Fréttablaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 16
 31. október 2005 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 „Við þurfum byltingu“, sagði Katrín Anna Guðmundsdóttir í ræðu á hinum glæsilega kvenna- baráttufundi fyrir viku sem löggan lét því miður halda á Hallærisplan- inu – sem er eins og láta Rolling Stones spila í Akóges-salnum. Sjálfur missti ég af viðburðinum en var hins vegar vitni að baráttu- fundinum á Lækjartorgi á kvenna- verkfallsdeginum 1975. Því bar- áttufundur var þetta – einn fárra í Íslandssögunni. Oftast verður fólk hálf kollhúfulegt á svona samkom- um, að minnsta kosti þegar þær eru haldnar úti undir beru lofti; það hímir og tvístígur og gapir og gónir og eins og það viti ekki alveg hvað það eigi af sér að gera en langi heim. En því var ekki að heilsa á fundinum á Lækjartorgi fyrir þrjátíu árum. Eins og sagt er: eitt- hvað lá í loftinu. Þótt maður væri bara sautján ára fávís drengur þá skynjaði maður að nákvæmlega á þessari stundu var vindáttin að snúast. Samstaðan var svo mátt- ug, söngurinn svo skær. Nú átti ekki eitthvað að fara að gerast – nú var það að gerast. Í minn- ingunni finnst mér eins og þarna hafi verið komnar saman allar konur Reykjavíkur og nágrennis, og maður skynjaði hvernig þær fundu hver aðra og mynduðu afl, sem var í senn mjög beinskeytt og mjög glaðvært. Hvert andlit lýsti af hugljómun. Í öllum hugskotum virtist hafa fæðst hugmynd um að til væri annað líf. Þetta var annað líf, annað þjóð- félag. Leikskólar þóttu vera neyðar- brauð fyrir konur sem ekki ættu kost á samvistum við börn sín allan daginn og þeirri stefnu var fylgt í reynd af Reykjavíkurborg alveg fram á tíunda áratuginn þegar R- listinn tók við: meira að segja var reynt að borga konum fyrir að vera heima til þess að þurfa ekki að reisa leikskóla. Um konur á vinnu- markaði var haft hugtakið „að vinna úti“, sem hljómaði óneitanlega svo- lítið eins og að „verða úti“. Vinnu- markaðurinn var með öðrum orðum skilgreindur sem útlönd fyrir konur, útskúfun – eða útlegð; „útivinnandi“ konur voru hálfgerðar Höllur... Þrátt fyrir slíka hugtakanotkun og leikskólastefnu sem miðaðist við að konur héldu sig „inni“ þá var atvinnuþátttaka kvenna býsna útbreidd á þessum árum og það var ekki bara á hugmyndastiginu að konur gætu átt sér sjálfstæða tilveru sem einstaklingar, en væru ekki einskærir þjónustufulltrúar karla og barna. Um allt þjóðfélag- ið voru konur sem glímdu við það snúna verkefni að koma ýmsum ólíkum hlutverkum sínum heim og saman, en þá þurftu þær að auki að búa við miklu andsnúnari ráðandi öfl en nú eru – að minnsta kosti í orði – og ramma hugmyndafræði sem gegnsýrði allt samfélagið þeirri hugmynd að karlkynið væri hið náttúrlega kyn og haga bæri málum með þarfir þess að leiðarljósi. Sem svo sem hefur ekki breyst. Þetta var eiginlega þeim mun einkennilegra ástand fyrir þá sök að nokkur hefð hefur verið fyrir kvenskörungum í þorpum og sveitum landsins. Í íslensk- um hugmyndaheimi er ímynd- in sterk af hinum harðduglegu konum sem gengu í störfin á meðan kallarnir voru til sjós eða í göngum og réttum – eða bara fullir. Iðjulausar skrauthofróður af því tagi sem uxu upp í borgar- samfélögum Evrópu urðu ekki útbreidd stétt hér á landi og hvað þá áhrifamiklar við að setja mark sitt á þær kven-ímyndir sem helst hafa mótað sjálfsmynd íslenskra kvenna: sú hugsjón hefur alltaf snúist um að uppfylla væntingar um dugnað ekkert síður en útlit. Og það sem þykir