Fréttablaðið - 06.10.2006, Síða 4

Fréttablaðið - 06.10.2006, Síða 4
4 6. október 2006 FÖSTUDAGUR GENGIÐ 05.10.2006 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 119,246 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 67,99 68,31 128,16 128,78 86,38 86,86 11,583 11,651 10,316 10,376 9,279 9,333 0,5777 0,5811 100,55 101,15 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR LÖGREGLUMÁL Ökumaður slapp lítið meiddur eftir að bifreið hans valt á Landvegi, skammt frá afleggjaranum að Laugalands- skóla um sjö leytið í gærmorgun. Að sögn lögreglu var mikil hálka á veginum og virðist sem ökumaður bifreiðarinnar hafi ekki áttað sig nægilega fljótt á aðstæðum. Bifreiðin rann til á veginum og valt eina veltu. Ökumaðurinn óskaði sjálfur eftir hjálp og gat komið sér út úr bifreiðinni. Að sögn lögreglu bjargaði bílbelti ökumannsins því að ekki fór verr. Bifreiðin er mikið skemmd eða jafnvel ónýt. - mh Bílvelta í mikilli hálku: Slapp ómeiddur úr bílveltu HEILBRIGÐISMÁL Jóhannes M. Gunn- arsson, framkvæmdastjóri lækn- inga á Landspítala - háskólasjúkra- húsi, segir það varhugaverða þróun að tilteknar aðgerðir skuli ekki lengur vera framkvæmdar innan veggja spítalanna. Ýmsar sértækar aðgerðir, hnéuppskurðir og aðgerð- ir á öxlum, séu nær eingöngu fram- kvæmdar á einkastofum. „Það er ekki heppilegt að ákveð- in þjónusta hverfi algjörlega út af spítölunum, eins og hefur gerst. Spítalinn er háskólastofnun sem gegnir mikilvægu samfélagslegu hlutverki við að samtvinna þjálfun starfsfólks og heilbrigðisþjónustu. Að því leytinu er það óeðlilegt að spítalinn hafi ekki aðstöðu til þess að byggja upp þekkingu við vissar aðgerðir sem aðeins er farið að bjóða upp á utan spítala. Í því sam- hengi get ég nefnt sérstaklega krossbandaaðgerðir á hné, sem fara nær eingöngu fram utan spítalans.“ Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- ráðherra lýsti því yfir í Fréttablað- inu í gær að hún væri alfarið á móti einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu en frumvarp sem felur í sér styrk- ingu heimilda til aðkomu einkafé- laga að heilbrigðisþjónustu verður lagt fram á Alþingi á næstunni. Ríkið hefur á undanförnum árum gert þjónustusamninga við einkafélög, sem taka að sér ákveðna þjónustu en hún er að stærstum hluta greidd af ríkinu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylkingar, telur einka- vætt heilbrigðiskerfi leiða ótvírætt til ójafnaðar. „Ég tel það algjört grundvallaratriði að tryggja að allir njóti jafns aðgangs að heilbrigðis- þjónustu, án tillits til efnahags og stöðu í samfélaginu. Ég er því ekki fylgjandi einkavæðingu í heilbrigð- iskerfinu. Einkavæðingin felur það í sér að einstaklingar greiði í aukn- um mæli með beinum hætti fyrir þjónustu sem boðið er upp á. Þetta er því ekki einungis spurningin um rekstur, heldur ekki síst um aðgang að þjónustunni og greiðslufyrir- komulag. Einkafélög geta hins vegar komið að ákveðnum rekstrar- þáttum í heilbrigðiskerfinu.“ Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segir Sjálfstæðis- flokkinn gæla við einkavæðingu í heilbrigðisþjónustunni. Hann hafn- ar slíkum hugmyndum algjörlega og bendir á heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum sem víti til varnað- ar. „Það er alveg ljóst að hugur Sjálfstæðisflokksins stefnir í átt til frekari einkavæðingar í heilbrigð- iskerfinu. Við erum talsmenn algjörlega gagnstæðs sjónarmiðs. Reynslan af einkavæddu heilbrigð- iskerfi er herfileg. Hvergi í heimin- um er heilbrigðisþjónusta óskil- virkari og dýrari en í Bandaríkjunum, þar sem hún er að mestu einkarekin. Það er nauðsyn- legt að forðast það eftir fremsta megni að fara með heilbrigðiskerfi í bandaríska átt, því það er lang- samlega dýrasta og versta heil- brigðiskerfi í heiminum.