Fréttablaðið - 23.11.2002, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.11.2002, Blaðsíða 6
6 23. nóvember 2002 LAUGARDAGUR STJÓRNARRÁÐIÐ Ársverkum fjölgaði úr 18,62 árið 1991 í 40,11 árið 2000. Þau eru 38 talsins í dag. Forsætisráðuneytið: Starfs- mannafjöldi tvöfaldaðist STJÓRNVÖLD Unnin ársverk í for- sætisráðuneytinu árið 2000 voru rúmlega tvöfalt fleiri en þau voru árið 1991. Við upphaf ára- tugarins voru þau tæplega 19 talsins en voru orðin ríflega 40 tíu árum síðar. Í dag eru stöðu- gildin 38 talsins. Halldór Árnason, skrifstofu- stjóri í forsætisráðuneytinu, segir að þegar verkefni heyri ekki beint undir ákveðið fagráðuneyti séu þau oft færð undir forsætisráðuneytið. Því geti starfsmannafjöldinn breyst þegar ný verkefni bætast við og önnur klárast. Í svari ráðuneytisins við fyr- irspurn Örlygs Hnefils Jónsson- ar, varaþingmanns Samfylking- ar, segir að rekja megi fjölgun ársverka í ráðuneytinu undir lok áratugarins til verkefna á borð við ráðstefnuna um konur og lýðræði, kristnihátíð, óbyggða- nefnd, landafundanefnd og upp- lýsingasamfélagið. Að auki færðust tveir starfsmenn húsa- meistara ríkisins undir ráðu- neytið þegar embættið var lagt niður. ■ SKILAÐI SÉR HEILL Á HÚFI Björgunarsveitin Súlur á Akur- eyri var kölluð út rúmlega tíu í fyrrakvöld að beiðni lögreglunn- ar til leitar að 86 ára gömlum manni sem hafði ekki skilað sér heim til sín frá því fyrr um dag- inn. Í þann mund er leit var að hefjast kom maðurinn til síns heima heill á húfi. Hann hafði ekki sakað á ferðalagi sínu og var í ágætu ástandi miðað við aðstæður. INNBROT Á FJÖLFARINNI GÖTU Geislaspilara var stolið þegar brotist var í fyrrakvöld inn í bíl sem stóð við Tryggvagötu í Reykjavík. Fékk lögregla til- kynningu um stuldinn rétt fyrir miðnætti. LÖGREGLUFRÉTTIR LANDBÚNAÐUR Bæjarráð Ísafjarð- ar telur bæjarsjóði ekki heimilt að lána vestfirskum kúabænd- um fé til kvótakaupa, án vaxta og verðbóta. Sex bændur í Súgandafirði og Önundarfirði hafa óskað eftir stuðningi bæj- aryfirvalda við mjólkurfram- leiðslu. Þeir leggja til að bærinn láni bændum allt að 80 krónur á hvern lítra greiðslumarks sem kann að verða keyptur. Bændurnir vilja að lánin verði vaxtalaus og óverðtryggð og endurgreiðist á átta árum. Komi ekki til stuðningur opin- berra aðila telja bændur að mjólkurframleiðsla á norðan- verðum Vestfjörðum og mjólk- ursamlagið á Ísafirði muni leggjast af. Auk lánafyrir- greiðslu frá Ísafjarðarbæ binda bændur helst vonir við lánsfjár- magn á hagstæðum kjörum frá Lánasjóði landbúnaðarins og Byggðastofnun. Bændurnir segja nauðsynlegt að einhver þessara aðila ríði á vaðið. Afgreiðsla þeirra ráði úr- slitum um framtíð greinarinnar á svæðinu. Bæjarráð telur sér hins vegar ekki fært að taka ákvörðun fyrr en fyrir liggja frekari upplýsingar um aðkomu Byggðastofnunar að málinu. ■ Mjólkurframleiðsla á norðanverðum Vestfjörðum: Líður undir lok fáist ekki lánsfé LAGOS, AP Frá því á miðvikudag hafa hátt í hundrað manns látið lífið í óeirðum í borginni