Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.09.2005, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 01.09.2005, Qupperneq 60
1. september 2005 FIMMTUDAGUR > Við samgleðjumst ... ... Þóru B. Helgadóttur, markmanni Breiðabliks og íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, en hún varð ekki aðeins íslandsmeistari í áttunda sinn á ferlinum í gærkvöldi heldur fékk hún forláta ryksugu í verðlaun frá sænska knattspyrnusam- bandinu fyrir að hafa verið besti maður vallarins í landsleik Íslendinga og Svía um síðustu helgi. Ryksuguna þáði Þóra með þökkum og segja þeir sem til hennar þekkja að hún sé hæstánægð með fenginn. Heyrst hefur ... ... að Birkir Kristinsson, markvörður ÍBV í Landsbankadeild karla, sé hættur við að hætta. Birkir gaf það út í vor að þetta sumar yrði hans síðasta í boltanum en hann mun hafa ákveðið að endurskoða ákvörðun sína eftir að alvarleg meiðsli sem hann hlaut í leik gegn FH fyrr í sumar urðu til þess að kveðjustundin fór á annan veg en áætlanir gerðu ráð fyrir. sport@frettabladid.is 36 > Við hrósum ... .... Úlfari Hinrikssyni, þjálfara Breiðabliks, fyrir það frábæra starf sem hann hefur unnið í sumar og búa til meistaralið úr kvennaliði Blika sem er komið á toppinn á ný. Brei›ablik trygg›i sér sigur í Landsbankadeild kvenna og sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í fjögur ár me› 5-1 sigri á ÍA á Akranesi í gær. fietta er miki› afrek hjá Blikum, sem var spá› flri›ja sætinu fyrir móti›. Breiðablikskonur meistarar í 15. sinn FÓTBOLTI Breiðablik er Íslands- meistari kvenna í knattspyrnu í ní- unda sinn á síðustu fimmtán árum eftir sannfærandi sigur á ÍA í næstsíðustu umferð Landsbanka- deildar kvenna. Blikastúlkur hafa unnið tólf af þrettán deildarleikj- um sínum í sumar, eru enn taplaus- ar á tímabilinu og hafa fjögurra stiga forskot á fráfarandi Íslands- meistara í Val þegar aðeins ein umferð er eftir. Þær Guðlaug Jónsdóttir og Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir skor- uðu báðar tvö mörk fyrir Breiða- blik í gær og það má segja að eftir að Ólína, sókndjarfasti bakvörður deildarinnar, skoraði fyrsta mark- ið á áttundu mínútu var enginn vafi lengur á að Blikastúlkur væru að verða Íslandsmeistarar. Úlfar Hinriksson hefur búið til meistaralið á fyrsta ári sínu með meistaraflokk Breiðabliks en þetta er þó ekki fyrsti titillinn sem hann kemur með í Smárann enda hefur hann gert góða hluti með yngri flokka félagsins undanfarin ár. „Það var svo sem ekkert meira undir í þessum leik en í hverjum öðrum leik. Við áttum alltaf FH- leikinn inni ef illa færi í kvöld. Nú verður mikið húllumhæ á sunnu- daginn þótt það hafi einnig verið í kvöld enda voru margar í liðinu að vinna sinn fyrsta titil. Fótbolti er hópíþrótt og við höfum lagt mikla áherslu á það að virkja allar í liðinu bæði í vörn og sókn,“ sagði Úlfar í viðtali við Fréttablaðið kátur eftir leik. „Við vissum það frá byrjun að ef hlutirnir gengu upp hjá okkur værum við með í þessu móti. Nú erum við kannski komin örlítið fram úr okkur en við kvörtum ekki yfir því. Það er búið