Fréttablaðið - 31.10.2005, Side 70

Fréttablaðið - 31.10.2005, Side 70
DRAUMAHÚSIÐ MITT ÁSLAUG JÓNSDÓTTIR Fyrst og fremst heimiliHús Fjölbrautaskóla Norður-lands vestra á Sauðárkróki var tekið í notkun árið 1994. Arkitektar að því eru syst- urnar Albína og Guðfinna Thordarson er unnu sam- keppni um hönnun hússins árið 1982. Þær eru dætur Sigvalda sem teiknaði sjúkrahúsið á Sauðárkróki sem er næsta bygging við skólann. Skólahúsið er 4.380 fermetrar og í því eru 14 kennslustofur. Einnig er heimavist við skólann. Upp- hafleg bygging hennar er frá 1978 enda skólinn stofnaður 1979. Heimavist- in tekur 144 og er hún nýtt sem hótel á sumrin, síðustu árin á vegum Foss- hótelkeðjunnar. Nemendur við skólann eru 412 í vetur en talan hefur sveiflast milli 400 og 500 eftir árum. Skólinn þjónar öllum sveitarfélögum frá Vestur-Húnavatnssýslu í vestri til Siglufjarðar í austri. Skólameistari frá upphafi er Jón Friðberg Hjartarson. FJÖLBRAUTASKÓLINN SAUÐÁRKRÓKI Áslaug Jónsdóttir, rithöfundur og bókverkakona, þarf öruggg- lega að hafa góða birtu inni í draumahúsinu sínu svo hún geti haldið áfram að gera fallegar og skemmtilegar myndir í bæk- urnar sínar en nýja bókin hennar, Gott kvöld, er væntanleg í verslanir. En hvað annað skyldi draumahúsið þurfa að hafa til að bera? „Staðsetningin er við sjóinn, það er alveg öruggt og gjarnan í sveitinni minni. Húsið er fullt af góðum anda og sjór- inn sést út um eldhúsgluggann. Það skiptir ekki máli úr hverju það er heldur hvernig er að vera inni í því og koma heim í það. Þangað koma góðir gestir og gott fólk og það er oft góð matarlykt í því. Kannski er það þess vegna sem fólkið kemur. Svo á þessum árstíma man ég að það verður að vera hlýtt. Ég get vel hugsað mér að koma inn í draumahúsið úr kuldanum og þar er alltaf hlýtt og bjart og kaka í ofninum. Þannig að draumahúsið er ekki steypa og múrverk heldur fyrist og fremst heimili.“ SELDAR EIGNIR Á AKUREYRI* *Þinglýstir kaupsamningar, heimild Fasteignamat ríkisisins. 30 25 20 15 10 5 0 FJÖLDI 14/10- 20/10 21 9/9- 15/9 14 16/9- 22/9 33 23/9- 29/9 13 30/9- 6/10 19 7/10- 13/10 15 Í Norðlingaholti stefnir allt í blómlega byggð. Uppbygging í Norðlingaholti Bláhöfði ehf. átti lægsta tilboð í atvinnu- og þjónustuhúsnæði. Bláhöfði ehf. átti lægsta kauptil- boð í byggingarrétt á átta lóðum fyrir atvinnuhúsnæði í Norðlinga- holti. Tilboðin voru opnuð 19. októ- ber. Í skipulagi Norðlingaholts er gert ráð fyrir lóðum meðfram Breiðholtsbraut og Suðurlands- vegi fyrir margvíslega atvinnu- starfsemi, svo sem skrifstofur, verslanir og þjónustustarfsemi. Lóðirnar eru vel staðsettar með tilliti til aðkomu og sýnileika frá Suðurlandsvegi og Breiðholts- braut og tenginga við helstu um- ferðaræðar að og frá borginni. Í Norðlingaholti mun innan tíðar rísa blómleg byggð og þá er nauð- synlegt að öll þjónusta sé innan seilingar í góðu húsnæði. heimild:rvk.is Áslaug Jónsdóttir rithöfundur vill helst sjá sjóinn út um gluggann. 52 Bak fast efni lesið 30.10.2005 17:13 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.