Fréttablaðið - 23.11.2002, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 23.11.2002, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 23. nóvember eitt vinsælasta spil í heimi Magnþrungin spennusaga! Óttar Sveinsson er einn mest seldi höfundur síðustu ára, enda hafa fyrri Útkallsbækur hans hlotið einróma lof fyrir ljóslifandi lýsingar á magnþrungnum atburðum. Óttar skrifar raunverulegar spennusögur sem erfitt er að leggja frá sér fyrr en sagan er öll. Í bókinni koma fram upplýsingar, myndir og frásagnir sem ekki hafa birst áður opinberlega. Síðasta bók seldist upp löngu fyrir jól! M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN 1 1 /0 2 loksins á íslensku Catan - Landnemarnir er eitthvert vinsælasta spil í heimi og hefur m.a. verið valið „Spil ársins“ í Þýskalandi og Bandaríkjunum. Auðvelt er að læra spilið en það krefst útsjónarsemi og dirfsku (Strategy). Spilið er fyrir alla aldurshópa. Hinn vinsæli tölvuleikur „The Settlers“ er byggður á spilinu. Catan er spil sem brúar kynslóðabil og þig langar að spila aftur og aftur. metsö lulistaÍE FS TU SÆTUM Í EFSTU SÆ TU M Þegar glæsilegasta flugvél Íslendinga, Geysir, skilar sér ekki á tilsettum tíma í Reykjavík, í septembermánuði 1950, setur ótta að fólki. Um borð er sex manna áhöfn og átján hundar. Síðast spurðist til vélarinnar yfir Færeyjum. Þegar liðnir eru rúmir fjórir sólarhringar og umfangsmikil leit skilar engum árangri telja flestir landsmenn fólkið af og menn eru farnir að skrifa minningargreinar. Þá berst ógreinilegt neyðarkall: „Staðarákvörðun ókunn ... allir á lífi“. Við tekur atburðarás sem á sér enga hliðstæðu. ÍE F Í TU M 15 milljónir spilara í Evrópu Kemur í verslanir um helgina Sími 554 7700 HÓTEL VALHÖLL Stífbókað og smekkfullt. Jólasigur á Þingvöllum: Uppselt í Valhöll JÓLAGLEÐI „Hér er smekkfullt, stíf- bókað og allir laugardagar farnir. Fólk er jafnvel á biðlistum,“ segir Hörður Haraldsson, yfirþjónn á Hótel Valhöll á Þingvöllum, en hótelið er nú í fyrsta sinn opið all- an ársins hring. „Aðsóknin hefur farið fram úr björtustu vonum okkar,“ segir yfirþjónninn. Það er jólahlaðborðið sem dreg- ur fólk í þjóðgarðinn til að eyða kvöldstund og jafnvel nótt á Þing- völlum. Þegar fólk hefur snætt jólakræsingarnar vill það helst gista líka. Á hótelinu eru 30 her- bergi og þau eru uppseld: „Það er möguleiki að komast að á föstu- dögum en varla meira en það,“ segir Hörður. Jólahlaðborðið á Þingvöllum kostar 4.300 krónur en hótelið býð- ur upp á tilboð fyrir hjón; gist- ingu, kvöldverð og morgunverð. Slík veisla kostar 14.300 krónur eða 7.150 krónur á mann. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.