Fréttablaðið - 01.09.2005, Side 35

Fréttablaðið - 01.09.2005, Side 35
FIMMTUDAGUR 1. september 2005 www.kringlan.is upplýsingasími 588 7788 skrifstofusími 568 9200 Jólamarkaður verður haldinn fyrir utan Kringluna í desember. Markmiðið er að skapa skemmtilega jólastemmningu utanhúss þar sem ætlunin er að bjóða upp á handiðnað og fleira sem tengist jólahaldinu. Þeir sem hafa áhuga á að selja vörur sínar á markaðnum geta sótt um aðstöðu í litlum húsum fyrir 20. september. Húsin verða á Kringlutorginu og eru af tveimur stærðum, Nánari upplýsingar gefur Hólmfríður Petersen, þjónustustjóri Kringlunnar, í netfanginu hbp@kringlan.is Vinsamlegast takið fram hvaða vörur þið hafið áhuga á að koma á framfæri. Kringlan – jólamarkaður! 3x2,4 m og 4x2,4 m. Hinar vinsælu dönsku bókahillur komnar aftur Tekk - Kirsuberja - Hlynur Hringið og biðjið um mynda- og verðlista „Ég er mjög hrifin af stólum, og fyrir mér eru þeir dálítið eins og skúlptúrar,“ segir Nadia. Hún hef- ur dvalið mikið erlendis um æv- ina og því safnað að sér skemmti- legum stólum og munum. „Það er einn stóll sem ég held mjög mikið upp á en það er kínverskur ópíum- stóll sem ég fann í London. Hann er mjög lár og það eru í honum hólf undir setunni þar sem karl- arnir hafa geymt góssið,“ segir Nadia. Stólinn segist hún bara nota upp á punt en stundum taki stelpurnar hennar sig til og hoppi aðeins á honum. „Sjálf sit ég ekki svo mikið á stólum, sit mest á gólfinu satt að segja, enda vön því sem dansari,“ segir Nadia og hlær. „Aðrir stólar hérna á heimil- inu sem eru í uppáhaldi, eru Barcelona-leðurstólar og annar lítill stóll frá Túrkmenistan, en ég svo marga svona skrítna hluti,“ segir Nadia hlæjandi. Hún leggur metnað í að kaupa vandaða og góða hluti inn á heimilið og segist í rauninni halda upp á svo margt. „Kúlumálverk eftir Línu Rut er í miklu uppáhaldi hjá mér, en ég er mjög ánægð með það,“ segir Nadia. Um síðustu helgi var opnunar- hátíð danshátíðar sem hefst af fullri alvöru í dag, þannig að Nadia er ekki mikið heima við um þessar mundir. „Ég dansa í mínu eigin verki, sem ég samdi ásamt Fred Gehrig, sem dansar einnig í verkinu,“ segir Nadia og er mjög spennt yfir hátíðinni. „Mikið er af skemmtilegum verkum, bæði inn- lendum og erlendum, auk þess sem sýndar verða dansstuttmynd- ir í Regnboganum,“ segir Nadia. Að danshátíðinni lokinni söðlar Nadia aðeins um þar sem hún verður ein af þátttastjórnendum Innlits/Útlits á Skjá einum. „Við verðum þrjú, Þórunn Högnadóttir sem er ritstjórinn, Arnar Gauti og ég, en við skiptum þessu nokkuð jafnt á milli okkar,“ segir Nadia og viðurkennir að hún hlakki til þess að takast á við ný verkefni á skjánum, ásamt öllu því sem hún sinnir í lífi og listum. kristineva@frettabladid.is Nadia Banine keypti þennan sérkennilega ópíumstól í London. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Á miki› af skrítnum munum Í mörgu er að snúast hjá Nadiu Banine þessa dagana en hún tók sér stund milli stríða og sagði okkur aðeins frá hrifningu sinni á stólum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.