í rauninni allt búið að ganga upp sem við höfum verið að vinna eftir og það hefur allt hjálpast að við að ná þessu tak- marki. Í kvennaboltanum eru fjög- ur ár langur tími í bið eftir titli því í Breiðabliki er alltaf sett krafan á að verða meistari á hverju einasta ári,“ sagði Úlfar en hann segir að koma reynsluboltanna Þóru B. Helgadóttur, Eddu Garðarsdóttur og Guðlaugar Jónsdóttur hafi skipt liðið miklu máli. „Það var gott að fá Þóru aftur heim og einnig var mikill liðs- styrkur í Eddu og Gullu því þær kunna þetta upp á hár. Þær hafa oftar en ekki þurft að stíga á stokk og rífa liðið áfram þegar við höfum verið í basli. Þetta er lið sem vill vinna en þessir þrír leikmenn, að öðrum ólöstuðum, hafa komið með reynsluna inn í þetta Breiðablikslið í sumar,“ sagði Úlfar, sem gat einnig nefnt mun fleiri leikmenn sem hafa spilað stór hlutverk hjá nýkrýnd- um Íslandsmeisturum Breiða- bliks. ooj@frettabladid.is Landsbankadeild kvenna: ÍA–BREIÐABLIK 1–5 0–1 Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir (8.), 0–2 Guðlaug Jónsdóttir (17.), 0–3 Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir (39.), 0–4 Guðlaug Jónsdóttir (47.), 1–4 Anna Þorsteinsdóttir (53.), 1–5 Inga Birna Friðjónsdóttir (88.). STJARNAN–KEFLAVÍK 2–1 0–1 Nína Ósk Kristinsdóttir (62.), 1–1 Lilja Kjalarsdóttir (70.), 2–1 Anna Margrét Gunnarsdóttir (86.). KR–ÍBV 1–3 0–1 Olga Færseth (7.), 0–2 Olga Færseth (20.), 1–2 Fjóla Dröfn Friðriksdóttir (74.), 1–3 Hólmfríður Magnúsdóttir (82.). FH–VALUR 0–2 0–1 Íris Andrésdóttir (39.), 0–2 Íris Andrésdóttir, víti (62.). STAÐAN: BREIÐABLIK 13 12 1 0 42–9 37 VALUR 13 11 0 2 55–13 33 ÍBV 13 8 0 5 39–27 24 KR 13 7 1 5 39–19 22 KEFLAVÍK 13 5 0 8 29–35 15 STJARNAN 13 4 0 9 15–34 12 FH 13 3 1 9 10–41 10 ÍA 13 0 1 11 10–61 1 MARKAHÆSTAR: Margrét Lára Viðarsdóttir, Val 21 Hrefna Huld Jóhannesdóttir, KR 12 Laufey Ólafsdóttir, Val 11 Nína Ósk Kristinsdóttir, Val/Keflavík 10 Hólmfríður Magnúsdóttir, ÍBV 10 Bryndís Jóhannesdóttir, ÍBV 9 Greta Mjöll Samúelsdóttir, Breiðabliki 9 Guðlaug Jónsdóttir, Breiðabliki 8 Olga Færseth, ÍBV 7 Elín Anna Steinarsdóttir, ÍBV 7 Ólína Guðbjörg Viðarsd., Breiðabliki 7 Fjóla Dröfn Friðriksdóttir, KR 7 Leikmannaforföll í íslenska 21 árs landsliðinu: FÓTBOLTI Eyjólfur Sverrisson, þjálfari íslenska 21 árs lands- liðsins, hefur þurft að gera tvær breytingar á hópnum sem mætir Króötum á KR-vellinum á föstudaginn. Bjarni Þórður Halldórsson markvörður og Viktor Bjarki Arnarsson, báðir leikmenn Fylkis, geta ekki tekið þátt í leiknum en í þeirra stað hefur Eyjólfur valið þá Magnús Þormar, markvörð úr Keflavík, og Eyjólf Héðinsson úr Fylki. Þar með er ljóst að íslenska landsliðið verður án þriggja lykilmanna, fyrirliðans Ólafs Inga Skúlasonar, markahæsta manns síns Hannesar Þ. Sig- urðssonar og svo aðalmarkvarð- ar síns Bjarna Þórðar Halldórs- sonar. Hannes er búinn að skora sex af sjö mörkum íslenska liðs- ins í undankeppninni til þessa og Bjarni Þórður er búinn að spila allar 630 mínútunar í markinu. -óój Bjarni fiór›ur ekki me› Síðasta vika var framherjanum Sigurði Ragnari