Fréttablaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 24
24 6. október 2006 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Í DAG | Kommúnistar á Íslandi Fátt hefur sætt meiri furðu síðustu vikur en umræðurnar um „leyniþjónustu Sjálfstæðis- flokksins“. Tilefnið er stórfróðleg ritgerð í tímaritinu Þjóðmálum eftir dr. Þór Whitehead prófessor, þar sem hann lýsir viðhorfum og verkum íslenskra kommúnista fyrir kalda stríðið og í því og viðbrögðum íslenskra stjórnvalda við hættunni af þeim: Tveir eða þrír menn innan lögreglunnar höfðu gætur á kommúnistum, fyrst að frumkvæði Hermanns Jónassonar, síðan Bjarna Bene- diktssonar og Stefáns Jóhanns Stefánssonar. Þór rifjar upp, að íslenskir kommúnistar leyndu því hvergi, að þeir voru reiðubúnir til að beita ofbeldi, gerðist þess þörf. Hann segir frá því, þegar þeir beittu slíku ofbeldi, til dæmis í Gúttóslagnum 1932, þegar lögreglan beið ósigur og tveir þriðju hlutar hennar lágu eftir óvígir, og í árásinni á Alþingishús- ið 1949. Nokkrir íslenskir komm- únistar hlutu líka þjálfun í vopnaburði í Moskvu, þar á meðal einn, sem síðar gerðist sjálfboða- liði í spænska borgarastríðinu. Þór bendir einnig í ritgerð sinni á tengsl íslenskra kommúnista og sósíalista austur á bóginn, fyrst við Ráðstjórnarríkin, síðan aðallega við Austur-Þýskaland. Kommúnistaflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn nutu víðtækr- ar fjárhagslegrar aðstoðar að aust- an, auk þess sem einstakir áhrifamenn höfðu gott samband við austræna skoðanabræður sína. Til eru í þýskum skjalasöfnum ófá bréf, sem sýna þetta, til dæmis frá Kjartani Ólafssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sósíalista- flokksins og ritstjóra Þjóðviljans. Ráðstjórnarríkin og Austur- Þýskaland voru blóðug og grimm alræðisríki, þar sem símahleranir og persónunjósnir voru ekki undantekning, eins og hér, heldur reglan. Það fólst þess vegna nokkur kaldhæðni í því, þegar Kjartan Ólafsson lagði fram stjórnsýslukæru, af því að hann fékk ekki aðgang að skjölum um símahleranir, sem Guðni Th. Jóhannesson hafði skoðað í Þjóðskjalasafninu. Taldi Kjartan jafnræðisregluna brotna á sér. En slík kaldhæðni breytir auðvitað engu um það, að Kjartan átti að fá að sjá þessi gögn eins og Guðni. Geir H. Haarde forsætisráð- herra hefur rétt fyrir sér um það, að fáránlegt er að tala um „leynilögreglu Sjálfstæðisflokks- ins“ í þessu sambandi. Tveggja eða þriggja manna deild í lögregl- unni sá um að hafa gætur á þeim, sem taldir voru hættulegir öryggi borgaranna og höfðu tengsl við erlend og óvinveitt alræðisríki. Þetta er eðlilegt hlutverk lögreglu í öllum lýðræðislöndum. En kveikjan að þessari nafngift var viðtal við Guðna Th. Jóhannesson í Nýju fréttastöðinni 23. september 2006. Hann var spurður, hvort um væri að ræða leyniþjónustu Sjálfstæðisflokksins. Hann svaraði ekki beint, heldur taldi sig geta fullyrt, að Ólafur Jóhannes- son hefði í dómsmálaráðherratíð sinni ekki vitað af þessari starfsemi lögreglunnar. Þetta greip fréttastjóri Nýju frétta- stöðvarinnar á lofti og kynnti fréttina eins og sagnfræðingur hefði sagt, að þetta hefði verið „leyniþjónusta Sjálfstæðisflokks- ins“. Guðni benti raunar á það síðar, að þessi orð væru ekki frá sér komin, heldur lögð sér í munn. Fréttastjórinn, sem valdi fréttinni fyrirsögn, ber auðvitað sína ábyrgð. Hann lagði Guðna í munn orð, sem hann hafði ekki sagt. En Guðni ber líka sína ábyrgð á falsfrétt með því að leiðrétta hana ekki tafarlaust. Hann sagði líka of mikið í viðtalinu. Hvaðan veit Guðni, að Ólafur Jóhannesson hafi ekki vitað af þessari starfsemi lögreglunnar? Ég tel mig geta fullyrt, að Guðni hafi engin skrifleg gögn um það og hafi aðeins sett fram tilhæfu- lausa (og raunar ólíklega) getgátu. Nokkrum dögum síðar kom Steingrímur Hermannsson fram opinberlega og sagði, að hann teldi fullvíst, að Ólafur hefði vitað af þessu. Af einhverjum ástæðum hefur það ekki verið sama fréttaefnið og getgáta Guðna. Raunar kvaðst Steingrímur ekki hafa vitað af þessari starfsemi lögreglunnar sjálfur. En það