Fréttablaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 16
 6. október 2006 FÖSTUDAGUR16 nær og fjær Upplýsingar, viðburðir, afþreying og fréttir En hvert lágu þræðirnir, nákvæmlega? „Í Kjartani ófust saman eitraðir þræðir stjórnmála og stórauðvalds. Ég hef stundum kallað innsta kjarna Heimastjórnarflokksins velviljað patríarkí, feðraveldi, sem beitti valdi sínu til að móta samfélagið eftir þeirri mynd, sem þeir drógu sjálfir upp af því.“ ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON EFTIR AÐ KJARTAN GUNNARSSON ÁKVAÐ AÐ HÆTTA SEM FRAMKVÆMDASTJÓRI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS. BLAÐIÐ 4. OKTÓBER. Játum mistökin „Að játa mistök er mann- kostur, að játa þau á síðustu stundu er stórmannlegt. Að afstýra stórslysi með því að sjá að sér og skipta um skoðun þykir í daglegu lífi þroskamerki – en ekki meðal ráðamanna. Því miður hefur það ekki þótt góð latína meðal stjórnmálamanna að endurskoða hug sinn.“ KRISTÍN HELGA GUNNARSDÓTTIR RITHÖFUNDUR UM UMHVERFIS- SPJÖLL OG NÁTTÚRUVERND. MORGUNBLAÐIÐ 5. OKTÓBER Lætur ekki valta yfir sig „Mér finnst þetta stórkostlega fyndið,“ segir Erpur Eyvindarson rappari um móðganir Hugo Chavez, forseta Venesúela, en hann hefur á síðustu dögum móðgað ráðamenn í Bandaríkjunum, líkt George W. Bush við djöfulinn sjálfan og Donald Rumsfeld við Cerebus, hundinn sem gætir inngangsins í helvíti. „Bandaríkin eru að missa S-Ameríku frá sér og þetta minnir um margt á það þegar Sovétríkin misstu tökin á A-Evrópu. Og af hverju ætti svo sem forseti stærsta olíuríkis S-Ameríku að láta lesblindan kókaínsjúkling valta yfir sig? Bush og Rumsfeld og allir þessir gæjar eru vanir því að geta sagt það sem þeir vilja um allt og alla, eins og t.d. í aðdraganda Íraksstríðsins þegar þeir niðurlægðu Frakka sem svöruðu ekki fyrir sig heldur roðnuðu bara og voru ömur- legir. Þetta eru bara orð hjá Chavez og á meðan hann tekur ekki upp hátterni Bandaríkjastjórnar sem ber ábyrgð á dauða og pyntingum fleiri þúsunda í S-Ameríku er mér sama hvað hann segir.“ SJÓNARHÓLL MÓÐGANIR HUGO CHAVEZ ERPUR EYVINDARSON RAPPARI „ORÐRÉTT“ Þorkell Harðarson skipar heimildarmynda- teymið Markell með félaga sínum Erni Marínó Arnarsyni. „Núna erum við að gera heimildar- mynd sem heitir Fálkasaga og fjallar um sam- skipti manns og fálka út frá öllum sjónarhól- um,“ segir Þorkell. „Myndin verður tekin í öllum heimsálfum nema Suðurskautslandinu og við erum búnir að vera á miklum flækingi. Vorum til dæmis í Abu Bhabi í Sameinuðu arab- ísku furstadæmunum og á austurströnd Bandaríkjanna. Svo á eftir að fara víða, til dæmis til Mongólíu og við erum að reyna að fá að mynda í Vatíkaninu. Þetta er aðeins meira alþjóðlegt en hinar myndirnar okkar, ef það er hægt að vera alþjóðlegri en Ham og Fræbblarnir. Fólk virðist hafa trú á þessu því við fengum nýlega hæsta styrk sem Kvikmyndamið- stöð Íslands hefur veitt heimildarmynd. Ég fékk hugmynd- ina þegar ég var að vaska upp um jólin 2004 og þetta átti bara að vera lítil lókal mynd, en svo vatt þetta upp á sig enda hefur fálkafíkn verið viðloðandi mannkynið í gegnum árþúsundin. Sjálf- ur var ég að gera sultu númer tíu. Sultugerð er nýja fíknin og ég vann nú hvorki meira né minna en bronsverðlaun í sultu- keppni Mosfellsbæj- ar á dögunum!