Fréttablaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 78
46 6. október 2006 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Lettland komst á fótbolta- kortið á eftirminnilegan hátt árið 2004 þegar það vann sér þátttöku- rétt í lokakeppni EM í Portúgal með sigri á Tyrkjum í umspili. Liðið gerði engar rósir í úrslitakeppninni en markalaust jafntefli gegn Þjóð- verjum var nóg til þess að gleðja knattspyrnuunnendur þar í landi. Liðið náði reyndar forystu í sínum fyrsta leik gegn Tékkum en það dugði ekki til því Tékkar unnu 2-1. Í lokaleik sínum í riðlinum lágu Lett- ar fyrir Hollendingum, 3-0. Miklar væntingar voru gerðar til liðsins í kjölfarið er það tók þátt í undankeppni HM en það hentaði liðinu illa að leika undir pressu því liðið olli miklum vonbrigðum og var aldrei í baráttu um að komast í lokakeppni HM. Liðið er búið að leika einn leik í undankeppni Evrópumótsins og það var heimaleikur gegn Svíum. Frændur vorir Svíar lentu í veru- legum vandræðum á Skonto-vellin- um og þóttu heppnir að sleppa með 1-0 sigur þar sem Kim Källström skoraði markiö. Lettneska liðið er ekki ósvipað því íslenska að því leyti að það er erfitt heim að sækja og þá sérstak- lega gegn sterkari þjóðum, þegar það getur legið til baka og sótt síðan hratt. Rétt eins og íslenska liðið á Lettland oft erfitt með að stýra leikjum gegn veikari þjóðum og möguleikar Íslands á að ná hag- stæðum úrslitum verða að teljast ágætir þar sem Lettar verða að koma úr skotgröfunum á heima- velli sínum á meðan Ísland getur leikið eins og hentar liðinu best. Margir hafa líkt þessum leik við frægan leik gegn Litháum í Kaunas fyrir nokkrum árum þar sem Ísland vann frækinn sigur. Þjálfari liðsins, Jurijs Andrej- evs, valdi tvo nýliða í 22 manna hóp sinn fyrir leikinn gegn Íslending- um og Norður-Írum en fyrir utan Andrejs Rubins mæta Lettar til leiks með sitt sterkasta lið. Fram- herjinn Marian Pahars, sem lék í ensku úrvalsdeildinni, er klár í slaginn eftir meiðsli og hann verð- ur væntanlega í framlínunni með hinum baneitraða framherja Dynamo Kiev, Maris Verpakovskis, sem Íslendingar verða að hafa mjög góðar gætur á. Jurijs Andrejevs þjálfari er undir nokkurri pressu þar sem gengið í síðustu undankeppni var ekki nógu gott og Lettar eru farnir að gera kröfur til síns liðs eftir árangurinn frábæra árið 2004. Andrejevs tók við starfinu af þjóð- hetjunni Aleksandrs Starkovs sem kom liðinu í úrslitakeppni EM og það er klárlega ekki auðvelt verk að feta í hans fótspor. Andrejevs var hluti af þjálfarat- eymi Starkovs og hefur haldið áfram á sömu braut og forveri sinn. Rétt eins og Starkovs þjálfaði Andr- ejevs einnig félagslið ásamt lands- liðinu en hann hætti því þegar fór að halla undan fæti hjá félagslið- inu. Einn helsti styrkleiki liðsins er klárlega sá að margir leikmanna liðsins leika með sama félagsliðinu. Sjö leikmenn koma frá FHK Liepa- jas Metalurgs en fjórir frá Skonto FC. Þrír leikmenn koma síðan frá félögunum FK Ventspils og FK Jurmala. FLJÓTUR OG STÓRHÆTTULEGUR Íslenska landsliðið verður að hafa góðar gætur á framherjanum Maris Verpakovskis, leikmanni Dynamo Kiev, í leiknum á laugardag. Lettar eru erfiðir heim að sækja Það verður við ramman reip að draga hjá íslenska knattspyrnulandsliðinu í Ríga á laugardag er það mætir Lettum, sem eru geysilega erfiðir heim að sækja eins og mörg lið hafa komist að á síðustu árum. LETTLAND - ÍSLAND HENRY BIRGIR GUNNARSSON skrifar frá Ríga í Lettlandi. henry@frettabladid.is FÓTBOLTI Jörundur Áki Sveinsson er hættur að þjálfa 1. deildarlið Stjörnunnar í knattspyrnu. Þetta staðfesti hann í samtali við Fréttablaðið í gær. Bjarni Benediktsson, formaður knatt- spyrnudeildar Stjörnunnar, er að láta af störfum og er líklegast að Valgeir Baldursson taki við af honum. Valgeir hefur stýrt við- ræðum við þjálfara en enn er óvíst hver tekur við starfi Jörundar. Logi Ólafsson hefur einna helst verið orðaður við starfið en hann sagði við Fréttablaðið í gær að hann ætlaði að taka sér frí frá þjálfun og það myndi ekki breyt- ast, sama hversu gott tilboð bær- ist til hans. Meðal þeirra þjálfara sem eru nú á lausu eru Sigurður Jónsson, Bjarni Jóhannsson, Atli Eðvaldsson, Gústaf Adolf Björns- son og Njáll Eiðsson. Talið er að þeir tveir fyrstnefndu séu efstir á óskalista Stjörnu- manna. Þá þykir heldur ekki útilokað að Valdimar Tryggvi Kristófersson, leikmaður liðsins og fyrrum þjálfari þess, taki aftur við þjálfun liðsins. Hann lagði skóna á hilluna að tímabilinu loknu í haust. Heimildir Fréttablaðsins herma að Guðjón Þórðarson hafi verið afar nálægt því að taka við Stjörn- unni og að samkomulag við hann þess