Fréttablaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 8
8 6. október 2006 FÖSTUDAGUR STJÓRNMÁL Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins mun bjóða sig fram í Reykjavík og vill leiða lista flokksins í Reykjavíkur- kjördæmi norður. Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi formaður leiddi lista Framsókn- arflokksins í kjördæminu fyrir síðustu kosningar og var Árni Magnús- son, fyrrverandi félagsmálaráð- herra, sem einnig hefur sagt skilið við stjórnmál, í öðru sæti listans. Í þeirra stað sitja nú Guðjón Ólafur Jónsson og Sæunn Stefánsdóttir á þingi fyrir Framsóknarflokkinn. - ss Framboð Framsóknarflokks: Mun leiða lista í Reykjavík JÓN SIGURÐSSON STJÓRNMÁL Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra sækist eftir að leiða lista Framsóknar- flokksins í Reykjavíkur- kjördæmi suður. Jónína settist á þing fyrir Fram- sóknarflokkinn árið 2000 og varð umhverfis- ráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda í júní á þessu ári. Jónína hefur rekið Lögfræði- stofuna sf. síðan 1985 ásamt eiginmanni sínum. Hún hefur verið formaður Heimils og skóla, Félags kvenna í atvinnurekstri og nefndar ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í fíkniefnamálum. - ss Listi Framsóknarflokks: Sækist eftir leiðtogasæti JÓNÍNA BJARTMARZ STJÓRNMÁL Sigurrós Þorgrímsdótt- ir, alþingismaður Sjálfstæðis- flokksins og bæjarfulltrúi í Kópavogi, gefur kost á sér í 4. sæti flokksins í Suðvesturkjör- dæmi. Sigurrós lauk mastersgráðu í opinberri stefnumótun og stjórnsýslu frá HÍ árið 2000 en hefur verið viðriðin bæjarpólitíkina í Kópavogi síðan árið 1994. Hún leggur áherslu á mennta- og menningarmál, málefni aldraðra og æskulýðs, einnig ferðaþjónustu og heilbrigðismál. Sigurrós er formaður aðal- stjórnar Breiðabliks og umdæmis- stjóri Inner Wheel á Íslandi. - kóþ Prófkjör Sjálfstæðisflokksins: Sigurrós sækist eftir 4. sætinu SIGURRÓS ÞORGRÍMSDÓTTIR AFGANISTAN, AP Atlandshafsbanda- lagið tók í gær við yfirstjórn erlenda herliðsins í austurhluta Afganistans og er þar með komið með alla yfirstjórn heraflans í landinu á sínar herðar. Breski herforinginn Richard Davis, sem er yfirmaður NATO- sveitanna í Afganistan, flutti stutta ræðu í gær í tilefni af þessu og sagði umskiptin söguleg. Bandaríkin hafa þar með afsalað sér yfirstjórn hernaðarins í Afgan- istan. Þrátt fyrir að hörð átök hafi geisað í suðurhluta landsins undan- farið fullyrti Davis að NATO myndi ná góðum tökum á öryggismálun- um og sagði í gríni að hann myndi mæta fyrir aftökusveit ef öryggis- ástandið í landinu yrði ekki orðið betra í febrúar á næsta ári. Meira en þrjú þúsund manns hafa týnt lífinu í átökum í Afgan- istan á þessu ári, flestir þeirra herskáir talibanar en einnig tölu- vert af erlendum og afgönskum hermönnum. Uppreisn talibana náði hámarki í sumar og hafa átök- in í landinu ekki verið harðari frá því að talibanastjórnin féll fyrir fimm árum. Að NATO skuli hafa tekið við stjórn alls heraflans í Afganistan er greinilegt merki um breyttar áherslur bandalagsins, sem sér ekki lengur ástæðu til þess að tak- marka aðgerðir sínar við Norður- Atlantshafssvæðið. „NATO hefur aldrei gengist undir slíka raun, sem þessa,“ segir Seth Jones, bandarískur sérfræð- ingur í málefnum Afganistans. „Bandalagið á gífurlega erfitt verkefni fyrir höndum.