Fréttablaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 12
 31. október 2005 MÁNUDAGUR12 fréttir og fróðleikur Nú vill hann selja okkur ameríska bíla ÁSTÞÓR MAGNÚSSON SNÝR AFTUR GEFUR UPP „TRAUSTA SAMSTARFSAÐILA“ SEM KANNAST EKKERT VIÐ BÍLASÖLUNA DV2x15 30.10.2005 20:19 Page 1 Heimild: Landlæknisembættið SVONA ERUM VIÐ Fjöldi þeirra sem greindust með lifrarbólgu C á árunum 1999 til 2004 Íslensk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir það hversu lítið þau láta af hendi rakna til þróunar- aðstoðar. Við höfum þó verið að auka framlög okkar til þessara mála jafnt og þétt á und- anförnum árum, að sögn Sighvats Björgvinssonar, forstjóra Þróunar- samvinnustofnunar Íslands. Hversu hátt hlutfall af lands- framleiðslu erum við að greiða til þróunaraðstoðar? Þetta hlutfall var 0,19 prósent í fyrra en verður líklega 0,22 prósent á þessu ári. Markmiðið er að við náum 0,35 prósenta hlutfalli eigi síðar en árið 2009. Hver eru helstu verkefni okkar á þessu sviði? Til skamms tíma lögðum við megin- áherslu á aðstoð á sviði fiskveiða en á síðari árum höfum við lagt meiri áherslu á fræðslumál, sérstaklega fullorðinsfræðslu, heilbrigðismál og aðstoð við nýtingu jarðhita. Verkefnin hafa flest verið í Afríku en eins höfum við verið að vinna að verkefnum á Srí Lanka og í Níkaragva. SPURT & SVARAÐ ÞRÓUNARAÐSTOÐ Í umræðum um hvort Ís- land eigi að sækja um aðild að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna er gjarnan spurt hvort svo smá þjóð hafi þar eitthvað að segja. Baldur Þórhallsson stjórnmála- fræðingur segir það vera undir okkur sjálfum komið. Það er óumdeilt að þau ríki sem mest láta til sín taka á alþjóðavett- vangi eru þau sem hafa stærstu efnahagskerfin, mestan herstyrk- inn og víðáttumestu landsvæðin, það liggur í hlutarins eðli. Það þýðir hins vegar ekki að smærri ríki geti ekki haft áhrif innan alþjóðastofnana á borð við Sam- einuðu þjóðirnar. Sum hafa raunar gert það með góðum árangri eins og Norðurlöndin eru dæmi um. Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Ís- lands, flytur í dag erindi á ráðstefnu í Peking í Kína þar sem því er hald- ið fram að ríki, stór sem smá, geti valið sér stærð í alþjóðakerfinu þar sem stærðin byggist meðal annars á vali, viðhorfum og sýn stjórn- málamanna og almennings. Íslendingar sækja í sig veðrið Pólitísk stærð ríkja er sá mæli- kvarði sem oftast er litið til þegar áhrif þeirra eru metin, undir hana flokkast til dæmis hernaðarstyrk- ur og stærð stjórnsýslunnar. „Við erum háð Bandaríkjunum um varnir,“ segir Baldur en bendir aftur á móti á að stjórnsýslan hafi eflst á Íslandi síðasta áratuginn, ekki síst utanríkisþjónustan. Þetta eykur verulega möguleika okkar á að hafa áhrif. Þangað til fyrir um það bil tíu árum vorum við að miklu leyti óvirkir gerendur í alþjóðakerfinu, Íslensk stjórnvöld eru að taka miklu virkari þátt í alþjóðastofnunum í dag en áður.“ Að mati Baldurs skipta hins vegar viðhorf og sjálfsmynd einnig talsverðu máli, bæði við- horf innlendra stjórnmálamanna og almennings svo og hvernig litið er á viðkomandi ríki innan alþjóðakerfisins. „Í Svíþjóð og á Norðurlöndunum almennt, nema þá kannski á Íslandi, hafa stjórn- málamenn frá lokum síðari heims- styrjaldar alltaf haft það að mark- miði að hafa áhrif á alþjóðakerfið og telja sig hafa getu til þess. Á erlendum vettvangi, til dæmis innan Sameinuðu þjóðanna, er ætlast til þess að Danmörk, Noregur og Svíþjóð leggi veru- lega af mörkum til þróunarmála og friðargæslu. Í Sviss, sem er að mörgu leyti svipað ríki, er skynj- unin allt önnur. Þar ætla stjórn- málamenn sér ekki stóra hluti á alþjóðavettvangi enda er ekki búist við því að Svisslendingar láti mikið til sín taka á því sviði.