Fréttablaðið - 23.11.2002, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 23.11.2002, Blaðsíða 18
FUNDIR 11.00-13.00 Dr. Ólafur Kvaran safn- stjóri stjórnar málþingi um Stöðu íslenskra listamanna og alþjóðleg tengsl myndlistar í Listasafni Ís- lands. Anna Líndal, Arnbjörg Sveinsdóttir, Kristján Steingrímur Jónsson, Ósk Vilhjálmsdóttir, Tumi Magnússon og Þorgeir Ólafsson taka þátt í pallborðsum- ræðum. 13.30 Birna Lárusdóttir, BA, flytur fyrir- lesturinn Deilur og kenningar um íslensk bæjanöfn á fyrri hluta 20. aldar á fræðslufundi Nafnfræðifé- lagsins í Odda, Háskóla Íslands, stofu 202. 15.15 Katrín Fjeldsted ávarpar upp- lýsinga- og baráttufund um virkjanaframkvæmdir við Kára- hnjúka á Grand Rokk. Erpur Ey- vindarson rappar og Sveinbjörn Björnsson, formaður verkefnis- stjórnar Rammaáætlunar, kynnir rammaáætlun. LEIKHÚS 20.00 Sölumaður deyr eftir Arthur Miller sýnt á Stóra sviði Borgar- leikhússins. 20.00 Honk! Ljóti andarunginn eftir George Stiles og Anthony Drewe er sýndur í Borgarleikhúsinu. 20.00 Jón og Hólmfríður er sýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins. 20.00 Kryddlegin hjörtu eftir Lauru Esquivel er sýnt í Borgarleikhús- inu. Síðasta sýning. 20.00 Herpingur eftir Auði Haralds og Hinn fullkomni maður eftir Mik- ael Torfason eru sýnd á Þriðju hæð Borgarleikhússins. 20.00 Veislan er sýnd á Smíðaverk- stæði Þjóðleikhússins. Nokkur sæti laus. 20.00 Lífið þrisvar sinnum eftir Yasm- inu Reza er sýnt í Þjóðleikhúsinu. Allra síðasta sýning. 20.00 Karíus og Baktus eru sýndir á Litla sviði Þjóðleikhússins. 20.00 Beðið eftir Go.com air er sýnt hjá Leikfélagi Mosfellsbæjar, í Bæjarleikhúsinu við Þverholt. 20.00 Grettissaga saga Grettis, eftir Hilmar Jónsson er sýnt í Hafnar- fjarðarleikhúsinu. 21.00 Beyglur með öllu eru sýndar í Iðnó. Nokkur sæti laus. SKEMMTANIR 12.00 Hljómsveitirnar Moonstyx og Ég fagna útgáfu platna sinna á Grand Rokk. TÓNLEIKAR 15.15 Björn L. Björnsson, Lárus Gríms- son og Guðni Franzson halda tónleikana Tímahrak í Borgar- leikhúsinu. 16.00 Guðný Guðmundsdóttir, konsertmeistari Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands, og Peter Máté pí- anóleikari halda tónleika í Saln- um undir yfirskriftinni Fiðluperlur - Skemmtitónleikar, í tilefni 70 ára afmælis Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH). 17.00 Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sálin sameinast í stuði á tónleik- um þar sem klassísk tónlist og popp mætast. Efni Sálarinnar er að mestu leyti nýtt en fólk fær þó einnig að heyra eitthvað sem það kannast við. UPPÁKOMUR 11.00 Á laugardögum er lesið úr nýjum barnabókum í barnadeildinni í Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi. Í dag verður lesið úr bókunum Marta smarta eftir Gerði Kristnýju, Ljósin í Dimmu- borg eftir Aðalstein Ásberg Sig- urðsson og Lúsastríðið eftir Brynhildi Þórarinsdóttur. 