Fréttablaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 71
FÖSTUDAGUR 6. október 2006 39 Von er á nýrri bók eftir banda- ríska rithöfundinn Dave Eggers sem byggir á lífi ungs flóttamanns frá Súdan. Bókin ber heitið What is the What en aðalpersóna henn- ar, Valentino Achak Deng, tók þátt í ritun hennar með því að veita höfundinum innsýn í baráttu sína og ferðalag frá stríðshrjáðu heimalandi til Bandaríkjanna. Valentino Achak Deng er einn hinna svokölluðu „týndu stráka frá Súdan“, hóps ungra munaðar- lausra flóttamanna sem flúðu frá Súdan í kjölfar borgarastyrjaldar þar árið 1987. Um tuttugu þúsund drengir flúðu frá fjölskyldum sínum í Suður-Súdan, sumir ekki eldri en sex ára til þess að komast undan herskyldu og þrældómi. Ferðalagið tók þá mörg ár en meira en helmingur þeirra lést áður en þeir komust í flóttamanna- búðir í Kenía. Árið 2001 fluttust fjögur þús- und þeirra til Bandaríkjanna, þar á meðal Valentino Achak Deng sem nú segir sögu sína af von og örvæntingu, baráttunni við hung- ur, árásir vígamanna og villidýra sem og bjartsýninni sem hélt drengjunum á lífi. Gagnrýnendur hafa líkt bók- inni við áhrifamikla heimilda- mynd en Eggers segir hana skáld- sögu byggða á raunverulegum atburðum. Valentino Achak Deng kveðst vonast til þess að bókin varpi ljósi á aðstæður í föðurlandi sínu, sér í lagi á líf fólksins í Dar- fur-héraði þar sem liðlega tvær milljónir manna hafa flúið heimili sín vegna stríðsátaka og hundruð þúsunda hafa látist á síðustu tveimur árum. What is the What kemur út hjá forlaginu McSweeney‘s í Banda- ríkjunum. Týndur strákur frá Súdan DAVE EGGERS Vakti mikla athygli fyrir bók sína A Heartbreaking Work of a Staggering Genius. Rússneski kvikmyndaleik- stjórinn Aleksandr Sokurov á að baki ófá meistaraverk- in en hann hóf feril sinn fyrir margt löngu í gömlu Sovétríkjunum. Hann er einn gesta á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykja- vík og notar heimsóknina meðal annars til að skoða sig um á Íslandi og leita að tökustöðum. „Ég hef áhuga á að taka mynd á Íslandi og mun skoða mig um hérna með það í huga,“ segir Sokurov. „Mér skilst samt að Ísland sé eitt dýrasta land í heimi og það sé jafn dýrt að vera hér og í Tókýó eða New York þannig að ég hef sennilega ekkert efni á því að gera mynd hérna. Ég skoða samt landið með opnum hug enda vil ég þukla á öllu hvar sem ég kem og finna lyktina af grasinu.“ Stóðst ekki freistinguna Þrjár mynda Sokurovs, Rússneska örkin, Sólin og Lífsins harmaljóð, eru sýndar á Alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni í Reykjavík og leik- stjórinn er handhafi heiðursverð- launa hátíðarinnar fyrir ævistarf sitt í þágu kvikmyndalistarinnar. Það var þó fyrir hálfgerða tilviljun sem Sokurov endaði í kvikmynda- gerð. „Ég ætlaði að verða leikstjóri í leikhúsi og þá ekki síst útvarpsleik- húsi og hafði því engin áform um að læra hinar sjónrænu listir. Ég taldi útvarpsleikhúsið geta verið brú á milli almennings og alvöru bókmennta.“ Sokurov segist þó fyrst hafa viljað afla sér almennrar menntun- ar áður en hann færi að sérhæfa sig í einhverri listgrein þar sem listin á í hans huga að vera alþýðleg. „Ég fór því í sögudeildina í háskólanum en til þess að hafa einhverja aura í vasanum fór ég að vinna sem aðstoðarmaður leikstjóra í sjón- varpi samhliða náminu. Sjónvarpið varð því fyrir mér þetta Adamsepli sem ég beit í, freistingin sem ég fékk ekki staðist. Í framhaldinu fór ég svo í kvikmyndanám. Þetta var einhver leið sem ekki var hægt að víkja út af eða snúa til baka.“ Sagði frá því sem fyrir augu bar Sokurov var 18 ára þegar hann gerði sín fyrstu verk á 8mm filmur en hann hóf feril sinn sem kvik- myndagerðarmaður á heimildar- myndum. „Ég fjallaði um venjulegt fólk og sagði frá lífinu í kringum mig. Fyrstu heimildarmyndirnar mínar voru um verkamenn í bíla- verksmiðju, konur sem ræktuðu hör á samyrkjubúi og uppgjafaher- menn úr stríðinu. Þetta voru por- trett af einstaklingum. Þetta var það sem ég hafði mestan áhuga á.