Fréttablaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 20
 6. október 2006 FÖSTUDAGUR20 Meðaltekjur á Norðurlandi eystra eru næstlægstar ef horft er til allra landshluta, 272 þúsund krónur á mánuði. Aðeins í nágrannasveitar- félaginu, Norðurlandi vestra, eru þær lægri, eða 250 þúsund krónur á mánuði. Meðaltekjur á landinu öllu eru 327 þúsund og eru tekjur á Norðurlandi eystra því tæpum fimmtungi undir meðaltekjum. Í aðeins einu sveitarfélagi í landshlutanum voru tekjur yfir meðaltali, í Grímseyjarhreppi, þar sem þær voru þriðjungi yfir lands- meðaltali, eða 425 þúsund á mán- uði. Lægstu tekjurnar voru í Tjör- neshreppi, 166 þúsund, eða helmingur af landsmeðaltali. Mikill verðmunur innan lands- hlutans Fermetraverð íbúðarhúsnæðis á Norðurlandi eystra er langt undir meðalverði á landinu, eða 107 þús- und krónur fermetrinn að meðal- tali, ef miðað er við kaupverð íbúð- arhúsnæðis árið 2005 þar sem fjöldi kaupsamninga er þrjátíu eða fleiri. Hafa þarf þó þann fyrirvara á að tölurnar eru einfalt meðaltal kaup- verðs. Eignir eru mismunandi eftir svæðum og skekkir það verðsam- anburð milli þeirra. Verulegur verðmunur er innan landshlutans. Fermetraverð er hæst á Akureyri, 126 þúsund krón- ur, en lægst í Fjallabyggð, 36 þús- und krónur, eða tæplega fjórum sinnum lægra. 150 fermetra íbúðarhúsnæði í Fjallabyggð kostar samkvæmt þessu um 5,4 milljónir. Álíka íbúð á Akureyri kostar um nítján milljón- ir. Til samanburðar má nefna að jafnstór íbúð á höfuðborgarsvæð- inu kostar um 29 milljónir. Íbúi í Fjallabyggð, sem selur 150 fer- metra íbúðarhúsnæði sitt og flytur á höfuðborgarsvæðið, getur því ekki keypt sér íbúð fyrir andvirði eignar sinnar. Fjöldi kaupsamninga á síðasta ári á hverja þúsund íbúa segir til um hreyfingu á eignum en hæfi- leg hreyfing á eignum er gott merki um heilbrigðan fasteigna- markað. Meðaltalið fyrir landið allt var rétt undir 45 samningum á hverja þúsund íbúa. Í þrettán af fimmtán sveitarfélögum á Norður- landi eystra var óeðlilega lítil hreyfing á eignum og lítið um kaup og sölu. Ágætis hreyfing var á fasteignamarkaðinum á Akur- eyri, í Skútustaðahreppi og í Langanesbyggð. Í tíu sveitarfélög- um voru gerðir tíu eða færri kaup- samningar á síðasta ári. Allt að helmingur fluttur í burtu Íbúum á Norðurlandi eystra hefur fjölgað um tvö prósent á síðasta aldarfjórðungi. Engin fólksfjölgun hefur orðið í landshlutanum á síð- asta áratug. Ef íbúum á Norður- landi eystra hefði fjölgað í sam- ræmi við landsmeðaltal á síðasta aldarfjórðungi væru þeir um 35 þúsund nú í stað rúmlega 28 þús- unda, eða fjórðungi fleiri en þeir eru í raun. Fólksfækkunin hefur orðið mest í Tjörneshreppi, þar sem næstum því helmingur íbúa hefur flutt í burtu á síðasta aldar- fjórðungi. Í fimm sveitarfélögum hefur orðið um eða yfir þriðjungs- fækkun á tímabilinu. Fjölgun íbúa er hins vegar mest á Akureyri. Þar hefur fjölg- að um 22 prósent á síðustu tut- tugu og fimm árum. Það er samt sem áður ekki jafnmikil fjölgun og orðið hefur á landsvísu á sama tímabili og er því um sjö prósenta raunfækkun að ræða. Akureyri ein með framtíð Meðaltekjur á Norður- landi eystra