Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.10.2006, Qupperneq 83

Fréttablaðið - 06.10.2006, Qupperneq 83
FÖSTUDAGUR 6. október 2006 51 FÓTBOLTI Peter Crouch segir að mörk hans fyrir enska landsliðið á árinu hafi breytt ímynd sinni hjá ensku þjóðinni. Á árinu til þessa hefur hann skorað ellefu mörk og verður vitanlega í byrjunarliði Englands gegn Makedóníu á Old Trafford á morgun. Stuðningsmenn enska lands- liðsins púuðu á Crouch í fyrstu landsleikjum hans og voru ósáttir að þessi 201 cm hái sóknarmaður skyldi yfirhöfuð hafa verið valinn í enska landsliðið. Margir stuðn- ingsmenn Liverpool voru einnig furðu lostnir þegar Rafael Benitez keypti kappann frá Southampton á sínum tíma fyrir sjö milljónir punda. Crouch hefur þó staðið af sér alla þessa gagnrýni og svarað henni inni á vellinum. „Fólk hefur séð meira til mín og séð að ég kann að spila ágætlega. Hér áður fyrr dæmdi fólk mig án þess að hafa séð mig spila,“ sagði Crouch á blaðamannafundi enska landsliðs- ins í gær. „Fólk sem ég hitti úti á götu hrósar mér mikið og ég virð- ist hafa náð að snúa fólki á mitt band.“ Hann skoraði ekki í sínum fyrstu átján leikjum með Liver- pool en síðan hann fór frá Sout- hampton hefur hann skorað 27 mörk í 48 leikjum fyrir félag sitt og landslið. Hann segir að með því að spila með stórliði eins og Liver- pool fái hann tækifæri til að sýna sig og sanna, bæði í deild og Meist- aradeildinni, sem og með enska landsliðinu. „Mér hefur gengið þokkalega og vonandi heldur það áfram á sömu braut. Stundum finnst mér eins og ég þurfi að gera meira en aðrir til að sanna mig en ég verð bara að búa við það. Svo lengi sem ég held áfram að skora mörk hefur fólk varla efni á því að gagnrýna mig.“ Crouch vann sér inn mörg prik hjá ensku þjóðinni fyrir HM í sumar er hann fagnaði mörkum sínum með enska landsliðinu með því að taka hið svokallaða „vél- mennadansspor“. Vakti hann mikla kátinu meðal Englendinga en hefur þó lagt „fagnið“ góða á hilluna. - esá 201 CM Hann er hávaxinn, hann Peter Crouch. NORDIC PHOTOS/GETTY Peter Crouch segir ímynd sína breytta hjá ensku þjóðinni: Fólk hrósar mér úti á götu FÓTBOLTI Danski sóknarmaðurinn Christian Christiansen hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við Fylki sem hann hefur leikið með undanfarin tvö ár. Hörður Antonsson, formaður meistaraflokksráðs Fylkis, staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið í gær. „Þetta eru góðar fréttir fyrir Fylki enda erum við ánægðir með hann,“ sagði Hörður. Peter Gravesen á eitt ár eftir af samningi sínum með Fylki og verður að óbreyttu áfram í Árbænum. - esá Christian Christiansen: Áfram í Árbæn- um næsta árið CHRISTIANSEN Hér í leik gegn Val fyrr í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Leikmenn og stuðnings- menn brasilíska liðsins Coritiba lentu í slagsmálum á miðvikudag- inn eftir að stuðningsmenn liðsins ákváðu að taka á móti leikmönn- um liðsins á flugvellinum eftir tapleik á útivelli. Um fimmtíu stuðningsmenn voru mættir á flugvöllinn til að sýna liðinu í tvo heimana. Sjónarvottar segja að nokkrir leikmenn og öryggisverð- ir liðsins hafi skipst á höggum við stuðningsmennina auk þess sem aðskotahlutum var kastað á milli hópanna. Coritiba hefur fordæmt hegðun stuðningsmannanna. „Stuðningsmenn okkar hafa fullan rétt á því að gagnrýna okkur á friðsamlegan hátt en við getum ekki sætt okkur við ofbeldisfulla hegðun í því sambandi,“ sagði talsmaður félagsins sem er í sjötta sæti 2. deildarinnar í Brasilíu. - dsd Leikmenn Coritiba í Brasilíu: Slógust við stuðningsmenn FÓTBOLTI Serbneski miðherjinn Igor Beljanski er genginn í raðir Íslandsmeistara Njarðvíkur, en Beljanski lék með Snæfelli síðasta vetur. Beljanski lék 21 leik fyrir Snæfell á síðasta tímabili, skoraði 17 stig og tók 10 fráköst að meðaltali í leik. Beljanski verður löglegur með Njarðvík 4. nóvember og mun líklega leika sinn fyrsta leik fyrir félagið gegn sínum gömlu félögum í Snæfell 5. nóvember. - dsd Körfuboltalið Njarðvíkur: Beljanski til liðs við Njarðvík FÓTBOLTI Heimir Hallgrímsson hefur áhuga á því að halda áfram þjálfun ÍBV sem í haust féll í 1. deild. Það staðfesti hann í samtali við Fréttablaðið í gær. Heimir tók við af Guðlaugi Baldurssyni um mitt tímabil en tókst ekki að afstýra falli. Heimir hefur átt í viðræðum við stjórn knattspyrnudeildar ÍBV undanfarna daga og býst við því að málið verði klárað fyrir helgina. Hann vildi þó ekkert segja um hvort hann yrði áfram í starfi eða ekki. - esá Heimir Hallgrímsson: Vill halda áfram með ÍBV
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.