Fréttablaðið - 23.11.2002, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 23.11.2002, Blaðsíða 12
23. nóvember 2002 LAUGARDAGUR12 Annríki hefur verið mikið og bæjarfélög á Suðurnesjum hafa verið án læknis að mestu eftir uppsagnir lækna þar. Jón sam- sinnir því að mikið hafi verið að gera en segist kunna því vel. „Þetta ráðuneyti er annasamt og það eru alltaf erfið málefni að fást við. Innan þess rúmast mjög við- kvæmir málaflokkar og það gefur augaleið að maður er alltaf að berjast við útgjaldaþörf“ Hálft annað ár er síðan Jón tók við embætti af Ingibjörgu Pálma- dóttur, sem dró sig þá út úr stjórn- málum og hætti á þingi. „Mér þótti afskaplega vænt um að fá stuðning allra í atkvæðagreiðslu í þingflokknum á sínum tíma þegar kosið var um embættið og er sam- flokksmönnum mínum þakklátur fyrir það traust sem mér var sýnt. Ég vissi á hverju ég átti von og það hefur ekki brugðist að ég hef mjög gaman af þessu starfi.“ Það hlýtur samt að taka á þeg- ar mál eins og uppsagnir heilsu- gæslulækna ganga yfir? „Já, vissulega, en ég lít svo á að vandamálin séu til þess að leysa þau og ég mun leggja mitt af mörkum til þess að svo geti orð- ið.“ Síðastliðið vor sögðu heilsu- gæslulæknar upp störfum vegna úrskurðar um að þeim bæri að skrifa vottorð í vinnutíma í stað þess að taka sérstakt gjald fyrir þau verk. Hvers vegna breytti ráðuneytið þeirri áralöngu hefð? „Okkur þótti nauðsynlegt að koma reglu á þessa vottorðagerð vegna breytinga á stjórnarskrá árið 1995. Þar var kveðið svo á að ekkert gjald mætti leggja á nema það ætti stoð í lögum eða reglu- gerð. Við vorum að bregðast við því. Heilsugæslulæknar kærðu þann úrskurð og töpuðu því máli.“ Jón nefnir að unglæknar hafi einnig látið á það reyna í vor hvort félag þeirra gæti samið um kaup og kjör í stað þess að samn- inganefnd lækna gerði það fyrir þeirra hönd. Því máli hafi þeir tapað. „Þeir voru mjög óánægðir sem er skiljanlegt. Við settum af stað nefnd sem hefur unnið að því að skilgreina hverjir séu læknar í starfsnámi. Sú nefnd er að ljúka sinni vinnu og ég vænti niður- stöðu frá henni innan skamms. Þeir hafa kvartað mikið undan því hve mikið vinnuálag er á þeim. Við tökum undir það og höfum lagt þá beiðni fyrir Landspítalann að það verði endurskoðað.“ Jón segir að ekki sé ágreining- ur um það enda sé það samkvæmt reglum Evrópubandalagsins að vinnutími verði að vera undir ákveðnum mörkum. Þjónusta sérfræðinga nauðsynlegur valkostur Í sumar kom út skýrsla ríkisend- urskoðunar þar sem í ljós kom að greiðslur til sérfræðilækna voru mjög háar og kostnaður hafði far- ið fram úr fjárlögum. Jón telur að ástæðan kunni að vera að hluta til vegna minnkandi aðgengis að heilsugæslustöðvum og því leiti fólk fremur til sérfræðinga í stað þess að bíða eftir því að komast að á heilsugæslustöð. „Við höfum styrkt samninganefnd okkar sem sér um samninga við sérfræðinga með nýrri löggjöf, þannig að nú er hún skipuð mönnum bæði frá ráðuneytinu og Tryggingastofnun. Í nefndina skipaði ég forseta Kjaradóms, sem hefur mikla reynslu, til að stjórna henni.“ Jón telur að þjónusta sérfræð- inga utan sjúkrahúsa sé hluti af kerfinu og nauðsynlegur valkost- ur. Þeir hafi unnið gott starf og sjúkrahúsin verði að hafa yfir sér- fræðiþjónustu að ráða. „Þetta ein- stigi er erfitt að feta en ég held að í þessum málum sé viðræðugrundvöll- ur og það er unnið að þessu bæði á spítalanum og með- al sjálfstætt starf- andi sérfræðinga.