eru næst- lægstar af öllum landshlutum og fara niður í helming af meðaltekjum á land- inu öllu. Fermetraverð húsnæðis er jafnframt vel undir meðallagi og allt niður í 36 þúsund krónur fermetrinn. Öll nema Akureyri á úreldingarlista Akureyrarkaupstaður er eina sveitarfélagið á Norðurlandi eystra sem á sér einhverja framtíð ef miðað er við kenn- ingar tveggja bandarískra landfræðinga um framtíðarhorfur sveitarfélaga. Samkvæmt þeim má setja öll hin fimmt- án sveitarfélögin í landshlutanum á úreldingarlista. Viðmiðunarmörk: 1 2 3 4 5 6 Sveitarfélag: Íbúar eru helmingi færri nú en fyrir aldarfjórðungi Íbúum hefur fækkað um tíu prósent eða meira á síðasta áratug Þéttleiki byggðar er innan við tvo íbúa á km2 Meðalaldur er 38 ár eða hærri Meðalmánaðar- tekjur eru 10% undir lands- meðaltali Fjöldi kaupsamn. vegna íb.húsn. 2005 er undir landsmeðaltali** Akureyrarkaupstaður nei +22% nei +10% nei 127,4 nei 35,3 já -14% nei 56,2 Norðurþing nei -17% já -13% já 0,81 nei 37,2 já -19% já 32,0 Fjallabyggð nei -28% já -21% nei 6,30 já 39,1 já -14% já 38,3 Dalvíkurbyggð nei +4% nei -8% nei 3,24 nei 35,1 já -21% já 32,2 Grímseyjarhreppur nei -4% já -13% nei 15,8 nei 32,0 nei +30% já - Arnarneshreppur nei -29% já -15% nei 2,08 nei 36,6 já -25% já 5,8 Eyjafjarðarsveit nei +1% nei +5% já 0,54 nei 33,7 já -27% já 8,2 Hörgárbyggð nei -14% nei +4% já 0,49 nei 36,4 já -32% já 25,1 Svalbarðsstrandarhreppur nei +38% nei +14% nei 7,64 nei 33,1 já -24% já 18,3 Grýtubakkahreppur nei -20% nei +1% já 0,84 nei 34,8 nei -6% já 24,6 Skútustaðahreppur nei -22% já -12% já 0,07 nei 36,9 já -17% nei 53,7 Aðaldælahreppur nei -36% já -20% já 0,45 já 40,7 já -32% já 7,8 Tjörneshreppur nei -43% já -27% já 0,32 já 44,5 já -49% já - Þingeyjarsveit nei -36% já -22% já 0,13 já 40,0 já -36% já 5,8 Svalbarðshreppur nei -15% já -12% já 0,10 já 38,5 já -31% já - Langanesbyggð nei -14% já -14% já 0,40 nei 35,7 já -15% nei 70,1 **Fjöldi kaupsamninga á hverja 1.000 íbúa. Landsmeðaltal er 44,8. Viðmiðunarmörkin sex má sjá í töflunni og hafa verið heimfærð upp á íslenskar aðstæður. Samkvæmt þessu eru fimmtán af sextán sveitarfélögum Norðurlands eystra í útrýmingarhættu: Norðurþing, Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Grímseyjarhreppur, Arnarneshreppur, Eyjafjarðarsveit, Hörgárbyggð, Svalbarðsstrandar- hreppur, Grýtubakkahreppur, Skútustaðahreppur, Aðaldælahreppur, Tjörneshreppur, Þingeyjarsveit, Svalbarðs- hreppur og Langanesbyggð. Einungis Akureyrarkaupstaður á samkvæmt þessu einhverja von um bjarta framtíð. *Kenningar hjónanna Deborah og Frank Popper voru settar fram í lok níunda áratugarins og miðuðust að því að meta framtíðarhorfur til- tekinna sveitarfélaga á sléttunum miklu í miðjum Bandaríkjunum. Þær fólust í því að setja fram sex viðmiðunarmörk sem gæfu vísbendingu um að sveitarfélag ætti sér ekki viðreisnar von. Ef sveitarfélagið uppfyllti tvö eða fleiri skilyrði gat það talist á góðri leið með að fara í eyði. Þetta er sjöunda greinin af átta í greinaflokki Fréttablaðsins um byggðaþróun. Á morgun birtist lokagreinin, sem er samantekt. NORÐURLAND EYSTRA Norðurland eystra nær frá