Fréttablaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 76
 31. október 2005 MÁNUDAGUR24 „Þetta bar brátt að,“ segir hin frísklega Halla sem vakið hefur verðskulda athygli fyrir skrif sín sem blaðamaður á Morgunblaðinu og fyrir sköruglega framgöngu í jafnréttismálum. „Katrín Jakobs- dóttir hafði samband við mig í síð- ustu viku og ég ákvað að slá til. Ég mun taka þátt í pólitískri umræðu, viðtölum og spjalli um atburði vikunnar,“ segir Halla sem stýra mun Sunnudagsþættinum með Katrínu, Ólafi Teiti Guðnasyni og Illuga Gunnarssyni. „Mér líst vel á þetta enda allt- af sett spurningarmerki við hlut- lausa fréttamenn. Skil ekki hvers vegna blaðamaður ætti að skrifa betri fréttir með því að þegja yfir skoðunum sínum frekar en að láta þær heyrast. Mér finnst einkennileg afstaða sem felst í hlutleysi. Hvernig er til dæmis hægt að vera hlutlaus þegar kemur að heimilis- eða kynferðis- ofbeldi? Sé maður hlutlaus í þeim málaflokki er eitthvað mikið að og einmitt þess vegna er ég hrif- in af skipulagi þáttarins, þótt ég hafi sem blaðamaður alltaf reynt að láta skoðanir mínar ekki stýra umfjölluninni,“ segir hin 24 ára gamla Halla full tilhlökkunar. Halla er fædd og uppalin í Mos- fellsbæ. Hún er stúdent frá Kvennaskólanum í Reykjavík og útskrifaður grunnskólakennari frá Kennaraháskólanum 2003. „Það hefur reynst mér erfitt að vera lengur en eitt ár á hverj- um stað og ég óttast fátt meira en fastráðningar,“ segir Halla sem frá átta ára aldri hefur verið við- loðandi fótbolta. „Ég hafði lengi þjálfað fótbolta og þótti dapurlegt að vinna með börnum og unglingum en hætta síðan þegar ég var rétt búin að byggja liðið upp með eigin aðferð- um og kynnast hópnum. Það fannst mér hvorki gott fyrir sjálfa mig né börnin og ákvað þá að kenna ekki að svo komnu,“ segir Halla sem stefndi einbeitt að kennara- draumnum strax í æsku. „Ég hef alltaf haft óþrjótandi þörf til að segja öllum allt sem ég sem ég sé, upplifi og læri, og alla tíð talað mikið og spurt. Þegar ég var sjö ára sat ég og kenndi fimm ára vini mínum alla stærðfræð- ina sem ég kunni; þá strax stað- ráðin í að verða kennari. Stefnan breyttist svo þegar ég gerðist Erasmusnemi í Danmörku einn vetur og fékk tækifæri til að fara til Tælands. Eftir þá heimsókn kviknaði ólæknandi ferðabaktería og síðan hef ég ferðast þó nokk- uð,“ segir Halla sem dvalið hefur um tíma á Kúbu, í Víetnam, Kam- bódíu, Tælandi, Rúmeníu, Íran og fleiri löndum. „Hér heima er líf mitt skipu- lagt í föstum skorðum en um leið og ég kem til útlanda líður mér best ef ég veit ekki um næsta næturstað. Á Íslandi er ég mikil félagsvera en í útlöndum finnst mér best að ferðast ein. Öðrum er velkomið að ferðast með en ég sá strax að það yrði erfitt að gera áætlanir út frá því hvenær aðrir eiga tíma og peninga til ferðalaga og ákvað að fara frekar ein en að sitja heima.“ Þegar Halla ferðaðist um Suð- austur-Asíu fór hún óvænt á blint stefnumót í Kambódíu. „Ég er aldrei einmana á ferða- lögum og eignast jafnan góða vini. Í Laos var íslensk stúlka sem las bloggið mitt og sendi mér tölvupóst en þá var ég í Víetnam. Við ákváð- um að hittast og úr varð falleg „ástarsaga“, en við höfum verið bestu vinkonur og óaðskiljanlegar síðan. Búum saman í íbúð í Reykja- vík en höfum ekki skipulagt frek- ari ferðalög saman þar sem hún er á leið til Súdans og ég til Kína um jólin,“ segir femínistinn Halla hlæjandi og alls óhrædd að ferðast ein