er ekki rétt. Steingrímur lét gera skýrslu um þetta mál, eins og segir frá í Morgunblaðinu 31. júlí 1986, þótt það virðist ekki heldur þykja fréttnæmt. (Þess má geta, að gárungarnir sögðu, að í stjórnartíð Steingríms hefði valdamesti maðurinn á Íslandi jafnan verið sá, sem síðast talaði við Steingrím.) Kommúnistar á Íslandi voru hvorki betri eða verri en skoðana- bræður þeirra í öðrum löndum. Hættan af þeim var jafnmikil og við henni brugðist á sama hátt og í grannlöndunum. Ísland gerðist aðili að Atlantshafsbandalaginu, framrás kommúnismans var stöðvuð og gætur hafðar á kommúnistum innan lands. Það er slíkum viðbrögðum að þakka, að ég skuli hafa frelsi til að skrifa þessa grein og Kjartan Ólafsson rétt til að leggja fram stjórnsýslu- kæru. Fleipur eða fölsun? Umræðan Konur og stjórnmál Konur tökum þátt í stjórnmálum og látum í okkur heyra, því mikilvægt er að konur séu í forystusveitum í þjóðfé- laginu ásamt körlum. Ég skora á allar konur að hugsa sinn gang og líta í eigin barm og skoða hvort þær hafi eitthvað til þjóðmálanna að leggja. Konur hafa alltaf haft miklar skoðanir á málefnum samfé- lagsins og þær raddir þurfa að berast inn á Alþingi. Framkvæmdastjórn Landsamband framsóknar- kvenna ályktaði á fundi sínum þ. 22. sept. sl. „Fram- kvæmdastjórn Landssamband framsóknarkvenna skorar á konur að gefa kost á sér á framboðslista Framsóknarflokksins og bendir á mikilvægi þess að fjölga konum á Alþingi. Einnig leggur stjórnin áherslu á að í fjórum efstu sætum sé jafnt kynjahlutfall og þar verði tvær konur og tveir karlar, þar sem fjögur efstu sæti framboðslistanna hafa mest um það að segja hverjir fá sæti á Alþingi. Mikilvægt er að rétta hlut kvenna á Alþingi og auka þar með nútímalýðræði.“ Margir hnjóta eflaust um nútímalýðræði; hluti af því lýðræði sem við þekkjum í dag er að konur séu með í ákvarðanatöku samfélagsins. Mikil- vægt er að rödd þeirra heyrist þar sem þær sjá samfélagið oft á ólíkan hátt miðað karla og hafa oft annan bakgrunn. Í síðustu alþingiskosningum fækkaði konum á Alþingi. Þess vegna er mikilvægt að hvetja konur í öllum flokkum til að taka ábyrgð og bjóða sig fram. Vafalaust eru margar ástæður fyrir fækkun kvenna á þingi, en ein megin ástæðan er að konur eru sjaldan í meirihluta í einum af fjórum efstu sætum á listum flokkanna. Þess vegna er mikilvægt að konur bjóði sig fram í forystusæti á listum flokkanna. Því miður hætta konur að jafnaði fyrr en karlar í stjórn- málum og því er mikilvægt að við stöndum þétt á bak við þær konur sem eru nú þegar í stjórnmálum. Ég skora á þær konur sem ekki hafa áhuga á að bjóða sig fram, að standa við bakið á kynsystrum sínum sem eru tilbúnar að leggja þessa vinnu á sig fyrir þeirra hönd og leggja þeim lið í anda og verki. Kjósum konur á þing, hvetjum konur til að bjóða sig fram og stöndum saman að auknum hlut kvenna á Alþingi Íslendinga. Höfundur er formaður Landssambands framsókn- arkvenna. Áskorun til kvenna BRYNDÍS BJARNARSON V erulega kemur á óvart að þeir forystumenn ríkis- stjórnarflokkanna sem vélað hafa um málefni fjöl- miðla undanfarin misseri skuli ekkert hafa lært af þeirri umræðu sem fram hefur farið. Endurflutt frumvörp ríkisstjórnarinnar um Ríkisútvarpið ohf. og aðra fjölmiðla eru dapurlegur vitnisburður um tíma- skekkju. Með Ríkisútvarpsfrumvarpinu er ríkisstjórnin að brjóta eins konar sátt sem ríkt hefur um ríkisrekið útvarp og sjón- varp á menningarlegum forsendum milli þeirra sem almennt vilja standa vörð um ríkisrekstur og hinna sem aðhyllast einka- rekstur. Af því getur ekkert hlotist nema menningarlegt tjón. Óumdeilt ætti að vera að því er Ríkisútvarpið varðar að Rás eitt hefur skorið sig úr. Hún hefur með miklum ágætum verið vettvangur þeirrar mikilvægu menningarlegu útvarpsstarf- semi sem flestum finnst eðlilegt að ríkið annist. Aðrir þættir í útvarps- og sjónvarpsrekstri Ríkisútvarps- ins hafa verið fólgnir í almannaþjónustu af ýmsu tagi á sama grundvelli og einkafyrirtæki á þessu sviði hafa sinnt. Á þessu er ekki verið að gera neinar