Eyjólfssyni hjá ÍA ansi eftirminnileg á margan hátt. Hann kom inn á sem varamaður í liði Skagamanna í Keflavík og skoraði þar sigurmark ÍA gegn heimamönnum. Þetta sama kvöld eignuðust hann og kona hans svo litla stúlku og í kjöl- farið spilaði Sigurður leik á Skaganum sem hann gleymir ekki í bráð. „Ég kom inn á sem varamaður á móti Keflavík og náði að skora sigurmark okkar í þeim leik. Það var afar mikil- vægur sigur, því við Skagamann ætlum okkur að sjálf- sögðu að ná þriðja sætinu í deildinni og gaman að geta lagt sitt af mörkum til þess. Eftir leikinn brunaði ég svo fljótlega upp á fæðingardeild, þar sem konan mín eign- aðist litla stúlku um nóttina,“ sagði Sigurður, sem hafði í nógu að snúast eftir að barnið fæddist eins og gengur og gerist. „Ég var nú orðinn dálítið slappur á síðustu æfingunni fyrir leikinn gegn FH af því ég hafði mjög lítið sofið. Konan leyfði mér þó að hvíla mig vel fyrir leikinn gegn FH og svo fékk ég að heyra að ég yrði í byrjunarlið- inu, þannig að ég var mjög spenntur. Okkur langaði mikið að verða fyrsta liðið til að leggja FH,“ sagði Sigurður, sem varla hefur órað fyrir því að hann yrði maðurinn á bak við sigur ÍA með því að skora bæði mörk liðsins. Fyrra mark Sigurðar var mjög glæsilegt, líklega eitt fallegasta mark sumarsins. „Já, ég var nokkuð ánægður með þetta mark og það var frábært að vinna FH-inganna fyrstir liða í deildinni. Við höfðum harma að hefna síðan þeir slógu okkur út úr bikarnum forð- um og eftir leikinn hefur alls konar fólk verið að koma til mín og óska mér til ham- ingju með barnið, mörkin og sigurinn,“ sagði Sigurður. SKAGAMAÐURINN SIGURÐUR RAGNAR EYJÓLFSSON: HAFÐI Í MÖRG HORN AÐ LÍTA Í SÍÐUSTU VIKU Skaut FH-inga í kaf og eigna›ist litla stúlku Í NÝJA BÚNINGNUM Grétar Rafn Steinsson sést hér kominn í búning AZ Alkmaar. ÍSLANDSMEISTARAR Þóra Björg Helgadóttir, fyrirliði og markvörður Breiðabliks í Lands- bankadeild kvenna, tekur hér utan um Ólínu Guðbjörgu Viðarsdóttur eftir að Breiðablik hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EIRÍKUR Samingurinn undirritaður: Grétar er klár FÓTBOLTI Grétar Rafn Steinsson hefur klárað sín félagaskipti til hollenska úrvalsdeildarliðsins AZ Alkmaar um að spila með því næstu þrjú til fimm árin. Grétar Rafn, sem hefur verið í herbúðum svissneska liðsins Young Boys, skrifaði undir í gær áður en hann flaug til íslands til að taka þátt í undirbúingi landsliðsins fyrir leikinn gegn Króatíu á laugardaginn. Miðvikudaginn 7. september mun sérblað um sjávarútveg fylgja Fréttablaðinu. Blaðið verður tileinkað Íslensku sjávarútvegssýningunni 2005. Pöntunarfestur auglýsinga er til kl. 12.00 þriðjudaginn 6. september. Skil á efni er fyrir kl. 12.00 mánudaginn 5. september Nánari upplýsingar veita Ámundi Ámundason í síma 515-7580 eða 821-7514, netfang amundi@frettabladid.is, og Valur Þráinsson í síma 550-5084 eða 663-4411, netfang valur@frettabladid.is Sérblað um sjávarútveg Íslenska sjávarútvegssýningin 2005 í Smáranum Kópavogi 7. -10. september LEIKIR GÆRDAGSINS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.