Fréttablaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 6
6 6. október 2006 FÖSTUDAGUR Hefur þú smyglað ólöglegum varningi til landsins? Já 34,7% Nei 65,3% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ertu farin(n) að telja dagana til jóla? Segðu skoðun þína á visir.is KJÖRKASSINN SKIPULAGSMÁL Verndun götumynd- ar á húseignunum á Lindargötu 21, 23 og 25 hefur verið aflétt. Þetta var samþykkt í skipulags- ráði og í borgarráði nýverið, að sögn Helgu Bragadóttur skipu- lagsfulltrúa hjá Reykjavíkurborg. Eigendur umræddra húsa hafa tjáð Fréttablaðinu að athafna- menn hefðu bankað upp á hjá þeim og viljað kaupa eignir þeirra „á markaðsverði.“ Fengu þeir vikufrest til þess að svara tilboð- unum. Fasteignasalar sem Fréttablað- ið ræddi við í gær lögðu áherslu á að mikilvægt væri fyrir húseig- endur sem fengju tilboð af þessu tagi að leita ráðgjafar hjá löggild- um fasteignasölum áður en þeir gengju til samninga. Verðgildi eignar í miðborginni gæti snar- hækkað ef útlit væri fyrir að leyfi fengist til að rífa gamalt hús og setja niður meira byggingarmagn á lóðinni. „Það hafa borist fyrirspurnir frá eigendum einhverra af þess- um gömlu húsum um hvort flytja megi þau í burtu,“ segir Helga. „Ekki hafa borist beiðnir um breytingar á deiliskipulagi á þess- um lóðum, né heldur beiðnir um niðurrif húsa, en þær fara til byggingarfulltrúa. Slíkar umsókn- ir eru metnar hverju sinni, en vissulega eru reitir með eldri húsum í miðborginni sem við vilj- um gjarnan halda í.“ Helga segir að deiliskipulagið sem er í gildi fyrir Lindargötu 21, 23 og 25 nú kveði á um sama bygg- ingarmagn og gömlu húsin séu. Sækja þurfi um breytingu á deili- skipulagi ef setja eigi niður meira byggingarmagn á lóðunum. Ljóst er að hugur ýmissa stend- ur til þess að fjölga íbúðum á til- teknum lóðum við Lindargötu. Til dæmis er nú til umsagnar hjá skipulagsfulltrúa umsókn um breytingar á deiliskipulagi á Lind- argötu 28, 30 og 32. Þar standa nú hús, en samkvæmt deiliskipulagi mega þau víkja. Verið er að sækja um að byggja meira á umræddum lóðum heldur en gert er ráð fyrir í deiliskipu- lagi, en þær umsóknir eru lagðar inn fyrir hönd lóðahafa. jss@frettabladid.is LINDARGATA Verndun götumyndar á þessu svæði við Lindargötu hefur verið aflétt, samkvæmt samþykktum borgarráðs og skipu- lagsráðs. Verndun götumynd- ar Lindargötu aflétt Verndun götumyndar á nokkrum húseignum við Lindargötu hefur verið aflétt. Eigendur húsanna hafa fengið heimsóknir að undanförnu frá athafnamönnum sem vilja kaupa af þeim á markaðsverði. Þeir fá viku til að hugsa sig um. BORGARRÁÐ REYKJAVÍKUR Uppsagnir hjá borginni Samfylking lét bóka á fundi borgar- ráðs í gær að það sé áhyggjuefni að 40 prósent sviðsstjóra hefðu sagt upp störfum hjá Reykjavíkurborg frá því nýr meirihluti tók við völdum. Í gær hafi svo ný uppsögn borist frá Helgu Bragadóttur skipulagsfulltrúa. Fyrirspurn vegna flugum- ferðar Vinstri græn lögðu fram fyrirspurn um flugumferð á Reykjavíkurflug- velli á fundi borgarráðs í gær vegna fjölmiðlaumfjöllunar um umtals- verða aukningu á umferð æfinga- og kennsluflugs og umferð stórra flugvéla um Reykjavíkurflugvöll. Segja vinstri græn að aukningin samræmist ekki stefnu borgarinnar. Lögregla haldi uppi lögum Vinstri græn lögðu fram tillögu á fundi borgarráðs í gær um að hafnar verði viðræður milli borgarinnar og lögreglunnar um næstu skref í að uppfylla stefnu borgarinnar, eftir að fram kom í svari borgarstjóra að meintir nektarstaðir í miðborg Reykjavíkur hafi ekki leyfi til að starfa sem slíkir. Rætt um kurteisi Rætt var um kurteisi og mannasiði á fundi borgarráðs í gær af því tilefni að borgarstjóri og formaður borgar- ráðs brugðu sér af fundi til að halda blaðamannafund um fjárhagsstöðu borgarinnar. STJÓRNMÁL Allir þingmenn stjórn- arandstöðuflokkanna á Alþingi; Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Frjálslynda flokksins, standa að þingsályktunartillögu um endurskoðun lífeyrismála. Samkvæmt henni á að ganga lengra en kveðið er á um í sam- komulagi ríkisstjórnarinnar og Landssambands eldri borgara frá í sumar um kjarabætur aldr- aðra og öryrkja. Samkvæmt tillögunni verður tekjutrygging aldraðra 85 