Fréttablaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 22
 6. október 2006 FÖSTUDAGUR22 Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 6.295 +1,39% Fjöldi viðskipta: 369 Velta: 7.803 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 69,00 +3,92% ... Alfesca 5,05 +0,60% ... Atlantic Petroleum 558,00 -6,22% ... Atorka 6,47 -0,15% ... Avion 31,20 +0,65% ... Bakkavör 58,40 -0,34% ... Dagsbrún 5,09 +0,79% ... FL Group 22,20 +0,00% ... Glitnir 20,30 -0,49% ... Kaup- þing 857,00 +3,25% ... Landsbankinn 26,40 +0,00% ... Marel 77,00 +0,65% ... Mosaic Fashions 17,30 -0,58% ... Straumur-Burðarás 17,10 -0,58% ... Össur 123,50 +0,82% MESTA HÆKKUN Actavis +3,92% Kaupþing +3,25% Össur +0,82% MESTA LÆKKUN Atlantic Petrol. -6,22% Flaga -2,87% Straum.-Burðarás-0,58% Moggafjólur Ætla mætti að Jón Karl Helgason, hinn knái bók- menntafræðingur, eða alnafni hans í kvikmynd- unum, hafi tekið við störfum forstjóra Icelandair af Jóni Karli Ólafssyni. Undanfarna daga hafa nokkrar fréttir tengdar Icelandair birst, þar sem forstjóri félagsins er feðraður sem Helgason. Kannski eru listirnar sterkari í hugum fólks en viðskiptin? Og talandi um Moggafjólur þá birtist viðskiptafrétt á síðum blaðsins í gær þar sem greint frá því að hópur íslenskra fjárfesta hefði keypt hollenska drykkjar- framleiðandann Refresco fyrir fjörutíu milljarða króna, samkvæmt tilkynningu frá seljandanum 3i. Þetta er ein stærsta fjárfesting Íslendinga fyrr og síðar og átti sér stað í apríl síðastliðnum. Ferðamenn flykkjast á norðlensk hótel Íslenskir sem útlendir ferðamenn flykktust á íslensk hótel í ágúst og fjölgaði gistinóttum í öllum landshornum samtals um 5,7 prósent. Í ágúst stendur þó Norðurland uppi sem ótvíræður sigurvegari þar sem gistinætur fóru úr 14.400 í 17.800 milli ára sem er 23 prósenta aukning. Á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða fjölgaði gistinóttum um sautján prósent, á Suðurlandi fjölgaði um 7,5 prósent en á Austurlandi fjölgaði þeim um fjögur prósent. Höfuðborgarsvæðið rekur svo lestina með eins prósents aukningu á gistinóttum. Í takt við fjölgun gistinótta fjölgaði gistirýmum. Í ágúst í ár stóðu bæði fimm prósent fleiri herbergi og fimm prósent fleiri rúm ferðamönnum til boða en í ágúst í fyrra. Peningaskápurinn ... MARKAÐSPUNKTARStjórn Englandsbanka ákvað í gær að halda stýrivöxtum í Bretlandi óbreyttum í 4,75 prósentum. Ákvörðunin kemur ekki á óvart enda bjuggust flestir grein- ingaraðilar við þessari niðurstöðu. Seðlabanki Danmerkur ákvað í gær að feta í fótspor evrópska seðlabankans í gær og hækka stýrivexti um 25 punkta í 3,5 prósent. Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað nokkuð á helstu fjármálamörk- uðum í gær í kjölfar þess að Edmund Daukoru, olíumálaráðherra Nígeríu og forseti samtaka olíuútflutningsríkja, OPEC, sagði samtökin vera að íhuga að draga úr olíuframleiðslu til að sporna gegn verðlækkunum á olíu. Nú þegar hafa tvö aðildarríki ákveðið að draga úr framleiðslunni. Og Vodafone heitir eftir- leiðis Vodafone á Íslandi. Í gær var skrifað undir samning við Vodafone Group um notkun vöru- merkisins. Hann er sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum og markar upphaf nánara samstarfs fyrirtækjanna. Og fjarskipti ehf. hefur gert samn- ing við alþjóðlega farsímafélagið Vodafone Group um nánara sam- starf og samnýtingu vörumerkis þess síðarnefnda. Hér eftir mun Og Vodafone því heita Vodafone á Íslandi og verða vörur og þjónusta fyrirtækisins markaðssett undir vörumerki Vodafone. Samningurinn var kynntur með viðhöfn í nýjum höfuðstöðvum félagsins við Skútuvog í gær. „Þetta eru mikil tímamót fyrir okkur. Samningurinn felur í sér nánara samstarf fyrirtækjanna en áður hefur verið. Með honum fáum við fullt leyfi til að nota vörumerki Vodafone og jafnframt fullan aðgang að þeirra vöru- og þjónustu- framboði,“ sagði Árni Pétur Jóns- son, forstjóri Vodafone á Íslandi, og benti á að þetta væri í fyrsta sinn sem samstarfsfyrirtæki Voda- fone Group fengi leyfi til þess að nota nafn og merki Vodafone án þess að vera í eigu samstæðunnar. Árni Pétur segir mikla viður- kenningu í því fólgna fyrir fyrir- tækið og starfsfólk þess að Voda- fone Group skuli velja það sem fyrsta fyrirtækið í heiminum í nýju samstarfsfyrirkomulagi. „Af sam- starfsfyrirtækjum í yfir þrjátíu löndum, flest mjög stór, völdu þeir að fá okkur til að ryðja brautina fyrir þennan farsímarisa,“ segir Árni Pétur og kveður með sam- komulaginu íslenskum notendum tryggð betri þjónusta, betra sam- band og hagstæðara verð en áður. „Íslendingar eru löngu hættir að láta landamæri stöðva sig og greið- ari aðgangur að neti Vodafone á heimsvísu á eftir að lækka sím- reikninginn erlendis verulega sem kemur sér vel fyrir ferðaglaða Íslendinga, hvort sem ferðast er í vinnu eða í fríi,“ segir hann. Um leið og skrifað var undir samning- inn var einnig kynnt þjónustan Vodafone Passport sem gildir í átján löndum, en í þeim eru 83 pró- sent af reikisímtölum Íslendinga. „Notendur greiða sama mínútu- verð og þeir væru staddir hér,“ segir hann og nefnir sem dæmi að kostnaður við fimm mínútna símtal hingað frá Bretlandi lækki um tæp áttatíu prósent. „Það munar um minna fyrir neytendur.“ Matthias Jungemann, fram- kvæmdastjóri samstarfssviðs Voda- fone Group, fagnaði einnig sam- starfinu. „Íslenski markaðurinn er framsækinn og símnotendur kröfu- harðir og vel að sér í tæknimálum. Vodafone á Íslandi hefur sýnt og sannað að þeir kunna sitt fag þegar kemur að markaðssetningu og inn- leiðingu á nýjungum Vodafone. Þeir hafa unnið sér fullt traust okkar sem endurspeglast í að Íslendingar fá fyrstir þjóða leyfi til þess að nota Vodafone nafnið eitt og sér.