“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ÞORKELL HARÐARSON LEIKSTJÓRI OG FRAMLEIÐANDI Er með sultufíkn VALDIMAR Á SLÓÐUM ÞÓRBERGS Í NAUTHÓLSVÍK Sýnir hér nokkrar Müllersæfingar sem enn standa fyllilega fyrir sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Á málþinginu í Þórbergs- setri í Suðursveit um næstu helgi ætlar Valdimar Örnólfsson íþróttakennari að sýna Müllersæfingar og leiðbeina þátttakendum. Valdimar segir æfingarn- ar ennþá standa fyllilega fyrir sínu þótt þær hafi verið fundnar upp í byrjun síðustu aldar. „Müller var Dani fæddur 1865 og byrjaði snemma að æfa íþróttir,“ segir Valdimar. „Hann hugsaði mikið um heilbrigði, lagði áherslu á gott mataræði, tíðar baðferðir, réttan klæðnað og það að sofa í góðu lofti. Hann var á móti reyk- ingum og áfengi, nema kannski því að fá sér vínglas með mat. Hans skoðanir voru því mjög samhljóða nútímafræðum. Hann kom sér upp æfingakerfi sem síðar var kennt við hann og fann upp á þessum frægu líkamsstrok- um sem eru þekktasti hluti æfinga hans.“ Bók Müllers, Mín aðferð, kom út í kringum aldamótin og á íslensku árið 1903 í þýðingu Björns Bjarnasonar frá Miðfirði. „Bókin varð mjög vinsæl á Íslandi og er líkast til fyrsta heilsu- og líkamsræktarbókin sem hér kemur út,“ segir Valdimar. „Ég komst yfir bókina á sínum tíma þegar ég var að taka íþróttakenn- arapróf og kynnti mér æfingarn- ar, en taldi mig ekki græða mikið á þessu þá. Það er mikil mælgi í þessari bók og mikið um endur- tekningar og satt að segja nennti maður ekki að lesa þetta. En núna síðustu árin hef ég gert Müller- sæfingarnar að gamni mínu og hef haft rosalega gott af þeim. Ég byrja daginn á lýsi og svo tek ég morgunleikfimi og enda svo á Müllersstrokunum áður en ég fæ mér hafragraut. Þetta er létt og einfalt og maður gerir þetta tækjalaust á korteri, tuttugu mín- útum. Maður vaknar vel á þessu og þetta er gott fyrir húðina og alveg ótrúlega gott fyrir melting- una. Það fer allt í gang og maður hreinsar alveg innan úr sér ef maður gerir þetta rétt. Müller tók það einmitt fram í bókinni að fátt væri betra fyrir þá sem ættu í vandræðum með hægðirnar.“ Þórbergur Þórðarson var kunnur fyrir að stunda Müller- sæfingar og til eru fræg mynd- skeið af honum kviknöktum í Nauthólsvík við iðkun þeirra. Því þótti tilvalið að fá Valdimar á mál- þingið til að rifja upp þessar gamalkunnu æfingar. „Annars er maður bara að dytta að húsinu þessa dagana, enda lítill tími til þess forðum,“ segir Valdimar sem hætti fullri vinnu þegar hann varð 72 ára fyrir tveim árum. „Ég held mér þó aðeins við með tveimur old boys hópum.