Fréttablaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 78
26 31. október 2005 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is Íslenska landsliðið í handknattleik kemur í dag heim frá Póllandi eftir góða ferð á fjögurra þjóða mót sem liðið vann. Ferðalag landsliðsins var ævintýra- legt en fyrsti viðkomustaður landsliðsins í þessari ferð var Magdeburg í Þýska- landi þar sem Akureyringurinn Alfreð Gíslason ræður ríkjum. Alfreð skaut skjólshúsi yfir landslið- ið og sá til þess að það æfði við bestu mögulegu aðstæður áður en haldið var til Póllands. Viðskiptum Alfreðs og HSÍ lauk ekki þar því Einar Þor- varðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, sá sér leik á borði þegar hann sá aðbúnaðinn hjá Alfreð og leigði liðsrútu Magdeburgarliðsins af Alfreð en hann hafði lítil not fyrir hana þar sem deildar- keppnin í Þýskalandi lá niðri. Einar leigði ekki bara rútuna af Alfreð heldur einnig bílstjórann sem keyrir Magdeburgar-liðið hvert á land sem er. Fimm tíma akstur er frá Magde- burg til Poznan í Póllandi, þar sem mótið fór fram, og aksturinn til Pól- lands gekk vel og var gerður góður rómur að rútunni sem er mjög glæsileg. Ekki verður a n n a ð sagt en að íslenska liðið hafi vakið athygli í Póllandi enda er rútan vel merkt Magdeburgar-liðinu og eflaust hafa margir orðið hissa er þeir sáu íslenska landsliðið í rútunni. „Þetta er frábær rúta og það ætti ekki að væsa um landsliðið í henni,“ sagði Alfreð í spjalli við Fréttablaðið og Einar Þorvarðarson tók í sama streng. Stemningin fyrir rútunni datt svo örlítið niður síðasta dag- inn þegar í ljós kom að hún var biluð og íslenska liðið varð að gera sér að góðu að fara með „venjulegri“ rútu aftur til Magdeburg. Spurning hver greiðir fyrir viðgerðina? ÍSLENSKA LANDSLIÐIÐ Í HANDKNATTLEIK: LEIGÐI LIÐSRÚTU MAGDEBURGARLIÐSINS Rútan sem Alfreð leigði landsliðinu bilaði Heyrst hefur... ... að Akureyringurinn Jóhann Þórhalls- son sé í miklum vandræðum með að ákveða með hvaða liði hann leikur næsta sumar. Þrjú lið í Landsbanka- deildinni koma til greina og sögusagnir herma að hann muni enda í Grindavík enda ku Sigurður Jónsson ganga hart á eftir honum þessa dagana. > Valur á leið í Val? Fyrirliði Fylkis, Valur Fannar Gíslason, hefur ekki enn skrifað undir nýjan samning við Árbæinga þó að nokkuð sé síðan Íslandsmótinu lauk. Heyrst hefur að hann sé að bíða eftir lendingu í máli Grétars Sigfinns Sigurðs- sonar sem vill vera í Val en þarf væntanlega að fara aftur í Víking. Ef Grétar fer þá ætlar Valur Fannar sér að spila með Val, enda fengi hann þá sæti í byrj- unarliðinu, en ef Grétar fer hvergi þá mun hann væntanlega framlengja við Fylki enda byrjunar- liðssætið farið ef Grétar verður áfram í Val. FÓTBOLTI Í nýrri ævisögu hollenska framherjans Jimmys Floyds Hasselbaink kemur fram að Chel- sea brjóti reglur enska knatt- spyrnusambandsins. Hasselbaink segir í bók sinni að Chelsea hafi greitt leikmönnum liðsins 100 þús- und pund í bónus fyrir að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnr leiktíðina 2003-04 en samkvæmt samningum leikmanna áttu þeir aðeins að fá 50 þúsund pund. Regl- urnar kveða á um að bannað sé að breyta bónusum þegar leiktímabil er hafið. Chelsea neitar allri sök í málinu. „Engar ólöglegar greiðslur hafa runnið í vasa leikmanna,“ sagði í yfirlýsingu frá Chelsea. „Það er ekkert að rannsaka.“ Hasselbaink lék með Chelsea í fjögur ár en fór til Middlesbrough í júlí árið 2004. - hbg Jimmy Floyd Hasselbaink opnar sig: Chelsea brýtur regl- ur um bónusa JIMMY FLOYD HASSELBAINK Segir ekki allt með felldu hjá Chelsea. