Fréttablaðið - 01.09.2005, Side 1

Fréttablaðið - 01.09.2005, Side 1
EKKI MISST AF FRUMSÝNINGU Í 50 ÁR Leikhúsunnandi fram í fingurgóma ▲ FÓLK 54 GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 BJARTAST AUSTAN TIL Rigning eða skúrir á Vestfjörðum, vestan til og sums staðar um suðaustanvert landið, annars yfirleitt þurrt að kalla. Hiti 5-12 stig, hlýjast fyrir austan. VEÐUR 4 FIMMTUDAGUR 1. september 2005 - 235. tölublað – 5. árgangur Blikastúlkur Íslandsmeistarar Breiðablik tryggði sér Íslandsmeistara- titilinn í fimmtánda sinn með 5–1 sigri á ÍA á Akranesi í gær. Þetta er fyrsti titill Blika í fjögur ár en liðið er taplaust í sumar og á möguleika á að vinna bikarinn líka seinna í þessum mánuði. ÍÞRÓTTIR 36 Olíuverð í uppheimum Mörgum bregður skiljanlega í brún við að þurfa nú að borga 113 til 120 krón- ur fyrir hvern bensín- lítra sem kostaði 70 krónur fyrir ekki alls löngu, segir Þor- valdur Gylfason hagfræðingur og veltir fyrir sér hvað sé til ráða. UMRÆÐAN 24 Stundin mín me› kaffi og útvarpi ÁSTA HRAFNHILDUR GARÐARSDÓTTIR Í MIÐJU BLAÐSINS heimili ● tíska ● heilsa ▲ Öngþveiti í Bagdad: fiúsund manns sag›ir látnir ÍRAK Allt að eitt þúsund manns eru taldir hafa beðið bana í höfuðborg Íraks í gær þegar helgiganga sjía leystist upp í öngþveiti vegna ótta um að sjálfsmorðssprengjumaður væri í hópnum. Flestir hinna látnu tróðust undir í mannþrönginni en einnig drukknuðu margir í ánni Tígris. „Við heyrðum að maður væri með sprengju í hópnum. Allir tóku að hrópa og því dýfði ég mér í ána og synti til lands. Ég sá konur, börn og gamalt fólk falla á eftir mér ofan í fljótið,“ sagði Fadhel Ali, 28 ára. Þetta er mannskæðasti einstaki atburðurinn í Írak síðan ráðist var inn í landið vorið 2003. Sjá síðu 4 VEÐRIÐ Í DAG Nýtt Hagkaupsblað fylgir Fréttablaðinu í dag* *á völdum svæðum ...skemmtir þér ; ) Leikir. Kvikmyndir. Tónlist. Ljósmyndir. PlayStation Portable. www.yourpsp.com HÚN ER KOMIN Í SKÍFUNA! VEIÐAR „Við skjótum mest á urðunarstaðnum í Álfsnesi en þangað sækja mávarnir í leit að æti. Við skjótum líka í eyjunum úti á sundunum,“ segir Guð- mundur Friðriksson, skrifstofu- stjóri neyslu- og úrgangsmála hjá Reykjavíkurborg. Hann segir að alls séu skotnir um sjö þúsund mávar á hverju ári en það dugi ekki til því kvartanir berist í síauknum mæli inn á borð borgaryfirvalda. Á fundi umhverfisráðs Reykjavíkur á dögunum var lagt fram svar umhverfissviðs borg- arinnar við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins þar sem fram kom að mávum hefði fjölg- að verulega og til greina kæmi að grípa til aðgerða vegna þess. „Veiðifélög í borginni hafa til að mynda óskað eftir aðstoð þar sem mávurinn étur seiði sem ganga niður árnar en almennt séð sjáum við meira af mávum núna en áður. Aðgerðirnar virðast ekki duga til. Við brýnum fyrir fólki að ganga snyrtilega um borgina því mávarnir leita í rusl á götum borgarinnar,“ segir Guðmundur. Arnþór Þorvaldsson máva- skytta segir að skotveiðibann innan borgarmarkanna sé meginástæðan fyrir því að mávum hafi farið fjölgandi. „Áður en Kjalarnes rann inn í Reykjavík sem eitt sameinað sveitarfélag gat ég skotið máva í uppeldisstöðvum mávsins í Kollafirði, Víðinesi og Nausta- nesi. Þar er mikið varp en eftir að sveitarfélögin