Fréttablaðið - 23.11.2002, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 23.11.2002, Blaðsíða 32
Skrýtið með spennuna. Það semeinu sinni þótti spennandi hættir því og annað tekur við. Einu sinni þóttu mafíósar spennandi og jafnvel læknar. Nú heyra þeir til almenn- ings og við hafa tekið jakkaklæddir fjármálaspekúlantar. Þeir tröllríða bæði sjónvarpsmyndaflokkum og fylla fréttatíma með átökum sín á milli þar sem allt rennur saman í eitt; blóð, sviti, tár og prósentur. Á MEÐAN mafíósar og læknar þóttu spennandi voru viðskiptamenn kallaðir kontóristar. Gráir og hvers- dagslegir. Þá voru líka þeir tímar að fátt var leyft og kontóristar stimpl- uðu skjöl á lágmarkslaunum. Lækn- arnir nutu þess að vera fáir og sveipuðu starf sitt dulúð hins óþekkta. Mafíósarnir böðuðu sig hins vegar á gráu svæði viðskipt- anna í pelsum og Buick með ljóskur í skottinu. SVO kom frelsið í fjármálunum og teygði sig inn á kontóranna. Þar sem áður sátu gráir menn við ryk- fallin borð voru reist skilrúm úr gleri og jafnvel gulli. Menn fóru að leika sér í nýfengnu frelsi fjár- magnsins sem kippti um leið fótun- um undan mafíósunum. Þar sem allt er leyfilegt brjóta menn ekki bönn. ARMANI og Boss fylltu klæða- skápana heima. Kontóristarnir komust í tísku. Litlir karlar urðu stórir og stórir litlir. Spennan hafði skipt um gír og heimilisfang. Þar sem áður var mjólkurglas og tekex rann nú rauðvín með kavíar til hlið- ar. Sá sem áður tók strætó renndi sér nú eftir Sæbrautinni á BMW. Augnablikið var þroskað. Þeir síð- ustu verða fyrstir. ÓMÖGULEGT er að segja hvað gerist næst. Eitt er víst að spennan heldur áfram að umbreyta sér. Kontóristar sem leika sér að tölum og flytja þær á milli ljósleiðara og gervitungla geta ekki þótt sexí lengi. Þegar böndum hefur verið komið á nýfengið frelsi þeirra í bók- haldsmálum fer mesti glansinn af. Spennan minnkar. Eitthvað nýtt tek- ur við. HVAÐ það verður veit nú enginn / vandi er um slíkt að spá. / En eitt er víst að alltaf verður / ákaflega gam- an þá... ■ SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Laugardagar ..................kl. 10:00 - 18:00 Sunnudagar....................kl. 12:00 - 18:00 Mánudagar - föstudaga...kl. 10:00 - 18:30(( ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F/ SI A. IS IK E 19 41 8 11 .2 00 2 Jólin þín byrja í IKEA Jólin koma smátt og smátt Samlas kerti í potti Samlas jólaskraut 9 í pk Samlas gjafabox 12 í pk Samlas jólatréstoppur Samlas kúlur 12 í pk ýmsir litir 195 kr. 195 kr./stk 295 kr.95 kr. 120 kr.295 kr. Festa kerti Grátt gaman Bakþankar Eiríks Jónssonar 50% afsl. í dagí Nammilandi Hagkaup Smáralind og Kringlunni

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.