“ Ríki geta markað sér stærð Af þessu má ráða að áhugi íslenskra stjórnvalda til að láta til sín taka á alþjóðavettvangi, til dæmis innan öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna, ætti að geta skil- að sér í kröftugu og sjálfstæðu starfi á því sviði. „Já, í rauninni,“ segir Baldur. „Þessa stundina takast á tvö sjónarmið um íslensk utanríkismál. Annars vegar er þetta hefðbundna sjónarmið, að Íslendingar eigi bara að einblína á innviði íslensks samfélags og ein- beita sér aðeins að þeim utanríkis- samskiptum sem við græðum beint á, helst í beinhörðum pening- um. Hins vegar er það sjónarmið að við höfum meira fram að færa og við eigum að taka virkan þátt í alþjóðakerfinu og alþjóðastofn- unum. Þá hafa menn trú á því að við sem lítið ríki getum haft áhrif. Þannig segja margir sem svo að við séum svo smá og enginn hlusti á okkur og því sé enginn tilgangur með að við förum þarna inn. Þetta er mismunandi sýn á alþjóðakerf- ið sem og á getu lítils ríkis.“ Baldur viðurkennir að eftir sem áður takmarkist áhrif ríkja í alþjóðakerfinu af efnahagi, hern- aðarmætti og slíku, að öflugustu gerendurnir muni ávallt verða ríkustu og sterkustu ríkin. „Það þýðir hins vegar ekki að hin séu áhrifalaus eða geti ekki haft til- burði til að hafa áhrif á tiltekna málaflokka. Þá kemur í rauninni til hver er vilji stjórnmálamann- anna í þessum löndum, hvernig líta þeir á getu ríkisins og alþjóða- kerfisins. Innan tiltekinna marka geta menn afmarkað sína stærð í alþjóðakerfinu.“ Í þessu ljósi bendir Baldur á að aukin þátttaka Íslendinga í alþjóða- kerfinu − eða útþensla utanríkis- þjónustunnar, eins og oft er sagt − ætti að skila sér. „Menn hafa ekki áhrif nema að þeir reyni að hafa áhrif. Margir stjórnmálamenn trúa því nú að Ísland hafi eitthvað fram að færa og hafi getu til að ýta við málum í alþjóðastofnunum.“ Hvort þau góðu áform skili sér svo í öfl- ugu starfi verður tíminn hins vegar að leiða í ljós. FRÉTTAVIÐTAL SVEINN GUÐMARSSON sveinng@frettabladid.is Stærð ríkja liggur í sjálfsmatinu BALDUR ÞÓRHALLSSON „Menn hafa ekki áhrif nema að þeir reyni að hafa áhrif. Margir stjórnmálamenn trúa því nú að Ísland hafi eitthvað fram að færa og hafi getu til að ýta við málum í alþjóðastofnunum.“ HEIÐA ÖRYGGISRÁÐIÐ Íslendingar hyggjast næla sér í sæti í ráðinu en óvíst er hvort við höfum burði til að láta til okkar taka vegna smæðarinnar. Baldur telur að trú íslenskra stjórnmálamanna geti haft mikið að segja hvernig tekst til. Rætt hefur verið um aðsilnað ríkis og kirkju upp á síðkastið. Vinstri grænir ályktuðu meðal annars á nýafstöðnum landsfundi að beita sér fyrir afnámi stjórnarskrárákvæðis um samband þessara tveggja fyrirbæra. Vinstri grænir telja að það sé eðlilegt enda þróist Ísland óðfluga í átt til fjölmenningarlegs samfélags og því sé ekki réttlætanlegt að ríkið skuli bundið kirkjunni í stjórnarskrá. Hvað segir stjórnarskráin? í 62. grein stjórnarskrár íslenska lýðveldis- ins segir að hin evangelíska lúterska kirkja skuli vera þjóðkirkja á Íslandi og skuli ríkisvaldið þess vegna styðja hana og vernda. Það er þetta stjórnarskrárverndaða fjárhagslega samband ríkisins og kirkjunnar sem vefst fyrir mönnum. Hannes Hólmsteinn Gissurarson benti nýverið á í grein sem hann birti að ríkisafskipti gætu verið kirkjunni til trafala, trúarlíf sé því blómlegra eftir því sem minni opinber afskipti séu af því. Ekki trúfrelsi? Það eru fleiri rök sem hægt er að telja til. Þannig hefur verið bent á að ekki sé hægt að segja að hér ríki fullkomið trúfrelsi fyrr en aðskilnaði hafi verið hrint í framkvæmd. Það sé ekki rétt að ríkið geri upp á milli safnaða og trúarbragða með þeim hætti sem nú er stjórnarskrárbund- inn. Þarna mætast vinstrisinnar og frjálshyggju- menn í skoðunum sínum um ríki og kirkju. Hvernig er stjórnarskrá breytt? Að breyta stjórnarskrá er ekki eins og að setja venjulegar lagabreytingar. Stjórnarskrárbreyt- ingar þarf að samþykkja á einu þingi, þvínæst þurfa þær að hljóta blessun næsta þings með þingkosningum í millitíðinni, enda er stjórn- arskráin ein af forsendum lýðræðis. Þannig er reynt að tryggja að ekki slæðist inn óvandaðar breytingar. FBL GREINING: RÍKIÐ OG KIRKJAN Ekki fullkomið trúfrelsi hér? Náum oftast árangri 19 99 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 84 87 78 68 38 62 SIGHVATUR BJÖRGVINSSON Forstjóri Þróunar- samvinnustofnunar Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.