Fréttablaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 32
14 31. október 2005 MÁNUDAGUR Það getur verið freistandi að kaupa sér ósamþykkta íbúð og þá aðallega þegar litið er á verðið. Hins vegar þarf að huga að mörgu áður en fjár- fest er í ósamþykktri íbúð. Ósamþykktar íbúðir eru oftast ódýrari en samþykktar íbúðir. Fyrir því geta verið mismunandi ástæður og er það Fasteignamat ríkisins sem leggur mat á íbúðina. Íbúðir geta verið ósamþykktar vegna lofthæðar, vegna skipu- lagsmála, of smárra glugga, út- ganga sem ekki eru samkvæmt stöðlum fyrir brunavarnir eða vegna annarra þátta sem snúa að eigninni. Ef deiliskipulag gerir ráð fyrir tveimur íbúðum í húsi þá fæst þriðja íbúðin ekki samþykkt sé henni bætt við. Því er nauðsyn- legt að vera upplýstur um hvaða þáttur það er sem gerir íbúðina ósamþykkta. Samþykkt íbúð uppfyllir staðla sem segja til um hvaða húsnæði geti talist sem íbúð. Ef eignin upp- fyllir ekki eitthvað af þessum stöðlum, reglugerðum eða kröf- um þá fæst hún ekki staðfest sem híbýli. Sé eign ekki staðfest sem híbýli þá fellur hún í aðra og oft- ast lakari flokka í tryggingum og ber með sér hærri kostnað í opin- berum gjöldum. Brunabótamat á ósamþykkt- um íbúðum er oft mun lægra en á samþykktum, sérstaklega ef íbúðarhúsin eru gömul. Bruna- bótamat og lánsupphæð haldast alltaf í hendur. Lágt brunabóta- mat kallar því á lægra lán. Íbúða- lánasjóður hefur það fyrir reglu að lána ekki fyrir ósamþykktum íbúðum þar sem sjóðurinn lánar ekki fyrir íbúðum sem eru ekki íbúðir í eðli sínu. Bankarnir lána hins vegar fyrir ósamþykktum íbúðum en gera það miðað við brunabóta- matið. Einnig eru lánin oft á hærri vöxtum en ef um sam- þykktar íbúðir er að ræða. Hvert dæmi þarf að skoða sér- staklega með tilliti til kosta og galla. Mikilvægast er að kanna hvers vegna íbúðin er ósamþykkt, hvort það snýr að íbúðinni sjálfri eða skipulagsástæðum, athuga brunabótamatið og tryggingamál- in vel áður en skrifað er undir kaupsamning. Lágt verð er ekki alltaf happafengur. Ósamflykkt íbú› e›a samflykkt? Þeir sem hyggja á kaup á ósamþykktri íbúð þurfa að vera vel meðvitaðir um það hvers vegna íbúðin er ekki samþykkt. 14-15-fast efni lesið 30.10.2005 17:26 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.