Fréttablaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 44
Björn Hlynur Haraldsson er einn athyglisverðasti leikari þjóðarinnar. Hann fer með hlutverk Sigurðar Óla í Mýrinni sem frumsýnd verður 19. októ- ber og hefur farið á kostum sem Pétur Gautur í Þjóðleikhúsinu undanfarið. Hann hefur einnig leikið í stórum sýn- ingum í London á móti stórstjörnum en líður best með vinum sínum í Vestur- porti. Breki Logason hitti Hlyn á kaffi- húsi í miðbænum og ræddi við hann um leikhúsið, framtíðina og skyndileg- ar vinsældir hans hjá hommunum. „Þetta var nú eiginlega bara ákveðið svolítið fyrir mig með því að hleypa mér inn í leiklistarskólann. Ég hafði ekkert leikið áður og hélt ég kæmist ekkert inn því ég væri ekki nógu hress. Allt í einu var ég svo lentur í átta manna hópi með fólki sem varð bestu vinir mínir, og er enn í dag,“ segir Björn Hlynur um leiklistarferilinn. Vinirnir úr leiklistarskólanum stofnuðu síðan Vesturport og allir þekkja sigra leikhópsins úti um allan heim. En afhverju hefur Vestuporti gengið svona vel? „Ég held það sé mikið útaf því að við viljum ekki láta neitt frá okkur sem við erum ekki ánægð með. Við erum líka mjög gagnrýnin á hvert annað og þol- inmóð. Það er líka í lagi að gefa fólki smá breik, mér finnst oft á tíðum voða- leg offramleiðsla á leikhúsi. Þetta er eitthvað svona tuð sem ég hef lengi verið með en málið er að þetta er ekki bara venjuleg vinna.“ Er leiklistin eitthvað meira? „Já, ég held það. Þetta er svolítið eins og kveikiþráður sem brennur smátt og smátt upp ef þú gerir of mikið af hlut- um sem þér mislíkar, fyrir peninga eða annarskonar upphefð. Þetta brennur þá upp þangað til grunnáhuginn á starfinu er farinn og ég held það sé erfitt að ná í hann aftur.“ Björn Hlynur er úr Reykjavík, ólst upp í Vogahverfinu og fór í MS. „Ég fædd- ist reyndar í Garði á Suðurnesjum og bjó þar fyrstu fjögur ár ævi minnar. Pabbi var sveitarstjóri þar.“ Alltaf verið svona mikill töffari? „Þegar ég var unglingur var ég svona íþróttalúði í jogging-galla, þangað til það var orðið hálf kjánalegt. Ég ólst upp beint fyrir framan Þróttaravöllinn og þar átti mín framtíð að vera. Síðan fór ég að vinna í malbiki og á trésmíða- verkstæði á Keflavíkurflugvelli fjórtán ára gamall, og þurfti að hætta í boltan- um. Þetta herti mann og kom mér úr jogging-gallanum.“ Björn Hlynur hefur leikið bæði á sviði og í kvikmyndum. Hann segir þetta tvennt ólíkt og fílar mjög vel að skipta á milli. „Ég er mjög heppinn að hafa lent í starfi sem er svona fjölbreytt. Ég hef til dæmis legið í drullupolli í Norður- mýrinni og staðið á sviði í Þjóðleikhús- inu á sama klukkutímanum.“ Hann er mjög vel metinn innan leik- húsgeirans og hefur lítið verið að markaðssetja sig sem einhverja ákveðna týpu. Oft virðist löngunin til þess að gera eitthvað sem hann er sáttur með vera sterkari en frægð og peningar. Satt? „Ég held það sé þannig með mig og vini mína í Vesturporti að við þurftum að taka netta bílskúrspælingu á þetta fyrst, eins og við værum hljómsveit. Við fórum bara inn í bílskúr og æfðum okkur. Vorum ekkert boyband sem var sett saman af Einari Bárðarsyni, held- ur þurftum að gera fullt af mistökum til þess að ná markmiðum okkar. Ég held hinsvegar að þetta samfélag sem við búum í þurfi engar ímyndar- pælingar. Það er enginn leikari eða leikstjóri sem selur hér eins og í Bandaríkjunum, og ég er mjög feginn því. Ég hef það bara fyrir reglu að gera aldrei neitt sem ég vil ekki gera.“ Björn Hlynur lék í sýningu í London síðasta vetur sem hét Bloodwedding og fékk mikla athygli þar í borg. „Þá fattaði ég bara hvað það er gott að vinna með hópnum mínum og það voru milljón hlutir sem mig vantaði. Ég komst samt að því að leikhúslíf í Lond- on er ekki eitthvað sem ég ætla að eyða hálfri ævinni í að eltast við.