Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.09.2005, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 01.09.2005, Qupperneq 54
1. september 2005 FIMMTUDAGUR30 Álit Sfi á mannrétt- indamálum á Íslandi SffR Samfylkingarfélagi› í Reykjavík bo›ar til funda um borgarmál dagana 3., 7. og 10. september. Fundirnir fara fram a› Hallveigarstíg 1, 2. hæ›. Í kjölfar fundanna munu málefnahópar á vegum félagsins taka til starfa. Laugardagurinn 3. september kl. 11-15: Menntir, menning Fundarefni: Mennta- og menningarmál, fer›amál, íflrótta- og tómstundamál. Frummælendur: Stefán Jón Hafstein og Andrés Jónsson. Gestur fundarins er Bergflóra Valsdóttir, framkvæmdastjóri Samfoks. Ávörp í upphafi fundar: Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Jóhanna Eyjólfsdóttir. Fundarstjóri: Sigrún Elsa Smáradóttir. Mi›vikudagurinn 7. september kl. 20-22: Velfer›, jafnrétti Fundarefni: Velfer›armál, fjölskyldumál, jafnréttismál Frummælendur: Stefán Jóhann Stefánsson, Gu›rún Erla Geirsdóttir og Bryndís Ísfold Hlö›versdóttir. Gestur fundarins er Regína Ástvaldsdóttir, svi›sstjóri fijónustu- og rekstrarsvi›s Reykjavíkurborgar. Fundarstjóri: Ásta Ragnhei›ur Jóhannesdóttir. Laugardagurinn 10. september kl. 11-15: Skipulag, l‡›ræ›i Fundarefni: Skipulagsmál, umhverfismál, l‡›ræ›i, starfshættir og stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Frummælendur: Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Gestur fundarins er Dagur B. Eggertsson, forma›ur Skipulagsrá›s Reykjavíkurborgar. Fundarstjóri: Helgi Hjörvar. Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík hvetur félaga og stu›ningsfólk til a› mæta á fundina og taka flátt í málefnastarfi flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar á vori komanda. Fundarö› um borgarmál SAMFYLKINGARFÉLAGI‹ Í REYKJAVÍK Athugasemdir nefndar um afnám kynþáttamisréttis til íslenskra stjórnvalda birtust nú um daginn, eftir að sérfræðingar SÞ fjölluðu um skýrslu íslenskra stjórnvalda og viðbótarskýrslu frá Mannrétt- indaskrifstofu Íslands (MRSÍ) um framfylgd alþjóðasamnings um afnám alls kynþáttamisréttis. Þó nefndin telji margt vel gert í mál- efnum útlendinga og fólks af er- lendum uppruna bendir hún á ýmis atriði sem betur mega fara. Meðal tilmæla nefndarinnar er að stjórnvöld setji heildarlög til að vinna gegn kynþáttamisrétti, bæti afgreiðslu hælisumsókna og áfrýjunarferli, og endurskoði hina svokölluðu „24 ára reglu“ út- lendingalaga. Ábendingar nefndarinnar merkja ekki endilega að Íslend- ingar standi sig verr en aðrar þjóðir í mannréttindamálum held- ur er þeim ætlað að aðstoða stjórnvöld við að tryggja enn bet- ur þau mannréttindi sem sett eru fram í alþjóðasamningnum. Því munu allir sem vinna að fram- gangi mannréttinda fagna tilmæl- um nefndarinnar. Hér vil ég beina sjónum að tilkomu athugasemd- anna frekar en ítarlegu innihaldi þeirra. Álit nefndar SÞ er nefni- lega áþreifanlegur árangur ákveðinnar faglegrar starfsemi sem tilefni er til að vekja athygli á. Athugasemdirnar byggja á ýmsu starfi ríkisins og skýrslu yf- irvalda, þekkingu sérfræðinga SÞ og dómgreind þeirra, og ekki síst starfsemi frjálsra félagasamtaka, og þá helst starfi MRSÍ. Vinna allra þessa aðila sameinast í til- mælum nefndarinnar, sem eiga að vera okkur leiðarljós í öllu mann- réttindastarfi. Virðing fyrir mannréttindum kemur ekki af sjálfu sér. Mark- visst mannréttindastarf krefst þrautseigju og mikillar vinnu sem oft er ekki