efnis hafi verið í höfn. Ef Gísli Gíslason hefði ekki tekið við for- ystu í rekstrarstjórn knattspyrnu- deildar ÍA er ljóst að Guðjón hefði ekki verið ráðinn þangað og hann hefði farið til Stjörnunnar. Jörundur sagði að eins og málin litu út nú væri hann á leiðinni í frí frá þjálfun en hann neitaði því ekki að hafa rætt við önnur félög undanfarna daga. - esá GUÐJÓN ÞÓRÐARSON JÖRUNDUR ÁKI Skiptir Dóru Maríu Lárus- dóttur inn á í leik Íslands og Portúgal. Hann þjálfaði Stjörnuna samhliða lands- liðsþjálfarastarfinu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Ný stjórn knattspyrnudeildar Stjörnunnar hyggst gera breytingar: Jörundur Áki hættur þjálfun Stjörnunnar í Garðabænum GOLF Ragnhildur Sigurðardóttir, kylfingur úr GR, er úr leik á úrtökumóti í Flórída fyrir bandarísku kvennamótaröðina í golfi. Var hún ellefu höggum frá því að komast í gegnum niður- skurðinn eftir fyrstu tvo keppnis- dagana. Þetta var önnur tilraun hennar á úrtökumóti í Bandaríkj- unum en hún mun reyna við 1. stig úrtökumóts evrópsku mótaraðarinnar í golfi. Þar hefur Ólöf María Jónsdótt- ir keppt undanfarið og þarf hún ekki að ganga í gegnum úrtöku- ferlið fyrir næsta keppnistímabil. Ragnhildur Sigurðardóttir: Úr leik í Banda- ríkjunum RAGNHILDUR SIGURÐARDÓTTIR Keppir Kristján Andrésson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta, mun ekkert geta spilað með liði sínu, IF Guif, í sænsku úrvalsdeildinni í vetur. Hann á við þrálát meiðsli að stríða í hné og þarf sennilega að leggja skóna endanlega á hilluna þrátt fyrir að vera einungis 25 ára gamall. Hann hefur þess í stað gerst þjálfari liðsins í samstarfi við annan mann. „Ég er ábyggilega búinn að leggja skóna á hilluna,“ sagði Kristján í samtali við Fréttablaðið í gær. „Læknirinn minn vill að ég hætti að spila í handbolta og helst ekki að ég fari í aðra aðgerð á hnénu.“ Kristján segist vera með of lítið brjósk í hnénu og við það álag sem fylgir að æfa og spila handbolta bólgni það auðveldlega og fyllist af vatni. „Honum finnst einfaldlega að hnéð sé of skaddað til að laga það.“ Hann segir að sem stendur ætli hann að taka sér frí frá hand- boltaiðkun í vetur og reyna að þjálfa líkamann af fremsta magni og sjá hvernig málin standa í lok tímabilsins. „Ég veit ekki hvort ég hafi löngunina til að byrja að spila aftur enda hef ég verið meira og minna meiddur síðustu fimm tímabil og nú þegar ég er hættur líður mér mun betur. Mér líkar einnig vel við þjálfunina og hef haft mjög gaman af þeirri hlið handboltans.“ Giuf er í Eskilstuna í Svíþjóð þar sem fjölskylda Kristjáns býr og hann hefur alið manninn nánast alla sína tíð. Faðir hans fór upphaf- lega til Svíþjóðar til að gerast atvinnumaður í handbolta og hefur fjölskyldan ílengst þar. Landsliðsferill Kristjáns afmarkast nánast eingöngu af þátttöku hans á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004 og segir hann að það standi upp úr á sínum ferli. „Það er ekkert sem toppar það. Það var frábært að vera með þessum góðu hand- boltamönnum og vera viðstaddur ólympíuleikana þótt ég hafi ekki spilað mikið. Ég reyni af fremsta megni að fylgjast með okkar mönnum í Þýska- landi og Danmörku og landsliðinu líka. Ég sá þá til dæmis vinna Svíana í Globen og fagnaði mikið með þeim.“ Yngri bróðir Kristjáns, Haukur, er á nítjánda aldursári og að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki Guif. KRISTJÁN ANDRÉSSON: Á VIÐ HNÉMEIÐSLI AÐ STRÍÐA OG SPILAR EKKERT Í SVÍÞJÓÐ Í VETUR Gæti þurft að leggja skóna á hilluna > Birgir Leifur lék vel á fyrsta degi Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson er þessa dagana að keppa á áskor- andamóti í Toulouse í Frakklandi. Fyrsti keppnisdagurinn var í gær og Birgir Leifur lék hringinn á 70 höggum, tveimur höggum undir pari. Birgir Leifur fékk fjóra fugla, paraði fjórtán holur og fékk tvo skolla. Birgir Leifur er sem stendur í 22. til 38. sæti á mótinu eftir fyrsta dag en efstu menn léku fyrsta hringinn á fimm höggum undir pari vallarins. Birgir Leifur heldur áfram keppni á morgun og ef hann kemst í gegnum niðurskurðinn á morgun tryggir hann sér þátttökurétt á öðru stigi úrtökumótsins sem fram fer á Spáni í byrjun nóvember. SENDU SMS BTC VFF Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! AÐALVINNINGUR: PS2 TÖLVA + FIFA´07 AUKA VINNINGAR ERU: FIFA´07 LEIKIR, PS2 STÝRIPINNAR, PS2 MINNISKORT, DVD MYNDIR, FULLT AF ÖÐRUM TÖLVULEIKJUM OG MARGT FLEIRA V in n in g ar v er ð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d. K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 1 49 k r/ sk ey ti ð . LENTUR Í BT!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.