Fréttablaðið - 23.11.2002, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 23.11.2002, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 23. nóvember 2002 Rósa og Stella sýna í Gallerí Skugga, Hverfisgötu 39. Sýningarnar standa til 1. desember og er galleríið opið frá 13 til 17 alla daga nema mánudaga. Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur stendur yfir sýning á portrettmyndum Augusts Sanders. Sýningin er í Grófarsal, Grófar- húsi, Tryggvagötu 15, 101 Reykjavík og stendur til 1. desember 2002. Opnunar- tími er 12-18 virka daga en 13-17 um helgar. Jóhanna Ólafsdóttir og Spiros Misokil- is sýna ljósmyndir sínar á Kaffi Mokka. Sýningin heitir „Orbital Reflections“. Allir eru velkomnir. Flökt - Ambulatory - Wandelgang er samsýning Magnúsar Pálssonar, Erics Andersens og Wolfgangs Müllers í Ný- listasafninu. Ágústa Oddsdóttir sýnir í gluggum Vatnsstígs 10. Bjarni Þór Þorvaldsson heldur mynd- listarsýningu í Markaðstorgi, Eddufelli 8. Sýningin stendur til 1. desember og er opin alla daga frá 13-18.30. LEIKHÚS 14.00 Honk! Ljóti andarunginn eftir George Stiles og Anthony Drewe er sýndur í Borgarleikhúsinu. 14.00 Jón Oddur og Jón Bjarni verða á Stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu. 14.00 Draumasmiðjan sýnir Benedikt búálf í Loftkastalanum. 19.00 Íslenska óperan sýnir Rakarann í Sevilla eftir Rossini. 20.00 Með fulla vasa af grjóti er sýnt á Stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu. 20.00 Viktoría og Georg takast á í nýju leikriti eftir Ólaf Hauk Símonar- son á Litla sviði Þjóðleikhússins. 20.00 Harmleikur Shakespeares um þau Rómeó og Júlíu er sýndur á Litla sviði Borgarleikhússins í sam- vinnu við Vesturport. 20.00 Hin smyrjandi jómfrú verður á ferðinni í Iðnó. 21.00 Stúdentaleikhúsið sýnir Íbúð Soju eftir Búlgakof í Vesturporti. 21.00 Sellófon er sýnt í Hafnarfjarðar- leikhúsinu. Uppselt. SKEMMTANIR 21.00 Jessica Baliv, Rivulets, Drekka og Hudson Wayne spila á Grand Rokk. TÓNLEIKAR 16.00 Styrktartónleikar Caritas verða haldnir í Kristskirkju við Landa- kot. Þeir eru haldnir til styrktar Foreldrafélagi misþroska barna. Jóhann Friðgeir Valdemarsson og Gunnar Kvaran koma fram ásamt fleirum. 17.00 Kór Langholtskirkju heldur tón- leika á messudegi heilagrar Sess- elju, verndara tónlistarinnar. Efnis- skráin samanstendur af nýjum kórverkum, elsta verkið er frá 1997. Frumflutt verða verk eftir Árna Egilsson og Oliver Kentish. 20.00 Þriðja Tómasarmessa á þessu hausti verður í Breiðholtskirkju. Tómasarmessan hefur vakið ánægju þeirra sem þátt hafa tekið og virðist hafa unnið sér fastan sess í kirkjulífi borgarinnar. 20.00 Agnar Már Magnússon og Ást- valdur Traustason spila á tónleik- um í sal FÍH, Rauðagerði 27. Þeir leika meðal annars dúett á flygla. UPPÁKOMUR 13.00 - 17.00 Kattavinafélag Íslands er með opið hús í Kattholti, Stang- arhyl 2. Tilgangurinn er að kynna starfsemi félagsins. Sýndar verða óskilakisur sem fundist hafa í Reykjavík og nágrenni. Þeir sem vilja ættleiða kisu eru velkomnir. 15.00 Rússneska kvikmyndin Grimmileg ástarsaga verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10. 15.00-16.00 Leiðsögn um íslenska samtímalist í Listasafni Íslands. Fjórir listamenn fjalla um verk sín. Þá er einnig boðið upp á stefnu- mót við listamann þar sem Inga Svala mun ræða listsköpun sína. 19.00 Listmunauppboð verður haldið á Radisson SAS Hótel Sögu, Súlna- sal. Uppboðsverkin eru til sýnis í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14-16. Frá kl. 12 til 17. ÚTIVIST 11.00 Ferðafélag Íslands efnir til gönguferðar á Reykjanesskaga. Gengið verður af Grindavíkurvegi austan Þorbjarnarfells á Melhól og síðan á Sundhnúksgíga. Þetta er um 3 klukkustunda ganga. Lagt verður af stað frá BSÍ. SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.