þús- und krónur og öryrkja 86 þús- und, að viðbættum vísitölubreyt- ingum. Um leið verði dregið úr skerðingu, þannig að í stað þess að skattskyldar tekjur yfir frí- tekjumarki skerði tekjutrygg- ingu um 45 prósent þeirra tekna sem umfram eru, verði hlutfallið 35 prósent. Þá er kveðið á um að lífeyris- þegar geti haft 900 þúsund krón- ur í tekjur á ári – 75 þúsund krón- ur á mánuði – án þess að tekjutrygging skerðist. Samkomulag ríkisstjórnarinn- ar og Landssambands eldri borg- ara miðar að því að frítekjumark- ið verði 200 þúsund krónur á ári frá 2009 en hækki upp í 300 þús- und krónur. Tillögur stjórnarandstöðunn- ar eru viðbót við samkomulagið frá í sumar. Samkvæmt útreikn- ingum kosta þær 6,5 milljarða króna. - bþs Stjórnarandstaðan vill ganga lengra en ríkisstjórnin við að bæta kjör lífeyrisþega: Frítekjur verði 900 þúsund á ári STJÓRNARANDSTAÐAN Hefur flutt sameiginlega þingsályktunartillögu sem miðar að því að bæta kjör lífeyrisþega. DÓMSMÁL Íslenska ríkið var í gær sýknað af kröfum rúmlega tvítugs manns frá Víetnam sem hafði krafist þess að úrskurður dómsmálaráðuneytis um að vísa honum úr landi yrði ógiltur. Maðurinn hafði komið hingað til lands með móður sinni fyrir fimm árum, þegar hann var 16 ára. Á tveimur árum hlaut hann fjóra refsidóma, meðal annars fyrir kynferðisbrot gegn barni, stórfellda líkamsárás og þjófnað. Vegna þeirra dóma sat maðurinn í fangelsi í rúmt ár en var sleppt í ágúst 2004 eftir helming afplánunar sökum ungs aldurs. Útlendingastofnun tók ákvörðun um að vísa manninum úr landi skömmu síðar auk þess sem honum var bönnuð endurkoma til Íslands í tíu ár. Dómsmálaráðuneytið staðfesti þann úrskurð og var manninum tilkynnt um þær málalyktir í janúar 2005. Hann taldi úrskurðinn brjóta stjórnsýslulög þar sem andmæla- og rannsóknarreglur hefðu verið brotnar. Einnig hélt hann því fram að hvorki hefði verið tekið tillit til þess að hann hefði ekki náð fullorðinsaldri þegar brotin voru framin né að hann hefði ekki að neinu að hverfa í Víetnam þar sem öll hans nánasta fjölskylda byggi hér á landi. Héraðs- dómur Reykjavíkur félst ekki á kröfu mannsins og því stendur úrskurður dómsmálaráðuneytisins. - þsj Héraðsdómur staðfesti úrskurð um að vísa rúmlega tvítugum manni úr landi: Hlaut fjóra dóma á tveimur árum Það hafa borist fyrir- spurnir frá eigendum einhverra af þessum gömlu hús- um um hvort flytja megi þau í burtu HELGA BRAGADÓTTIR SKIPULAGSFULLTRÚI REYKJAVÍKURBORGAR MENNTAMÁL Stjórn og starfsmenn Háskólans á Bifröst funduðu í gærkvöld með það að markmiði að draga úr ólgu sem hefur verið við skólann. Ástæðurnar eru stjórnunarhættir og skipulags- breytingar innan skólans. „Við komum okkar skilaboðum á framfæri og lögðum jafnframt fram tillögur til úrbóta sem vel var tekið í af stjórn og rektor,“ sagði Hólmfríður Sveinsdóttir, formaður starfsmannafélags skólans, en samkvæmt heimildum beindist óánægjan einkum að stjórnunarháttum Runólfs Ágústssonar rektors. Ekki náðist í rektor í gærkvöld. - kdk Fundað á Bifröst í gærkvöld: Vona að dragi úr ólgunni DÓMSMÁL Ungur maður var í síðustu viku dæmdur af Héraðs- dómi Vestfjarða til að greiða 160.000 krónur í sekt fyrir að hafa haft í fórum sínum 77 grömm af hassi. Maðurinn kastaði hassinu út um glugga bifreiðar sem hann var farþegi í þegar hann veitti því eftirtekt að lögreglan væri á slóð hans. Vegna ungs aldurs mannsins þótti því ofangreind refsing hæfileg. - þsj Dæmdur til að greiða sekt: Kastaði hassi út úr bifreið SAMGÖNGUMÁL Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur falið Vegagerðinni að leita eftir samningum við Flugfélag Íslands um flug á milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja sem stutt verður af ríkinu. Ákvörðun var tekin um þetta eftir að Landsflug ákvað að hætta áætlunarflugi til Eyja. Um er að ræða tímabundinn samning meðan útboð til lengri tíma er undirbúið. Á vef ráðuneytisins kemur fram að það hafi verið eindregin ósk Eyjamanna að sætaframboð yrði aukið. Flugfélag Íslands hafi verið eini valkostur- inn sem hefði flugvélakost til að mæta þeim óskum. - kdk Flugfélag Íslands til Eyja: Áætlunarflugið stutt af ríkinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.