fallegt útlit er dugnaðarlegt útlit. Þessar duglegu konur komu allar saman fyrir viku og eftir að vita hvað út úr því kemur. En fyrir þrjátíu árum fóru í hönd spennandi tímar í kjölfar kvenna- verkfallsins: það var talað um reynsluheim kvenna, sem þótti mikil goðgá, kvenskáld streymdu fram, kvennamystík, kvennaguð, svo kom Vigdís, Kvennaframboð, við heyrðum nýjar raddir og feng- um nýja liti og nýjan mat þegar karlmenn uppgötvuðu aðra hluta heimilisins en bílskúrinn. Og samt er enn til eitthvað sem kallast kvennalaun. Forlátið þessar minningar en mér finnst eins og þarna fyrir þrjá- tíu árum – daginn sem konurnar lögðu niður störf og stormuðu niður á Lækjartorg – hafi losnað úr læðingi afl sem ennþá er að umturna öllu þjóðfélaginu, gera það opnara og litríkara og samsett- ara. Þetta er byltingin: svona er hún: hún gerist hægt, hún er krók- ótt og sumir vegir liggja ekkert og stundum kemur gagnbylting og þá er ekki um annað að ræða en að storma út, fara í verkfall, kveikja elda. Smáralind sími 517-5330 www.adams.is adams@adams.is Við erum 2 ára! 25% afmælisafsláttur af öllum vörum aðeins í dag. Sáttaboð Ræða Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur á aðalfundi LÍÚ í vikunni hefur vakið talsverða athygli. Hún kvað nauðsynlegt að ná sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið, en til þess að svo mætti verða yrðu allir deilendur að leggja sitt að mörkum og slá af ýtrustu kröfum og skoðunum. Hvatti hún til þess að útvegsmenn hættu að tala um eignarrétt sinn á fiskinum í sjónum og viðurkenndu að aðeins væri um nýtingarrétt að ræða. Á móti bauð hún óbeint að Samfylkingin myndi þá hætta að tala um hvernig kvótanum var úthlutað fyrir tuttugu árum, enda hefði það litla þýðingu nú. Ræðan er líklega merki um að Ingibjörg Sólrún er farin að búa sig undir að taka sæti í ríkisstjórn eftir næstu alþingiskosningar. Forhert Þingmenn Frjálslyndra hafa ekki fagnað boðskapnum og kemur það svo sem ekki á óvart. Sigurjón Þórðarson þing- maður skrifar á heimasíðu sína í gær að greinilegt sé „að Ingibjörg er annað hvort mjög illa upplýst um málefni sjávarútvegsins eða þá forhert í því að komast til valda hvað sem það kostar.“ Fjandvinir Ingibjarg- ar Sólrúnar á Vefþjóðviljanum leggja hins vegar út af ræðunni með öðrum hætti. Þeir telja að hér sé kominn fram kjarninn í „umræðustjórnmálunum“ frægu. Þau snúist bersýnilega „um það að stjórnmálaumræður fari fram á forsendum Ingibjargar Sólrún- ar og samkvæmt þeim reglum sem hún býr til um hvernig umræðurn- ar fari fram“. Innan rammans Vefþjóðviljinn skrifar: „Svigrúmið sem Ingibjörg Sólrún veitir þeim sem vilja taka þátt í stjórnmálaumræðunni fer eftir málaflokkum og verða reglur um umræðurnar gefnar út eftir því sem þörf krefur. Þannig geta menn ekki lengur búist við að fá að halda hverju sem er fram, heldur aðeins því sem er innan þess ramma sem Ingibjörg Sólrún leyfir.“ Sumir verði að vísu hér eftir að halda fram öðrum skoðunum en sínum eigin, en það geri ekkert til því að stjórnmálaumræðan fari fram á forsendum Ingibjargar Sólrúnar „sérfræðings í umræðustjórnmálum og lýðræðisvæðingu“, og það sé fyrir mestu. gm@frettabladid.is Þögnin ein mætir nú þeim sem spyrja íslensk stjórn-völd um stöðu og horfur í viðræðunum við Bandaríkja-menn um framtíð varnarsamstarfs þjóðanna. Tæpt ár er liðið síðan þáverandi utanríkisráðherra, Davíð Oddsson, hélt til Washington til viðræðna við þáverandi utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, Colin