Kaduna í Nígeríu. Meira en 500 manns hafa slasast. Tilefni ólátanna er blaða- grein um fegurð- arsamkeppni, þar sem látin eru falla niðrandi ummæli um Múhameð spá- mann. Í Kaduna barst í gærmorgun þykkur reykur frá götuvígjum sem reiður múgur hafði kveikt í. Fram eftir degi mátti heyra stöku byssuskot í borginni. Fólk hélt sig almennt innan dyra af ótta við óaldarflokkana, sem sumir hafa stungið og kveikt í fólki sem orðið hefur á leið þeirra. Þá hafa þeir kveikt í kirkj- um og unnið ýmis skemmdarverk. Hundruð hermanna voru komin til borgarinnar og útgöngubann gildir nú allan sólarhringinn. Óeirðirnar hófust á miðviku- daginn þegar múslimar í Kaduna kveiktu í skrifstofum dagblaðsins „ThisDay“. Síðastliðinn laugardag birtist í blaðinu grein þar sem spjótum var beint að samtökum múslima. Þessi samtök hafa for- dæmt fegurðarsamkeppnina Ung- frú heimur, sem haldin verður í Lagos, höfuðborg landsins, sjö- unda desember. Þau segja keppni af þessu tagi hvetja til lauslætis og ósiðsemi. „Hvað hefði Múhameð haldið?“ skrifaði Isioma Daniel í greininni sem valdið hefur þessum látum öllum. „Í einlægni sagt hefði hann sennilega kosið sér eiginkonu úr hópi þeirra,“ það er þátttakend- anna í keppninni. Þessi ummæli urðu til þess að bæta gráu ofan á svart, því múslimum þykja þau afar niðr- andi í garð spámannsins. Á mánu- daginn birtist á forsíðu blaðsins stutt afsökunarbeiðni, þar sem sagði að greinin hefði verið birt fyrir mistök. Margar fegurðardrottningar sem ætluðu að taka þátt í keppn- inni, þar á meðal frá Íslandi, hættu við til þess að mótmæla dauðadómi yfir konu sem hafði framið þann glæp að eignast barn utan hjónabands. Konan var dæmd samkvæmt lögum mús- lima, sem eru fjölmennir í norðan- verðri Nígeríu. Múslimum var fyrir nokkrum árum leyft að dæma samkvæmt trúarlögum sínum, sharia, þrátt fyrir að landslög séu að öðru leyti veraldleg. Ríkisstjórn Nígeríu hefur heitið því að koma í veg fyrir að dauðadómum sem þess- um verði fullnægt. Dómurinn stendur hins vegar óhaggaður, þótt honum hafi ekki enn verið fullnægt. ■ Tugir myrtir í óeirðum Niðrandi ummæli um Múhameð spámann í dagblaðsgrein hafa gert allt vitlaust í Nígeríu. Tugir manna hafa látist í óeirðum sem tengjast feg- urðarsamkeppninni Ungfú heimur. ÖRYGGIS GÆTT Þessi öryggisvörður gætir stúlknanna sem keppa um titilinn Ungfrú heimur í Nígeríu. Keppnin fer ekki fram fyrr en 7. desember en hefur þegar valdið miklum óeirðum í landinu. „Hvað hefði Múhameð haldið?“ AP /B O R IS H EG ER VEISTU SVARIÐ? Svörin eru á bls. 31 1. 2. 3. Sjálfstæðismenn í Reykjavík velja á lista um helgina. Hver leiddi lista flokksins í Reykjavík áður en Davíð Oddsson bauð sig fyrst fram til þings? Hvaða þrír bræður léku í lands- liði Íslands sem tapaði 2-0 fyrir Eistlendingum á miðvikudag? Hvað heita leikararnir sem fara með titilhlutverkin í leikritinu Rómeó og Júlía sem frumsýnt var í vikunni? UNDIRHEIMAR „Hef ekki fengið hót- anir í nokkra daga. Heimildir mín- ar úti í bæ segja þó að ég sé ekki