grundvallarbreytingar. Talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa bent á að sums staðar á Norðurlöndunum þekkist ríkisrekstur á útvarpi og sjónvarpi í hlutafélagaformi. Tilvísanir af þessu tagi eru vísvitandi blekk- ing fyrir þá sök að í þeim tilvikum er ekki um að ræða sam- keppnisrekstur á auglýsingamarkaði með sama hætti og hér. Hægur vandi hefði verið að ná almennri sátt um takmörkun á stærð eignarhluta í fjölmiðlafyrirtækjum. En ríkisstjórnin kýs fremur stríð um það atriði en frið. Þannig á að mismuna fyrirtækjum að þessu leyti eftir því hvernig þau eru skipulagslega upp byggð. Það stríðir gegn öllum eðlilegum leikreglum um jafnræði. Ríkisútvarpið verður að stærstum hluta í samkeppnisrekstri við einkarekin fjölmiðlafyrirtæki á sviði almannaþjónustu. Engin skynsamleg rök eru þar af leiðandi fyrir því að undan- skilja handhafa hlutabréfs ríkisins frá almennum kröfum um dreifð eignarráð að fjölmiðlafyrirtækjum. Sjónarmiðin um dreifða eignaraðild eiga nákvæmlega eins við um Ríkisútvarpið ohf. eins og önnur hlutafélög. Sú spurn- ing hefur því eðlilega risið að þessháttar frávik gæti jafnvel stangast á við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Þá sætir furðu að ríkisstjórnin skuli ekki hafa hlustað á þá gagnrýni sem fram kom í umræðum síðastliðið vor á áform hennar um að setja ritstjórnarstefnu einstakra fjölmiðla undir vald stéttarfélaga og opinberrar eftirlitsnefndar. Ef ráðagerðir af þessu tagi hefðu komið upp fyrir hálfri öld hefði þeim ugglaust verið líkt við sovétið. En nú er engar slíkar samlíkingar að hafa. Ríkisvæðing fjölmiðla: Tímaskekkja ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR Hægur vandi hefði verið að ná almennri sátt um tak- mörkun á stærð eignarhluta í fjölmiðlafyrirtækjum. En ríkisstjórnin kýs fremur stríð um það atriði en frið. Kratakommar Umræður í gær á Alþingi um fjárlaga- frumvarpið voru misspennandi. Þó áttu nokkrir þingmenn góða spretti. Má þar nefna Jón Bjarnason, Vinstri grænum, sem saumaði hart að fjár- málaráðherra og sagði litinn á frum- varpinu heldur daufan. Einar Oddur Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki, reidd- ist vinstri mönnum í umræðunni og sagði þá ekkert jákvætt sjá. „Þetta er alltaf sama gamla kratakommakjaft- æðið um að hér sé allt á niðurleið,“ sagði Einar Oddur í einu andsvari sínu. Hvergi annars staðar í Evrópu hefði tekist að bæta hag allra jafn hratt og mikið og á Íslandi. Afturhaldskommar Orð Einars Odds minna á annan skæð- an orator. Þegar rifist var um stuðning íslenskra stjórnvalda við stríðið í Írak á Alþingi 29. nóvember 2004 sagði fyrr- verandi utanríkisráðherra: „En Sam- fylkingin er eins og gamall afturhalds- kommatittsflokkur og ætlar sér aldrei að verða stór og getur þess vegna ekki stutt verðugt verkefni eins og þetta.“ Vakti þetta þó nokkra athygli fjölmiðla sem spiluðu brotið aftur og aftur. Nú hefur seðlabankastjóri tamið sér yfir- vegaðra orðbragð – samt kannski ekki svo að leiðinlegt sé á að hlusta. Gungur og druslur Og af því að þekktar ræður eru rifjaður upp hér af þessu tilefni er ekki annað hægt en að minnast Steingríms J. Sigfússonar. Flestir eru sammála um að hann sé besti ræðumaðurinn á Alþingi í dag. Það hafa margir góðir horfið á braut undanfarin ár. Sagt er að Davíð Oddsson hafi orðið leiðin- legur í ræðustól eftir að Jón Baldvin Hannibalsson hvarf af þingi – hann hafði engan til að keppa við lengur. En nú standast Steingrími fáir snúning. Sérstaklega ekki þegar hann reiðist eins og þegar eignarhald á fjölmiðlum var til umræðu á Alþingi vorið 2004 og Steingrímur krafði Davíð svara. Davíð mætti ekki í þingsal. „Og það skal þá standa að Davíð Oddsson sé slík gunga og drusla að hann þori ekki að koma hér og eiga orðastað við mig,“ sagði Steingrímur. bjorgvin@frettabladid.is Magadans - 07/08 Kl. 11:00 Tangó - 09/08 Kl. 19:00 Salsa - 11/08 Kl. 19:00 Rope Yoga - Morguntímar, síðdegistímar, karlahópur MANNRÆKT www.man.is Álafosskvos í Mosfellbæ Sími 566-8587 og 699-6684
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.