“ Sokurov hefur verið nefndur arftaki landa síns Andreis Tarkov- skí en með þeim tókst góð vinátta þó þeir hafi aldrei unnið saman. „Ég fann ekki fyrir neinum sér- stökum áhrifum frá þekktum kvik- myndagerðarmönnum þegar ég var að byrja. Ég bjó í lítilli borg og maður sá ekki mikið af myndum nema kannski helst eftir Tarkovskí og Ingmar Bergman. Maður mall- aði bara í eigin sósu. Þetta var gott fyrir mig vegna þess að þegar ég fór svo að gera eitthvað sjálfur fyrir alvöru þá fann ég ekki áhrif neinna hvíla þungt á herðum mér. Fyrir utan stóra rithöfunda eins og Thomas Mann, Tolstoj, Zola og Dickens. Þeir höfðu frábær áhrif á mig og eiginlega má segja að allir mínir lærifeður hafi komið úr bók- menntunum.“ Lækningamáttur listarinnar Sokurov segist ekki gera greinar- mun á heimildarmyndum og leikn- um myndum og segir þar fyrir utan að fall Sovétríkjanna hafi ekki breytt neinu um efnistök sín. „Kjarninn í sköpunarverkinu er alltaf sá sami og það er enginn sér- stakur munur á leikinni mynd og heimildarmynd. Málið er að búa til eitthvað sem stendur undir kröfum listarinnar. Ég trúi ekki á pólitískar myndir eða heimildarmyndir sem gerðar eru eftir uppskriftum blaða- mennsku. Ég held að þar sé lítinn sannleik að finna. Ef við berum þetta saman við lænavísindin þá er heimildarmynd eins og samtals- meðferð en leikin mynd eins og skurðaðgerð. En hvort sem maður kýs þá verður höfundurinn alltaf að setja sér eitthvert listrænt mark- mið. Kjarninn í sköpunarverkinu er svo alltaf sá sami þó byggingin sé breytileg.“ Læknisfræðilíking Sokurovs er ekki gripin úr lausu lofti þar sem hann segist líta á listina sem lækn- ingatæki. „Listin er eitt af því sem við höfum til að lækna manninn. Heilbrigður maður hefur lítið við list að gera en þegar eitthvað amar að þá þurfum við á listinni að halda.“ thorarinn@frettabladid.is Heilbrigt fólk þarf ekki á listinni að halda ALEKSANDR SOKUROV Gerði tíu myndir á tímum gamla Sovét sem komust ekki í gegnum ritskoðun og því ekki fyrir augu almennings. Hann missti þó aldrei móðinn. „Það er erfitt að útskýra þetta fyrir einhverjum sem upplifði þetta ekki en það voru alltaf einhverjir innan kerfisins sem sýndu kvikmyndum áhuga og fengu þær til dæmis sýndar á hátíðum þó þær kæmsut ekki til almennings. Fólk verður líka að skilja að alræðisþjóðfélag hefur þörf fyrir listir en lýðræðisþjóðfélag ekki. Ráðamenn vissu þetta og lögðu því heilmikið fé í menningu og listir.“ Í DAG Tjarnarbíó 14.00 Bless Falkenberg 16.00 Shortbus 18.00 Harabati hótelið 20.00 Reiði guðanna 22.00 Sherry, elskan Háskólabíó 18.00 Frosin borg 18.00 Hálft tungl 18.00 Claire Dolan 20.00 Electroma 20.00 Hreinn, rakaður 20.00 Draumur á Þorláksmessunótt 20.15 Með dauðann á hendi 22.00 Gasolin 22.00 Keane 22.15 Zidane Iðnó 21.00 Norðurljós: Ungt hæfileikafólk Á MORGUN Tjarnarbíó 14.00 Ferskt loft 16.00 Reiði guðanna 18.00 Lím 20.00 Lífsins harmljóð 22.00 Leiðin til Guantanamo Háskólabíó 15.45 Hálft tungl 16.00 Keane 18.00 Lokamynd - Forstjóri heila klabbsins 18.00 Claire Dolan 18.20 Gasolin 20.00 Frosin borg 20.00 Krákur 20.00 Skjaldbökur geta flogið 20.20 Draumurinn 22.00 Lífið í lykkjum 22.00 Ekkert 22.30 Paradís núna Iðnó 14.00 Þegar börn leika sér á himnum 16.00 Vertu eðlilegur 18.00 Daganna á milli 20.00 Florence afhjúpuð 22.00 Kettirnir hans Mirikitani DAGSKRÁ ALÞJÓÐLEGU KVIKMYNDAHÁTÍÐARINNAR GERÐUBERG www.gerduberg.is Kvæðamannafélagið Iðunn Komdu í kvöld kl. 20 og kynntu þér gamla rímnakveðskapinn! Allir velkomnir og aðgangur ókeypis! Sýningarnar Reykjavík - Úr launsátri, Flóðhestar og framakonur og Kompósísjónir eru opnar virka daga frá kl. 11 -17 og um helgar frá kl. 13 - 16 Gerðuberg • sími 575 7700 F í t o n / S Í A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.