“ Nú hefur Landspítali - háskóla- sjúkrahús sett þær reglur meðal yfirlækna sinna að þeir megi ekki vera sjálfstætt starfandi. Styður þú stjórn spítalans í að setja þær reglur? „Já, við höfum stutt spítalann í því og teljum að það séu eðlilegar kröfur. Stjórnin og framkvæmda- stjóri hafa mótað þessa stefnu og mér finnst það ekki annað en rétt að spítalinn njóti að fullu vinnu- krafta yfirmanna.“ Jón óttast ekki að erfiðara verði að manna stöður á spítalan- um með tilkomu þessara reglna. Hann telur þvert á móti að þessar stöður séu þess eðlis að þær eigi að laða menn að. „Laun þeirra taka mið af því að þeir sem starfa eingöngu inn á spítalanum fái það bætt í launum. Það eru svokallað- ir helgunarsamningar. Ég vona að þetta mál leysist farsællega og engin vandamál verði með þessa breytingu.“ Jón bendir á að það þurfi að búa svo um að fyrsta endurkoma sjúklinga eftir sjúkrahúsdvöl verði inn á spítalann í stað þess að læknarnir vísi á eigin stofu utan hans. Ýmsu þurfi að breyta til að svo geti orðið, einkum verði að efla göngudeildir, en að því verði stefnt. Andrúmsloft sátta í deilu heilsugæslulækna Síðustu daga hefur Jón átt fundi með stjórn heilsugæslulækna til að freista þess að leysa deilu þeirra við ráðuneytið. „Við höfum setið á tveimur fundum þar sem farið hefur verið yfir þær hug- myndir sem gætu leyst deiluna. Ég get ekki greint frá því hvað okkur hefur farið á milli vegna þess að þeir þurfa fyrst að kynna það fyrir sínum félagsmönnum. Ég tel að það sé andrúmsloft sátta og við erum að fara yfir það hvort við getum ekki spólað okkur upp úr hjólförunum þannig að báðir geti við unað.“ Jón vill alls ekki taka undir að hann sé að gefa eftir í þessu máli en hann hafi hins vegar gefið kost á mörgum möguleikum til lausn- ar. Hvort heilsugæslulæknar búi við misrétti í samanburði við aðra lækna telur Jón það alls ekki þurfa að vera. „Þeir eru vissulega sérfræðingar þó þeir vinni innan heilsugæslunnar og það eru ýmsir möguleikar fyrir hendi þó þeir reki ekki einkastofu.“ Þeir segja sjálfir að um rétt- lætismál sé að ræða fremur en að þeir rjúki allir til og opni stofur? „Þeir reka þetta mál það fast að maður spyr hvers vegna þeir leggja svona mikið undir ef þeir ætla sér að vera áfram inni á heilsugæslustöðvunum. Ég hef ekki trú á að það sé eina ástæðan.“ Þeir segja þetta vera réttlætis- mál sem þurfi að leiða til lykta. Ekki síst til að laða unga lækna til náms í heimilislækningum? „Já, við höfum margfarið yfir þau rök og ég vil opna á ýmsa möguleika. Til að mynda fjölga námstöðum í heimilislækningum og byggja heilsugæslustöðvarnar upp þannig að þær höfði til ungs fólks.“ Það er erfitt í ljósi þess að úr- skurður Kjaranefndar er ekki til þess fallinn að laða unga lækna að heilsugæslunni? „Já, það er rétt. Það er veiki hlekkurinn í úrskurði Kjara- nefndar. Það er ljóst að það gerir málið flóknara en ella að Kjara- nefnd er sjálfstæður aðili sem við höfum ekki neina lögsögu yfir. Okkar svigrúm er því mjög lítið til að breyta því sem nefndin úr- skurðar. Við erum að fara yfir úr- skurðinn í þeim tilgangi að finna þar eitthvað sem hægt er að festa hendi á til að bæta kjör ungra lækna.“ Jón kveðst ekki geta greint nánar frá viðræðum sínum við heilsugæslulækna og brotið þar með trúnað við þá. „Það liggur í augum uppi að það verður að leysa mál heilsugæslulækna og ég tel mjög mikilvægt að lenda því máli sem fyrst. Ég er heilsu- gæslumaður eins og ég hef oft sagt. Ég bjó við mikið öryggi í þeim málum þegar ég var fyrir austan og var að ala upp börn á sínum tíma. Það var gott að eiga alltaf greiðan aðgang að læknum og öðru hjúkrunarfólki á heilsu- gæslunni ef einhver veiktist. Því vil ég vernda þennan þátt í heilsu- gæslu fólks og mér er í mun að þar verði áfram innt af hendi sú þjónusta sem þar hefur verið veitt.