Fréttablaðið - 06.10.2006, Page 2

Fréttablaðið - 06.10.2006, Page 2
2 6. október 2006 FÖSTUDAGUR MATARVERÐ Húsnæðiskostnaður- inn er stærsti útgjaldaliður heim- ilanna og hefur vaxið verulega síðustu árin, ef marka má tölur Hagstofunnar sem sýna meðalút- gjöld heimilis á ári 2002 og 2006. Matarkostnaðurinn var stærri útgjaldaliður en ferðaútgjöld fjöl- skyldunnar árið 2002 en nú er bíla- og ferðakostnaður orðinn stærri liður. Stærstu útgjaldaliðir fjölskyld- unnar skiptast í fernt. Húsnæðið stendur fyrir tæplega 27 prósent- um og hefur sá liður vaxið hlut- fallslega síðustu árin, innkaup á mat og drykkjarvörum eru tæp- lega fjórtán prósentum og hafa minnkað lítillega, ferðakostnaður hefur hinsvegar aukist stórum skrefum á þessum fjórum árum og nemur tæpum átján prósentum en útgjöld vegna tómstunda hafa minnkað hlutfallslega og nema nú ellefu prósentum. Matarútgjöldin nema áttatíu og níu prósentum af meðal matarút- gjöldum heimilanna. Hlutfallslega fer mest af útgjöldunum í kjöt eða tæp tuttugu og tvö prósent. Mjólk og mjólkurvörur taka líka stóran hlut eða tæp átján prósent. Drykkj- arvörurnar eru ellefu prósent en fiskurinn innan við fimm prósent. Tæp tíu prósent af matarútgjöld- um fjölskyldunnar fara í sykur, súkkulaði og sælgæti. Henný Hinz, verkefnisstjóri hjá ASÍ, segir tölurnar ekki gefa neinar upplýsingar um kostnað- inn, aðeins um skiptingu útgjalda. „Ef við tökum matinn sem dæmi þá segja þessar tölur að matar- kostnaðurinn hafi hlutfallslega minnkað vegna þess að húsnæðis- kostnaðurinn hefur aukist en þetta þarf ekki að þýða að maturinn sé orðinn ódýrari. Það fer bara meira af kökunni til húsnæðis.“ Henný segir mikilvægt að hafa í huga að tölurnar endurspegli meðalneyslu. „Það segir sig sjálft að fólk með lágar tekjur eyðir hlutfallslega meira í mat en fólk með háar tekjur. Þessar meðaltöl- ur segja því ekkert um skipting- una hjá mismunandi hópum. Þær endurspegla bara neyslu allra heimila,“ segir hún og telur að lægra matvöruverð komi öllum vel þó að það komi best þeim sem lægstu tekjurnar hafi. Henný kemur ekki á óvart að ferðakostnaðurinn hafi hækkað. Landsmenn hafi keypt dýrari bíla og kostnaður vaxið í samræmi við það. „Bílafloti landsmanna hefur verið að stækka þannig að það hefur áhrif,“ segir hún. ghs@frettabladid.is Kjötvörur stærstar í matarútgjöldunum Stærsti hlutinn af útgjöldum heimilanna fer í húsnæði og næststærsti hlutinn í ferðakostnað. Matarkostnaðurinn er þriðji stærsti útgjaldaliður heimilanna. Af matnum taka kjötvörur mest, rúman fimmtung af matarútgjöldunum. SPURNING DAGSINS MEÐALÚTGJÖLD HEIMILANNA 20% 15% 10% 5% 0% Matur og drykkjar- vörur Áfengi og tóbak Föt og skór Húsnæði, hiti og rafmagn Húsgögn og heimil- isbúnaður Heilsu- gæsla Ferðir og flutningar Tóm- stundir og menning Menntun Annað Hróbjartur, hvað er tölvupóst- urinn að gera í Brussel? Ég veit ekki hvað hann er að gera í Brussel. Ég hef ekki ekki sagt nein- um að hann sé þar. Forsíðufyrirsögn Blaðsins í gær var „Póst- arnir eru í Brussel“, og var þá átt við að máli Jónínu Benediktsdóttur vegna birt- ingar Fréttablaðsins á tölvupósti hennar hefði verið skotið til Mannréttindadóm- stóls Evrópu, en hann er staðsettur í Strassborg. Hróbjartur Jónatansson er lögmaður Jónínu. 