“ En ætlarðu þá ekkert meira út? „Ég þarf kannski bara að gefa þessu meira rými og tíma til þess að gera þetta almennilega. Ég er með umboðs- mann úti og það er alltaf eitthvað að koma upp. Ég hef farið í prufur en ekki fengið tilboð sem ég hef þurft að hafna.“ 19. október verður kvikmyndin Mýrin frumsýnd og fer Björn Hlynur með hlutverk Sigurðar Óla, aðstoðarmanns Erlendar. „Það sem er skemmtilegast við þessa mynd er að það hefur ekki gerst í hálfa öld að meirihluti þjóðarinnar hefur lesið sömu bókina. Og fólk virðist vera að missa vitið yfir því hver eigi að leika hvaða hlutverk. Flestum er nokk sama hver leikur Hamlet í Þjóðleikhúsinu en um leið og það er komið að því að velja einhvern löggugæja í krimma verða allir brjálaðir, en þetta er bara spennandi.“ Spennandi saga? „Já, sagan er náttúrlega frábær. En manni datt aldrei í hug að íslenskir krimmar gætu virkað þegar þessir gæjar byrjuðu. Hvað þá að búa til löggumynd á Íslandi. Maður finnur eftir- væntinguna og Þjóðverjarnir eru mjög spenntir líka, enda hefur Arnaldur selt einhver milljón eintök þar í landi.“ Björn Hlynur segir karakterinn sinn vera meiri vælukjóa í myndinni en í bókinni en hann hafi þurft að skapa hann út frá hinum í myndinni. „Hvorki ég, Ingvar, Ólafía Hrönn eða nokkur annar getur hermt eftir því sem hver einasti íslendingur hefur í hausnum á sér. Við vinnum svolítið með þennan pirring á milli Erlendar og Sigurðar Óla. Þetta er svona gamli skólinn og ungi hrokagikkurinn sem finnst flestir glæpir á Íslandi hálf hallærislegir.“ Nú ert þú fjallmyndarlegur. Hjálpar það mikið? Hann hlær og verður nett vandræða- legur. „Ég veit nú ekki alveg að hverju fólk er að leita. Konur milli sextugs og sjötugs halda uppi leikhúsi á Íslandi og ef það væri ekki fyrir þessar góðu konur væri ég örugglega farinn að vinna bara í Skífunni.“ Vinsæll hjá stelpum? „Æi, ég veit það ekki...er maður ekki bara orðinn of gamall. Það er alveg sama hvað ég segi um þetta, það kemur alltaf kjánalega út. En ég er allavega vinsæll hjá hommunum.“ Ha, hommunum? „Já eftir að ég lék í myndinni Strákarnir okkar fékk ég mikla athygli frá þeim. Ég var samt ekkert svakalega hommalegur í myndinni og gagnrýnandi Morgun- blaðsins sagði að ég væri álíka sann- færandi hommi og Arnold Schwarzen- egger, sem ég veit ekki hvort ég eigi að taka sem hrósi eða ekki.“ Það er létt yfir okkar manni, sem er að klára mótorhjólapróf þessa dagana. „Mamma hefur samt alltaf bannað mér að vera á mótorhjóli.“ Ertu næsta stórstjarna Íslands? „Ég veit það ekki. Ef ég spái of mikið í það að ná einhverjum stalli og verða stórstjarna verð ég bara algjörlega týndur og vitlaus. Svo lengi sem þú vinnur þína vinnu vel og ert metinn að verðleikum ertu góður. „Ég er samt hrikalega leiður á þessu stjörnukjaftæði hérna á Íslandi og hélt fyrst að meðan ég væri ekki að básúna um mitt einkalíf í einhverjum blöðum fengi ég það tilbaka með því að vera látinn í friði ... segi ég og er í viðtali í blaði,“ segir Björn Hlynur og hlær en bætir svo við: „Á meðan maður selur ekki sál sína fyrir eitthvað sem skiptir engu máli og stend- ur uppi með smá sjálfsvirðingu, þá er þetta í góðu lagi.“ SIRKUS06.10.06 8 viðtalið Leiðist þetta stjörnu- kjaftæði á Íslandi LEIKARINN BJÖRN HLYNUR HARALDSSON LEIKUR SIGURÐ ÓLA Í MÝRINNI „Konur milli sextugs og sjötugs halda uppi leik- húsi á Íslandi og ef það væri ekki fyrir þessar góðu konur væri ég örugglega farinn að vinna bara í Skífunni.“ [B.H.H]
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.