Fréttablaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 10
10 31. október 2005 MÁNUDAGUR Skráning í Keramik fyrir alla, sími 552 2882, Laugavegi 48b. Sjá lýsingu: www.keramik.is Keramik fyrir alla Notið fríið og byrjið að mála jólagjafirnar. Krakkar! GEÐSJÚKDÓMAR Þunglyndissjúkling- ar eiga nú betri möguleika á lækn- ingu í framtíðinni. Danskir vísinda- menn eru bjartsýnir á að rannsóknir undanfarinna ára og ný tækni verði til þess að hægt sé að greina þung- lyndi fyrr og meðhöndla. Þunglyndi er nú í fjórða sæti á lista Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar um sjúkdóma sem rýra lífslíkur og lífsgæði sjúkra og aðstandenda þeirra. Og haldi þróunin áfram er því spáð að sjúk- dómurinn verði í fyrsta sæti árið 2020 í Vestur-Evrópu. Nú eru það hjarta- og kransæðasjúkdómar sem skipa það sæti. Danskir rannsak- endur segja að í dag geti tuttugu prósent þjóðarinnar búist við því að fá sjúkdóminn einhvern tíma á lífsleiðinni. Með nýrri tækni þar sem notast er við kortlagningu arfbera segj- ast dönsku vísindamennirnir geta greint breytingar á heilastarfsemi þeirra sem eru þungt haldnir af þunglyndi og veitt þeim rétta með- höndlun mun fyrr en nú er gert. Þeir segja að þjóðfélagið og sá lífs- stíll sem það kallar á verði sífellt fjandsamlegra þeim sem hætt er við þunglyndi. Og því sé hin nýja uppgötvun, þar sem hægt er að mæla streituhormónið kortísól, sem er einn aðalvaldur þunglyndis, bylt- ing í meðhöndlun á sjúkdómnum. Tuttugu prósent manna geta búist við því að fá þunglyndi: Auknar líkur á lækningu þunglyndis ÞUNGLYNDUR MAÐUR Sífellt fleiri leita til læknis vegna þunglyndis. NORDICPHOTOS / GETTY IMAGES DRESDEN, AP Um sextíu þúsund manns hópuðust saman fyrir utan Frúarkirkjuna í Dresden í gær til að fagna því að endurbótum á kirkjunni væri lokið. Kirkjan, sem var byggð á 19. öld, eyðilagðist í sprenguárás- um bandamanna undir lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Endurbæt- ur á kirkjunni hófust eftir fall Berlínarmúrsins en fram að því vildu stjórnvöld í Austur-Þýska- landi ekki láta gera upp kirkjuna. Átti hún að minna fólk á eyðilegg- ingarmátt stríðsins. Horst Koehler, forseti Þýska- lands, hertogi Breta af Kent og sendiherrar Bandaríkjanna og Frakklands voru á meðal þeir- ra 1800 gesta sem sóttu athöfn til að fagna þessum tímamótum. Einnig voru þar stödd Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, og Angela Merkel, sem mun taka við af honum. Endurbæturnar á Frúarkirkj- unni kostuðu um 13 milljarða króna. Um 7,3 milljarðar af þeirri upphæð komu frá ýmsum aðilum, þar á meðal Bandaríkjamönnum og Bretum. Frúarkirkjan í Dresden tilbúin: 60 þúsund manns fögnuðu FRÚARKIRKJAN Í DRESDEN Mik- ill fjöldi fólks safnaðist saman fyrir utan kirkjuna til að fagna endurbótunum á henni. AP/MYND BRÓÐIR VARAFORSETA MYRTUR Bróðir annars af tveimur varaforsetum Íraks var skotinn til bana á leiðinni til vinnu sinnar í Bagdad. Viðskiptaráðherra Íraks særðist og tveir lífverðir hans voru drepnir í annarri árás. Einnig dóu níu íraskir borgarar í árásum sem voru gerðar í Bagdad og nágrenni. ÍRAK ÞÝSKALANDI, AP Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, kvæntist í fimmta sinn síðast- liðinn laugardag. Eiginkonan heitir Minu Barati og fór athöfnin fram á borgaralegan hátt í ráðhúsi Rómarborgar. Um 20 manns voru viðstadd- ir athöfnina, þar á meðal dóttir Barati frá fyrra sambandi. Fischer, sem er 57 ára, hefur verið utanríkisráðherra undanfarin sjö ár. Ekki er talið að hann haldi áfram í því starfi eftir niðurstöðu kosninganna í síðasta mánuði. Þýskur ráðherra: Kvænist í fimmta sinn FISCHER OG FRÚ Utanríkisráðherrann ásamt Minu Barati í Berlín á síðasta ári. Þau giftu sig um helgina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.