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Einhver óvæntustu tíð- indin í knattspyrnuheiminum til margra ára eru tvímælalaust þau að landslið Ghana vill fá Andy Cole til þess að stýra liðinu á HM. Cole á fund með fulltrúum frá knattspyrnusambandi Ghana 9. nóvember næstkomandi. „Ég er mjög spenntur að heyra hvað þeir hafa að segja,“ sagði Cole sem enn er í fullu fjöri og hefur verið að skora grimmt fyrir Man. City í vetur. „Við viljum veita leikmönnum okkar þann besta aðbúnað sem hægt er fyrir HM og við teljum að fá Cole sem þjálfara sé framfara- skref fyrir Ghana,“ sagði Dennis Tawian, talsmaður knattspyrnu- sambandsins í Ghana, en stærsta stjarna liðsins er tvímælalaust Michael Essien, leikmaður Chel- sea. „Cole er vel þekktur í Ghana enda sjáum við mikið af enska boltanum í heimalandinu.“ Cole hefur aldrei leikið sjálf- ur á HM og því ætti þetta að vera kjörið tækifæri fyrir hann. Svo hefur þorp í Ghana lofað Cole því að gera hann að höfðingja komi hann liðinu í gegnum riðla- keppnina á HM. - hbg Framherjinn Andy Cole hugsanlega á leið í þjálfun: Boðið að þjálfa Ghana ANDY COLE Kannski næsti landsliðsþjálfari Ghana. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Það kom mörgum á óvart þegar George Burley sagði upp störfum hjá skoska úrvalsdeildar- liðinu Hearts. Nú hefur eiginkona hans, Jill, opnað sig og segist eiga sökina á því að Burley sé ekki að þjálfa Hearts í dag, Hún lenti upp á kant við hinn rússneska Vlad- imir Romanov sem á stærstan hluta í liðinu. „George fór í kvöldverðarboð hjá Romanov flesta laugardaga. Vikuna áður en hann var rekinn tók hann mig með líka. Þegar við komum var Romanov búinn að borða, honum líkaði ekkert við mig. Mér fannst Romanov mjög dónalegur og leiðinlegur,“ sagði Jill. Þá opinberaði hún það einnig að eiginmaður sinn hefði engin formleg tilboð fengið um knatt- spyrnustjórastöðu síðan hann lét af störfum hjá Hearts. Hearts tapaði fyrsta leik sínum á tíma- bilinu um helgina, 2-0, fyrir erki- óvinum sínum í Hibernian. - egm Ástæða þess að Burley hætti: Konunni að kenna KÖRFUBOLTI Það var sannkallur stórleikur í kvennakörfuboltanum í gær þegar Keflavík heimsótti Hauka og var leikurinn fjörugur og skemmtilegur. Haukar höfðu forystuna nær allan tímann en gestirnir voru ekki langt undan. Það var ekki fyrr en í síðasta leik- hlutanum sem nokkuð afgerandi munur var milli liðanna. „Ég er mjög ánægður með úrslitin en ég tel að við getum spilað mun betur en við gerðum í þessum leik. Það er nokkur þreyta í liðinu enda er það nýkomið heim frá Frakk- landi. Kaninn hjá okkur hefur átt við veikindi að stríða og hefur enn ekki jafnað sig að fullu og þá var Jelena Jovanovic að spila sinn fyrsta leik á Íslandsmótinu, hún þekkir liðið ekki mjög vel. Það tekur sinn tíma fyrir hana að komast inn í þetta,“ sagði Ágúst S. Björgvinsson, þjálfari Hauka, í leikslok. Helena Sverrisdóttir var stigahæst í Haukaliðinu með 22 stig, þar af skoraði hún tíu í fyrsta leikhluta. Kesha Tardy kom næst hjá Haukum með þrettán stig en Reshea Bristol skoraði fjórtán stig fyrir Keflavík og var stiga- hæst í liðinu. „Varnarleikurinn var nokkuð góður, við náðum að halda Kefla- vík undir fimmtíu stigum sem er mjög gott. Það er hinsvegar margt sem þarf að laga í okkar leik. Til dæmis í sókninni erum við ekki að lesa mistök í vörn andstæðinganna og við þurfum að geta spilað bolt- anum betur innan okkar liðs. Þessi sigur gefur okkur væntanlega mikið sjálfstraust,“ sagði Ágúst. Anna María Sveinsdóttir hjá Keflavík sagði eftir leik að liðið hefði ekki átt skilið að fá neitt út úr þessum leik. „Við spiluðum ekki vel. Sóknarleikurinn var ekki að ganga og við hittum illa, spiluðum ágætisvörn á köflum en á meðan skotin eru ekki að detta þá vinnum við ekki leik. Við létum ýmsa hluti fara of mikið í taugarnar á okkur, mikið af dómum að falla þeim í hag og það fór í skapið á okkur sem á ekki að gerast,“ sagði Anna María. elvar@frettabladid.is Varnarsigur hjá Haukum Haukar og Keflavík hafa bæði sex stig í Iceland Express deild kvenna í körfu- knattleik eftir að Haukastúlkur lögðu Keflavík 66-48 í gær. HELENA HEIT Hin frábæra körfuknattleikskona, Helena Sverrisdóttir, átti mjög góðan leik með Haukum gegn Keflavík í gær. Hún skorar hér tvö af fjórtán stigum sínum í leiknum án þess að Reshea Bristol komi nokkrum vörnum við. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.