um víðsjárverða heimshluta. „Ég er föst með kynjagleraug- un á nefinu og það hefur auðveldað mér að taka ákvarðanir í lífinu. Ef ég hefði ekki verið með kynjagler- augun hefði ég kannski ekki lagst í öll þessi ferðalög því áróðurinn er sá að stelpur eigi ekki ferðast einar. Ég pældi mikið í þessum viðvörunum þar sem alltaf vó svo þungt að ég væri stelpa, en eftir að ég komst að þeirri niðurstöðu að viðvarirnar væru helst byggðar á óttanum um kynferðisofbeldi, og miðað við tölfræðina væri ekkert ólíklegra að ég yrði fyrir ofbeldi heima hjá mér frekar en í útlönd- um, hélt ég af stað út í heim með þá röksemdarfærslu í veganesti. Þetta er bara eitt dæmið af mörg- um um hvernig hræðsluáróður um ógnina af kynferðisofbeldi er notaður til að halda konum niðri,“ segir Halla sem á ferðalögum sínum skrifaði pistla í Morgun- blaðið þar sem hún hefur unnið með hléum síðan hún útskrifaðist sem kennari. „Ég hef mjög gaman af fjöl- miðlastarfinu sem er ekki svo ólíkt kennarastarfinu og byggt á þörfinni til að miðla,“ segir Halla sem nú nemur alþjóðasamskipti við Háskóla Íslands. „Það var eins og annað í mínu lífi; háð eintómum tilviljunum. Á ferðalögunum hefur áhugi á heiminum aukist. Það er gaman að setja sig inn í hnattvæðing- una; svið sem ég var ekki vel að mér í áður. Ég hafði meira lifað og hrærst í daglegu lífi fólks sem ég hitti á leið minni en minna spáð í uppbyggingu hins yfirþjóðlega samfélags.“ Halla hefur verið kvenréttindakona frá barnæsku og er virkur meðlim- ur í Femínistafélagi Íslands. „Ég var femínisti áður en ég lærði að segja orðið því réttlætis- baráttan hefur verið ríkur þáttur í lífi mínu. Að vera stelpa í fótbolta er nóg til að gera hvaða konu sem er að femínista. Sex ára labbaði ég út á fótboltavöll og spurði strák- ana hvort ég mætti vera með. Þá var sagt þvert nei en ég gafst ekki upp og spurði aftur og aftur þar til ég fékk að vera með. Byrjaði svo að æfa fótbolta á áttunda árinu og hef síðan verið með annan fótinn í boltanum þótt ég hafi aldrei gefið mig alla í fótboltann eins og svo margt annað,“ segir Halla sem á ógrynni áhugamála. „Ég á oftast erfitt með að gera upp á milli þeirra. Gæti verið allan daginn bara að sinna áhugamálum mínum en hef fyrst og fremst áhuga á fólki því hvað það hugsar og gerir. Ég á vini úr öllum pólitískum áttum, allt frá lengst til hægri og allan hringinn, en hef ekki séð tilgang með því að fastsetja sjálfa mig í pólitík strax. Ég breytist svo ört; er stundum harðasti anarkisti, hina stundina ríkisforsjárhygginn kommúnisti og stundum talskona markaðs- væðingar en fyrst og fremst alltaf femínisti,“ segir Halla sem nýlega var fulltrúi á landsfundi Vinstri grænna. „Ég tengi mig við stefnu Vinstri grænna í jafnréttis- og umhverf- imálum, sem bæði eru mér hug- leikin. Ég heimsótti Kárahnjúka í sumar og dvaldi þar í mótmæl- endabúðum áður en lætin hófust þar fyrir alvöru,“ segir Halla sem eyddi löngum stundum bernsk- unnar hjá ömmu sinni og afa sem var Alþýðubandalagsmaður. „Þau höfðu meiri tíma til að svara spurningum mínum en aðrir og ég átti þær margar um stjórn- mál. Með tímanum hefur misrétt- ið orðið mér æ ljósara og þegar Femínistafélag Íslands var stofnað varð til vettvangur fyrir raddir sem lítið höfðu heyrst en þá var ég löngu farin að kalla mig femínista. Ég fór á stofnfundinn og var um tíma ráðskona í öryggisráði sem berst gegn ofbeldi á konum og varð mjög virk í því,“ segir