13.00-16.00 Jólabasar Waldorfskólans Sólstafa verður haldinn í hús- næði Leikskólans að Marargötu 6. Ýmsar handunnar vörur og leikföng úr ull, tré og öðrum nátt- úrulegum eru til sölu. 14.00-17.00 Félag húsbílaeigenda verður með opið hús í Húnvetn- ingabúð. Sýndar verða myndir fá liðnu sumri og verða félagsmenn með handverk sitt til sýnis og sölu. Að vanda skemmtir fólk sér svo fram eftir kvöldi. 15.00 Hönnunar-, hárgreiðslu- og förð- unarkeppnin Stíll 2002 verður haldin í annað sinn á vegum Íþrótta- og Tómstundaráðs Kópa- vogs og Samfés í íþróttahúsinu í Digranesi. 17.00 Tískusýning verður í Hafnarborg, Menningar- og listastofnun Hafn- arfjarðar. Þar verður til sýnis fatn- aður frá Ástu Guðmundsdóttur og Ingibjörgu Hönnu Pétursdótt- ur. Einnig verða til sýnis skartgrip- ir hannaðir af Ásu Gunnlaugs- dóttur og Guðbjörgu Kr. Ingvars- dóttur. OPNANIR 13.00 Sýningin Þetta vilja börnin sjá er opnuð í Menningarmiðstöð- inni Gerðubergi. Sýndar verða myndskreytingar úr nýútkomnum barnabókum. Sýningin stendur frá 23. nóvember 2002 til 6. jan- úar 2003. Allir velkomnir. 15.00 Þorkell Þorkelsson opnar sýn- inguna Í skugga styrjaldar í Lista- safni ASÍ í Ásmundarsal. Á sýn- ingunni eru svart/hvítar ljós- myndir frá Palestínu og Ísrael frá síðastliðnu vori. Listasafn ASÍ er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18. Sýningin stendur til 8. desember. 16.00 Íslensk grafík Skúffugallerí opn- ar í Hafnarhúsinu Tryggvagötu (hafnarmegin). Sýningin er opin frá fimmtudegi til sunnudags frá kl. 14-18. 16.00 Sýningin Milli goðsagnar og veruleika er opnuð í Listasafni Reykjavíkur. Sýningin kemur frá Ríkislistasafni Jórdaníu í Amman Hún er unnin í samvinnu við Listasafnið á Akureyri og Konung- lega fagurlistasafnið í Jórdaníu. Sýning á nokkrum verkum Guðmundar Hannessonar ljósmyndara er opnuð í Gallerí Fold. Sýningin nefnist Reykjavíkurminningar en myndirnar tók Guðmundur um miðja síðustu öld í Reykjavík. SÝNINGAR 13.00-19.00 Fjölþjóðlega handverkssýn- ingin VESTNORDEN Arts and Crafts 2002 stendur yfir í Laug- ardalshöll dagana 20.-24. nóv- ember. Inga Svala Þórsdóttir sýnir Borg í Listasafni Reykjavíkur. Inga Svala fjall- ar um og endurvekur draumsýnina um hið fullkomna samfélag. Hún leggur fram hugmynd að milljón manna borg- arskipulagi í Borgarfirði og á norðan- verðu Snæfellsnesi. Hrafnhildur Arnardóttir sýnir „Shrine of my Vanity“ sem útleggst á íslensku „Helgidómur hégóma míns“ í Gallerí Hlemmi. Leiðarstef sýningarinnar er hið svokallaða IVD (intensive vanity dis- order) eða hégómaröskun en það heil- kenni verður æ algengara meðal þeirra sem temja sér lífsstíl Vesturlandabúa. Myndlistamaðurinn Hildur Ásgeirsdótt- ir Jónsson sýnir í Galleríi Sævars Karls. Kyrr birta - heilög birta er heitið á sýn- ingu í Listasafni Kópavogs. Sýningar- stjóri er Guðbergur Bergsson. 