Fréttablaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 79

Fréttablaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 79
MÁNUDAGUR 31. október 2005 27 � � LEIKIR � 20.00 ÍR og ÍS mætast í Hópbílabikar kvenna í körfubolta. � � SJÓNVARP � 16.10 Ensku mörkin á Rúv. � 18.30 NFL á Sýn. � 20.30 Ítölsku mörkin á Sýn. � 21.00 Ensku mörkin á Sýn. � 21.30 Spænsku mörkin á Sýn. � 22.00 Olíssport á Sýn. � 23.50 Ensku mörkin á Rúv. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 28 29 30 31 1 2 3 Mánudagur OKTÓBER FÓTBOLTI Eitt óhugnanlegasta atvik síðari tíma í norska fótboltanum átti sér stað í leik Start og Fred- rikstad á laugardag. Þá lenti fyrir- liði Fredrikstad, Dagfinn Enerly, í samstuði við félga sinn með þeim afleiðingum að hann hálsbrotnaði. Enerly er lamaður frá hálsi og niður úr. Atvikið setti sitt mark á leikinn sem var aðalleikur helgarinnar enda var Start í lykilstöðu til að tryggja sér norska meistaratitil- inn og það á heimavelli. Fredrikstad vann aftur á móti, 3-1, og bjargaði sér þar með frá falli úr úrvalsdeildinni en það er ljóst að liðið leikur tæplega annað tímabil í deild þeirra bestu með fyrirliðanum sínum. Hryllingur í Noregi: Fyrirliði Fred- rikstad lamaðist HANDBOLTI Það er óhætt að segja að hornamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson hafi tekið fjögurra þjóða mótið í Póllandi í nefið því hann var bæði markahæsti leik- maður mótsins, með 25 mörk í þrem leikjum, og sá besti. Næst- markahæsti leikmaður mótsins var Daninn Lars Christiansen með 19 mörk Guðjón Valur var þar að auki í úrvalsliði mótsins sem og Ólafur Stefánsson. Ólafur komst í liðið sem miðjumaður en hann hefur lengstum spilað sem skytta með landsliðinu. - hbg Póllandsmótið í handbolta: Guðjón marka- hæstur og bestur GUÐJÓN VALUR SIGURÐSSON Er að stimpla sig inn sem einn af betri handboltamönn- um heims í dag. FÓTBOLTI Íslenski landsliðsmaður- inn Veigar Páll Gunnarsson skor- aði í gær tvö mörk fyrir norska liðið Stabæk í lokaumferð B-deild- arinnar þar í landi. Stabæk vann stórsigur á Pors Grenland 8-1 en liðið hafnaði í efsta sæti deildarinnar og mun því leika á ný í úrvalsdeildinni næsta leiktímabil. - egm Stabæk vann stórsigur: Veigar Páll með tvö mörk HANDBOLTI „Við komum aldrei til- búin í þennan leik og sigur Hauka var fyllilega sanngjarn,“ sagði Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir að liðið tapaði fyrir Haukum í gær. Haukastúlk- ur voru yfir nær allan leikinn, þær komu ákveðnari til leiks og unnu á endanum öruggan 30-24 sigur eftir að hafa verið tveimur mörk- um yfir í hálfleik. „Þær komu rétt stemmdar og litu á þennan leik sem nokkurn veginn úrslitaleik sem hann var. Hins vegar gerðum við það því miður ekki. Ef haus- inn er ekki í lagi þá eru mistökin endalaus og hlutirnir ganga ekki upp. Ég er ósáttur við að mínir leikmenn mæta í þennan leik án þess að hafa hausinn skrúfaðan á. Haukarnir gáfu okkur tækifæri til að koma til baka en því miður virtist vanta áhugann á því að gera það,“ sagði Aðalsteinn sem var mjög ósáttur við frammistöðu síns liðs. Í fyrri hálfleik var nokkurt jafnræði með liðunum og staðan var 11-11 en svo komust Íslands- meistararnir yfir og létu for- ystuna aldrei af hendi. Ragnhildur Guðmundsdóttir var markahæst í liði Hauka með sjö mörk en Hanna G. Stefánsdóttir skoraði sex. Jóna Margrét Ragnarsdóttir var besti leikmaður Stjörnunnar en hún skoraði níu mörk í leiknum. „Við fengum á andlitið í Vest- mannaeyjum og náðum að bæta okkar leik í dag. Við sýndum núna okkar rétta andlit, Stjarnan er með gott lið og það þarf að eiga góðan leik til að sigra það. Ég er mjög ánægður með að við kláruðum leikinn, vorum mun skynsamari í sóknarleiknum. Vonandi er þetta eitthvað sem er komið til að vera,“ sagði Guðmundur Karlsson, þjálf- ari Haukastúlkna. Undir lok leiksins fékk Elísabet Gunnarsdóttir í liði Stjörnunnar rautt spjald en Harpa Melsted, fyrirliði Hauka, lá eftir á vellinum og nokkur skelfing greip um sig á vellinum. „Ég var bara í sókninni og þá keyrir einhver á mig, ég lendi á höfðinu og dett út. Ég veit eiginlega ekki alveg hvað gerðist en þetta var óhugnanlegt,“ sagði Harpa þegar hún var búin að jafna sig skömmu eftir leik. Í fyrri hálf- leik fékk Martha Hermannsdóttir rautt spjald hjá Haukum fyrir sína þriðju brottvísun. Eftir þessi úrslit hafa Haukar og Stjarnan sætaskipti í deildinni, Hafnarfjarðarliðið er komið upp í annað sætið og er stigi á eftir ÍBV þegar sex umferðum er lokið. Haukar stöðvuðu sigur- göngu Stjörnunnar Stjarnan tapaði sínum fyrsta leik í DHL-deild kvenna í handbolta í gær. Hauka- stúlkur unnu sex marka sigur að Ásvöllum. ÁGÆTUR LEIKUR HJÁ GUÐBJÖRGU Eyjastúlkan Guðbjörg Guðmannsdóttir átti ágætan leik gegn Stjörnunni í gær. Hún skorar hér eitt af þrem mörkum sínum í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.