Halla sem skrifaði lokaverkefnið Úr viðjum vanans í Kennaraháskólanum. „Þá langaði mig að gera eitthvað sem tengdist fræðslu og jafnrétti og sá strax að fræðsla um kyn- ferðisofbeldi var mest ábótavant. Ég sökkti mér ofan í það og komst að raun um að kynferðisofbeldi er ekki einangrað fyrirbæri í sam- félaginu heldur hluti af miklu stærri heild og allt of algengt til að geta snúist um nokkra klikkaða ofbeldismenn. Eftir því sem ég heyrði fleiri sögur varð æ sterkari þörfin til að gera eitthvað í málun- um. Rauður þráður í mínu verk- efni er að aðskilja alveg fræðslu um kynferðisofbeldi og kynlíf því ofbeldi og leikur er tvennt ólíkt,“ segir Halla sem heimsótt hefur grunnskóla um allt land og kynnt verkefni sitt fyrir kennurum. Eftir að Halla fór að gera víðreist um heiminn tengdist hún Taílandi sterkum böndum. „Ég kenndi þar og þjálfaði fótbolta um tíma árið 2002, fyrst strákum og átti í liðinu þrjá mjög góða úr unglingalandsliði þessa stóra lands. En svo einn daginn komu til mín stelpur og báðu mig að kenna sér fótbolta. Ég tók vel í það en á fyrstu æfingunni var ég ekkert sérstaklega bjartsýn. Þá kom á daginn að þetta voru allt íþróttastelpur úr mismunandi íþróttum en flestar mjög leiknar í fótunum vegna sparkíþróttar yfir badmintonnet og sóluðu mig allar á fyrsta degi. Ég varð algjör- lega heilluð og pantaði fund með skólastjóranum. Sagði honum að þarna leyndist vannýtt auðlind og að fótboltalíð stúlkna mundi opna þeim margar dyr. Í fyrra fór ég svo aftur til Taílands og kom við á skrifstofu skólastjórans. Það var dramatísk stund því hann tilkynnti mér að þeir hefðu notað hugmynd- ina mína, stofnað kvennalið og á vellinum sá ég tuttugu stelpur í bleikum bolum spila fótbolta,“ segir Halla dreymin á svip. Hún segir enga leið að vita hvar hún endi. „Hvort ég sé tilbúin í frægð sjónvarpskonunnar veit ég ekki, en frægðin þykir mér einn helsti löstur starfsins. Ég hef takmark- aðan áhuga á að verða opinber fíg- úra en eftir að hafa ráðfært mig við ritstjóra minn og fleiri var mér sagt að ég yrði óhjákvæmi- lega þessi fígúra hvort eð er þar sem ég hefði þessa þörf til að tjá mig opinskátt um alla hluti,“ segir þessi fjölhæfa stúlka sem skrifað hefur leikrit, samið baráttusöngva kvenna, daðrað við leiklist og er nú að fóta sig í hagyrðingaheiminum. „Lárus heitinn Sveinsson, faðir trompetsystranna, lýsti því yfir að ég væri eini nemandi hans sem gæti bæði talað og blásið í tromp- etið á sama tíma. Ég mæti því varla þegjandi í þáttinn en kannski með trompetið,“ segir Halla hlæjandi, rétt áður en hún stígur í fyrsta bað sjónvarpsljómans. Óhjákvæmilega opinber fígúra HALLA GUNNARSDÓTTIR, BLAÐAKONA OG NEMI Kona með mörg járn í eldinum. Samdi nýlega lag til heiðurs kvennabaráttunni, semur ljóð, vísur, leikrit og ferskeytlur í frístundum, spilar á trompet, háir jafnréttisbaráttu, ferðast um heiminn og gerist nú einn stjórnenda Sunnudagsþáttarins á Skjá einum. LJÓSMYND/E.ÓL Halldór Ásgrímsson Ósáttur við túlkun Spaug- stofunnar DV2x10 30.10.2005 20:19 Page 1 Þúsundþjalasmiðurinn Halla Gunnarsdóttir hefur að eigin sögn marga fætur sem hún tyllir niður hér og þar, allt eftir því hvert hugur- inn dregur hana hverju sinni. Í dag verður hún með tvo fætur á jörðinni þegar hún þreytir frum- raun sína í Sunnudags- þættinum á Skjá einum. Þórdís Lilja Gunnars- dóttir tók hús á Höllu fyrir þáttinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.