Fréttablaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 6. október 2006 25 SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagn- orð. Tekið er á móti efni sem sent er frá Skoðanasíðunni á visir.is og á netfangið greinar@frettabladid. is. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðrétt- inga og til að stytta efni. BRÉF TIL BLAÐSINS Umræðan Greinar Fréttablaðsins um byggðaþróun Sigríður Dögg Auðunsdóttir, ágæt- ur blaðamaður á Fréttablaðinu, skrifar um flóttann af landsbyggð- inni í mjög athyglisverðum grein- um þar sem hún fjallar um ein- staka landshluta, sveitarfélög og framtíðarmöguleika þeirra. Í sunnudagsblaðinu er fjallað um Suðurland. Greinin er fróðleg en hreyfði svo sannarlega við mér. Í greininni kemur fram að sam- kvæmt kenningum bandarísku hjónanna Deborah og Frank Popp- er sem settar voru fram í lok níunda áratugarins og miðuðust að því að meta framtíðarhorfur tiltekinna sveitarfélaga á sléttun- um miklu í Bandaríkjunum út frá sex viðmiðunarmörkum sem gæfu vísbendingu um að sveitarfélagið ætti sér ekki viðreisnar von ef þau uppfylltu tvö eða fleiri þessara skilyrða. Samkvæmt þessum kenningum eiga sér einungis þrjú sveitarfélög sér viðreisnarvon á Suðurlandi; Árborg, Hveragerðis- bær og Ölfus. Þetta minnir okkur á það á hvern hátt mál eru sett fram, hvaða aðferðum er beitt til þess að ná niðurstöðum og útkom- an verður alltaf í samræmi við þær forsendur sem unnið er út frá. Í fyrsta lagi eru kenningarnar gamlar, sem þarf svo sem ekki endi- lega að vera svo slæmt, en í öðru lagi miðast þær við ger- ólíkt samfélag og okkar og útkoman verður ótrúlega nei- kvæð fyrir Suður- land, sem ég tel að hafi mikla framtíðar- möguleika. Ég er þeirrar gæfu aðnjót- andi að vinna sem sveitarstjóri í Hruna- mannahreppi í Árnes- sýslu. Hrunamanna- hreppur er með allra blómlegustu dreifbýlishreppum landsins og frá fornu fari kallaður annar af tveimur Gullhreppum uppsveitanna. Hér er eitt allra blómlegasta landbúnaðar- samfélag landsins. Nútíminn hefur haldið innreið sína varðandi mjólkur- framleiðslu, yl- blóma og garðrækt enda miklar auðlind- ir fólgnar í öllu því heita vatni sem hér er. Á Flúðum er Lím- trésverksmiðjan og ferðaþjónusta er hér afar fjölbreytt en til marks um það eru hér tveir golfvellir, svo ekki sé minnst á fjölbreytilega flóru frístundabyggðar. Hér eru náttúruperlur eins og Gullfoss, Kerl- ingarfjöll, dásamlegt afréttarland, lax- og silungsveiðiár svo eitthvað sé upp talið. Í sveitarfélaginu er ald- urssamsetning íbúanna með þeim hætti að samfélagið er ungt og kröft- ugt, sem sést á því að 34% íbúanna eru á aldrinum 1 til 17 ára og 8% íbú- anna 65 ára og eldri. Í uppsveitum Árnessýslu er mikil og rótgróin sam- vinna. Við höfum sameiginlega starfsmenn s.s. byggingafulltrúi, skipulagsfulltrúi, ferðamálafulltrúi og félagsmálastjóri. Einnig er sam- vinna er tengist menningarstarf- semi s.s. kórastarf o.m.fl. Það er kraftur og áræðni íbúanna í þessum byggðum. Sama má segja um mörg önnur sveitarfélög á Suðurlandi. Þess vegna leyfi ég mér að mótmæla því harðlega að við eigum okkur ekki viðreisnarvon. Í framhaldi af þessum greinar- stúf býð ég Sigríði Dögg í heimsókn í hreppinn okkar til þess að sann- færa hana um að kenningar Banda- ríkjamanna eru fortíðardraugur – ekki síður en vera þeirra á Keflavíkurflugvelli. Höfundur er sveitarstjóri í Hruna- mannahreppi í Árnessýslu. Það er kraftur og áræðni íbú- anna í þessum byggðum. Sama má segja um mörg önnur sveitar- félög á Suðurlandi. Þess vegna leyfi ég mér að mótmæla því harðlega að við eigum okkur ekki viðreisnarvon. Eiga sunnlenskar byggðir sér ekki viðreisnarvon! ÍSÓLFUR GYLFI PÁLMASON Ljótt að gera lítið úr Bretum Jens Guð sendi blaðinu eftirfarandi athugasemd við frétt Fréttablaðs- ins: Á dögunum sagði í forsíðufyrirsögn Fréttablaðsins „Nylon í efsta sæti í Bretlandi“. Af fréttinni mátti ráða að Nylon væri í efsta sæti breska vinsældalistans. Af hverju að draga upp vonda mynd af Bretum? Er ekki nógu slæmt fyrir þá að Blair sé ennþá forstætis- ráðherra? Flugufóturinn fyrir fréttinni er sá að lítið vinsældalistablað, Music Week, birtir vikulega fjölda vinsælda- lista. M.a. allra handa smálista, s.s. „playlista“ útvarpsstöðva, dansklúbb- alista og þess háttar. Það mun hafa verið á einum þessara dansklúbbal- ista sem þreytulegri karíóki-útgáfu Nylon á „Sweet Dreams“ brá fyrir. Eurythmics sló í gegn með þessu lagi á níunda áratugnum. Síðan hefur það stöðugt verið á hinum ýmsu smálistum í mismunandi flutningi að minnsta kosti á 3ja tug flytjenda. Inni á milli hafa Marilyn Manson og fleiri komið því á alvöru vinsældalista. Forsíðufrétt Fréttablaðsins er hliðstæð því að New York Times væri með forsíðuppslátt um að Dixie Chicks hafi náð 1. sæti á Íslandi. En í raunveruleikanum væri Dixie Chicks einungis með mest spilaða lagið þá vikuna í útvarpi Kántrýbæjar á Skaga- strönd. Þetta má ekki skiljast sem neitt niðrandi um Kántrý-útvarpið. Það er merkilegra en allir dansklúbbar Bretlands til samans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.