“ Á næsta ári verður liðin hálf öld síðan Valdimar byrjaði með morgunleikfimina í Ríkisútvarp- inu ásamt Magnúsi Péturssyni píanóleikara. Í tilefni afmælisins er Valdimar að hugsa um að gefa út geisladisk með völdum atrið- um. „Snældurnar sem við gáfum út eru löngu ófáanlegar og fólk er oft að spyrja mig hvort þetta sé ekki til á disk. Síðast ung og hugguleg stúlka í verslun,“ segir Valdimar, ennþá sprækur eins og unglingur. gunnarh@frettabladid.is Müllersæfingar góðar fyrir húð og hægðir Það var flaggað á Vatnsleysu- strönd á laugardaginn þegar síð- ustu bandarísku hermennirnir yfirgáfu landið. „Ég var búinn að afla mér upp- lýsinga um það hvenær þotan færi og dró fánann á loft um leið og hún tók á loft,“ segir Skarphéðinn Einarsson bílstjóri. „Ég sá þotuna og fylgdist svona með henni hverfa á meðan ég dyttaði að bíl inni í skúr. Þegar hún var komin inn í danska loft- helgi yfir Grænlands- jökli dró ég fánann niður.“ Skarphéðinn er NATO-sinni og telur sig miðjumann í stjórnmálum. Hann var þó löngu búinn að átta sig á því að herinn var hér til að þjóna bandarískum hagsmunum en ekki íslenskum, og því yrði dvöl Kan- ans sjálfhætt vegna nýrra átakalína í alþjóðastjórn- málum. „Ég er búinn að halda því mjög lengi fram að þeir færu og varð oft fyrir aðkasti út af því. Þeir grunnhyggnustu sögðu að herinn myndi aldrei yfir- gefa mannvirkin sín hérna en ég sagði nú bara að þeir ættu þá að sjá það sem Bandaríkjamenn skildu eftir sig í Þýskalandi.“ Skarphéðinn vann í tut- tugu ár fyrir herinn og í níu ár fyrir Íslenska aðal- verktaka. „Ég er mjög óánægður með að íslensk stjórnvöld hafi keypt sorphauga og ónýtar byggingar á 3.000-5.000 milljónir. Ég þekki svæðið eins og puttana á mér og þar sem það er verst minnir það á borgir á mið- öldum með opnum skurðum sem vatn fossar um í leysingum. Þetta er gífurlega mengað svæði og ég tók sjálfur þátt í að jarða raf- geyma og olíutunnur með jarðýt- um. Mest af húsnæðinu er nánast ónýtt enda byggt á 6. áratugnum eftir bandarískum stöðlum. Það bitastæðasta er stóra flugskýlið og nýjustu íbúðarhverfin. Banda- ríkjamenn sluppu vel frá þessum samningum, en íslensk stjórnvöld létu taka sig í bakaríið enda verða þau seint talin góð í alþjóðasamn- ingum.“ - glh Bílstjóri flaggaði á Vatnsleysuströnd: Sorphaugar á 5.000 milljónir ÍSLENSKI FÁNINN Blakti við hún á Vatnsleysuströnd þegar síðustu Kan- arnir flugu burt. SKARPHÉÐINN EINARSSON BÍLSTJÓRI Segir íslensk stjórnvöld hafa látið taka sig í bakaríið. ■ Tónlistarsmokkur er væntanlegur á markað í Úkraínu. Smokkurinn er búinn skynjara sem fer í gang þegar hann er settur upp og sendir merki til örlítils hátalara í breiðari enda s m o k k s i n s . Hægt verður að velja úr nokkr- um lögum sem smokkurinn spilar á meðan á notkun stendur. Lagið verður hraðara og háværara eftir því sem nær dregur hápunktinum. „Þetta er algjör bylting!,“ fullyrðir framleiðandinn Grigoriy Chausov- sky hjá Zaporozhye fyrirtækinu. ÞARFAÞING: TÓNLISTARSMOKKUR �������������� ������� ���������� ���� ����� ���� ����������� ������������ ������ ���������� �������������� �������������� Upplýsingar, viðburðir, afþreying og fréttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.