“ Jungemann segir að Vodafone komi til með að horfa til reynslunn- ar af samstarfinu hér áður en sam- bærilegir samningar verði gerðir í öðrum löndum. En kveður um leið mikilsvert að fá með þessum hætti komið vörumerki Vodafone sem víðast til neytenda og í því sé akkur fyrirtækisins fólginn. olikr@frettabladid.is Verð símtala í útlöndum lækkar í kjölfar samnings Greining Glitnis spáir sex prósenta hækkun Úrvalsvísitölunnar á fjórða ársfjórðungi og fimmtungshækkun vísitölunnar fyrir árið í heild. Að mati deildarinnar leynast enn kauptækifæri í bréfum nokkurra félaga. Í afkomuspá Glitnis segir að nokkrir þættir hafi snúið við innlendum hluta- bréfamarkaði. Þar má nefna betri stemningu fjárfesta, ágæt kauptækifæri hafi myndast eftir lækkanir fram yfir mitt ár, fjárfestar hafi ofmetið hátt vaxtastig og síðast en ekki síst hafi óvissu verið eytt eftir að bankarnir luku við að fjármagna sig fyrir næsta ár. Glitnir spáir Kaupþingi langmestum hagnaði fyrirtækja í Kauphöll og í raun methagnaði fyrir félag á einum ársfjórðungi því hann mun verða 39,3 milljarðar á þriðja ársfjórðungi. Þá spáir Glitnir Existu yfir 24 milljarða króna hagnaði, FL Group um 7,8 milljarða hagnaði, Landsbankanum um það bil 6,2 milljörðum og Straumi 5,3 milljörðum króna. Verðkennitölur hlutabréfa lækka samkvæmt spá Glitnis. Þannig lækkar vænt V/H hlutfall markaðarins (markaðsvirði/hagnaði) úr 13,9 frá því í júlí í 13,2 þrátt fyrir hækkun markaðsverðmætis að undanförnu. Væntur hagnað- ur hefur hækkað auk þess sem innkoma Existu lækkar meðaltalshlutfallið. Þá hækkar vænt arðsemi eigin fjár að meðaltali frá síðustu spá og verður um 25 prósent. - eþa Glitnir reiknar með frekari hækkunum KAUPÞINGI SPÁÐ 39 MILLJARÐA HAGNAÐI SEM YRÐI MET. ÞÉTT SETNIR BEKKIR Fjölmenni var á fundi Glitnis þar sem bankinn kynnti spá sína um afkomu félaga á þriðja ársfjórðungi og horfur á markaði. Fréttablaðið/GVA NÁNARA SAMSTARF HANDSALAÐ Matthias Jungemann, framkvæmdastjóri samstarfs- sviðs Vodafone Group og Árni Pétur Jóns- son, forstjóri Vodafone á Íslandi, afhjúpuðu saman nýtt merki Vodafone hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Stjórnarformaður og þrír hátt settir stjórnendur í Mosaic Fashions seldu í gær samtals 69.960.585 hluti í félaginu. Salan fór fram á genginu 17,2 og var söluandvirði hlutanna því rúmlega 1,2 milljarðar króna. Þetta voru þeir Stewart Binnie, stjórnarfor- maður félagsins, Richard Glanville fjármálastjóri, Derek Lovelock forstjóri og Meg Lustman, fram- kvæmdastjóri viðskiptaþróunar. Eftir söluna eiga stjórnendurnir þrír og stjórnarformaðurinn samtals eftir 324.540.754 hluti í félaginu. Meðal kaupenda að hlutunum voru Glitnir banki, Fons, eignarhaldsfélag í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, og aðrir fjárfestar. Jafnframt keyptu þeir Gunnar Sigurðsson og Þór Sigfússon, stjórnarmenn í Mosaic, samtals 1.744.186 hluti í félaginu. - hhs Stjórnendur selja í Mosaic Fashions DEREK LOVELOCK, FOR- STJÓRI MOSAIC Hátt settir stjórnendur í Mosaic hafa selt 69.960.585 hluti í félaginu. Sigþóra Gunnarsdóttir Sölumaður í verslun RV R V 62 17 Höldum óhreinindum á mottunni Úti- og innimottur fyrir íslenskar aðstæður Á til boð i í ok tóbe r 20 06 Úti- og in nimo ttur af ým sum ger ðum og s tærð um …fjarlægir óhreinindi og vætu af skóm …hindrar að gólfið innandyra verði hált …heldur anddyrinu hreinu og snyrtilegu gólfmottukerfið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.