sameinuðust er bannað að skjóta. Þess vegna eru mávar sofandi á hverjum ljósastaur í borginni snemma á morgnana og éta allan mat frá öndunum á Tjörninni,“ segir Arnþór. Hann segist sjálfur hafa skotið um fjögur þúsund máva á hverju ári en fái það ekki lengur og telur það meginástæðuna fyrir ástandinu eins og það er í dag. „Síðustu sex árin hefur mávum fjölgað, einmitt vegna þessa,“ segir Arnþór. - hb Skjóta sjö flúsund máva á ári hverju Um fla› bil sjö flúsund mávar eru skotnir í Reykjavík á hverju ári. fia› dugar ekki til og kvartanir aukast ár frá ári vegna ágangs máva. Borgaryfirvöld hvetja íbúa borgarinnar til a› ganga snyrtilega um. ARNÞÓR ÞORVALDSSON MÁVASKYTTA Arnþór skaut mikið af mávum á árum áður í Kollafirði en þar má nú ekki skjóta lengur og hefur mávum fjölgað mjög í Reykjavík vegna þess að mati Arnþórs. SKOÐANAKÖNNUN Mikill meirihluti Reykvíkinga er sáttur við Menn- ingarnótt eins og hún hefur verið haldin, samkvæmt nýrri skoð- anakönnun Fréttablaðsins. Rúm 74 prósent þeirra sem tóku af- stöðu til spurningarinnar sögðu að Menningarnótt ætti að halda að ári, með svipuðu sniði og nú var gert. Rúm 25 prósent töldu að einhverjar breytingar ætti að gera. Sif Gunnarsdóttir, verkefnis- stjóri viðburða hjá Höfuðborgar- stofu, segist himinlifandi með niðurstöðurnar. „Hins vegar þegar hátíð er orðin tíu ára, eins og Menningarhátíð, er full ástæða til að staldra við og skoða hana aftur, líkt og við höfum verið að gera.“ Geir Jón Þóris- son, yfirlögregluþjónn í Reykja- vík, segir að alltaf sé hægt að fjölga lögreglumönnum, en það komi þó ekki í veg fyrir pústra. „Ég er á því að færa Menning- arnótt á sunnudag. Það er slæmt að tengjast inn á þennan laugar- dag, sem er síðasti laugardagur- inn fyrir skólabyrjun.“ Könnun var gerð dagana 27. og 28. ágúst. Hringt var í 800 Reykvíkinga, skipt jafnt milli kynja og valið af handahófi úr þjóðskrá. Spurt var: „Á að halda Menningarnótt að ári með svip- uðu sniði og nú var gert?“ og tóku 94,4 prósent svarenda af- stöðu til spurningarinnar. - ss Þrír af hverjum fjórum vilja engar breytingar á hátíðarhöldunum: Mikil ánægja me› Menningarnótt Forstjóraskipti í KB banka: Ingólfur í sta› Hrei›ars Más VIÐSKIPTI Ingólfur Helgason, fram- kvæmdastjóri Markaðsviðskipta- deildar KB banka, tekur við starfi forstjóra KB banka á Íslandi af Hreiðari Má Sig- urðssyni sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hreiðar Már mun stjórna frek- ari uppbyggingu Kaupþings banka frá Lundúnum. Er þetta liður í skipu- lagsbreytingum og frekari hrókeringum æðstu stjórnenda innan fyrirtækisins. Ingólfur Helgason er við- skiptafræðingur að mennt og hóf störf við einstaklingsráðgjöf hjá Kaupþingi árið 1993. Hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra Mark- aðsviðskipta Kaupþings frá 1997 til 2003 og sömu stöðu hjá KB banka frá árinu 2003. -jsk Stútfullur BT bæklingur fylgir blaðinu í dag! Mojito ekki sama og mojito Drykkurinn hefur slegið í gegn á Íslandi en það er ekki sama hvernig hann er búinn til. Stefán Óskarsson, yfirbar- þjónn á Salt, veit ná- kvæmlega hvernig hlutföllin eiga að vera. MATUR OG VÍN 48 HREIÐAR MÁR Hreiðar Már hætt- ir og Ingólfur Helgason tekur við starfi hans. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.