“ Heraflinn, sem nú er allur kom- inn undir yfirstjórn NATO, er skipaður 31 þúsund hermönnum. Flestir þeirra eru bandarískir, eða 12 þúsund, en rúmlega fimm þús- und eru frá Bretlandi, tæplega þrjú þúsund frá Þýskalandi og svo eru Holland, Kanada, Ítalía og Frakkland einnig með þúsund her- menn eða fleiri, hvert land. Inni í þessum tölum um fjölda hermanna eru fimmtán íslenskir friðargæsluliðar, sem flestir starfa á flugvellinum í Kabúl við fjölbreytileg störf. Meðal annars starfa þar íslenskir slökkviliðs- menn, flugumsjónarmenn og véla- menn, en Tyrkir tóku við stjórn flugvallarins af Íslendingum snemma á síðasta ári. gudsteinn@frettabladid.is NATO TEKUR VIÐ Breski herforinginn David Richards, lengst til hægri, tekur í höndina á Hamid Karzai, forseta Afgan- istans. Vinstra megin situr bandaríski herforinginn Karl Eikenberry. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NATO tekur við her- stjórn í Afganistan Richard Davis herforingi, yfirmaður hersveitanna í Afganistan, segir þessi tíma- mót vera „söguleg“. NATO hefur aldrei tekist á við jafn erfitt verkefni. STJÓRNMÁL Þingmenn Frjálslynda flokksins vilja að allar helstu leiðir á þjóðvegi 1, Vestfjörðum og norðausturhluta landsins verði á láglendi, undir 200 metra hæð yfir sjávarmáli. Skal Alþingi gera Vegagerð- inni að vinna að tillögum þar að lútandi. Megináherslan á að vera á jarðgöng og brýr yfir firði. Í greinargerð kemur fram að markmiðinu verði náð með innan við 20 jarðgöngum sem samtals yrðu um 100 kílómetrar að lengd. Frjálslyndir hafa áður flutt tillögu þessa efnis. - bþs Frjálslyndir vilja vegabætur: Þjóðvegur eitt verði á láglendi STJÓRNMÁL Steinn Kárason umhverfishagfræðingur gefur kost á sér í 3.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Steinn er með M.Sc.-prófi í umhverfisstjórn- un og alþjóðavið- skiptum frá Álaborgarháskóla og útskrifaður viðskiptafræðing- ur frá Háskólan- um á Bifröst. Hann situr í stjórn Félags sjálfstæðismanna í Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi og er fulltrúi menntamálaráðuneytisins í umhverfisfræðsluráði. Hann var ritari í stjórn Félags garðyrkju- manna og um árabil í trúnaðar- mannaráði og samninganefnd félagsins. - ss Prófkjör Sjálfstæðisflokksins: Stefnir á 3.-5. sæti í Reykjavík STEINN KÁRASON DÓMSMÁL Rúmlega tvítugur maður hefur verið dæmdur til átta mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar auk ökuleyfis- sviptingar í þrjá mánuði vegna tveggja líkamsárása og fyrir að hafa tólf sinnum ekið farartækj- um án ökuréttinda. Hinn ákærði réðst tvívegis á annan mann í miðborg Reykja- víkur með nokkurra mánaða millibili. Samkvæmt dómsskjöl- um taldi hann sig eiga sökótt við manninn vegna þess að hann hefði klipið kærustu hans í aftur- endann. Hann réðst því að mann- inum og sló hann í andlitið með þeim afleiðingum að hann féll aftur fyrir sig og hlaut skurð á hnakka. Nokkrum mánuðum síðar réðst ákærði aftur að sama manni með höggum og spörkum þannig að hann tvíkjálkabrotnaði við aðförina og hlaut fleiður á hálsi. Hinn ákærði viðurkenndi fyrri árásina fyrir dómi en kvaðst ekki hafa verið staddur í miðborginni þegar sú seinni átti sér stað. Vitn- isburður þeirra sem staðfestu þá frásögn ákærða var hins vegar ekki samhljóma og þótti þar af leiðandi ótrúverðugur. Því var hann dæmdur fyrir báðar árás- irnar og gert að greiða fórnar- lambi sínu tæplega 400.000 krón- ur auk vaxta og sakakostnaðar. Refsing mannsins fellur niður haldi hann skilorð í þrjú ár. - þsj Maður dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir líkamsárásir og umferðarlagabrot: Réðst tvívegis á sama manninn HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Maðurinn sagði fórnarlamb sitt hafa klipið í aftur- enda kærustu sinnar. STJÓRNMÁL Seltjarnarnesbær hefur á síðustu tíu árum greitt samtals 42 milljónir króna til Sinfóníu- hljómsveitar Íslands. Bærinn hefur greitt til sveitarinnar frá 1982 en tölur um upphæðir ná aftur til 1996. Seltjarnarnes hefur eitt sveit- arfélaga, utan Reykjavíkurborgar, greitt til Sinfóníuhljómsveitarinn- ar. Þeim kvöðum verður aflétt af bænum gangi frumvarp mennta- málaráðherra um Sinfóníuhljóm- sveitina eftir. Í frumvarpinu eru skyldur Rík- isútvarpsins og Seltjarnarness um þátttöku í rekstri hljómsveitarinn- ar afnumdar. Síðan 1982 hefur rík- issjóður greitt 56 prósent af rekstrarkostnaði sveitarinnar, Ríkisútvarpið 25 prósent, Reykja- víkurborg átján og Seltjarnarnes eitt prósent. Eftirleiðis verður hlutfall ríkisins 82 prósent en Reykjavíkur áfram átján prósent. Þegar þátttaka Seltjarnarness var ákveðin stóð til að fleiri sveit- arfélög kæmu að rekstrinum. Af því varð ekki og hefur bæjarstjórn lengi mótmælt fyrirkomulaginu. Jónmundur Guðmarsson bæj- arstjóri fagnar því að bærinn losni undan skyldugreiðslum. Hann kveðst hins vegar stoltur af fram- lögunum og hljómsveitinni og úti- lokar ekki þátttöku í rekstri henn- ar með frjálsum framlögum. - bþs Seltjarnarnes hefur eitt sveitarfélaga utan Reykjavíkur greitt til Sinfóníunnar: Hefur greitt 42 milljónir króna SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Seltjarnarnesbær þarf ekki lengur að greiða með sveitinni. © GRAPHIC NEWS EDS -- DATA CORRECT AS AT 11:00GMT, OCTOBER 4, 2006 CurrentAffairs MIL,OVR :Military AFGHANISTAN: NATO assumes full control Duncan Mil, Phil Bainbridge, Jordi Bou, Mario Lendvai, Mike Tyler, Julie Mullins (research) GRAPHIC NEWS Adobe Illustrator version 8.01 2 columns by 95mm deep 4/10/2006 ISAF 20155 CATEGORY: IPTC CODE: SUBJECT: ARTISTS: ORIGIN: TYPE: SIZE: DATE: SOURCES: GRAPHIC #: STANDARD MEASURES (SAU) Picas 12p5 25p7 38p9 52p 65p1 78.p3 millimetres 52.3 107.7 163.2 219.0 274.4 329.7 © Copyright 2006 Graphic News. Reprint by permission only. The credit “GRAPHIC NEWS” ust appear with all uses of this graphic image. 8 Ely Place, London EC1N 6RY, United Kingdom. Tel: +44 (0)20 7404 4270. Fax: +44 (0)20 7404 4290 Width 1 col 2 col 3 col 4 col 5 col 6 col �������������������������������������������� ����������������������������������������������������� ���������������������������������������������������������������� ������������������������������������������� ��������������������������� ��������������������������� ������������ ������������������������ ������������������ ������������ ����������� ������������������ ���������� ������ ��������� ����� �������� ����� ������� ��� ��������� ����� ����� ��� ������� ����� ������ �� ������ ����� ���������� ����� ������ 1.��� ������� ������ ��� ��������� �������� ������������� ���� ����� �������� ������ �������� ����� ������ ������� �������� ��������� � � � � � � S u ð u r ��������� ��������� � � � � � � � � � � � � ��������� ��������� ��������� ������������� 1. Hvaða forseti vill banna botnvörpur? 2. Hvaða breska strákahljóm- sveit er að taka upp myndband hér á landi? 3. Hvernig fór leikur KF Nörd gegn FH? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 54 VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.