20,1% 15,9% 13,56% 3,8% 3,06% 5,7% 26,53% 5,8% 5,35% 3,6% 3,68% 14,7% 14,4% 11,4% 0,5%0,5% 12,3% 10,89% ■ 2002 ■ 2006 (m.v. sept.) HLUTFALL MATAR AF HEIMILISÚTGJÖLDUM 1. september 2006 16,1% 21,5% 4,9% 17,6% 9,73% 5,9% 11,1% Brauð og kornvörur Kjöt Fiskur Mjólk, ostar og eggÁvextir og grænmeti Drykkjarvörur Sykur og sælgæti Annað Olíur og feitmeti 11,8% 1,5% 4,6% 17,46% 2,9% 3,1% sími sími FRÉTTABLAÐIÐ Páll Baldvin Baldvinsson hefur verið ráðinn fulltrúi ritstjóra á Fréttablaðinu. Páll Baldvin hefur verið ritstjóri DV síðan í janúar á þessu ári og var áður menningar- ritstjóri á sama blaði. Áður var Páll listrænn ráðunautur hjá Leikfélagi Reykjavíkur og dagskrárstjóri Stöðvar tvö. Meginverksvið Páls verður umfjöllun um menningarmál. Páll Baldvin tekur til starfa á Fréttablaðinu í dag og býður ritstjórn blaðsins hann velkominn til starfa. - st Nýr liðsmaður á Fréttablaðinu: Páll Baldvin fulltrúi ritstjóra PÁLL BALDVIN BALDVINSSON Fulltrúi ritstjóra á Fréttablaðinu. EINSTÖKU föndurvörurnar loksins á Íslandi! SKRIFSTOFUVÖRUR Borgartúni 29 • Sími 515 5170 • Opið virka daga kl. 8-18 og laugardaga kl. 11-16 www.oddi.is VINNUMARKAÐUR Kjararáð hefur ákveðið að hækka laun ráðherra, þingmanna og helstu embættis- manna þjóðarinnar um þrjú prósent til viðbótar þeim 2,5 prósentum sem þessir hópar fengu um síðustu áramót. Ákvörð- unin gildir frá og með 1. júlí. „Þetta er rökrétt niðurstaða,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ. „Kjara- ráð horfir þarna til þess sem gerðist í sumar þegar Forsendu- nefndin komst að þeirri niður- stöðu að enginn launamaður skyldi fá minna en 5,5 prósenta launahækkun á tólf mánaða tímabili og sérstakur taxtaviðauki var settur fyrir þá lægst laun- uðu.“ - ghs Ákvörðun Kjararáðs: Hækka laun þingmanna og ráðherra STJÓRNMÁL Þeir sem eru skatt- skyldir – fólk og fyrirtæki – þurfa að greiða 14.580 krónur í skatt til Ríkisútvarpsins ohf. á ári hverju. Þetta kemur fram í frumvarpi menntamálaráðherra um breyt- ingu Ríkisútvarpsins í hlutafélag í eigu ríkisins, sem lagt var fram á Alþingi í gær. Skatturinn verður lagður á eftir 1. janúar 2009 en fram að því verða afnotagjöldin áfram innheimt. Afnotagjöldin nema nú rúmum 35 þúsund krónum á ári. Séu tveir skattskyldir í heimili þarf fjöl- skyldan að greiða tæpar þrjátíu þúsund krónur til Ríkisútvarpsins á ári. Séu fjórir skattskyldir nemur fjárhæðin tæpum sextíu þúsund krónum á fjölskylduna. Frumvarpið er í meginatriðum samhljóða frumvarpi sem lagt var fram á síðasta þingi. Ríkisútvarpinu ohf. verður heimilt að standa að annarri starf- semi sem tengist starfsemi þess en óheimilt að eiga hlut í öðru fyrir- tæki sem gefur út dagblað eða rekur útvarpsstöð. Menntamálaráðherra fer með eignarhlut ríkisins í Ríkisútvarp- inu ohf. Stjórn þess verður kjörin á Alþingi og ræður hún útvarps- stjóra sem ræður aðra starfsmenn. Hlutverk stjórnar verður hliðstætt hlutverki stjórna hlutafélaga. - bþs Ríkisútvarpið verður hlutafélag í eigu ríkisins samkvæmt nýju frumvarpi: Útvarpsskatturinn 14.580 á ári ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR menntamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingu Ríkisútvarpsins í hlutafélag. SVÍÞJÓÐ, AP Sænska Ríkisþingið staðfesti í gær kjör Fredriks Reinfeldt, leiðtoga Hægriflokksins, í embætti forsætisráðherra. Þar með voru stjórnar- skiptin innsigluð eftir tólf ára óslitna valdatíð jafnaðarmanna. Hinn 41 árs gamli Reinfeldt sagði að það væri skrítin tilfinning að taka við valdataumunum. Hann er yngsti forsætisráðherrann í sænskri stjórnmála- sögu síðan árið 1926. Göran Persson, sem sat í tíu ár í forsætisráð- herrastólnum, óskaði arftakanum til hamingju með stuttu handabandi eftir að atkvæðagreiðslan fór fram. 175 þingmenn borgaralegu flokkanna fjögurra greiddu Reinfeldt atkvæði sitt en 169 þingmenn jafnaðarmanna, græningja og vinstrisósíalista voru á móti. Fimm þingmenn voru fjarverandi. Reinfeldt mun kynna ráðherralista hinnar nýju ríkisstjórnar Svíþjóðar í dag og halda fyrstu stefnuræðu sína. - aa TEKINN VIÐ Fredrik Reinfeldt talar í þinginu í Stokkhólmi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Stjórnarskiptin í Svíþjóð innsigluð með atkvæðagreiðslu á þingi: Reinfeldt formlega tekinn við SAMGÖNGUR Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum að eitt stærsta flugfélag heims, Ryanair, hafi ákveðið að hefja áætlunarflug til Íslands næsta sumar og er þetta haft eftir fréttabréfi Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Blaðafulltrúi Ryanair á aðal- skrifstofu félagsins á Írlandi segir ekkert hæft í þessum sögusögnum. Félagið hafi enga ákvörðun tekið um þetta. „Keflavík er meðal margra tuga annarra flugvalla í Evrópu sem Ryanair flýgur ekki til og það er í sífelldri endurskoðun hvort til þeirra skuli flogið eða ekki,“ sagði blaðafulltrúinn í viðtali við Fréttablaðið í gær. - kóþ Lággjaldaflugfélagið Ryanair: Engar áætlanir um Íslandsflug BANDARÍKIN, AP Fjórar af Amish- telpunum fimm sem myrtar voru fyrr í vikunni í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum voru jarðsettar í gær. Útför þeirrar fimmtu verður haldin í dag. Tvær telpnanna sem létust voru sjö ára, en hinar átta, tólf og þrettán ára. Tvær þeirra voru systur. Fimm telpur liggja enn á sjúkrahúsi eftir árás byssumanns- ins inn í skóla trúarsafnaðarins, misalvarlega slasaðar. Talsmaður Amish-fólksins hefur beðið umheiminn um að fyrirgefa byssumanninum, sem ekki var af þeirra trú, og um að biðja fyrir eftirlifandi eiginkonu hans og þremur ungum börnum. - smk Barnamorðin í Pennsylvaníu: Telpurnar born- ar til grafar LÍKFYLGDIN Fjölmenni var við útför Amish-stúlknanna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Mál Öryrkjabandalags Íslands gegn fjársýslum íslenska ríkisins verður tekið til aðalmeð- ferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Málshöfðun ÖBÍ byggir á samkomulagi frá 2003 milli ÖBÍ og ríkisins, þess efnis að frá og með 1. janúar 2004 skyldi grunnörorkulíf- eyrir, þeirra sem samkvæmt lögum um almannatryggingar hafa verið metnir 75 prósent öryrkjar eða meira, hækka þannig að grunnlíf- eyrir skyldi tvöfaldast. Aðalkröfu ÖBÍ var vísað frá en málið tekið til dóms á forsendum varkröfu félagsins. - mh Mál ÖBÍ og íslenska ríkisins: Málið tekið til aðalmeðferðar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.