fimm af síðustu sex deildarleikj- um sínum og haldið markinu hreinu í síðustu fimm leikjum. ■ Riddararnir eigast við á Old Trafford Margir spennandi leikir í enska boltanum um helgina. Manchester United tekur á móti Newcastle. Óvíst hvort Guðni Bergsson geti leikið gegn Eiði Smára Guðjohnsen og félögum í Chelsea. SIR ALEX FERGUSON Manchester United þarf á sigri að halda til að halda í við efstu lið deildarinnar. SIR BOBBY ROBSON Sir Bobby Robson heldur á orðunni sem hann fékk á fimmtudag. Newcastle hefur ekki unnið Manchester United í „Leikhúsi draumanna“ síðan 1950. FÓTBOLTI Jacques Santini, lands- liðsþjálfari Frakklands í knatt- spyrnu, telur að Nicolas Anelka, leikmaður Manchester City, ráði því sjálfur hver framtíð hans verði hjá landsliðinu. Anelka neit- aði fyrr í vikunni að leika með Frökkum í vináttuleik gegn Júgóslavíu. Taldi hann að Santini hafi verið beittur þrýstingi og hafi í raun ekki viljað velja hann í hópinn. „Ef ég þyrfti að taka ákvörðun á næstu dögum um hvort Anelka yrði í landsliðinu myndi ég segja að hann ætti ekki mikla mögu- leika. Ástæðan er sú að nokkrir aðrir leikmenn sýndu góðan leik á miðvikudaginn,“ sagði Santini. „Ég býst ekki við neinu af honum. Hann kom sjálfum sér í þessa að- stöðu og nú er framhaldið í hans höndum.“ ■ Jacques Santini, landsliðsþjálfari Frakka: Framhaldið í höndum Anelka Á LANDSLIÐSÆFINGU Jacques Santini, til hægri, leiðbeinir Sylvain Wiltord, leikmanni Arsenal, á landsliðsæf- ingu fyrir leikinn gegn Júgóslövum. Anelka var fjarri góðu gamni í leiknum. A P/ M YN D

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.