“ Kínaförin var gagnleg Jón Kristjánsson fór í opinbera heimsókn til Kína fyrr í mánuðin- um og sætti nokkurri gagnrýni fyrir að hverfa frá erfiðum mál- um hér heima. Tókstu nærri þér þá umræðu? „Ég tel að það hafi ekki haft áhrif á þessa deilu. Aðstoðar- manni mínum fól ég að halda utan um það starf sem sneri að málefn- um heilsugæslulækna. Auk þess er gott símasamband við Kína og ég var í góðum tengslum við mitt fólk.“ Jón segir Kínaförina hafa verið gagnlega. Þar hafi hann skoðað sjúkrahús og meðal annars stóran spítala sem sinnti eingöngu óhefð- bundnum lækningum. Þar voru eingöngu notuð jurtalyf og nál- arstungur voru stór hluti af lækn- ingum. „Mér þótti athyglisvert að sjá menn pakka jurtalyfjum af krafti. Mikill fjöldi manns beið eftir að geta keypt jurtirnar til að fara með heim. Einnig skoðaði ég mjög fullkominn spítala sem hafði allt af öllu sem við höfum á Vest- urlöndum. Tíminn var því miður ekki nægur til að ég gæti skoðað heilsugæslustöðvar en eigi að síð- ur var þessi heimsókn mjög lær- dómsrík. Ég gerði mér til að mynda ljóst hvað við eigum gott heilbrigðiskerfi og allt tal um að það sé í rúst er sannarlega úr lausu lofti gripið.“ Skammt er þar til nýr barna- spítali verður tekinn í notkun. Um er að ræða glæsilegt hús sem lengi hefur verið þörf fyrir og beðið hef- ur verið eftir. Eru til fjármunir til að reka hann? „Já, hann verður vígður form- lega í lok janúar. Það er feikna- lega mikið framfaraskref og mun gjörbreyta aðstöðu aðstandenda og þeirra sem vinna við barna- lækningar. Það er rétt að það kost- ar peninga að reka hann en í fjár- lögum er gert ráð fyrir fé í þann rekstur.“ Jón segir mikla vinnu hafa far- ið í að vinna að málefnum Land- spítala - háskólasjúkrahúss og vonast hann til að hún skili sér. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra ræðir um annasamt ráðuneyti, Kínaför, uppsagnir heilsugæslulækna, framboðsmál í nýju kjördæmi og dulítið um sjálfan sig. Jón Kristjánsson hefur staðið í ströngu að undan- förnu. Heilsugæslulæknar hafa verið ósáttir og hluti þeirra látið af störfum og ráðherra hefur ekki gefið eftir með þá grundvallarskoðun sína að heilsugæslan eigi ekki að vera tvískipt. Mér þótti afskap- lega vænt um að fá stuðning allra í atkvæða- greiðslu í þingflokknum á sínum tíma þegar kosið var um embættið og er samflokksmönnum mínum þakklátur fyrir það traust sem mér var sýnt. ,, Ég er þrjóskur ef því er að skipta Mikið að gera hjá Jóni ■ Jón gefur út reglugerð í janúar sem afnemur greiðslur til lækna fyrir tiltekin vottorð. Læknar lýsa óá- nægju sinni með einhliða ákvörð- un ráðherra. ■ Heilsugæslulæknar í Hafnarfirði og á Suðurnesjum segja upp. Jón hafnar tvískiptingu heilsugæslunn- ar. ■ Landspítali – háskólasjúkrahús setur yfirlæknum þau skilyrði að vinna eingöngu innan spítalans. Jón styður stjórn spítalans. ■ Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoð- unar er kostnaður við sérfræði- lækna óeðlilega hár. ■ Unglæknar vilja semja sjálfir um kaup og kjör. ■ Kjaradómur úrskurðar í málum heimilislækna. ■ Heilsugæslulæknar á Suðurnesjum láta af störfum 1. nóvember og íbúar þurfa að leita til höfuðborg- arsvæðisins. ■ Jón fer í opinbera heimsókn til Kína á meðan íbúar Suðurnesja eru án lækna á heilsugæslustöðv- unum. ■ Jón ætlar í slag við Valgerði Sverr- isdóttur um fyrsta sæti í nýju Norðausturkjördæmi. FR ÉT TA B LA Ð I/ RÓ B ER T FR ÉT TA B LA Ð I/ RÓ B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.