miðjum Tröllaskaga til vesturs að Þistilfirði til austurs og er um 22.700 ferkílómetrar að stærð, um 22 prósent landsins. Íbúafjöldi er um 28.500, sem sam- svarar 9,5 prósentum allra íbúa í landinu. MANNFJÖLDAÞRÓUN Á NORÐURLANDI EYSTRA 1988–2005 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% 1991 1993 1995 1997 1999 2001 2003 20051988 ■ Höfuðborgarsvæðið ■ Landið allt ■ Norðurand eystra +2,2% +32,1% +19,1% Akureyri Grenivík Húsavík Kópasker Þórshöfn Siglufjörður Ólafsfjörður Dalvík Hrísey Grímsey Reykjahlíð Fjallabyggð Íbúar: 2.298. Fjöldi á km2: 6,3. Meðal- tekjur: 280.033 kr. Atvinnuleysi: 1,9% Eyjafjarðarsveit Íbúar: 978. Fjöldi á km2: 0,54. Meðal- tekjur: 239.183 kr. Atvinnuleysi: 0,7% Aðaldælahreppur Íbúar: 256. Fjöldi á km2: 0,45. Meðal- tekjur: 221.309 kr. Atvinnuleysi: 1,1% Dalvíkurbyggð Íbúar: 1.927. Fjöldi á km2: 3,24. Meðal- tekjur: 259.090 kr. Atvinnuleysi: 1,8% Grýtubakkahreppur Íbúar: 366. Fjöldi á km2: 0,84. Meðal- tekjur: 308.070 kr. Atvinnuleysi: 1,8% Akureyrarkaupstaður Íbúar: 16.736. Fjöldi á km2: 127,37. Meðal- tekjur: 279.864 kr. Atvinnuleysi: 3,2% Arnarneshreppur Íbúar: 174. Fjöldi á km2: 2,08. Meðal- tekjur: 245.306 kr. Atvinnuleysi: 0,6% Hörgárbyggð Íbúar: 399. Fjöldi á km2: 0,49. Meðal- tekjur: 223.550 kr. Atvinnuleysi: 0,9% Skútustaðahreppur Íbúar: 428. Fjöldi á km2: 0,07. Meðal- tekjur: 272.133 kr. Atvinnuleysi: 4,5% Þingeyjarsveit Íbúar: 686. Fjöldi á km2: 0,13. Meðal- tekjur: 208.116 kr. Atvinnuleysi: 0,9% Langanesbyggð Íbúar: 542. Fjöldi á km2: 0,4. Meðal- tekjur: 277.003 kr. Atvinnuleysi: 2,5 Norðurþing Íbúar: 3.031. Fjöldi á km2: 0,81. Meðal- tekjur: 263.570 kr. Atvinnuleysi: 1,3% Tjörneshreppur Íbúar: 63. Fjöldi á km2: 0,32. Meðal- tekjur: 165.757 kr. Atvinnuleysi: 2,5% Grímseyjarhreppur Íbúar: 102. Fjöldi á km2: 15,85. Meðal- tekjur: 425.297 kr. Atvinnuleysi: 0,9% Raufarhöfn Svalbarðshreppur Íbúar: 109. Fjöldi á km2: 0,1. Meðal- tekjur: 226.865 kr. Atvinnuleysi: 0,1% Svalbarðsstrandarhreppur Íbúar: 382. Fjöldi á km2: 7,64. Meðal- tekjur: 246.832 kr. Atvinnuleysi: 1,3% KAUPVERÐ ÍBÚÐARHÚSN. Á NORÐURL. EYSTRA 2005 Norðurland eystra Landið allt Höfuðborgar- svæðið 200 175 150 125 100 75 50 25 0 MEÐALMÁNAÐARTEKJUR ÁRIÐ 2005 Norðurland eystra 272.360 kr. Akureyrarkaupstaður 279.864 kr. Norðurþing 263.570 kr. Fjallabyggð 280.033 kr. Dalvíkurbyggð 259.090 kr. Grímseyjarhreppur 425.297 kr. Arnarneshreppur 245.306 kr. Eyjafjarðarsveit 239.183 kr. Hörgárbyggð 223.550 kr. Svalbarðsstrandarhr. 246.832 kr. Grýtubakkahreppur 308.070 kr. Skútustaðahreppur 272.133 kr. Aðaldælahreppur 221.309 kr. Tjörneshreppur 165.757 kr. Þingeyjarsveit 208.116 kr. Svalbarðshreppur 226.865 kr. Langanesbyggð 277.003 kr. Höfuðborgarsvæðið 353.724 kr. Landið allt 326.782 kr. Meðaltekjur á Norðurlandi eystra árið 2005 voru 83% af landsmeðaltali. 17% vantar upp á að meðaltekjur á Norðurlandi eystra nái landsmeðaltali eða 54.422 kr. á mánuði. 83% 17% 161.000 192.671 107.422 KO R T B IR T M EÐ L EY FI L A N D M Æ LI N G A ÍS LA N D S Flóttinn af landsbyggðinni SIGRÍÐUR DÖGG AUÐUNSDÓTTIR sda@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.