Fréttablaðið - 23.11.2002, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 23.11.2002, Blaðsíða 14
Fréttablaðið heimsótti konuna, sem er öryrki, í íbúðinni í úthverfi borgarinnar þar sem viðskipti hen- nar fara fram. Blaðamaður náði samband við hana í gegnum einka- mál.is sem er sú vefslóð sem hefur milligöngu um sölu á kynlífi. Eftir að hafa sent henni tölvupóst tvis- var bað hún um símanúmer blaða- manns og hringdi síðan og féllst á stefnumót sem að vísu snerist um spjall en ekki kynlíf. Óvenjuleg vændiskona Allar varúðarráðstafanir voru viðhafðar og áður en konan fékkst til að hitta blaðamann hafði hún gengið kirfilega úr skugga um að hann væri einn á ferð. Íbúðin var í fjölbýlishúsi og eftir að hafa verið í sambandi við konuna í óskráðum GSM-síma og hún séð blaðamann á bílastæðinu gaf hún upp hvar íbúð- in væri í húsinu. Á leiðinni upp stigaganginn skutu alls konar hugsanir upp kollinum. Fyrirfram hafði blaðamaðurinn ákveðnar hugmyndir um það hvernig vænd- iskona væri útlítandi þrátt fyrir að hafa ekki umgengist slíkar konur að neinu marki. Hún hlaut að vera stífmáluð í stuttu pilsi, netsokkum og með áberandi litaðan hár- makka. Þannig eiga gleðikonur að líta út. Teppið á stigaganginum var rósótt og slitið og blaðamaðurinn hugsaði með sér að þarna hefðu kúnnar átt sinn hlut að máli. Þjáðir af kynhungri og með nokkra fimm- þúsundkalla í vasa höfðu margir átt leið upp þessa stiga. Þegar númerið á íbúðinni blasti við hugs- aði hann sig aðeins um og hringdi svo bjöllunni. Dyrnar opnuðust innan tíðar og manninn rak í rogastans þegar brosandi kona á fimmtugsaldri heilsaði. Þetta var falleg kona með stuttklippt hár og brosið náði til augnanna. Vissulega vakti útlit hennar undrun en það var þó ekki efniviður í þann rogastans sem nú stóð yfir. Hann hafði fyrir tilviljun hitt konuna áður og rætt við hana um hríð og það síðasta sem honum hefði þá dottið í hug var að hún stundaði vændi. Þá hafði hann ímyndað sér að hún væri starfs- maður í heilbrigðisgeiranum, lík- lega hjúkrunarfræðingur. Þá hafði hann giskað á að hún ætti eigin- mann, kannski millistjórnanda í fyrirtæki, og börn og byggi í rað- húsi í þokkalegu hverfi í höfuð- borginni. Á þeim tíma fannst hon- um ekki ólíklegt að konan væri virk í safnaðarstarfi í kirkjunni sinni. „Takk fyrir síðast,“ sagði konan og henni var augljóslega skemmt. „Sömuleiðis,“ hálfstamaði maður- inn og stóðst svo ekki mátið. „Ert þetta þú?“ spurði hann og hún kinkaði kolli og bauð honum inn. Mánuði fyrr hafði blaðamaður- inn drukkið kaffi með þessari sömu konu og sameiginlegum vini. Hún bauð honum sæti og hellti kaffi í bolla. Hún horfði á manninn og sagði svo alvarleg: „Já, ég er vændiskona. Ástæðan er sú að ég er öryrki og hef takmarkaða menntun og ef ég væri á vinnu- markaðnum byggi ég við sára fá- tækt,“ sagði hún. Hún sagðist vera einstæð móðir, ætti fimmtán ára stúlku, og til þess að geta búið barni sínu bærileg lífskjör hefði hún ákveðið að halda því áfram að selja sig. Vændi á Skálafelli Í upphafi byrjaði hún í vændi með því að ná sér í kúnna á veitinga- staðnum Skálafelli á Hótel Esju. Vinur hennar aðstoðaði hana og leigði herbergi á Hótel Loftleiðum þangað sem hún fór með kúnnana. „Ég hafði nóg að gera en þetta var dýr útgerð. Það var dýrt að leigja herbergi á Loftleiðum og þá fóru talsverðir peningar í að taka leigubíla á milli,“ sagði hún. Á þessum tíma tók hún 35 til 40 þúsund krónur fyrir hvert skipti og viðskiptin voru blómleg. „Í gamla daga var frábært að stunda þetta. Mestu viðskiptin voru við útlendinga og ég hafði miklar tekjur. Í þá daga voru fáar í þessum bransa. Í dag er sama verðlag og enn kostar klukkutím- inn 35 þúsund krónur og hálftím- inn kostar 20 þúsund,“ segir hún. Nokkru eftir að hún hóf störf á Skálafelli á Hótel Esju bauðst henni að vinna í frægu húsi við Túngötu. Þetta var auðveldara þar sem aðrir tóku við pöntunum og hún fékk símboð um að hringja í tiltekin númer. „Ég var með