“ magnush@frettabladid.is Tilteknar aðgerðir horfnar af spítölum Sérstök verkefni innan heilbrigðiskerfisins hafa að undanförnu færst til einka- félaga. Varhugavert að halda ekki þekkingu innan spítalanna, segir Jóhannes M. Gunnarsson. Forðumst einkavæðingu, segir Steingrímur J. Sigfússon. LANDSPÍTALINN VIÐ HRINGBRAUT Sértækar aðgerðir hafa í auknum mæli færst til einkasjúkrahúsa á undanförnum árum. Nær engar krossbandaaðgerðir á hné fara lengur fram á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Vill forðast einkavætt heilbrigðiskerfi eins og heitan eldinn. INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLA- DÓTTIR Telur einkavæðingu ekki rétta leið innan heilbrigðis- þjónustunnar. ���������������������������������������������������������������������� ������������ ������������� ������������ ���������� ���������� ���������������������������������������������������������������� ���� ����� ����� �� BRASILÍA, AP Tveir bandarískir flugmenn flugu einkaþotu sinni á brasilíska farþegaflugvél í síðustu viku, með þeim afleiðing- um að síðarnefnda vélin hrapaði ofan í Amazonfrumskóginn. Allir 155 farþegarnir um borð fórust. Flugmennirnir neita ásökunum brasilískra flugmálayfirvalda um að hafa slökkt á radarvara vélar sinnar fyrir slysið, en sá sýnir öðrum flugmönnum staðsetningu vélarinnar. Flugmennirnir eru í farbanni, en hafa ekki verið handteknir. - smk Tveir bandarískir flugmenn: Rákust á flugvél og 155 fórust FLUGMENNIRNIR Joseph Lepore og Jan Palladino rákust á brasilíska farþegavél með þeim afleiðingum að 155 manns fórust. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGGÆSLA Markmið nýs lögreglu- embættis á höfuðborgarsvæðinu er að auka öryggi og öryggistilfinn- ingu þeirra sem búa og starfa á höf- uðborgarsvæðinu. Þetta sagði Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra í gær við kynningu áherslu- atriða nýs lögregluembættis á höf- uðborgarsvæðinu. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, var skipað- ur í sumar og síðan þá hefur verið unnið að stofnun þessa nýja emb- ættis og staðfesti dómsmálaráð- herra skipurit þess í dag til bráða- birgða. Þeir þættir sem taldir eru skipta mestu máli ef auka á öryggistil- finningu íbúa höfuðborgarsvæðis- ins eru aukin sýnileg löggæsla, efl- ing hverfalöggæslu í samvinnu við sveitarfélög, stofnanir og einstakl- inga, skilvirkari rannsóknir á saka- málum, skilvirk upplýsingamiðlun innan embættisins og til almenn- ings og að nýta fjármuni betur. Gert er ráð fyrir því að starf- semi embættisins skiptist í tvö meginsvið, annars vegar löggæslu- svið og hins vegar stjórnsýslu- og þjónustusvið. Aðstoðarlögreglu- stjórar fara með yfirstjórn þessara tveggja sviða. Unnið verður að frek- ari tilflutningi stjórnenda- og starfs- manna til hins nýja embættis. - kdk Nýtt lögregluembætti á höfuðborgarsvæðinu: Öryggi borgaranna aukið Á FUNDINUM Björn Bjarnason dóms- málaráðherra og Stefán Eiríksson lögreglustjóri kynntu áherslur nýs lög- regluembættis á höfuðborgarsvæðinu, skipulag og yfirstjórn. LÖGREGLUMÁL Tveir menn brutu sér leið inn í íbúðarhús í vestur- bæ Kópavogs í gærmorgun og veittust að húsráðanda með kúbeini. Hann náði að verjast árásarmönnunum en þeir náðu þó að hafa með sér á brott sjón- varpstæki húsráðanda. Tilefni árásarinnar er að sögn lögreglu talið vera bílaviðskipti sem fóru illa. Ekki var búið að handtaka mennina síðast þegar af fréttist en lögreglan telur sig vita hverjir voru þarna að verki. Hún hvetur mennina til að gefa sig fram sem fyrst. - þsj Bílaviðskipti fóru illa: Hótuðu manni með kúbeini Vítsenglar í Tromsö Mótorhjólagengið Hells Angels, eða Vítisenglar, hefur opnað útibú í Tromsö í Noregi. Þar með er gengið orðið stærsta mótorhjólagengi Noregs, með sex útibú, en önnur mótorhjólagengi stækka þar nú líka óðum. NOREGUR Helga Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri BSRB. Hún tekur við af Svanhildi Halldórsdóttur sem lét af störfum í haust eftir áratuga starf. Helga hefur starfað í fjármála- ráðuneytinu frá árinu 1999 og er með meistarapróf í hagfræði. STÉTTARFÉLÖG Nýr framkvæmdastjóri ALMANNATRYGGINGAR Bótaþegar Tryggingastofnunar ríkisins geta einungis skipt ávísun frá stofnun- inni með því að leggja andvirðið inn á eigin bankareinkning. Þetta er gert til að tryggja öryggi í bankaviðskiptum blaðafulltrúa KB-banka. Gjaldkeri hjá Tryggingastofnun kannaðist hins vegar ekki við að viðskiptavinir þyrftu að stofna bankareikning til að skipta ávísun og sagði það „ekki í samræmi við almenna þekkingu“ að halda slíku fram. Samkvæmt lögum um strikaða tékka, má banki einungis kaupa strikaða tékka af viðskipta- manni sínum, eða öðrum banka- kóþ Tryggingastofnun ríkisins: Verða að eiga bankareikning Alls bíða 200 börn eftir að komast að á frístundaheimilum í Reykjavík. 2.190 börn hafa fengið vist. Enn vant- ar 30 starfsmenn til starfa. FRÍSTUNDAHEIMILI 200 börn bíða
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.