23. nóvember 2002 LAUGARDAGUR LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER hvað? hvar? hvenær? Tímamótatónleikar: Guðný fagnar með fiðluperlum TÓNLEIKAR Guðný Guðmundsdóttir, konsertmeistari Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands, og Peter Máté pí- anóleikari halda tónleika í tilefni 70 ára afmælis Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH). Tón- leikarnir marka einnig tímamót hjá Guðnýju sjálfri, því 30 ár eru liðin síðan hún debúteraði hjá Tónlistarfélaginu í Reykjavík og eru nokkur verkanna af þeirri efnisskrá. Auk þess eru 35 ár lið- in frá því Guðný hélt sína allra fyrstu opinberu tónleika. Þeir voru haldnir fyrir Tónlistarfé- lagið í Kópavogi haustið 1967 og voru það jafnframt fyrstu tón- leikar þess félags. Af því tilefni mun Guðný hefja tónleikana með því að leika sama verk og hún lék í upphafi þessara fyrstu tónleika Tónlistarfélags Kópavogs, Prelu- dium og Allegro eftir Kreisler. Á efnisskrá eru íslensk og er- lend smáverk, sannkallaðar perl- ur fiðlubókmenntanna. Einnig verður frumflutt útsetning eftir Atla Heimi Sveinsson tileinkuð Þorsteini Gylfasyni og tvö lög, samin sérstaklega fyrir þessa tónleika, eftir Bjarna Frímann Bjarnason, 13 ára gamalt tón- skáld. LEIKHÚS „Mig hefur lengi langað að gera einhvers konar fjöl- le ikahúsasýningu , svona rosalega fýsíska eða líkamlega sýningu, og var að spá í hvaða verk væri skemmtileg að útfæra þannig. Mér datt í hug að gaman væri að taka fallega ástarsögu sem er í eðli sínu rólegri og þá lá eiginlega beinast við að velja ástarsögu allra tíma,“ segir Gísli Örn Garðarsson, leik- ari, leikstjóri og hug- myndasmiður að ný- stárlegri sýningu á leikriti Shakespeares, Rómeó og Júlíu, sem var frumsýnt í Borgarleikhúsinu í vikunni.“ Gísli segist hafa hitt Hallgrím Helgason á götu fyrir um það bil ári og beðið hann að þýða verkið. „Stærsta og augljósasti munurinn á þýðingun- um er þegar strákarnir í verkinu eru saman, þá er allt miklu opnara og klámfengnara hjá Hall- grími en Helga.“ Sýningin er samvinna Vesturports, Borgarleik- hússins, 1001 nætur og Íslenska dansflokksins. Einnig komu að upp- færslunni fjölleikamenn frá Svíþjóð. Með hlutverk elskendanna fara þau Nína Dögg Filippusdótt- ir og Gísli Örn Garðars- son. Aðrir leikarar eru Árni Pétur Guðjónsson, Björn Hlynur Haralds- son, Erlendur Eiríks- son, Gísli Örn Garðars- son, Ingvar E. Sigurðsson, Mar- grét Vilhjálmsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson, Ólafur Egill Ólafsson og Víkingur Kristjáns- son. edda@frettabladid.is Rómeó og Júlía í Borgarleikhúsinu: „Þú mátt sjálfur hundur heita og tíkarsonur vera...“ FRÆGASTA ÁSTARSAGA ALLRA TÍMA Með hlutverk elskendanna nafntoguðu, Rómeó og Júlíu, fara hjónin Nína Dögg Filippusdóttir og Gísli Örn Garðarsson. GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR OG PETER MÁTÉ Fagna ýmsum tímamótum á tónleikunum í Salnum. Pantið jólavörurnar núna Kays Argos - þægilegt og hagkvæmt Ódýrar vörur og útsala í versluninni Austurhrauni 3, Garðabæ, s. 555 2866 ALLIR Á SKAUTA! Skautaholl.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.