vinsæll í undirheimum,“ segir Guðmundur Sesar Magnússon, faðir 14 ára stúlku, sem sagt hef- ur handrukkurum og eiturlyfja- sölum stríð á hendur. Í gær voru stofnuð samtökin Upphaf, lands- samtök foreldra barna og ung- linga sem lent hafa í klóm fíkni- efna. Guðmundur Sesar sagði fyrst sögu sína í Íslandi í bítið þar sem hann lýsti því að hann hefði fengið líflátshótanir vegna þess að hann var að reyna að bjarga dóttur sinni úr heimi eiturlyfj- anna. Hann fékk í framhaldi af þættinum gífurleg viðbrögð frá fólki sem vildi sýna honum sam- hug í baráttu við handrukkara og þá sem selja eiturlyf. Einnig fékk hann hótanir þeirra sem töldu að hann hefði farið yfir strikið. „Þetta er banvæn meinsemd sem líkja má við krabbamein. Stofnun samtakanna er leiðin til að sameina foreldra í baráttunni. Það erum við foreldrarnir sem grátum þegar börnin deyja og það stendur engum nær að berjast,“ segir Guðmundur Sesar. Hann sagði frá því á dögunum að dóttir hans hefði strokið og horfið dögum saman þegar hún var í neyslu. Þá óttaðist hann hið versta en nú er staðan ólíkt betri. „Dóttir mín er í góðum málum í dag,“ segir hann. ■ Guðmundur Sesar ekki vinsæll í undirheimum: Samtök gegn handrukk- urum og dópsölum GUÐMUNDUR SESAR MAGNÚSSON Í stríði við handrukkara og fíkniefnasala. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T MP BIO tapar Tap til lækkun-ar á eigin fé líftæknisjóðsins MP BIO á fyrstu 9 mánuðum árs- ins var 405 milljónir króna. Eigið fé félagsins nam 597,0 milljónum kr. í lok tímabilsins. Tapið á þrið- ja ársfjórðungi var 31,0 milljón króna samanborið við 367,2 millj- ón króna tap á sama tímabili í fyrra. Eignir félagsins eru að mestu í óskráðum bréfum fyrir- tækja sem starfa á sviði líftækni. VIÐSKIPTI Kveikt í þremur bílum: Grunur um íkveikju LÖGREGLUMÁL Mikil sprenging heyrðist frá geymsluporti við bílasprautunarverkstæði við Grófina í Keflavík tuttugu mínút- ur fyrir eitt í fyrrinótt. Kviknað hafði í þremur bílum, sem allir voru númeralausir, og stóðu þeir í ljósum logum þegar slökkvilið og lögreglu bar að garði. Enginn slasaðist í sprengingunni og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Lögregla telur að um íkveikju hafi verið að ræða og segir málið í rannsókn. ■ GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 85.91 -0.16% Sterlingspund 135.85 0.29% Dönsk króna 11.59 -0.17% Evra 86.13 -0.16% Gengisvístala krónu 129,14 0,10% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 256 Velta 6.027 m ICEX-15 1.322 -0,15% Mestu viðskipti Vátryggingafélag Ísl. hf. 3.371.812.500 Kaupþing banki hf. 328.715.750 Landsbanki Íslands hf. 303.326.466 Mesta hækkun Kögun hf. 8,11% Marel hf. 6,06% Hampiðjan hf. 4,88% Mesta lækkun Landssími Íslands hf. -6,19% Íslandssími hf. -4,29% Tryggingamiðstöðin hf. -3,74% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 8819,4 -0,3% Nsdaq*: 1459,2 -0,6% FTSE: 4175,2 -0,4% DAX: 3305,5 0,0% Nikkei: 8772,6 1,2% S&P*: 928,9 -0,5% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.