Fréttablaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 6
6 31. október 2005 MÁNUDAGUR ������������������������������� ������������������ � ����������������� ����������������� ������������������ ��� ������ ��������������������������������� ���������������������������������� ���������������������������� ��������������� ����������������������������� ����������������������������������� ��������������������������� ������������������� �������� ����������������������������������������������������������������������������������������� BRETLAND, AP Dan Brown, höfund- ur metsölubókarinnar Da Vinci lykillinn, sem selst hefur í tuttugu og fimm milljónum eintaka um allan heim, stendur nú frammi fyrir ákæru um ritstuld. Er það í annað sinn sem hann er borinn slíkum sökum. Hann var sýknaður af ákæru um ritstuld í Bandaríkjunum síðastliðið sumar en nú eru það tveir breskir rithöfundar sem saka hann um að hafa stolið meginfléttu og hugmyndum úr tveimur bóka þeirra. Hér er um að ræða meint hjónaband Jesú Krists og Maríu Magdalenu og barn þeirra. ■ Höfundur Da Vinci lykilsins: Brown kærður fyrir ritstuld ELDUR Í BLAÐAGÁMI Eldur kom upp í blaðagámi í Breiðholti í gær og var slökkviliðið í Reykjavík kallað á svæðið. Eldurinn var mikill og þurfti að fjarlægja gáminn. Vel tókst að ráða niðurlögum eldsins og engin hætta skapaðist. SLÖKKVILIÐIÐ Ranglega var greint frá í sunnudagsblaði Fréttablaðsins að á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafi verið samþykkt ályktun þess efnis að ekki kæmi til greina að flytja starfsemi Reykjavíkurflugvallar til Keflavíkur. Ályktunin sjálf, sem flutt var af Kristjáni Sveinbjörnssyni bæjarfulltrúa á Álfta- nesi, hlaut ekki samþykki. Árni Þór Sig- urðsson borgarfulltrúi lagði fram tillögu þess efnis að vísa ályktun Kristjáns til svæðisskipulagsráðs höfuðborgarsvæð- isins og var sú tillaga samþykkt. LEIÐRÉTTING BRETLAND, AP Bresk stjórnvöld íhuga um þessar mundir að koma á drykkjubanni í samgöngutækj- um á borð við lestum og strætis- vögnum. Vonast stjórnvöld til að farþeg- ar þessara farartækja fái þannig frið fyrir drukknum einstakl- ingum og hópum sem hafa gert mörgum lífið leitt í gegnum tíð- ina. Bannið myndi einnig koma í veg fyrir að fólk gæti fengið sér áfengi með matnum sem það borð- ar í samgöngutækjunum. Ekki er talið líklegt að bannið myndi ná til flugvéla. Frumvarpið hefur þegar mætt nokkurri andstöðu hjá almenningi. ■ Frumvarp í Bretlandi: Drykkjubann verði í lestum INDLAND, AP Rúmlega tuttugu manns hafa verið handteknir í Nýju-Delí, höfuðborg Indlands, grunaðir um aðild að þremur hryðjuverkaárásum í landinu sem urðu að minnsta kosti 61 manni að bana. Um 190 manns til viðbótar særðust. Lögregla réðst inn í tugi lítilla hótela í borginni og handsamaði hina grunuðu. Að sögn yfirvalda höfðu hún töluvert af nýjum upp- lýsingum um árásirnar upp úr krafsinu. Yfirvöld leita meðal annars að manni á þrítugsaldri sem gekk inn í strætisvagn skömmu fyrir árásirnar og neitað að borga far- gjaldið. Þegar hann steig aftur út úr vagninum skildi hann eftir sig svartan poka sem sprakk skömmu síðar. Neyðarástandi var lýst yfir eftir árásirnar sem voru gerð- ar á tvo markaði í höfuðborginni á laugardagskvöld. Manmohan Singh, forsætisráðherra Indlands, sagði að árásirnar myndu ekki slá þjóðina út af laginu. „Við munum ekki leyfa þeim að bera sigur úr býtum. Við erum staðráðin í því að berjast gegn hryðjuverkum,“ sagði Singh, sem hélt neyðarfund í þinginu í gær vegna árásanna. Maður sem sagðist tala fyrir hönd islömsku skæruliðahreyfing- arinnar Inquilab Mahaz lýsti áby- rgð á árásunum á hendur hreyf- ingarinnar. Hún er lítt þekkt, en tengist pakistönsku samtökunum Lashkar-e-Tayyaba sem eru talin róttækustu hryðjuverkasamtökin í Kasmír-héraði. Árásirnar í Nýju-Delí voru gerðar aðeins nokkrum klukku- stundum eftir að Indland og Pak- istan hófu viðræður um að opna landamærin í Kasmír-héraði til að auðvelda matar- og læknisaðstoð fyrir fórnarlömb jarðskjálftans á svæðinu sem varð um 80 þúsund manns að bana, flestum búsettum í Pakistan. freyr@frettabladid.is Tuttugu handteknir í kjölfar hryðjuverka Meira en tveir tugir manna hafa verið handteknir í Indlandi, grunaðir um aðild að mannskæðum hryðjuverkaárásum í höfuðborg landsins á laugardag. Að minnsta kosti sextíu og einn maður fórst og tæplega