Powell, í því skyni „að koma við- ræðum í fastan farveg og eyða óvissu sem uppi hefur verið um framtíð varnarliðsins“ eins og ráðherrann orðaði það á Alþingi 11. nóvember í fyrra. Athygli vakti að utanríkisráð- herra Bandaríkjanna neitaði að tjá sig um viðræðurnar eftir fundinn. Aftur á móti var haft eftir Davíð Oddssyni í fjölmiðl- um að viðræðurnar væru komnar í fastan farveg. Viðurkennt væri að hálfu Bandaríkjamanna að hér á landi ættu að vera tilteknar varanlegar loftvarnir í samræmi við varnarsamn- inginn frá 1951. Aftur á móti væri gert ráð fyrir að Íslending- ar tækju á sig aukna hlutdeild í kostnaði sem fellur til vegna reksturs Keflavíkurflugvallar og aukins borgaralegs flugs á vellinum. Atburðarásin síðustu mánuði hefur ekki verið í samræmi við þær væntingar sem þessi ummæli Davíðs Oddsson- ar vöktu. Öðru nær. Óvissan hefur aukist en ekki minnkað. Margt bendir til þess að viðræðurnar séu í óljósum farvegi og viðurkenning Bandaríkjamanna á nauðsyn loftvarna á Íslandi í samræmi við ákvæði varnarsamningsins láti á sér standa. Össur Skarphéðinsson alþingismaður, sem sæti á í utan- ríkismálanefnd Alþingis, ritar á vefsíðu sína fyrir helgi: „Það er nánast ekkert að gerast í viðræðum okkar Íslendinga við Bandaríkjamenn. Engar efnisviðræður eru hafnar. Himinn og haf ber á milli varðandi kostnaðarþátttöku Íslendinga í rekstri herstöðvarinnar. Engir fundir eru fyrirhugaðir á næstunni. Íslendingar virðast bíða eftir því að Bandaríkja- menn eigi frumkvæði að næstu fundum. Mér sýnist því að í reynd séu viðræður okkar við Bandaríkjamenn um varnar- mál sigldar í strand.“ Össur kveður síðan enn fastar að orði: „Satt að segja er það mitt mat að heldur hafi miðað afturábak en framávið síðustu mánuði. Ég á jafnframt erfitt með að sneiða hjá þeirri ályktun að það hafi orðið stefnubreyting af hálfu Bandaríkjamanna. Þá horfi ég ekki aðeins til þeirrar staðreyndar að vestra virðist málið formlega komið undir þjóðaröryggisráðgjafann Steve Hadley, sem er nátengdur „haukunum“ í málinu, Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra og Dick Cheney varaforseta. Þeir virðast báðir á þeirri skoðun að herinn eigi að fara og það sé einungis eðlilegur þáttur í samdrætti bandarísks herafla í Evrópu. Ég dreg þessa ályktun líka af þeirri staðreynd að þegar sendinefnd okkar kom vestur um haf í síðustu viku stóð til að slengja á borð þeirra kröfum um fjárgreiðslur af Íslend- inga hálfu sem mér virðast hafa verið mjög miklar – og miklu hærri en stjórnvöld gátu búist við.“ Eðlilegt er að gera þá kröfu til nýs utanríkisráðherra, Geirs H. Haarde, að hann upplýsi þjóðina um raunverulega stöðu mála í viðræðunum við Bandaríkjamenn. Varnir landsins eru ekki einkamál stjórnvalda heldur koma þjóðinni allri við. Í lýðræðis- ríki er þögn um jafn mikilsvert mál og þetta óverjandi. SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Upplýsa þarf almenning um viðræðurnar um varnarliðið. Þögnin er óverjandi Byltingin AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Mest lesna vi›skiptabla›i› G al lu p kö nn un f yr ir 36 5 pr en tm i› la m aí 2 00 5. Í DAG KENNARA VERKFALL GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Um konur á vinnumarkaði var haft hugtakið „að vinna úti“, sem hljómaði óneitanlega svolítið eins og að „verða úti“. Vinnumarkaðurinn var með öðrum orðum skilgreindur sem útlönd fyrir konur, útskúfun – eða útlegð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.