eigin bíl og ók til kúnnanna. Það var gott að vinna hjá Ingu á Túngötunni en ég hafði aldrei aðstöðu þar,“ segir hún. Hún segir að sú mynd sem dregin hefur verið upp í fjölmiðl- um af Ingu á Túngötunni sé alröng. „Ég hef aðeins góða reynslu af Ingu. Ég þekki ekki þessa dökku hlið sem hefur verið dregin upp af henni af sumum þeirra sem störf- uðu í skjóli hennar. Við Inga höfum ekki unnið saman síðan 1990 en hún hefur oft samband við mig og sendir mér hlýjar kveðjur. Hún er góð kona,“ segir vændiskonan. Hamingjusöm í vændi Blaðamaður hafði fyrirfram gert sér í hugarlund að konur sem stunduðu þessa elstu atvinnugrein kvenna um lengri tíma væru innst inni bitrar og þær hörmuðu örlög sín. Vændiskonan, sem Fréttablað- ið ræddi við í ástarhreiðri í úthverfi borgarinnar, segist aldrei hafa tek- ið út fyrir starf sitt, sem hún hafi sjálfviljug lagt fyrir sig. Hún segist oftast njóta vinnunnar þótt á stund- um verði hún þreytt. „Ég hef góðar tekjur og það hef- ur aldrei truflað mig að selja lík- ama minn. Meira að segja nýt ég þess að stunda þetta og ég hef aldrei lent í ofbeldi af neinu tagi. Kannski er það vegna þess að ég hef verið varkár og sortera úr kúnnunum á Netinu. Að vísu verð ég stundum þreytt þegar kúnnarnir eru orðnir fleiri en fimm sama dag- inn. Ég geri mér enga rellu út af því hvernig mennirnir líta út heldur bý mér til eins konar vegg milli mín og þeirra og nýt samfaranna. Ég er hamingjusöm,“ segir hún. Hún segir að samkeppnin hafi að vísu harðnað mikið á síðari árum. Nú séu tugir kvenna í þessu fagi og viðskiptin fari að langmestu leyti fram á Netinu. Giskað hefur verið á að um 70 konur selji þjónustu sína en einnig eru nokkrir karlar í brans- anum. Verðskrá þeirra er allt öðru- vísi og algengt að þeir selji sig á 2.500 krónur eða aðeins brot af því sem konurnar taka. Rétt eins og í öðrum viðskiptum þá ræður fram- boð og eftirspurn verðlaginu. Ný- lega hófst verðstríð á markaðnum með því að vændiskona í Hafnar- firði reið á vaðið og tók að bjóða skyndikynni á lágmarksverði. Í verðlista sem Daman í Hafnarfirði gefur út býður hún samfarir á 15 þúsund krónur. Hámarkstími er 40 mínútur og vilji menn aukatíma þá kosta 10 mínútur 2.000 krónur. Vændiskonan er hneyksluð á undir- boðum í greininni. „Með því að bjóða þessa þjón- ustu á smánarverði eru konur að niðurlægja sjálfar sig,“ segir hún. Konan segir að viðskiptavinir sínir komi úr flestum stéttum sam- félagsins. Hún segir að margir þeirra sem hún eigi viðskipti við leiti til sín aftur. „Menn hafa venjulega farið ánægðir af mínum fundi og fjöl- margir þeirra leita reglulega til mín. Ég hef bjargað mörgum hjóna- böndum því menn fara glaðir heim. Viðskiptavinir koma víðast hvar að úr samfélaginu. Þar undanskil ég ekki starfsmenn þjóðkirkjunnar, lögreglunnar og Alþingis,“ segir hún. Konan segist ekki skammast sín fyrir starf sitt en eigi að síður kjósi hún að halda því leyndu. Hún segir fæsta ættingja sína eða vini vita hver er vinna hennar. „Ég starfa á sama tíma og flest- ir landsmenn og er alltaf í fríi um helgar. Þá finnst mér þetta þægi- legt að því leyti að þegar ég vil fá mér frí slekk ég bara á farsíman- um,“ segir vændiskonan. 14 23. nóvember 2002 LAUGARDAGUR Vændið forðar mér frá fátækt Vændiskona í Reykjavík segist enn njóta vinnu sinnar eftir tæp 20 ár í bransanum. Hún tekur 35 þúsund krónur á tímann og segir viðskiptavini sína koma úr öllum stéttum samfélagsins. „Ég vinn bara á virkum dögum frá klukkan níu til fimm. Í mínum augum er vændi eins og hvert annað starf,“ segir kona á fimmtugsaldri sem hefur lagt stund á vændi með stuttum hléum allt frá árinu 1985. 20 ÁR Í BRANSANUM Vændiskonan í úthverfinu nýtur vinnunnar. Hún er öryrki og hennar biði ekki annað en láglaunastarf ef hún seldi sig ekki. Viðskiptavinir koma víðast hvar að úr samfélaginu. Þar undanskil ég ekki starfsmenn þjóð- kirkjunnar, lögreglunnar og Alþingis.“ ,, FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.