tvö hundruð særðust. SORGMÆDDIR ÆTTINGJAR Ættingjar Kanchan Choudhary, sem fórst í hryðjuverkaárásunum á laugardaginn, bíða grátandi eftir líki hennar á sjúkrahúsi í Nýju-Delí. AP/MYND RÚSSLAND AP Mörghundruð manns komu saman í Moskvu í gær til að minnast pólitískra fórnarlamba frá tímum Svovétríkjanna. Fórn- arlömb, aðstandendur þeirra, stjórnmálamenn og ýmsir mann- réttindasinnar mættu á fundinn og lögðu blóm og kerti á minnis- merki sem reist var til heiðurs fórnarlömbunum. Talið er að um 20 milljón- ir manna hafi verið kúgaðar og pyntaðar í pólitískum hreinsunum stjórnvalda frá uppreisn bolsév- íka árið 1917 til dauða Stalíns árið 1953. Frá því að Sovétríkin hrundu árið 1991 hefur fórnarlambanna verið minnst þann 30. október ár hvert. ■ Pólitískra fórnarlamba minnst: Fjöldafundur í Moskvu MINNTUST FÓRNARLAMBANNA Fjöldi fólks safnaðist saman í Moskvu í gær. 18 KÍLÓ AF HERÓÍNI FUNDUST Lögreglan í Makedóníu lagði hald á 18,6 kíló af heróíni í vörubíl sem var á leið til Kosovo. Verðmæti eiturlyfjanna er talið rúmar 70 milljónir króna. Tveir Make- dóníumenn voru handteknir grunaðir um smyglið. MAKEDÓNÍA ÁKÆRÐIR FYRIR BARSMÍÐAR Tveir bandarískir hermenn hafa verið ákærðir fyrir að hafa ráðist á tvo fanga í suðurhluta Afganistans. Eru þeir sakaðir um að hafa lamið fangana í brjóstkass- ann, í axlirnar og í magann. Þurftu þeir á læknishjálp að halda eftir barsmíðarnar. AFGANISTAN DAN BROWN Breskir rithöfundar hafa kært Brown. FERÐAMÁL Gistiheimilið Brekku- kot í Sólheimum hlaut umhverfis- verðlaun Ferðamálaráðs í ár. Eig- endur Brekkukots hafa markað sér stefnu í anda grænnar ferða- þjónustu og leggja áherslu á sjálf- bærar byggingar, eigin orkuöflun, lífræna ræktun, vinnslu afurða úr náttúrulegum efnum og endur- vinnslu. Ferðamálasetur Íslands veitti í fyrsta sinn 100.000 króna verðlaun fyrir framúrskarandi lokaverkefni um ferðamál sem unnið er af nemanda við háskóla hér á landi. Verðlaunin hlaut Anne Maria Sparf fyrir MS-ritgerð sína sem fjallaði um möguleika lítilla og meðalstórra ferðaþjónustufyr- irtækja til að bæta frammistöðu sína í umhverfismálum með hjálp umhverfisviðmiðunar. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra ávarpaði ráðstefnugesti. Ráðherra sagði í ræðu sinni að fyrirhugað tónlistar- og ráðstefnu- hús í miðborg Reykjavíkur væri stærsta markaðsaðgerð í íslenskri ferðaþjónustu fyrr og síðar. Tón- listarhúsið hefði alla burði til að stækka íslenskan ferðamarkað og lengja ferðamannatímann. Sturla talaði einnig um nauðsyn þess að meta stöðu og langtíma- áhrif sem gengisþróun hefur á ferðaþjónustuna. Hann sagði ljóst að innlend fyrirtæki sem byggja tekjur sínar á erlendum gjald- miðlum búi við krappa stöðu. - jóa Ferðamálaráðstefnan 2005: Brekkukot hlýtur viðurkenningu UMHVERFISVERÐLAUN TIL BREKKUKOTS Aðalheiður Ásta Jakobsdóttir frá gistiheimilinu Brekkukoti ásamt Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra og Ísólfi Gylfa Pálmasyni starf- andi formanni Ferðamálaráðs. MYND/FERÐAMÁLARÁÐ KJÖRKASSINN Eiga útvegsmenn fiskinn í sjónum? JÁ 11% NEI 89% SPURNING DAGSINS Í DAG Ertu búin/-n að setja vetrardekk undir bílinn? BANDARÍKIN, AP Aldrei hafa jafn mörg bandarísk börn fæðst utan hjónabands og nú. Næstum því 1,5 milljónir barna fæddust utan hjónabands í Bandaríkjunum í fyrra og þróunin virðist öll vera í þá áttina. Alls fæddust fjórar milljónir barna í Bandaríkjunum árið 2004. Ekki er um unglingavandamál að ræða því ríflega 83 prósent þeirra kvenna sem eignast barn utan hjónabands eru á þrítugs- aldri. Þessu var öfugt farið fyrir þremur áratugum þegar um 50 prósent þeirra kvenna sem eign- uðust barn utan hjónabands voru innan við tvítugt. Fleiri konur á aldrinum 25 til 29 ára eignast nú barn utan hjónabands. Nam aukn- ingin 14 prósentum milli áranna 2002 til 2004. Bandarískar konur kjósa í dag að ganga seinna í hjóna- band en áður en það er ekki næg ástæða til að útskýra breyting- arnar. Rannsóknir sýna að flest- ar þessar ógiftu mæður eru illa staddar fjárhagslega og hafa aðeins lokið grunnskólaprófi. Það veldur sérfræðingum talsverðum áhyggjum. Fjölskyldumynstur bandarískra fjölskyldna að breytast: Ógiftum mæðrum fjölgar BARNEIGNIR Í BANDARÍKJUNUM Unglinga- fæðingum hefur fækkað en einstæðum mæðrum á þrítugsaldri fjölgar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.