Fréttablaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 70
DRAUMAHÚSIÐ MITT ÁSLAUG JÓNSDÓTTIR Fyrst og fremst heimiliHús Fjölbrautaskóla Norður-lands vestra á Sauðárkróki var tekið í notkun árið 1994. Arkitektar að því eru syst- urnar Albína og Guðfinna Thordarson er unnu sam- keppni um hönnun hússins árið 1982. Þær eru dætur Sigvalda sem teiknaði sjúkrahúsið á Sauðárkróki sem er næsta bygging við skólann. Skólahúsið er 4.380 fermetrar og í því eru 14 kennslustofur. Einnig er heimavist við skólann. Upp- hafleg bygging hennar er frá 1978 enda skólinn stofnaður 1979. Heimavist- in tekur 144 og er hún nýtt sem hótel á sumrin, síðustu árin á vegum Foss- hótelkeðjunnar. Nemendur við skólann eru 412 í vetur en talan hefur sveiflast milli 400 og 500 eftir árum. Skólinn þjónar öllum sveitarfélögum frá Vestur-Húnavatnssýslu í vestri til Siglufjarðar í austri. Skólameistari frá upphafi er Jón Friðberg Hjartarson. FJÖLBRAUTASKÓLINN SAUÐÁRKRÓKI Áslaug Jónsdóttir, rithöfundur og bókverkakona, þarf öruggg- lega að hafa góða birtu inni í draumahúsinu sínu svo hún geti haldið áfram að gera fallegar og skemmtilegar myndir í bæk- urnar sínar en nýja bókin hennar, Gott kvöld, er væntanleg í verslanir. En hvað annað skyldi draumahúsið þurfa að hafa til að bera? „Staðsetningin er við sjóinn, það er alveg öruggt og gjarnan í sveitinni minni. Húsið er fullt af góðum anda og sjór- inn sést út um eldhúsgluggann. Það skiptir ekki máli úr hverju það er heldur hvernig er að vera inni í því og koma heim í það. Þangað koma góðir gestir og gott fólk og það er oft góð matarlykt í því. Kannski er það þess vegna sem fólkið kemur. Svo á þessum árstíma man ég að það verður að vera hlýtt. Ég get vel hugsað mér að koma inn í draumahúsið úr kuldanum og þar er alltaf hlýtt og bjart og kaka í ofninum. Þannig að draumahúsið er ekki steypa og múrverk heldur fyrist og fremst heimili.“ SELDAR EIGNIR Á AKUREYRI* *Þinglýstir kaupsamningar, heimild Fasteignamat ríkisisins. 30 25 20 15 10 5 0 FJÖLDI 14/10- 20/10 21 9/9- 15/9 14 16/9- 22/9 33 23/9- 29/9 13 30/9- 6/10 19 7/10- 13/10 15 Í Norðlingaholti stefnir allt í blómlega byggð. Uppbygging í Norðlingaholti Bláhöfði ehf. átti lægsta tilboð í atvinnu- og þjónustuhúsnæði. Bláhöfði ehf. átti lægsta kauptil- boð í byggingarrétt á átta lóðum fyrir atvinnuhúsnæði í Norðlinga- holti. Tilboðin voru opnuð 19. októ- ber. Í skipulagi Norðlingaholts er gert ráð fyrir lóðum meðfram Breiðholtsbraut og Suðurlands- vegi fyrir margvíslega atvinnu- starfsemi, svo sem skrifstofur, verslanir og þjónustustarfsemi. Lóðirnar eru vel staðsettar með tilliti til aðkomu og sýnileika frá Suðurlandsvegi og Breiðholts- braut og tenginga við helstu um- ferðaræðar að og frá borginni. Í Norðlingaholti mun innan tíðar rísa blómleg byggð og þá er nauð- synlegt að öll þjónusta sé innan seilingar í góðu húsnæði. heimild:rvk.is Áslaug Jónsdóttir rithöfundur vill helst sjá sjóinn út um gluggann. 52 Bak fast efni lesið 30.10.2005 17:13 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.