Fréttablaðið - 01.09.2005, Page 69

Fréttablaðið - 01.09.2005, Page 69
FIMMTUDAGUR 1. september 2005 45 www.postur.is SKÓLA- FÓLK Íslandspóstur leitar að skólafólki sem getur unnið 2-5 daga í viku við dreifingu. Til greina kemur að vinna fyrir eða eftir hádegi í 2 til 4 tíma á dag. Komið með stundatöfluna til okkar og skipuleggjum vinnuna í samræmi við hana. Aðeins er unnið á virkum dögum. Um er að ræða störf víða á höfuðborgarsvæðinu. Allar nánari upplýsingar fást í síma 580 1000. Einnig er hægt að sækja um starf á www.postur.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I SP 93 95 08 /0 5 Victoria Beckham virðist hafa einhverjar áhyggjur af orðspori sínu sem stelpa sem hugsar að- eins um útlitið og les ekki staf. „Ég er svona týpa sem líkar best að vera í gallabuxum með engan farða,“ sagði Victoria í viðtali við The Daily Telegraph þegar hún var í London á dögunum. Victoria heldur því fram að hún sé „bara eins og hver önnur mamma“. „Fólk sér allar þessar myndir af okkur þar sem ég er í mínu fínasta pússi, auðvitað reyni ég það þegar ég fer eitt- hvað út með eiginmanninum mínum, en treystið mér – þegar enginn sér okkur heima erum við svo venjuleg að það er næst- um því leiðinlegt. Auðvitað geng ég ekki um húsið á háum hælum og í kjólum eftir fræga hönnuði þegar ég set í uppþvottavélina eða leik við krakkana.“ Victoria talaði einnig um dvölina á Spáni í viðtalinu, en eftir tvö ár er henni loksins farið að líða eins og hún sé heima hjá sér. Hún er þó örg út í spænskt tímarit sem vitnaði í hana vitlaust, sem leiddi til þess að heimspressan sagði að Victoria læsi aldrei bækur. „Ég sagði bara að ég hefði eiginlega aldrei tíma til þess að klára bækur. Ég er viss um að allar mæður með þrjá stráka viti hvað ég meina.“ ■ Victoria eins og hver önnur mamma VICTORIA BECKHAM Þó að Victoria segist líða best í gallabuxum er ljóst að þetta eru ekkert venjulegar gallabuxur, heldur eru þær hannaðar af henni sjálfri fyrir Rock and Republic Jeans sem eru mjög vinsælar meðal fræga fólksins. Lófatölvan frá Sony komin út Stóra stundin er runnin upp því í dag gefst tölvuleikjafíklum kost- ur á að kaupa nýjustu afurð Playstation-fjölskyldunnar. Í boði verður Sony PSP Value Pack sem er smekkfullur af ýmis konar aukadóti. Má þar nefna hulstur utan um vélina, heyrnartól með fjarstýringu og minniskort. Fjöldi leikja kemur út samfara hinni nýju „lófatölvu“ og nægir þar að nefna Everybody's Golf, Medieval Resurr- ection, Fired Up og F1 Grand Prix. PSP-LÓFATÖLVAN HILARY DUFF þegar hún mætti í útsend- ingu á sjónvarpsstöðinni MTV á fimmtu- dag. Róttækar breytingar Leik- og söngkonan Hilary Duff var nánast óþekkjanleg þegar hún mætti í tónlistarþáttinn TRL á MTV í fimmtudagskvöld. Stúlkan hæfileikaríka var með kolsvart axlasítt hár en hún hefur alla tíð verið með ljósa síða lokka. Líkleg- ast þykir að hún hafi skellt á sig hárkollu til þess að breyta til en einhver heyrði hana segja að sér þætti púkalegt að vera með ljóst hár við svart rokkdressið sem hún var í. Skoðanir manna á þessum rót- tæku breytingum voru skiptar en þær féllu mönnum þó betur í geð en þær breytingar sem hún gerði á tanngarði sínum nýlega. „Það er augljóst að hún er ekki alveg búin að finna sig og er bara að prófa mismunandi útlit,“ sagði tísku- spekúlant á bandarísku tímariti. „Mér fannst hún nú bara sætust með sitt eðlilega hár og sínar eðli- legu tennur.“ ■ M YN D /G ET TY TOM HANKS Tom var við tökur á Da Vinci lyklinum 18. ágúst í Englandi. Hanks í Aka- demíuna Tom Hanks hefur verið kosinn varaforseti leiklistarakademíunn- ar í Bandaríkjunum, Academy of Motion Picture Arts and Sciences, sem sér um Óskarsverðlaunin. Hanks hefur unnið til tvennra Óskarsverðlauna en hefur jafn- framt verið í ráði leikara innan akademíunnar um skeið. Fyrrver- andi varaforseti samtakanna, Sid Ganis, er nú orðinn forseti og fyrsta verk hans verður að velja framleiðanda fyrir Óskarsverð- launahátíðina sem haldin verður 5. mars. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.