Fréttablaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 42
24 31. október 2005 MÁNUDAGUR Hús Orkuveitu Reykjavíkur gnæfir hátt á holti Árbæjar- ins. Þar hafa hugvit, hátækni og fagurfræði lagst á eitt og úr verður nútímaleg bygging, skreytt einstökum listaverk- um bæði utan dyra og innan. Vatnið skipar sérstakan sess í skreytingum í og við hús Orku- veitunnar. Það er vissulega tákn- rænt þar sem vatsorkan er aflið stofnunin byggir á að miklu leyti. Hús Orkuveitunnar hlaut 1. verð- laun í hugmyndasamkeppni sem efnt var til meðal arkitekta vorið 2000 en þau verðlaun eru ekki hin einu sem fyrirtækinu hefur hlotn- ast í sambandi við höfuðstöðvar sínar. Nýlega fékk það viðurkenn- ingu fyrir hversu vel er að starfs- mönnum búið sem vinna í opnu rými því loft og veggir eru með litlum götum sem soga í sig hljóð og lág skilrúm milli borðanna eru gædd sömu eiginleikum. Því myndast aldrei gnýr eða glymj- andi í húsinu. Arkitektar að húsi Orkuveit- unnar eru Hornsteinar Arkitektar og Teiknistofa Ingimundar Sveinssonar. Skrifstofuhúsið samanstendur af þremur megin- hlutum, líkt og fyrirtækið sem er í senn orkuveita, hitaveita og vatnsveita. Eystri hluti skrif- stofuhússins er þungur og form- legur en hinn er andstæða hans, sveigður og kvikur. Þannig krist- allast orkan. Fimm listamenn fengu það hlutverk strax í upp- hafi að skreyta húsið verkum sín- um. Þau eru kölluð „húsverk.“ og eru sannarlega athyglisverð. Húsið á hálsinum Hús Orkuveitunnar samanstendur af tveimur sjálfstæðum en samtengdum skrifstofubyggingum.Orkuveituhúsið er sannkallað stórhýsi. Sveifla heitir þetta listaverk Hreins Friðfinnssonar og er háð breiddargráðunni. Pendúllinn slær niður pinnana umhverfis hringinn á 26 tímum og 17 mínútum en væri listaverkið á Norður- eða Suðurpólnum tæki það hann 24 tíma. Hringur er listaverk Finnboga Péturssonar. Undirtitill þess er rafbylgja hljóðbylgja loftbylgja vatnsbylgja ljósbylgja. Það er í grafhýsi í byggingunni. Sameind er eftir Kristján Guðmundsson. Það er utan dyra og sameinar hitaveitu, vatns- veitu og rafmagnsveitu því í einu kerinu er heitt vatn, kalt vatn í öðru og ís í því þriðja. Formin kallast á í húsi Orkuveitunnar. Síkvikt vatnið í tjörninni utan við húsið endurspeglar spennu og sveigjanleika í formum vestri byggingarinnar. Brýrnar milli bygginganna eru samgöngu- æðar. Þar þykir gott að tala í síma en auk þess eru gegnsæ smáafdrep víða í bygg- ingunni sem starfsfólk notar til að ræða persónuleg mál í símann. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M 24-25-fast efni lesið 30.10.2005 17:00 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.