Fréttablaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 83

Fréttablaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 83
TÓNLIST [ UMFJÖLLUN ] Hmm... hver veit fyrir hvað þessi Z sem prýðir nýjustu plötukápu My Morning Jacket stendur fyrir. En eitt er víst, að sveitin tekur heldur óvænta stefnu á þessari nýju plötu sinni. Fram til þessa var hljómur þeirra frekar gruggug útgáfa af bandarísku sveitarokki, alls ekki ósvipað því sem The Band og Neil Young urðu fræg- ir fyrir á sínum tíma. Það eru enn leifar af því eftir, en það er eins og Jim James og félagar hafi ákveðið að gera poppplötu með aðstoð nýjustu hljóðtækni og vísinda. Útkoman er frábær og án efa það besta sem þessi magnaða sveit hefur sent frá sér. Höfuðpaurinn og lagahöfundurinn James hefur opnað huga sinn fyrir nýjum flóðgáttum og allt í einu er bilið á milli My Morning Jacket og Flaming Lips orðið óvenju stutt. Það er heldur ekki svo galið að líkja lagasmíðum Jim James við þau lög sem Elton John gat samið áður en hann varð feit karlkyns útgáfa af Elisabeth Taylor. Sá gamli kolklikk- aði hommi átti það nefnilega til að semja frábær lög, þó svo að yngri kynslóðir eigi erfitt með að trúa því. Tékkið á Goodbye Yellow Brick Road og Captain Fantastic. En aftur að My Morning Jacket: Það hefur heldur aldrei verið svona mikil innlifun í söng James. Kannski vegna þess að hann er ekki beinlínis fæddur með englarödd og því hefur hann kannski ekki þorað að láta vaða, fyrr en nú. Í lok lagsins Gideon syngur hann af öllum lífsins sálar kröftum, eins og hann sé að þakka skapara sínum fyrir tilvist sína. Þeir félagar skipta nokkrum sinnum um gír á plötunni því næsta lag strax á eftir What a Wonderful Man er lík- legast mesta afmælisveislulag sem þeir hafa gert. Fullt af hamingju og von. Annað frábært lag er svo Anytime, sem hefur líklegast fengið vin þeirra, Dave Grohl, til þess að brosa út að eyrum. Vel smíðaður rokkslag- ari með beittum poppönglum sem ættu að draga hvern einasta rokk- áhugamann, með blæðandi kinn, í land. Það er bjart yfir Jim James þessa dagana og hann er greinilega nægi- lega mikill listamaður til þess að ýta sér stöðugt á brúnina. Z er með áhugaverðari plötum þessa árs og ég hef það á tilfinningunni að hún eigi bara eftir að vaxa og vaxa við hverja hlustun. Birgir Örn Steinarsson Z fyrir Zorglúbb? MY MORNING JACKET Z NIÐURSTAÐA: Fjórða breiðskífa My Morn- ing Jacket er það besta sem sveitin hefur látið frá sér fara. Sveitin hefur hlammað sér einhverstaðar á milli bandarískrar sveitatón- listar og tilraunapopps, og gerir vel. Bíl af gerðinni Ford Anglina sem var notaður í einni af Harry Potter-myndunum hefur verið stolið. Bíllinn hafði verið til sýnis fyrir utan South West kvikmynda- verið í Bretlandi. Bíllinn var merkilegur fyrir þær sakir að hann gat flogið en í raun og veru er bíllinn ekki einu sinni ökufær. Ekki er vitað hvort þjófurinn hafi vitað að um Harry Potter-bíl hafi verið að ræða. Bíllinn var annað hvort dreginn í burtu eða hífður upp. Fljúgandi Potter-bíl stolið HARRY POTTER Bíl sem notaður var í einni af Harry Potter-myndunum var stolið á dögunum. Tónlistarhátíðin Iceland Airwa- ves, sem lauk á dögunum, fær góða dóma í hinu virta bandaríska tímariti Rolling Stone. Greinarhöfundurinn David Fricke kallar hátíðina „svölustu löngu tónleikahelgi sem haldin er á hverju ári“. Fricke fjallar um tónlistarmenn og hljómsveit- ir sem hann sá á hátíðinni og er sérstaklega hrifinn af Ghostig- ital, Jakobínarínu, Benna Hemm Hemm, trúbadornum Þóri, App- arat Organ Kvartett, Kira Kira, Daníel Ágústi og sænska trúba- dornum José González. Ekki er langt síðan Iceland Airwaves fékk góða dóma á heimasíðu bandarísku sjón- varpsstöðvarinnar MTV. Þar hélt greinarhöfundur ekki vatni yfir „timburmannaferð“ sem var farin í Bláa lónið. Einnig var hann hrifinn af hljómsveitinni Apparat eins og kollegi hans frá Rolling Stone. Svalasta tónleikahelgi ársins DANÍEL ÁGÚST Söngvarinn Daníel Ágúst fær góða dóma hjá Rolling Stone, rétt eins og hljómsveitir á borð við Jakobínarínu, Ghostigital og Apparat Organ Kvartett.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.