mjög sýnileg. Að því leyti tel ég vert að vekja athygli á framlagi Mannréttindaskrifstof- unnar til fyrrgreinds nefndará- lits, sem e.t.v. er ekki öllum kunn- ugt. Með því að senda nefndinni viðbótarskýrslu og funda með sérfræðingum hennar stuðlaði hún að því að nefndin fengi heild- stæða sýn á málaflokkinn. Það að helstu áhyggjumál skrifstofunnar eru tekin upp í nefndarálit sjálf- stæðrar, ópólitískrar sérfræð- inganefndar SÞ endurspeglar það góða starf sem skrifstofan vinnur. Engu að síður er það staðreynd að stjórnvöld hættu skyndilega stuðningi við skrifstofuna án við- unandi skýringa og er það mörg- um okkar óskiljanleg ákvörðun. Í athugasemdum nefndarinnar er heitið á stjórnvöld að halda áfram stuðningi við MRSÍ. Á fundi nefndarinnar kom fram að íslensk stjórnvöld telja samstarf yfir- valda og félagasamtaka á sviði mannréttinda afar mikilvægt og að framlag Mannréttindaskrif- stofunnar hafi dýpkað og styrkt umræðuna. Því vænti ég þess að stjórnvöld fari að athugasemdum nefndarinnar hvað varðar fjár- veitingar til MRSÍ. Þeir sem virða skoðanir annarra og eru tilbúnir að taka þátt í lýðræðislegri um- ræðu munu virða álit nefndarinn- ar. Dómsmálaráðherra hefur þeg- ar sagst taka athugasemdirnar til skoðunar og vænti ég því já- kvæðra viðbragða yfirvalda sem miða að því að efla starf Mann- réttindaskrifstofu Íslands og styrkja stöðu útlendinga og fólks af erlendum uppruna á öllum sviðum mannlífsins. Höfundur er prestur innflytj- enda. Vir›ing fyrir mannréttindum kemur ekki af sjálfu sér. Mark- visst mannréttindastarf krefst flrautseigju og mikillar vinnu sem oft er ekki mjög s‡nileg. TOSHIKI TOMA UMRÆÐAN AFNÁM KYNÞÁTTA- MISRÉTTIS Vinna aldra›ra, sker›ingar og skattar Í Fréttablaðinu hinn 16. ágúst var ágæt fréttaskýring um aldraða í atvinnu og í framhaldi af því við- töl við nokkra aðila, meðal annars við Margréti Margeirsdóttir for- manns félags eldri borgara í Reykjavík. Sagði hún að margir vildu vinna þó svo þeir væru komnir á eftirlaun en gerðu það ekki vegna skerðinga Trygginga- stofnunar. Ekki kom fram hjá henni hve miklar skerðingar eru. Þá var viðtal við Ágúst Þór Sig- urðsson hjá Tryggingastofnun, sem sagði að tekjutryggingarauki skertist frá fyrstu krónu, sem unnið er fyrir, um 45 prósent og nefndi hann sem dæmi að ef við- komandi vinni sér inn 1000 krónur væri skerðing 450 krónur og héldi hann eftir 550 krónum. Þarna er ekki nema hálf sag- an sögð því ef viðkomandi vinnur sér inn 1000 krónur er skerðing eins og áður sagði 450 krónur en þá er eftir að nefna að af þessum 1000 krónum eru teknar 377 krónur í staðgreiðsluskatt og á þá viðkomandi aðeins eftir til ráðstöfunar 173 krónur Þetta eru staðreyndirnar því skattkort við- komandi er fullnýtt hjá Trygg- ingastofnun vegna ellilífeyris, tekjutryggingar og tekjutryggin- arauka. Þannig er þetta, maður sem hefur aðeins greiðslur frá Tryggingastofnun, vinnur sér inn 45.000 kr. annars staðar, greiðir 20.250 krónur í skerðing- ar á tekjutryggingarauka og þarf að auki að greiða 16.965 krónur í skatt og á því aðeins efitir 7.785 krónur af 45.000 krónum. Þetta er sannleikurinn og er það sjálf- sagt rétt eins og kemur fram í fréttaskýringunni að aldrað fólk fer að vinna vegna ánægju og að komast í samneyti við aðra, en ekki vegna launa. Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Kópavogi. KARL GÚSTAF ÁSGRÍMSSON SKRIFAR UM TEKJUTRYGGINGAR ALDRAÐRA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.